Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1991 13 25 ár. Segja má að Bjarni hafi eytt öllum sínum tíma í fyrirtækið, verið þar bæði vakinn og sofinn og ég veit að nú á kveðjustund eru það æði margir sem hugsa til og þakka þá þjónustu, sem Bjarni hefur veitt þeim. Þá var oft ekki spurt að því hvað klukkan var, hvort var virkur dagur eða helgur, verkefnin biðu, þeim þurfti að sinna og það var gert. Það var mjög ákveðin skapgerð Bjarna sem átti svo stóran þátt í velgengni hans. Yfirborðið stundum nokkuð hijúft en undir bjó mjög sérstök hlýja, sem lýsti sér mjög vel í viðmóti til þeirra sem minna mega sín eða orðið hafa á einhvem hátt undir í baráttu um lífsgæðin, þeir áttu ávallt vísan vin í Bjarna. Þetta lýsir sér svo í gegn um hans starf að vera ávallt reiðubúinn til að sinna viðskiptavinum sínum, sér- staklega atvinnubílstjómm, sem leituðu ósjaldan aðstoðar hans utan venjulegs vinnutíma. En þrátt fyrir langan vinnudag tók Bjami mikinn þátt í félagsmál- um stéttar sinnar, rafeindavirkja. Vora honum falin ýmis trúnaðar- störf sem hann, þrátt fyrir oft lítinn tíma, reyndi ávallt að sinna. Sat hann mörg ár í stjórn Meistarafé- lags rafeindavirkja, í samninga- nefnd þess og var formaður sveins- prófsnefndar til fjölda ára. Það eru og orðnir margir raf- eindavirkjarnir í dag, sem stigu sín fyrstu spor í faginu undir hand- leiðslu Bjama og ég var svo lánsam- ur að vera einn með þeim fyrstu. Sjálfsagt hafa ekki alltaf farið sam- an skoðanir þeirra og Bjarna sem vinnuveitanda, en það veit ég að hann gaf okkur öllum ríkulegt vega- nesti, sem komið hefur okkur síðar til góða. Vil ég færa kveðjur og þakkir fyrir hönd félagsmanna í Félagi rafeindavirkja fyrir störf hans að málefnum stéttar okkar. Eiginkonu, börnum og öðram ættingjum færi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ykkar sorg er mikil en megi góður Guð græða ykkar hjartasár í minningu um góð- an dreng. Þórir Hermannsson Ég vissi að Bjarni frændi væri mikið veikur, en mér brá mjög þeg- ar ég frétti að hann væri dáinn. Upp í hugann koma minningarn- ar um sunnudagsbíltúrana okkar í bæinn með viðkomu í ísbúðinni. Frá því ég man eftir mér hef ég komið í Ystaselið á hveiju aðfanga- Bók um ís- lenska mál- hreinsun SJÖTTA ritið í ritröð íslenskrar málnefndar er nú komið út og kallast fslensk málhreinsun. Sögulegt yfirlit eftir Kjartan G. Ottósson. Bókin á rætur að rekja til út- varpsþátta sem höfundur flutti 1985 undir heitinu Þættir úr sögu íslenskrar málhreinsunar. Rakin er saga málhreinsunar á Islandi frá 16. öld og fram á þennan dag. Höfundur hefur dregið saman efni úr margvíslegum heimildum, sumum fáséðum. Fjallað er um ytri aðstæður íslenskrar málþróunar og hugað sérstaklega að málnotkun í kirkjulegum ritum, stjórnsýslu og verslun. Greint er frá baráttunni við ásókn dönskunnar, einkum á fyrri öldum og hvemig enn er hald- ið áfram að veijast erlendum mál- áhrifum jafnframt því sem nýyrða- smíð hefur orðið sífellt mikilvægari. Bókin er yfirlit um þetta efni bæði fyrir almenning og fræði- menn. Höfundur kryddar frásögn- ina með íjölda dæma um málfar íslendinga fyrr og síðar. Bókarverð er 2.480 krónur til almennings en 2.000 krónur til áskrifenda Málfregna. Hægt er að panta bókina hjá íslenskri málstöð. (Fréttatilkynning) dagskvöldi í kvöldkaffí. Sama hefð var á með gamlárskvöld og þá gisti ég alltaf. Við fórum oft í útilegur og fleiri ferðalög saman. En minnisstæðust er ferðin okkar með Norrænu 1987. Þá keyrðum við um Danmörku, Svíþjóð og Noreg þar sem við tókum skipið heim aftur. Við hér í Vesturbergi eram þakk- lát fyrir að hafa fengið að vera með Bjama heima hjá sér um síðustu jól og áramót. Þótt við séum sprgmædd núna finnum við huggun í öllum góðu miningunum sem við eigum um Bjarna. Vinum mínum, Bjarna, Braga, Amari, Önnu og Öddu, sendi ég samúðarkveðjur. Mínum 'elskulega frænda þakka ég allar ánægju- stundirnar sem ég vildi óska að hefðu orðið fleiri. Ægir SKÓÚTSALA Laugavegi 41, simi 13570 Skóverslun Þórðar, Kirkjustræti 8, sími 14181 ÞARSEM ÞÚ GENGUR AÐ GÆÐUNUM VÍSUM SIÐASTIDAGUR L JÓS - G JAFAVARA - HÚSGÖGN HÆGINDASTÓLAR, BORÐSTOFUBORÐ, SÓFAR 0.FL. O.FL. kJlOAíC 0PIÐFRAKL. 10-17 I MTNníp Munið opið luugardng 29. Sími 20640 I HVÍTA HÚSID / SIA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.