Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR U191 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík FlaraldurSveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Sóknin hafin gegn Irökum Allt frá því að Saddam Huss- ein, einræðisherra í írak, hóf stríðsaðgerðir við Persaflóa með innrás í Kúveit 2. ágúst hefur legið í loftinu, að innrás- inni yrði svarað með valdbeit- ingu. Hefur heimurinn haft marga mánuði til að búa sig undir gagnsóknina og hófst hún í fyrrinótt um 19 klukkustund- um eftir að fresturinn sem ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna gaf Hussein til að hverfa frá Kúveit rann út. Þessi þróun er hörmuleg. Saddam Hussein er upphafsmaður stríðsins sem nú er háð við Persaflóa. Því lýkur ekki fyrr en hann gefst upp eða hörfar frá Kúveit. Það er til marks um styrk heraflans sem hefur verið stefnt gegn Hussein, að í fyrstu árás- arlotunni, sem stóð í um þijár klukkustundir, voru gerðar um 400 loftárásir á skotmörk í Bagdad og á 60 öðrum stöðum í Kúveit og Irak. Lotan var ekki annað en liður í stríðsáætl- un herafla fjölda þjóða, sem beitir valdi í samræmi við heim- ild Sameinuðu þjóðanna. Önnur árásarlota Eyðimerkurstorms- ins, eins og áætlunin er kölluð, hófst þegar birti af degi í Bagdad og var haldið áfram í gær. Við blasir að hörð átök eru að hefjast. Verði að þeim staðið með sömu festu og hing- að til gegn Hussein á hann sér tæplega viðreisnarvon. Alls eru um tólf hundruð þúsund manns undir vopnum á átakasvæðinu. Með fjölþjóða- hemum hefur verið stefnt sam- an mesta herstyrk sögunnar síðan á dögum síðari heims- styrjaldarinnar. Tæknin sem herforingjarnir hafa á valdi sínu er með ólíkindum. Þrátt fyrir að fjölmiðlamenn séu í aðstöðu til að fylgjast náið með því sem gerist í átökunum fær almenn- ingur aldrei að kynnast allri tækninni sem beitt er við hem- aðinn. Um allan heim munu menn hins vegar fylgjast náið með mannfalli og öðra tjóni, sem verður í stríðinu. Með sama hætti og menn báðu fyrir því, áður en stríðið hófst, að unnt yrði að semja um frið, hljóta menn nú að sameina hugi sína í bæn fyrir að á skömmum tíma takist að koma á réttlátum friði. Aður en átökin hófust höfðu verið nefnd hrikaleg dæmi um hættuna, sem þeim kynni að fylgja fyrir saklausa borgara utan átakasvæðisins sjálfs. Þar bar hæst, að menn óttuðust að Hussein kynni að senda flug- skeyti^ með eitursprengjum gegn ísraelum. Sem betur fer virðist flugvélum fjölþjóðahers- ins hafa tekist að eyðileggja skotpalla þessara flugskeyta í írak. Þá var því einnig spáð að írakar kynnu að grípa til ör- þrifaráða við olíulindir og bera að þeim eld, sem hefði varanleg umhverfisspjöll í för með sér. Engar fréttir hafa borist um slík ógnarverk. Lýsingar vest- rænna fréttamanna í Bagdad benda til þess, að tekist hafi að beina árásum á hemaðarlega mikilvæg skotmörk og mann- fall hafi verið eins lítið eins og frekast má vænta, þegar jafn miklum sprengjumætti er beitt. Um allan heim hræðast menn afleiðingar þessa stríðs. Meðal þjóðanna sem hafa sent her- menn til átakasvæðanna óttast menn um líf ættingja og vipa. Nágrannaþjóðir era kvíðnar og í fjarlægari ríkjum búa menn sig undir hættu af hryðjuverk- um eða almennum neikvæðum áhrifum af því að barist sé um