Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLÁÍmÓ ’ FOSTtlDAGÍJÉ^ 18. 'ÍÁ'flÖ’ÁRT iM Toppfundi Atlantsáls og Islands í New York frestað: Evrópsku forstjórun- um bannað að ferðast FUNDI þeim sem hefjast átti í New York í dag með forstjórum álfyr- irtækjanna þriggja sem mynda Atlantsál og Jóni Sigurðssyni, iðnaðar- ráðherra, dr. Jóhannesi Nordal formanns samninganefndar og Halld- óri Kristjánssyni hefur verið frestað um ótiltekinn tima vegna stríðsins við Persaflóa. Van der Ros, aðstoðarforsijóri hollenska álfyrirtækisins Hoogovens sagði í samtali við Morgunblaðið i gær: „Fundinum hefur verið aflýst og við fáum ekki að ferðast af öryggisástæðum." Sömu sögu er að segja af Per Olaf Aronsson, forstjóra sænska fyrirtækisins Granges. Van der Ros sagði að ekki væri vitað hversu mikið styrjaldarástand- ið kæmi til með að tefja samninga- viðræðurnar um nýtt álver á ís- landi. „Hugsanlega verður hægt nú eftir helgina að ákveða hýja dagsetn- ingu, en um það get ég þó ekki full- yrt neitt á þessu stigi,“ sagði Van der Ros. „Evrópuforstjórarnir eru í ferða- banni hjá sínum fyrirtækjum og komust þess vegna ekki til fundar- ins,“ sagði Jón Sigurðsson iðnaðár- ráðherra. Jón sagði að forstjórar fyrirtækjanna, þeir Evans og Drack frá Alumax og Aronsson og Koker frá Gránges og Hoogovens mynduðu yfirnefnd viðræðnanna af hálfu Atl- antsál. Þeír hefðu ætlað að hafa samráðsfund í New York, áður en þeir hittu íslenska ráðamenn og færu yfír stöðuna. „Okkar fundur með þeim hefur enga merkingu, fyrr en þeir eru búnir að ráða ráðum sínum og því var ekki um annað að ræða en fresta fundinum," sagði Jón. Ráðherra sagði að þetta hefði ekkert með álmálið að gera, „en er auðvitað bagalegt eins og fleira sem fyigir þessum skelfilegu atburðum. Akvörðun um næsta fundartíma hefur ekki verið tekin, en Paul Drack, formaður yfirnefndarinnar er að leita að hentugum fundartíma. Bandaríkjamennimir töldu ekkert því til fyrirstöðu að halda svona fund, en þeir segjast skilja ástæður evrópsku forstjóranna,“ sagði Jón. Menntamálaráðuneytið: Þýðingarreglum breytt varðandi fréttatengt efni GEFIN hefur verið út reglugerð um útvarpsrekstur er felur í sér breytingar á þýðingarreglum þegar um fréttatengt efni er að ræða um gervihnött. Svavar Gestsson menntamálaráðherra segir að regl- ur um þýðingar hafi. eingöngu verið skoðaðar en útvarpslögin séu meingölluð. Mun hann leggja til við ríkisstjórnina að þau verði endur- skoðuð á næstu dögum. Þorvarður Elíasson sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 segir það skref í rétta átt að breyta reglugerðinni með þessum hætti. Tilraunasendingum CNN verður því haldið áfram og er gert ráð fyrir að útskýringar fylgi á íslensku og þær birtar á auglýs- ingatíma CNN. í reglugerðinni er gert ráð fyrir að efni á erlendu máii, sem sýnt er í sjónvarpsstöð, skuli jafnan fylgja íslenskt tal eða texti á íslensku eft- ir því sem við á hverju sinni. Það eigi þó ekki við þegar dreift er við- stöðulaust um gervihnött og mót- tökustöð fréttum eða fréttatengdu efni sem sýnir að verulegu