Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 14
-MORGUNBLAÐIÐ- FÖSTUDAGUR-18.-JAKÚAR 1091 Í4 Minning: Guðrún Kristjánsdótt- irfrá Smárahvammi Fædd 8. desember 1908 Dáin 12. janúar 1991 Guðnín Kristjánsdóttir var fædd í Álfsnesi á Kjalarnesi 8. desember 1908 og var hún níunda í röðinni af fimmtán börnum Kristjáns Þor- kelss'onar (1861-1934) bónda og hreppstjóra þar og konu hans, Sigríðar Guðnýjar Þorláksdóttur (1871-1945) frá Varmadal. Sigríður var dóttir Þorláks Jónssonar bónda í Varmadal og konu hans, Geirlaug- ar Gunnarsdóttur frá Efri-Brú í Grímsnesi, en Kristján var sonur Þorkels sem síðast bjó í Helgadal í Mosfellssveit, Kristjánssonar í Skógarkoti í Þingvallasveit og konu hans, Birgittu Þorsteinsdóttur Ein- arssonar bónda í Stíflisdal. Af hin- um fjölmenna systkinahópi frá Álfs- nesi eru nú fimm á lífi: Gréta, Bené- dikt, ísafold, Fanney og Þórður. Bernskuheimnili Guðrúnar í Álfs- nesi var ávallt fjölmennt og hafði Kristján faðir hennar mikil umsvif í búskap. Búnaðist þeim hjónunum vel og batnaði hagur þeirra með ári hveiju. Börnin voru látin hjálpa til eftir því sem þeim óx fiskur um hrygg og vöndust snemma vinnu- semi og samheldni sem entist þeim lífið út. Dúna, eins og Guðrún var almennt kölluð, naut hefðbundinnar barnafræðslu og seinna dvaldist hún einn vetur við nám í Húsmæðraskó- lanum Ósk á ísafirði. Taldi hún það hafa verið sér til gæfu að fá jafn góðan undirbúning og hún fékk þar undir þau störf sem hún átti eftir að sinna í lifinu. Ung að árum kynntist Guðrún mannsefni sínu, Kristjáni ísakssyni. Foreldrar hans voru Isak Bjamason bóndi í Fífuhvammi í Kópavogi, sem þá var hluti af Seltjarnarneshreppi, og Þórunn Kristjánsdóttir, kona hans. Fluttist Guðrún í Fífuhvamm árið 1932 og trúlofuðust þau Kristj- án um líkt leyti. Þau giftust 4. júlí 1936 og bjuggor fyrstu árin í Fífu- hvammi í sambýli við foreldra hans. Fljótlega kom þó að því að þau reistu nýbýli í landi Fífuhvamms, er þau nefndu Smárahvamm, en þangað fluttust þau 1942. í Smára- hvammi bjuggu þau búi sínu upp frá því og þar fæddust börn þeirra önnur en elsta dóttirin, Þórunn. Þau eru í aldursröð: Þórunn, gift Hilm- ari Guðjónssyni, og eiga þau fjögur börn á lífi og 7 barnabörn; Kristján, giftur Þórunni Garðarsdóttur, þau eiga tvær dætur; Helga sem á fjög- ur börn; Sigurður sem lést 1976, ekkja hans er Hðlmfríður Gunn- laugsdóttir, þau eiga þijú börn og eitt barnabam; og loks Gunnar Smári sem giftur er Ellen Pálsdótt- ur, þau eiga tvö börn, en hann átti ,2 börn fyrir hjónaband. Kristján ísaksson var bráðvel gefínn maður og vel að sér; unni skáldskap og listum; var góður smiður og handlaginn eins og hann átti kyn til. Hann átti við vanheilsu að stríða hin seinni ár og lést í ágúst 1974. Hann lifði það að sjá Kópavog breytast úr friðsælli sveit í nágrenni Reykjavíkur í kaupstað og vaxa saman við höfuðborgina. Eg man það langt aftur að hefðbundinn sveitabúskapur var stundaður í Smárahvammi, en upp úr 1960 lögðu Kristján og Guðrún niður búskap og Kristján sneri sér þess í stað að öðrum störfum. Þegar byggðin þandist út fóru þau að hafa tekjur af malarnámi í landi Smára- hvamms og einnig leigðu þau bæn- urh garðlönd undir kartöflurækt