hinar mikilvægu orkulindir við Persaflóa. Hér á landi sem ann- ars staðar hafa stjómvöld grip- ið til gagnráðstafana. Öryggis- gæsla hefur verið hert og þess gætt að nægar birgðir nauð- synja séu í landi. Alvara stríðsins er mikil. Fjölmiðlamenn og aðrir verða hins vegar að forðast að gera meira úr hættuniii af því en staðreyndir gefa ástæðu til hveiju sinni. Skaðvænlegar af- leiðingar stríðs felast ekki að- eins í því tjóni, sem era sýnileg og áþreifanleg. Sálræn áhrif, ekki síst á börn á viðkvæmum aldri eða aðra sem eru tilfinn- inganæmir, geta orðið mikil og varanleg. Stríð hefur alltaf ill áhrif og gera á allt sem í mann- legu valdi stendur til að koma í veg fyrir að það hefjist. Að- stæður geta hins vegar gert átök óhjákvæmileg og þá á að bregðast við þeim á þann veg, að tjónið verði alls staðar sem minnst. Þetta verða þeir sem hæst hafa talað um frið á undanförnum dögum ekki síður að hafa í huga en aðrir. Þegar rætt er um stríð og frið er grannt á tvískinnungi í mál- flutningi margra. Enginn vill átök eins og nú era hafin. Þau geta hins vegar orðið nauðsyn- leg, ef farið er fram með óþol- andi ofbeldi eins og Saddam Hussein hefur gert. Fyrsta styrjaldarnóttin; Reuter Flugmaður bandarískrar F-4 Phantomþotu tekur við árnaðaróskum sprengjuhleðslumanns í flugstöð bandamanna í Saudi-Arabíu að lok- inni árásarferð til Iraks. Iröskum hernaðar- skotmörkum eytt með sprengjuregni Washingfton, London, Riyadh, Bahrain. Reuter. Daily Telegfraph. YFIRMENN fjölþjóðahersins við Persaflóa sögðu í gær að loftárásir á skotmörk í Irak og Kúveit hefðu tekist vonum framar. Fulltrúar bandaríska varnarmálaráðuneytisins sögðu að lofther Iraka hefði verið nánast gjöreytt og sömu örlög hefðu beðið sérsveita forsetans, lýðveldisvarðanna. Bandamenn hefðu strax náð yfirburðum í lofti og loftvarn- ir Iraka hefðu verið máttlitlar en Tom King varnarmálaráð- herra Bretlands varaði við of mikilli bjartsýni um að stríðinu kynni að ljúka á stuttum tíma og sagði litlar loftvarnir íraka aílt eins geta þýtt að þeir væru að spara vopnin. Svo virð- ist þó sem vígtennurnar hafi verið dregnar úr Saddam íraks- forseta fyrstu átakanóttina en hann hafði hótað að að eyða herjum bandamanna í Saudi-Arabíu og „brenna“ Israel á svipstundu kæmi til átaka við Persaflóa. Dick Cheney varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna sagði að á hádegi i gær að íslenskum tíma, eða á fyrstu 14 tímum átakanna, hefðu flugvélar verið búnar að fara rúmlega 1.000 árásarferðir til íraks og Kúveits og meira en 100 Toma- hawk-stýriflaugum verið skotið frá herskipum. Mun þá 18.000 tonnum af sprengjum hafa verið varpað á skotmörk í löndunum tveim. Cheney sagði að 80% þeirra vopna sem lagt hefði verið upp með hefðu hæft skotmörkin en sumar vélar munu hafa komið með vopn til baka þar eð flugmenn höfðu fengið ströng fyrirmæli um að beita þeim ekki nema með mikilli vissu um að þau hæfðu fyrirfram ákveðin skotmörk en t.a.m. ekki íbúðarhverfi. Hernað- arsérfræðingar sögðu allt benda til að sprengjur bandamanna hefðu hitt skotmörkin af afar mikilli ná- kvæmni. Loftárásir á Bagdad hófust um miðnætti í fyrrinótt að íslenskum tíma en samtímis voru gerðar sprengjuárásir á fjölda skotmarka annars staðar í landinu