Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 25
JT20r-J QICÍJ MORGUNBLAÐIÐ FÖS'l'UDAGUR 18. JANÚAR 1991 25 Sautjánda Heklugosið frá landnámi Hekla gýs í fjórða sinn á þessari öld ELDGOSIÐ, sem hófst í Heklu í gær, er sautjánda eiginlega Heklugosið sem vitað er um frá landnámi íslands og það fjórða á þessari öld. Þar fyrir utan hefur gosið fimm sinnum svo vitað sé í nágrenni fjallsins. Hekla er um 7000 ára gömul og er gossögu hennar skipt í þrjú aðal- skeið. Þriðja skeiðið er talið hafa byrjað með miklu gosi árið 1104 og Mökkurinn í 12.000 metra á fyrsta tímanum FLUGVÉL frá Canadian Air sendi tilkynningu til Flug- málastjórnar um gosmökk frá Heklu í 36.000 feta, eða 12 kílómetra hæð kl. 17.50 í gær, um klukkustund eftir að gosið er talið hafa hafizt. Gosmökkurinn virðist hafa stigið hratt upp af fjallinu, enda var tiltölulega kyrrt veður, 2-3 vindstig á suðvestan. þá hafí verið liðin 2-300 ár frá næsta gosi á undan. Síðan hefur Hekla gosið að jafnaði einu sinni til tvisvar á öld, að þessari undanskilinni. Gosið árið 1104 var mjög stórt gjóskugos og lagði stór landsvæði í eyði, aðallega í Þjórsárdal og á Hrunamannaafrétti. Tjón á gróðri vegna öskufalls hefur ávallt orðið eitthvað í Heklugosum. Síðasta Heklugos var árin 1980- 1981. Gosið hófst í ágúst árið 1980 og var mjög kröftugt í byijun; gossprungan var um 8 kílómetra löng og aska barst norður til Skaga- fjarðar. Goshrinan stóð aðeins í þrjá daga, en árið eftir, í maí, hófst gos- ið aftur og stóð þá í viku og aðeins kom upp hraun. Þessi gos komu flestum á óvart, því aðeins 10 ár voru liðin frá síðasta gosinu á undan. Það hófst í maí 1970 og stóð fram í júlíbyijun. Þótt ekki gysi í Heklu sjálfri, heldur við rætur hennar ná- lægt svonefndum Skjólkvíum, er gosið talið til eiginlegra Heklugosa vegna þess að hraunið sem þar kom upp var líkt hrauni úr öðrum Heklu- gosum. Talsvert tjón varð í gosinu, hagar spilltust og flúormengunar varð nokkuð vart j nágrenni eld- stöðvanna. Gosið þótti nokkuð sér- stætt vegna þess hve auðveit var að komast að eldstöðvunum og hraunveggjunum. Sigurður Þórar- insson jarðfræðingur, sem var manna fróðastur um Heklugos, kall- aði þetta „aðgengilegt túristagos“. Heklugosið 1947 er mörgum minnisstætt, en þá hafði Hekla ekki gosið í 101 ár. Gosið hófst í ágúst með miklum sprengingum og látum og á hálftíma náði gosmökkurinn tæplega 30 kílómetra hæð. Gjósku- mökkurinn barst suður yfir landið og olli nokkru tjóni í sveitum, aðal- lega í Fljótshlíð þar sem 7-10 senti- metra ösku- og vikurlag féll á skömmum tíma. Heimildir eru um að í Fljótshlíð hafi fallið allt að 20 kílóa þungar hraunkúlur. Askan barst langar leiðir og féll meðal ann- ars í Helsinki í Finnlandi. Gosið stóð í rúma 13 mánuði. Venjuleg Heklugos hefjast með töluverðu gjóskugosi en síðan hefst blandgosasyrpa með ísúrum hraun- um og basalti. Gjóskan úr fjallinu er því súrari og gosin öflugri, sem lengra líður milli gosa. Mcðal annars stuðsi við íslandsclda eftir Ara Trausta Guðmundsson. Öldina okkar og fleiri rit. Gos í Heklufjalli frá landnámi Talið er að skipta megi gossögu Heklu í þrjú tímabil á þe.im 7000 árum sem liðin eru síðan upphleðsla meginhluta fjallsins hófst fyrir alvöru. 