ein- staklinga. Verðgildi landsins jókst frá ári til árs eftir því sem bærinn stækkaði og fylgdu því miklar álög- ur í formi fasteignaskatta sem voru mun hærri en tekjur þær sem feng- ust af landareigninni. Fór óhjá- kvæmilega svo að afgjöldin varð að greiða með því að selja Kópavogsbæ árlega smáskika af.landinu upp í greiðslur, enda var svo komið mál- um að ekkjan Guðrún Kristjánsdótt- ir í Smárahvammi var með hæstu skattgreiðendum þar í bæ mörg ár í röð. Fyrir þremur árum náðust hagstæðir samningar um sölu Smárahvammslands og kom þá að því að Guðrún varð að flytjast brott eftir að hafa búið í Smárahvammi í nær hálfa öld. Byggði hún hús við Hlíðarhjalla í Kópavogi með Þórunni dóttur sinni og fjölskyldu hennar sem hún fluttist í síðastliðið vor. Mér eru í barnsminni margar ferðir í Smárahvamm, einkum á góðviðrisdögum að sumarlagi, en þá notuðu móðir mín og systur hennar óspart tækifærið til að fara að hitta systur sína, sem var auðvit- að húsfreyja í sveit þegar til þeirra tíma er litið. Litið var á ferðirnar í Smárahvamm sem þó nokkurt ferðalag og þar var dvalist í góðu atlæti lengi dags við leikiog spjall. Þegar ég var orðin fullorðin kynnt- ist ég Guðrúnu á annan hátt. Ég kynntist umhyggjusemi hennar fyrir fjölskyldunni, ekki einungis börnum sínum og barnabörnum, heldur einn- ig systkinum sínum og fjölskyldum þeirra. Eftir að hún var orðin ekkja hafði hún meira samneyti við systk- ini sín og hafði hún mikið og náið samband við foreldra mína hin síðari ár. Orðtakið „maður er manns gam- an“ á vissulega vel við um sam- skipti Guðrúnar við annað fólk, ættingja sem vandalausa. Það var afskaplega gaman að ferðast með Dúnu um sveitir landsins og kom á óvart hve fróð hún var um bæja- nöfn og þekkti víða til bænda. Mað- ur komn ekki að tómum kofanum hjá henni er hún var spurð hvað þessi bær héti eða hver byggi þarna. Mér var orðið verulegt tilhlökkunar- efni ef ég fékk tækifæri til að vera bílstjóri þegar þær systur brugðu sér í ferðalag út fyrir Reykjavík. Guðrún móðursystir min var myndarkona í sjón og raun. Hún vandist því snemma að taka til hend- inni og nýta tíma sinn vel._Hún tók daginn snemma og kom miklu í verk áður en annir dagsins byrjuðu fyrir ab/öru. Gestrisni og rausn var henni í blóð borin og naut hún þess að hafa fólk í kring um sig. Henni fórst vel úr hendi að stjórna stóru heimili og hafa umsvif. Henni var sælla að vera veitandi en þiggjandi, mat mikils greiðasemi annarra í sinn garð og gætti þess ævinlega að launa greiðann margfalt. Hún var glaðsinna og hressileg í framgöngu þannig að jafnan ríkti glaðværð í návist hennar. Kunni hún jafnt að taka mótlæti lífsins sem meðlæti og skildi öðrum betur að sérhver hlutur hefur sinn tíma. Hún var að mestu heilsugóð alla ævi en fékk hjartaáfall fyrir rúmum tveimur árum. Náði hún þó góðri heilsu eft- ir það. Rétt fyrir jólin fór hún að finna til lasleika en dvaldist á heim- ili sínu þar til kvöldið fyrir andlátið. Hún dó í Borgarspítalanum 12. jan- úar sl. Af mörgu er að taka þegar minn- ingarnar hrannast upp og þá gerum við sem eftir lifum okkur ljóst hversu ótal margt það er sem okkur ber að vera þakklát fyrir þegar að kveðjustundinni kemur. Ég