og í Kú- veit. Munu fyrstu sprengjumar hafa fallið til jarðar kl. 23.30 að íslensk- um tíma. Skömmu eftir að aðgerðir hófust, eða klukkan tvö í fyrrinótt að ísl. tíma, fiutti George Bush Bandaríkjaforseti sjónvarpsávarp þar sem hann skýrði frá aðgerðum og sagði tilganginn að tortíma eiturvopnaverksmiðjum og kjam- orkutilraunastöðvum íraka. Mörg hundmð bandarískar, breskar, saudi-arabískar og fran- skar flugvélar frá herstöðvum í Saudi-Arabíu og Bahrain og flug- móðurskipum á Persaflóa tóku þátt í fyrstu árásarferðunum sem hófust 50 mínútum eftir miðnætti að stað- artíma í írak, kl. 21.50 að ísl. tíma í fyrrakvöld. Einnig tóku þátt í árás- unum flugvélar kúveiska lofthersins sem'komust til Saudi-Arabíu eftir innrás íraka í Kúveit. Fyrsta lota árásanna stóð yfir í um þrjár stund- ir en að loknu nokkurra stunda hléi hófust aðgerðir aftur að nýju í gærmorgun klukkan 6,35 að ís- lenskum tíma eða 9,35 að íröskum tíma. Hermt var að um 100 íraskir herflugvellir hefðu verið lagðir í rúst og lítil sem engin mótspyrna verið veitt. Einnig að um 18.000 tonnum að sprengjum hefði verið varpað á írak og Kúveit fyrstu nótt- ina. Varnarmálaráðuneytið í Bagdad jafnað við jörðu Þijár fylkingar flugvéla komu inn yfir Bagdad í fyrsta áfanga loft- árásanna og stóð sprengjuregnið yfir linnulaust í 45 mínútur. Leið aðeins tæpur hálftími þar til næsta hrina hófst. Hálftíma eftir að árás- irnar hófust var borgin almyrkvuð. í árásunum á Bagdad var bygging varnarmálaráðuneytisins Iögð í rúst. Ein álma ráðuneytisins var jöfnuð við jörðu, önnur hrundi að hluta og sú þriðja stóð í björtu báli í gærmorgun. Höfuðstöðvar stjórn- arflokksins, Baaths-flokksins, voru stórlaskaðar. Ennfremur rigndi sprengjum yfir helstu olíuhreinsun- arstöð borgarinnar og stóð hún í Ijósum logum í gær. Sprengjur hæfðu fjarskiptamiðstöð borgarinn- ar. Sprengjum var einnig varpað á herflugvöll sem er við hlið alþjóða- flugvallarins sem var látinn ósnort- inn. Hins vegar hafði forsetahöllin sloppið. íraska útvarpið sagði í gærmorgun að loftárásimar hefðu beinst að íbúðarhverfum borgarinn- ar en því hefur verið mótmælt af hálfu bandamanna. Risastórum bandarískum B-52 sprengjuflugvélum mun hafa verið beitt gegn sérsveitum Saddams, lýðveldisverðinum, .skammt innan írösku landamæranna en þar er um að ræða úrvalshermenn Irakshers. Fullyrt var að þessum sveitum hafi verið meira og minna eytt. Þriggja flugmanna og tveggja orrustuflugvéla saknað í árásum eftir dögun í gær var tveggja flugvéla saknað, breskrar Tornado-þotu og bandarískrar F-18 þotu. Sú bandaríska var skotin nið- ur yfir írak á fyrstu 10 stundum loftárásanna og er talið að flugmað- urinn hafi ekki komist af. Tom King varnarmálaráðherra Bretlands staðfesti í gær að bre- skrar Tornado-sprengjuþotu með tveimur mönnum væri saknað á vígvellinum við Persaflóa. Kviknað hefði í hreyflum þotunnar en ekki hefði fengist staðfest hvort það mætti rekja tif lofttarna Iraka. ír- akar héldu því fram að þeir hefðu skotið niður 14 flugvélar en fulltrú- ar fjölþjóðahersins báru það til baka. Milli 45 og 50 breskar Tornado- þotur lögðu upp frá Bahrain klukk- an 2 eftir miðnætti að staðartíma í fyrrinótt, 11 að kvöldi þriðjudags á íslandi, og voru hálfa fjórðu klukkustund