leyti atburði sem gerast í sömu andrá. Við þær aðstæður skal sjónvarps- stöð eftir því sem kostur er láta endursögn fylgja eða kynningu á íslensku. Skal lögð áhersla á að allt tal og texti sé á lýtalausu íslensku máli. í frétt frá ráðuneytinu segir, að stefnt verði að því að innlent efni verði að minnsta kosti helmingur sjónvarpsefnisins og að þeir sem stunda sjónvarpsrekstur skuli einu sinni á ári gera útvarpsréttamefnd og íslenskri málnefnd greiii fyrir þróun innlendrar dagskrárgerðar á stöðvum sínum. Að sögn Þorvarðar Elíassonar verður útsendingum Stöðvar 2 á efni frá CNN haldið áfram endur- gjaldslaust fram í miðjan febrúar. Eftir það mun eftirspurn áskrifenda segja til um hvort henni verður haldið áfram og þá í sérstakri áskrift. Jón Baldvin fær árit- un til Eystrasaltslanda JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra fær vegabréfsáritun til Eystrasaltslandanna, ásamt fylgdarmanni og fréttamönnum. Svar þessa efnis barst til utanríkisráðuneytisins frá sovéska sendiráðinu á tíunda tímanum í gærkvöldi. Utanríkisráðherra fer í dag frá Helsinki í Finnlandi, þar sem hann er staddur, til Stokkhólms og þaðan til Riga í Lettlandi, þaðan sem hann fer til Vilnius, höfuðborgar Litháens. Heimsókn Jóns Baldvins er sam- að sögn Þorsteins Ingólfssonar, kvæmt boði frá Landsbergis forseta • ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneyt- Litháens, frá utanríkisráðherra Eist- inu. Þorsteinn sagði heimsóknina lands og frá stjómvöldum í Lett- ekki hafa verið skilgreinda sem opin- landi. Ekki var í gær ljóst hvort tak- bera eða einkaheimsókn. ast mundi að heimsækja öll löndin, Heimsóknin hefst í kvöld og lýkur á sunnudag, 20. janúar, þegar ráð- herra ásamt fylgdarliði fer frá Riga til Stokkhólms. Með Jóni Baldvin fer Amór Hannibalsson, sem sérfræðingur um Eystrasaltslöndin. Þá eru með í för fréttamenn frá Morgunblaðinu, Sjónvarpinu, Stöð 2 og DV og áttu þeir að fara utan í morgun og verða samferða ráðherra frá Stokkhólmi síðdegis í dag. Efnahagsleg staða Reykja- víkurborgar er afar traust segir Davíð Oddsson borgarstjóri FYRRI umræða um fjárhags- áætlun Reykjavikurborgar fyrir árið 1991 fór fram á fundi borgar- stjórnar í gær. Samkvæmt frum- varpi að fjárhagsáætlun, sem Vegna frétta Morgunblaðs- ins af gosinu í Heklu og stríðinu við Persaflóa varð að breyta niðurröðun efnis. Fastaefni eins og Peningamarkaður og Fisk- markaðir er ekki í blaðinu í dag og hefðbundnar fréttasíður frá Akureyri og Alþingi urðu einn- ig að víkja. borgarsljóri kynnt.i á fundinum, verða heildartekjur borgarinnar á árinu rúmir tólf milljarðar, rekstrargjöld átta og hálfur millj- arður og gjöld til eignabreytinga þrír og hálfur milljarður. Stærsti tekjuliður borgarinnar samkvæmt frumvarpi að fjárhags- áætlun verða útsvör, sem áætlað er að skili 5.855.000.000 krónum til borgarinnar. Þá er gert ráð fyrir að aðstöðugjöld skili borginni 2.530.000.000 kr. og fasteignagjöld 1.880.000.000 krónum. Stærstu gjaldaliðir borgarinnar verða gatna- og holræsagerð, félagsmál og al- mannatryggingar, skólamál og