Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 43
MÖRGIÍNHÍÍAÍXID' íÞRóTTiRimúmm g.XANlíAR; WOL.I 43 toúm FOLX ■ BRYNJAR Valdimarsson tap- aði fyrir Thailending, 2:6, í 2. um- ferð á heimsbikarmótinu Sky sjón- va.rpsstöðvarinnar í snooker á mið- vikudagskvöld og er úr leik. Brynj- ar vann John Spencer, fyrrufn heimsmeistara, í fyrstu umferð, 6:1. og vakti það mikla athygli. Hann fékk um 100 þúsund íslenskar krón- ur fyrir sigurinn á Spencer. Jónas P. Erlingsson lék einnig á miðvik- dag við Dean Reynolds frá Bret- landi og tapaði, 1:6 og er úr leik. ■ TOTTENHAM á í töluverðum fjárhagsörðugleikum og gæti svo farið að knattspymufélagið, sem er dótturfyrirtæki þess, yrði að selja Gary Lineker og Paul Gascoigne til að bjarga fjárhagnum. Félagið tapaði 2,6 milljónum punda, eða um 300 milljónum íslénskra króna síðustu tólf mánuði. Talið er að félagið geti fengið allt sjö milljónir pund fyrir Gascoigne og þijár millj- ónir punda fyrir Lineker. ■ CLAUDIO Caniggia, arg- entíski knattspyrnumaðurinn sem leikur með Atalanta í ítölsku 1. deildinni, var úrskurðaður í þriggja leikja bann eftir ljót brot í leik Atal- anta og Genoa á mánudaginn. Hann missti tvo mánuði úr er hann handleggsbrotnaði í Evrópuleik í október. ■ FRANK Rijkaard, hollenski knattspymumaðurinn hjá AC Mílan, mun á næstu dögum skrifa undir famlengingu á samn- ingu sínum við félagið fram til 1993. Hann mun fá sem samsvarar 95 milljónum íslenskra króna í sinn hlut á ári. Rijkaard, sem er 28 ára, hefur verið hjá AC Mílan síðan 1988. Hann lýsti því hins vegar yfir eftir HM að hann mundi ekki leika aftur með hollenska lan,dslið- inu. ■ VfB Stuttgart lék fjáröflunar- leik gegn sovéska liðinu Dimano Kiev í vikunni á Neckar leikvangin- um. Kiev skoraði strax á 1. mín. en síðan gerði Fritz Walter þrennu fyrir VfB og liðið sigraði 3:1. Eyjólfur Sverrisson kom inn á í síðari hálfleik fyrir Walter og stóð sig vel. „Jolli“ fiskaði víti og átti skalla rétt framhjá. Matthias Sammer tók vítið og skaut í stöng. Um 20 milljónir króna söfnuðust og verður varið til kaupa á lyfjum og öðru fyrir sjúkrahús í Kiev. ■ TVEIR leikmanna Stuttgart hafa verið settur á sölulista, Arg- entínumaðurinn Basualdo og einnig framheijinn Kastl. Vamar- maðurinn gamalkunni,_ Karlheinz Förster, sem lék með Asgeiri Sig- urvinssyni hjá félaginu á sínum tíma, var þulur í þýska sjónvarpinu á fjáröflunarleiknum og sagði að eftir að Eyjólfur fór að leika með Stuttgart, ætti umræddur Kastl enga möguleika á að komast í liðið. Þá er Ijóst að danski leikmaðurinn Rasmussen mun fara aftur til Ala- borgar. Verður lánaður þangað. ■ KÖLN vill kaupa Jiirgen Klinsmann frá Inter Mílanó, en ítalska félagið hefur áhuga á að fá Ronald Wolfarth frá Bayern Miinchen. Uli Höness, fram- kvæmdastjóri félagsins, segir að hann sé ekki til sölu. „Við erum að byggja upp lið til að vinna Evr- ópubikarinn. Ef ég fengi boð upp á 20 millj. marka í Brian Laudrup - myndi ég segja;. Nei.