á lofti í fyrri ferðinni. Tóku þær eldsneyti á flugi frá Vict- or-eldsneytisflugvélum í leiðangrin- um en sneru svo til stöðva þar sem vopn þeirra voru endurnýjuð. Skot- mörkum þeirra vár haldið Ieyndum en þau munu hafa verið bæði í Kúveit og írak. Fjórar franskar Jagúar-þotur urðu fyrir skotum er sveit 12 slíkra flugvéla gerði árás á A1 Jaher her- Léttir í ísrael en hættan á árás er ekki liðin hjá Palestínumenn leyna ekki vonbrigðum sínum Jerúsalem. Reuter. ÍSRAELAR vörpuðu öndinni léttar í gær eftir erfiða vökunótt. Ekkert hafði orðið af eldflauga- og efnavopnaárásum íraka en herinn skipaði þeim, sem voguðu sér út á götu, að halda sig heima; hættan væri ekki liðin hjá. A hernumdu svæðunum er útgöngubann og Palestínumenn geta ekki leynt vonbrigðum sínum með frammi- stöðu íraska hersins. ísraelski herinn skipaði fólki að halda sig innan dyra í gær og hafa ávallt gasgrímurnar við höndina. Nokkuð var þó um, að fólk væri á stjái og jókst heldur þegar á Ieið daginn, til dæmis í Tel Aviv, sem írakar sögðu vera helsta skotmark- ið. Fólk virðist trúa því, að eldfiaug- um íraka hefði verið eytt í loftárás- um bandamanna en fyrr í vikunni sagði talsmaður ísraelska flughers- ins, að írakar réðu líklega yfir 30 föstum eldflaugapöllum, 30 hreyf- anlegum og um 20 efnavopna- hleðslum. „Við vitum, að eldflaugapallar hafa verið sprengdir upp og verðum að vona, að tekist hafi að eyða þeim öllum,“ sagði ísraelskur leyni- þjónustumaður en lagði um leið áherslu á, að hættan væri ekki lið- in hjá þótt hún minnkaði með hverri stundinni, sem liði. ísraelar eru að vonum ánægðir með árangursríkar árásir fjölþjóða- hersins á hernaðarmannvirki í írak en Palestínumenn á hernumdu svæðunum eru hálflamaðir, svo mikil eru vonbrigðin. Þeir eiga bágt með að trúa því, að „stríðsmaður- inn mikli", Saddam Hussein, skuli ekki einu sinni hafa getað borið hönd fyrir höfuð sér, að allt hans herveldi skuli gufa upp í einni svip- an. Þeir höfðu vonað, að eitthvað meira væri á bak við digurbarka- legar yfirlýsingar hans um „frelsun Palestínu", en nú finnst mörgum öll von úti. MORGUNBLAÐIÐ FGSTUDAGUR18. JANÚAR 1-9,9þ 23 Fyrsti sólarhringurinit þar. Taka ber þó fram að fregnir af svæðinu eru óljósar og heimildir ekki óvallt jafntraustar og æskilegt væri. Þannig eru sumar borgir í Irak merktar sem skotmörk, þrótt fyrir að þær hafi ekki verið nafngreindar. stöðina í Kúveit ásamt sveit banda- rískra F-16 flugvéla, en talið er að írakar hefðu komið fyrir SAM-6 loftvamarflugskeytum og Scud- flaugum í A1 Jaher, að sögn Jean- Pierre Chevenements varnarmála- ráðherra Frakka. Komust þoturnar fjórar til baka til stöðva sinna skammt frá Dhahran í Saudi- Arabíu en þær höfðu orðið fyrir loftvarnarskothríð í leiðangrinum til Kúveit. í gærkvöldi var viðgerð lokið og þær tilbúnir til bardaga á ný. Chevenement sagði að líklega hefðu flugskeytin og flaugarnar verið eyðilagðar þar sem þeim hefði ekki verið skotið er árásin var gerð. íraskri þotu grandað yfir Bagdad á fyrstu mínútunum Flugmaður bandarískrar F-15 þotu, Steve Tate, skaut niður íraska Mirage F-1 þotu yfir Bagdad á fyrstu mínútum styijaldarinnar. Var hann í fyrstu flugsveitinni sem kom yfir -borgina á miðnætti að ísl. tíma, klukkan 3 að staðartíma, og