1. Sprungugosvirkni sunnan og suðaustan til við Heklu nútímans. 2. Þeytigosavirkni, mjög súr gjóska. Gosin náðu hámarki fyrir 4400 til 2000 árum. 3. Eftir allmikið gjóskugos hefst blandgosasyrpa með ísúrum hraun- um og basalti. Líklega má miða við stórgosið 1104. Gossagan frá landnámi er svona: Ártöl Goslengd Hlé milli gosa Hraun km3 Gjóska km3 Stefna - gjósku Eyði- legging 1104 ? >200-300 ár Ekkert 2,5 N Geysimikil 1158 ? 53 ár >0,15 ? SSA? Lítil 1206 ? 46 ár ? 0,03? ANA Lítil 1222 ? 15 ár ? 0,01? A Lítil 1300 12 mán. 78 ár >0,5 0,5 N Mikil 1341 ? 40 ár ? 0,08? VNV Mikil 1389 ? 47 ár >0,2 0,08? SSA? Allnokkur 1510 ? 120ár ? 0,32 SV Mikil? 1597 >6 mán. 86 ár ? 0,24? SA Lítil 1636 12 mán. 39 ár ? 0,08? NA Lítil 1693 7-10 mán. 56 ár ? 0,3 NNV Mikil 1766 24mán. 72 ár Um 1,3 0,4 N Allnokkur 1845 7 mán. 77 ár 0,63 0,28 SA Lítil 1947 13 mán. 101 ár 0,8 0,21 S Lítil 1970 2 mán. 22 ár 0,2 0,07 NNV Lítil 00 o 1 00 1-2 vikur 10 ár 0,15 0,09 N Nokkur Sigurður Þórarinsson rannsakaði gossögu Heklu manna mest. Með gjóskulagaathugunum sinum komst hann að því að fjallið hefur gos- ið 14 sinnum frá landnámi, að gosinu 1947 meðtöldu. Eldarnir 1970 geta þegar allt kemur til alls talist til Heklugoss. Má sama segja um gosið 1389 í Rauðöldum. Meginheimild: Sigurður Þórarinsson, 1968. Þetta kort Sigurðar heitins Þórarinssonar jarðfræðings sýnir hvert gjóskan barst í fyrri Heklugosum. Ártöl gosanna auðkenna örvarnar. Almannavarnir ríkisins gáfu ekki út aðvaranir ALMANNAVARNANEFND Rangárvallasýslu og Árnessýslu komu saman til funda síðdegis í gær vegna Heklugoss. Ekki var talin ástæða til að lýsa yfir hættuástandi og Almannavarnir ríkisins gáfu ekki út aðvaranir. Flugmálastjórn varaði flugmenn við gosmekkinum frá Heklu. Almannavarnir ríkisins fengu fyrst upplýsingar frá Raunvísinda- stofnun um gosóróa á jarðskjálfta- mælum í nágrenni Heklu klukkan 17.25 í gær. Klukkan 17.41 var staðfest frá bænum Selsundi við rætur Heklu að gos væri hafið. Að sögn Valdimars Olafssonar í stjórn- stöð Almannavarna ríkisins var ekki talin hætta á ferðum og því ekki gefnar út viðvaranir. Almannavarnanefnd * Rangár- vallasýslu kom saman til fundar klukkan 18.30 í gær. Friðjón Guð- röðarson sýslumaður sagði í gær- kvöldi að gosið hefði verið mjög tilkomumikið að sjá um klukkan 18 en síðar virtist hafa dregið úr eldvirkni. Vindáttin væri hagstæð, öskufall væri ekki í byggð á Suður- landi. Næstu nágrannar Heklu eru íbúar í Næfurholti, 11 km frá gígnum, og Selsundi, 14 km frá. Hraunstraumurinn er í þá átt en Friðjón sagði að ekki væri talin hætta á að hann næði þangað. Búsmali er í húsum. Almannavarnanefnd Árnessýslu kom einnig saman til fundar í gær- kvöldi. Lögreglan