er þakk- lát fyrir að hafa átt Guðrúnu að öll þessi ár og þakka af alhug allar hennar velgerðir í garð íjölskyldu minnar. Börnum hennar og fjölskyldum þeirra votta ég innilega samúð. María Jóhannsdóttir Allt ’frá barnæsku var ég tneð annan fótinn í Smárahvammi. Ég man eftir mér, þegar ég var lítil stúlka, sat á stól, sveiflaði fótunum og hlustaði spennt á ijörugar um- ræður fólksins í eldhúsinu, því það var alltaf mannmargt í Smára- hvammi. Smárahvammur var eins og „stoppistöð" fyrir fólkið, sem var með kartöflugarða. Það kom við á leiðinni í garðinn og eftir að það kom úr honum. Þó það stoppaði ekki alltaf lengi þá rétt til að kasta kveðju. Þannig kom þetta mér fyrir sjónir. í Smárahvammi sannaðist mál- tækið: „Þar sem er hjartarúm þar er líka húsrúm.“ í miðju mannhafinu var Dúna okkar, eða eins og pabbi sagði allt- af „Dúna systir“, með kaffikönnuna brosandi setjandi upp íbygginn svip eða hlæjandi sínum fallega hlátri og augun ljómandi, takandi fram kökur, og kræsingar, bjóðandi fólki til sætis í eldhúsi eða stofu. Hún var óþreytandi að ræða við fólkið um garðana, leysa málin, snúast og snattast og ræða um lífið og tilveruna. Af þessari konu var margt hægt að læra. Lífið hafði ekki alltaf verið dans á rósum hjá henni. Hún hafði kynnst sorginni og ýmsum erfiðleikum, en þrátt fyrir það var hún alltaf þýð og góð og bjartsýn. Það voru góðar stundir og skemmtilegar, sem ég átti í Smára- hvammi, alveg frá því ég var í búa- leik undir barði skammt frá þeim stað þar sem foreldrar mínir voru að pota niður kartöflum og fram á unglingsár, þegar ég fékk að hafa hestana mína í hesthúsi á hlaðinu hjá Dúnu. Allt þetta tengdist því að kíkja inn til Dúnu, því það yljaði manni sannarlega um hjartaræ- turnar að hitta þessa góðu konu, sem hafði svo fallega sál og tók alltaf á móti manni með útbreiddan faðminn. Nú kveð ég þessa góðu frænku mína og þakka fyrir að hafa verið þeirrar hamingju aðnjótandi að fá að kynnast henni. Ég þakka elsku Dúnu fyrir allar góðu minningarnar sem hún skilur eftir hjá mér og ég veit að það verður tekið vel á móti henni af þeim sem á undan eru gengnir. Blessuð sé minning hennar Dúnu minnar. Sigga Snjolaug Minning: Sigfús Jónsson Tryggvason Fæddur 28. maí 1923 Dáinn 14. janúar 1991 Sigfús Jónsson Tryggvason and- aðist eftir langvarandi veikindi í Landspítalanum 14. janúarog verð- ur jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 18. janúar kl. 15.00. Faðir: Tryggvi f. 2. nóvember 1892, d. í desember 1984, frá Þórshöfn á Langanesi, útvegsbóndi þar en síðar verkamaður í Reykjavík. Sonur Sigfúsar, f. 16. júní 1865 á Her- mundarfelli í Þistilfirði, Jónssonar bónda þar Gíslasonar er bjó á Her- mundarfelli 1855 með konu sinni, Lilju Pétursdóttur. Móðir Sigfúsar og kona Jóns var Ingunn, f. 1829, Guðmundsdóttir, Þorsteinssonar bónda í Svalbarðsseli í Þistilfirði 1845 og konu hans, Rósu Péturs- dóttur, f. 1793. Móðir Tryggva var Guðrún, f. 25. apríl 1864 í Sand- fellshaga í Axarfirði, Guðmunds- dóttir, bónda, f. 1834, Þorgrímsson- ar og konu hans, Sigríðar Jónsdótt- ur, f. 1829. Móðir: Stefanía Sigurbjörg Kristjánsdóttir, f. 16. nóvember 1893, d. 1. nóvember 1981, frá Leifsstöðum í Vopnafirði. Móðir •hennar var Signý Sigurlaug Davíðs- dóttir frá Höfn á Strönd Sigmunds- sonar af Tjörnesi og Guðrúnar Jóns- dóttur.