var hlutverk hennar að veita sprengjuflugvélum vernd. Sveitin fór á loft klukkan 22.30 að ísl. tíma frá flugstöð í austurhluta Saudi- Arabíu. Er hún hringsólaði yfir Bagdad sá Tate skyndilega íraska þotu nálgast flugvél eins þriggja félaga sinna. Sagðist hann hafa „læst“ Sparrow-flugskeyti á óvina- vélina og hleypt af. Áugnabliki síðar hefði hún sprungið í tætlur og við það myndast'eldhnöttur á himni. Gerðist þetta kl. 3:15 í fyrrinótt, eða 15 mínútum eftir miðnætti að ísl. tíma. Aðrir flugmenn sem voru í hópi þeirra sem gerðu fyrstu loft- árásirnar á Bagdad sögðu að fimm íraskar þotur sem sendar hefðu verið til móts við vélar bandamanna hefðu snúið við, forðað sér í norður- átt og ekki komið til baka. írösk kona sem flýði fótgangandi til írans í gær sagði að flugvélar bandamanna hefðu haldið uppi linnulausum árásum á hafnarborg- ina Basra í suðurhluta íraks en hún er næst stærsta borg landsins. Hefði síma- og fjarskiptastöð borg- arinnar verið eyðilögð. Skotpallar Scud-flauga eyðilagðir Tvær íraskar herstöðvar, H-2 og H-3, sem eru skammt frá jórdönsku landamærunum, stóðu í ljósum log- um í fyrrinótt eftir mjög harðar sprengjuárásir, að sögn íbúa í jórd- önsku borginni Ruwesheid. Talið er að þar hafi írakar verið með Scud-flaugar á skotpöllum er skjóta hefði mátt á ísrael. „Sprengjuárásin var mjög hörð, eldblossarnir teygðu sig til himna og þu'ngir sprengju- dynkir kváðu við,“ sagði bæjarbúi. Talsmaður ísraelska hersins sagði að bandamenn hefðu grandað eld- flaugasýotpöllum f vesturhluta ír- aks en ísraelumJaafði staðið beygur af þeim og óttast efnavopnaárás enda höfðu írakar hótað að skjóta fyrst á skotmörk í Israel brytust út átök við Persafióa. Sam Nunn, formaður hermálanefndar öldunga- deildar Bandaríkjaþings, sagði í gærmorgun að bandamenn hefðu náð því takmarki að eyðileggja alla Scud-skotpalla íraka i fyrstu lotu stríðsaðgerða. Loftvarnarflaugur voru þeyttar í Riyadh, höfuðborg Saudi-Arabíu, klukkan 3.20 í fyrrinott að stað- artíma og fjöldi borgarbúa leitaði skjóls í loftvarnarbyrgjum. Neitað var orðrómi um að lrakar hefðu skotið Scud-flaugum á borgina og fullyrt var að engar íraskar herþot- ur hefðu rofið lofthelgi Saudi- Arabíu. írakar gerðu þó tveggja stunda stórskotaliðsárás í fyrrinótt á olíu- hreinsunarstöð á landamæraborg- ina Khafji í austurhluta Saudi- Arabíu frá stöðvum sínum í Kúveit. Embættismenn sögðu að tjónið hefði verið óverulegt þar sem aðeins nokkrar sprengikúlur hefðu hæft tóma tanka í útjaðri stöðvarinnar. Framleiðslutækin hefði ekki sakað og starfsemi stövðarinnar hefði haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist. í gær var svo þyrlusveit bandamanna send inn í Kúveit og var hún sögð hafa gjöreyðilagt stór- skotaliðsvopn þau sem notuð voru til árása á Khafji. Landhernaður ekki hafinn Talsmaður bandarísku herstjórn- arinnar í Saudi-Arabíu sagði að um hádegisbilið í gær hefðu bardagar á jörðu niðri ekki enn hafist -en - orðrómur þess efnis hafði verið á kreiki. Hersveitir væru hins vegar að koma sér fyrir við írösku og kúveisku landamærin og búist við að þær yrðu senda til átaka þegar öruggt væri talið að lofther og loft- varnir íraka hefðu verið lagðar í rúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.