dag- vistarmál. Davíð Oddsson, börgarstjóri, sagði við umræðuna í borgarstjórn, að fjárhagsáætlunin beri með sér, að Reykjavíkurborg sé afar öflugt fyrirtæki, sterkasta ■þjónustueining landsins, með afar trausta efnahags- lega stöðu. Sagði hann það fagnað- arefni, að hægt hefði verið að standa að mikilli uppbyggingu í borginni á undanfömum árum, án þess að borg- arbúum hafi verið íþyngt með nýjum sköttum og án þess að borgin hafi sökkt sér í skuldafen. Seinni umræða um fjárhagsáætl- unina fer fram í febrúar og verða þá meðal annars til umræðu breyt- ingartillögur borgarfulltrúa minnr-- hlutaflokkanna. Sjá nánar frétt á bls. 7. Sautjánda Heklugosið frá landnámi „Tilkomumikil sjón og fjallið uppljómað“ „ÞETTA var mjög tilkomumikil sjón, fjallið var allt uppljómað og hraunelfurin rann niður eftir allri suðurhlið þess,“ sagði Baldur Ingólfsson, flugstjóri hjá Flugleiðum, en hann sá Heklugosið vel er hann var í áætlunarflugi frá Hornafirði kl. rúmlega 18 í gær. Baldur sagði að þeir hefðu verið í 7-8 kílómetra hæð og séð ijallið mjög vel sunnan megin. „Það virt- ist vera sprunga eftir endilöngu fjallinu og hraunelfurin rann niður alla suðurhliðina í fjölmörgum læn- um. Þá virtust einnig vera smágos austan til í hlíð fjallsins. Gosmökk- urinn virtist mjög hár, allt upp í 12 kílómetra og hann barst í norður eða norðaustur," sagði Baldur. Er vélin var á leið austur á Homafjörð var allt með kyrmm kjöram, en strax og komið var upp fyrir jökulröndina á leið suður aftur sáu flugmennirnir gosmökkinn. Baldur sagði að vel hefði verið hægt að fylgjast með gosinu á leið- inni frá Homafirði, en í útsýnisflugi í gærkvöld sást lítið vegna élja- gangs. Baldur sagði að í áætlunar- flugi til Akureyrar seint í gærkvöldi hefði bjarmi eldgossins sést nokkuð vel. „Mér brá auðvit- að alveg rosalegau Selfossi. „ÞETTA var alveg stórkostleg sjón, mér brá auðvitað alveg rosalega og hljóp út,“ sagði Inga Nielsen, húsmóði í Stóra-Klofa í Landsveit, sem ekki hefur áður orðið vitni að Heklugosi. Hún og maður henn- ar, Kristján Árnason, sátu við eldhúsborðið þegar tilkynning um gosið kom I útvarpinu. Þau höfðu ekki orðið vör við neitt áður en tilkynningin kom. Kristján sagði að hraunstraum- urinn hefði fljótlega komið í Jjós niður úr skýjahulunni á fjallinu. Hann sagði gosið hafa vaxið mjög hratt og það virtist liggja öðru vísi í fjallinu en við síðasta gos. Mikil umferð var upp Landveg að Galtalækjarskógi, en þaðan sást vel til gossins. Milli élja á fjallinu mátti sjá kröftuga logandi eld- sprungu vestan í því og aðra í aust- urátt, sem var tilkomumikil sjón. Sig. Jóns. Áfram SV-átt í dag SPÁÐ er áframhaldandi suðvest- anátt í dag og er því ekki hætta á öskufalli frá Heklugosi í byggð á Suður- eða Vesturlandi. Veður- stofan spáir hins vegar breytingu í suðaustanátt um helgina og skýrist í dag hvort breytingin verður í nótt eða á morgun. Ekki er þó víst að öskufall verði mikið í uppsveitum Suðurlands eða á Vesturlandi því mesti gosmökkur- inn var í byijun eldgossins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.