- Faðir hennar var af Fjalla- bræðraætt, Gunnar Kristján Jak- obsson, Sveinssonar á Djúpalæk og konu hans, Hólmfríðar Guðmunds- dóttur. Stefanía .og Tryggvi gengu í hjónaband 19. september 1919. Tryggvi vann áfram við útgerð föð- og afbragðs skytta og sjósóknari. Að vera virtur útvegsbóndi í sjáv- arþorpi var líkt og að vera konung- ur í ríki sínu á þessum árum. Út- gerðin á Skálum stóð þá með mikl- um blóma og Þórshöfn var upp- gangspláss og nokkurs konar höf- uðstaður Langaness. Þá var það líkt og nú, sjávarút- vegurinn réð mestu um afkomu íbú- anna. Á fyrri hluta aldarinnar fiskaðist vel þarna norður frá, ef gaf á sjó og það rétt upp við land- steina. Á þessum árum voru gerðir út 2 bátar frá heimili þeirra, og mannaðir að nokkru með Færeying- um, sem þáðu kost og aðsetur á heimili þeirra. Það segir sig sjálft að á æskuheimili Sigfúsar var alltaf mannmargt og oft glatt á hjalla. Það var spilað á hljóðfæri og sung- ið og þegar slegið var í lomber var nú líf í tuskunum. Menn þurftu að leggja hart að sér við vinnuna, en hvað var það, þeir voru fijálsir. Þessi stóru útvegsheimili kröfð- ust líka mikillar vinnu af öllum sem vettlingi gátu valdið. Sigfús var vart kominn af barnsaldri þegar hann var farinn að standa við beitn- ingu. Þegar heimsstyijöldin síðari barst hingað upp að landsteinum í kjölfar kreppunnar miklu, herti enn að Iitlu sjávarþorpunum. Tundur- duflin flutu rétt fyrir utan flæðar- málið, svo illt var að elta/þann gula og sjórinn nær uppurinn af fiski vegna erlendra fiskiskipa. En þótt Sigfús væri ungur að árum, varla tvítugur, var hann far- inn að gera út eigin bát. Hann hafði lært það af föður sínum, að til þess „Y4C gpðwr„Yewpaðpr 4-unda gjó. á, opnum hátum, var; það eftirtektin sem sagði allt. Sjó- lagið þurfti að þekkja og vita hvern- ig bregðast ætti við hveijum vanda. Þá voru ekki talstöðvar eða önnur öryggistæki í litlum trillum. Stefanía og Tryggvi höfðu eign- ast 13 börn og þó að þau kæmust ekki öll til manns var það fyrir séð að þeirra biðu fá atvinnutækifæri á Þórshöfn. Haustið 1944 flutti öll íjolskyldan að norðan og settist að í Kopavogi. Þeim tókst með sam- stilltu átaki að koma sér upp þaki yfir höfuðið, þá voru ekki lyftarar eða önnur stórvirk tæki komin til sögunnar. En það var Sigfús sem lyfti Grettistakinu sem allir aðrir höfðu gengið frá. Sigfús hafði kom- ið suður ári fyrr og stundað sjó- róðra á Suðurnesjum. Þar fannst honum dapurleg vistin, sofið var í óupphitaðri verbúð og viðurværið eftir því. Næstu árin var hann svo við sjóróðra á ýmsum bátum. Systkini Sigfúsar urðu 13 tals- ins, 5 þeirra dóu í bernsku en þau sem upp komust voru: Guðrún, f. 22. apríl 1920, húsfreyja á Þurr- stöð.um.í. Borgarhreppi, maki Helgi Helgason, hann er látinn, börn 3. Helga, f. 1. júní 1924, húsmóðir, maki Pétur Hraunfjörð, skilin, börn 10. Jakob Sveinbjörnsson, f. 11. október 1926, maki Guðlaug Ingv- arsdóttir, hún er látin, börn 3. Ólaf- ur, f. 19. mars 1929, maki Halldóra Jóhannesdóttir, böm 2. Sverrir, f. 25. mars 1930, maki Sigríður Þor- steinsdóttir, börn 3. Ingólfur, f. 7. maí 1934, maki Ágústa Waage. Signý Sigurlaug, f. 8. október 1936, maki Hakur Þórðarson, börn 6. Alfreð Björnsson, f. 15. júlí 1915, maki Hulda Pétursdóttir, börn 4. 