á Selfossi varaði fólk við gosinu og reyndi að beina umferð sem mest frá Heklusvæðinu í gærkvöldi. Aðdraganda svip- ar til gossins 1980 Umhugsunarefni hve stutt er milli gosa, segir Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur AÐDRAGANDA gossins í Heklu nú svipar að miklu leyti til upp- hafs gossins 1980, sem var kröftugl en skammvinnt. Þá myndaðist lengsta sprunga sem vitað er um við Heklugos, 8 kílómetrar. Ein- kenni Heklugosa, að þessu meðtöldu, er að aðdragandi þeirra er mjög stuttur. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, segir það tölu- vert umhugsunarefni hve stutt sé orðið á milli gosa í Heklu, en um 10 ár hafa verið á milli gosa síðan 1970. Þar áður gaus síðast 1947. Um Iengd þessa goss var í gærkvöldi talið lítt mögulegt að spá. Það var klukkan 16.36 í gær- dag, að fyrst varð vart lítilla skjálfta, 2 til 3 stig á Richter og nokkurra þar á eftir að sögn Gunn- ars Guðmundssonar, jarðeðlis- fræðings á Veðurstofúnni. Klukk- an 17.00 bytjaði stöðugur gosórói á mælum Veðurstofunnar og Norr- ænu eldfjallamiðstöðvarinnar. Þá sýndu þenslumælar á Suðurlandi töluverða gliðnun klukkan 16.30. Samkvæmt hræringum á skjálfta- mælum virðist sem gossprungan hafí verið að myndast á tímabilinu milli 17 og 18 og gosið sjálft hafizt rétt um klukkan 17, en 10 mínút- um síðar hafði gosmökkurinn náð 11,5 kílómetra hæð og náði hann þá norður fyrir Hofsjökul. Órói á skjálftatnækim náði hámarki um kl. 18, en síðan dró hægt úr honum fram eftir kvöldi. Það þýðir minnk- andi kvikustreymi, en algengt er að verulega dragi úr kvikustreymi skömmu eftir upphaf eldgosa. Páll Einarsson, jarðeðlisfræð- ingur í Norrænu eldfjallamiðstöð- inni, segir skamman aðdraganda eitt einkenna Heklugosa og því vonlítið að sp.á fyrir um þau. Nú hefði ekki náðst að senda viðvörun til Almannavarna fyrr en hálfri stundu fyrir gos. Stuttur aðdrag- andi hefði verið að öllum fyrri gosum á þessari öld, en að öðru leyti svipaði upphafinu nú mest til Páll Einarsson rýnir í útskrift skjálftamælis, sem er við Ljótapoll rétt norðan Landmannalauga. Mælirinn, sem er 30 kílómetra austan við Heklu sýnir umtalsverðan gosóróa, en venjulega eru línur á pappírnum grannar og beinar. Á innfelidu myndinni skoðar Gunnar Guðmundsson útskrift af þenslumælum á Suðurlandi, en mikil hreyfing kom fram á þeim um 16.30. Morgunblaðið/KGA gossins 1980. Þá hefði fjallið rifnað að endilöngu og myndazt 8 kíló- metra sprunga, sú lengsta, sem vitað væri um við gos í Heklu. Árið 1970 hefði gosið í mörgum stuttum sprungum, en 1981 hefði eldvirkni verið mest í toppi fjalls- ins. Það gos hefði í raun verið eftir- hreytur gossins árið áður og heldur máttlítið. Öll þessi gos hafa verið mun minni en gosið 1947. „Tíminn milli gosa í Heklu hefur aldrei, svo vitað sé, verið jafnstuttur og milli gosanna 1970, 1980, 1981 og 1991 og er það í sjálfu sér umhugs- unarefni," segir Páll Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.