26. nóvember 1955 gekk Sigfús að eiga Guðlaugu Pétursdóttur, f. 20. apríl 1930 í Reykjavík, Hraunfjörð, f. 14. maí 1885 á Valabjörgum í Helgafellssveit, od Ásta Kristjáns- dóttir, f. 6. júní 1891 í Stekkjartröð í Eyrarsveit. Úngu hjónin bjuggu fyrst á heim- ili foreldra Guðlaugar á Sogabletti 17 í Sogamýri en fluttu í Kópavog árið 1960 og hafa búið þar síðan. Sigfús var góður heimilisfaðir. Hon- um fannst ekkert of gott fyrir börn- in og heimilið. Börn þeirra eru: Tryggvi, f. 21. mars 1956, strætis- vagnastjóri, maki Helga Jónsdóttir. Sturla, f. 20. júní 1958, vélstjóri, maki Ánna Guðmundsdóttir hjúkr- unarfræðingur, börn 3. Örvar, f. 21. janúar 1960, stúdent. Álfheið- ur, f. 15. nóvember 1961, verslun- ar- og tölvumenntuð, maki Erlingur Erlingsson bakari, böm 2. ÁSta, f. 27. október 1963, húsmæðraskóla- gengin, maki Jökull Gunnarsson, nemur tæknifræði, börn 2. Ómar Hafsteinsson, stjúpsonur, f. 2. ágúst 1953, rafvirki. Meðan börnin voru enn í æsku veiktist Sigfús og varð að dvelja á Vífilsstöðum í einangrun frá heim- ili sínu. Það voru erfiðir tímar og lítið gert fyrir barnmörg heimili. Honum var það mikið áfall að geta ekki séð heimili sínu farborða óg eflaust hefði batinn komið fyrr ef hann hefði ekki verið svona áhyggjufullur vegna barnanna. En Guðlaug kona hans studdi hann eftir mætti á þessum erfíðu tímum, hún útvegaði sér vinnu á Kópavogs- hæli í eldhúsinu og þó að hún hafi verið búin að vera 9 mánuði í hús- mæðraskóla og húsmóðir í 15 ár varð hún að byrja á byijendalaun- um. Sigfús var starfsmaður hjá Kópa- vogskaupstað sl. 10 ár. Hann var vinur vina sinna og alltaf boðinn og búinn að gera öðmm greiða og hirti lítt um þótt ekki kæmi borgun fyrir. Hann vann alla tíð hörðum höndum, bæði til sjós og lands og var vel látinn í hveiju starfi. Ég hef þekkt Sigfús frá því ég kom inn í þessa fjölskyldu og ekki hef ég kynnst traustari manni. Það er óhætt að gefa honum sömu ummæli og höfð voru um afa hans, Sigfús. „Hann var rammur að afli og fylginn sér við hvað eina, nær- gætinn og hjálpsamur.“ Þeir sem áttu bágt á einn eða annan hátt voru alla tíð velkomnir á heimili þeirra. Margur bitinn og sopinn hefur farið í gesti og gangandi. Mörg eru börnin sem þau hafa tek- ið upp á arma sína um lengri eða skemmri tíma. Þegar bróðir Guðlaugar missti konuna á besta aldri frá 10 bömum, sumum enn í æsku, var ekkert sjálf- sagðara en þau kæmu inn á heim- ili þeirra og nytu þess sama og þeirra börn. Fyrir 5 árum veiktist Sigfús af krabbameini og fór í aðgerð. Allt virtist hafa farið á betri veg og hann komst til starfa aftur en var ósköp þróttlaus. Á síðasta ári tók meinsemdin sig aftur upp. Hann hafði lengi þráð að geta veitt sér tómstundir. Siglt út á flóann á bát sínum, veitt fisk og notið samveru- stunda með barnabörnunum er elii- lífeyrisaldrinum væri náð, en margt fer öðru vísi en ætlað er. Við hjónin vottum eiginkonu og börnum innilega samúð. Friður Guðs veri með honum. Hulda Pétursdóttir, Útkoti,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.