“ ■' BAYERN er þó tilbúið að selja Skotann Mclnally og Júgó- slavann Mihajlovic. Schalke vill kaupa Júgóslavann, en Niirnberg og Chelsea hafa áhuga á Mclnally. ■ „KEISARINN er dáinn - lerigi lifi Kóngurinn," er fyrirsögn í einu blaðanna í Þýskalandi. Þarna er átt við að Franz „Keisari" Beck- enbauer, fyrrum landsliðsþjálf- ari V-Þýskalands hafi þurft að láta í minni pokann fyrir gömlu kempunni Raymond Goethals, sem hefur tekið við þjálfun Mars- eille og undir stjórn hans vann fé- lagið stórsigur, 7:0, yfir Lyon. Frá Einari Stefánssyni í Þýskalandi KNATTSPYRNA Þjálfari KR kallaður til Huddersfield lan Ross var í gær ráðinn aðstoðarframkvæmdarstjóri félagsins IAN Ross, þjálfari KR, var í gær ráðinn aðstoðarframkvæmda- stjóri 3. deildarfélagsins Hudd- ersfield um stundarsakir. Hans hlutverk verður að aðstoða Eoin Hand, framkvæmdastjóra félagsins og fyrrum iandsliðs- þjálfara írlands. Ross tekur við starfi Peter Withe, sem fór til Aston Villa á dögunum. I að kom nokkuð á óvart að Ross yrði ráðinn aðstoðarfram- kvæmdastjóri því að Alan Hansen, fyrram leikmaður Liverpool og Mick BHH Martin, fyrrum leik- Frá Bob maður Newcastle, Hennessy voru orðaðir við /England starfið. Hand var búinn að ræða við þá. Gengi þessa sögufræga félags hefur ekki verið gott að undan- förnu. Félagið er um miðja 3. deild og er úr leik í bikarkeppninni. Sagði var frá því í Englandi í gær að Ross, sem er 43 ára, fyrrum leik- maður Liverpool og Aston Villa - væri samningsbundinn þjálfari íslenska 1. deildarfélagsins KR og að keppnistímabilið á Islandi myndi hefjast í apríl. Því væri óljóst um framtíð Ross hjá Huddersfield að svo stöddu. Morgunblaðið náði ekki sam- bandi við Ross í gærkvöldi, en þeg- ar forráðamönnum KR var sagt frá ráðningu Ross hjá lluddersfield, kom það þeim á óvart. Þeir vissu ekki betur en Ross væri væntanleg- ur til Reykjavíkur 12. febrúar. KORFUKNATTLEIKUR Tindastóll fékk skell íKeflavík Töpuðu með 38 stíga mun KEFLVÍKINGAR sýndu hvers þeir eru megnugir þegar þeir léku gegn Tindastól í Keflavík í gærkvöldi og sigruðu þeir í leiknum með 38 stiga mun -114:76. Norðanmenn héldu aðeins í við heimamenn fyrstu mínútur leiksins en síðan skyldu leiðir. Keflvíkingar áttu skínandi góðan leik á meðan ekkert gekk hjá Sauðkrækingum og í hálfleik höfðu þeir náð 13 stiga forskoti 60:47. Í síðari hálf- leik dró enn í sundur með liðunum og um miðjan hálfleikinn gáfust norðanmenn upp og Björn létu nánast varaliðið leika það sem Blöndal eftir lifði. „Við vorum ákveðnir í að sJ?nlar^ tapa ekki fyrir þeim í þriðja skiptið og það tókst. Ég er ákaflega ánægður með leik okkar, strákamir gáfu allt sem þeir áttu og uppskeran var líka eftir því,“ sagði Þorsteinn Bjarna- son aðstoðarþjálfari ÍBK eftir leikinn. „Það er lítið um leik okkar að segja,“ sagði Pétur Guðmundsson í liði UMFT. „Það hrundi allt sem hægt var - þetta var ekki okkar dagur.“ Hjá ÍBK vora bestir þeir Falur Harðarson, Tom Lyte, Jón Kr Gíslason, Sigurður Ingimundarson og Albert Óskars- son en hjá Tindastóli var Ivan Jóns sá eini sem aldr- ei gafst upp. Franc Bookergerði 60 stig fyrir ÍR, en það dugði ekki til Sextíu stig Franc Bookers dugðu ÍR ekki gegn baráttuglöðu liði Snæfells í leik botnliðanna. Snæfell hafði forystuna lengst af og þrátt fyrir góð tækifæri í lokin tókst heimamönnum ekki að rétta sinn hlut. Frosti Hittni beggja liða var mjög slök Eiðsson fyrstu mínúturnar og það var ekki fyrr skrifar en gooker tók til við þriggja stiga skot- in að ÍR-liðið fór í gang. Hann gerði alls 15 þriggj stiga körfur í leiknum. Snæfell leiddi lengst af og varnarleikur liðsins var mun betri en hjá ÍR og munaði þar miklu um Tim Harvey, sem var dijúgur í fráköstunum. í síðari hálfleiknum náði Snæfell tíu stiga forskoti en ÍR náði að jafna 88:88 rúmri mínútu fyrir leiks- lok. Harvey kom Snæfelli yfir og þrátt fyrir góð tæki- færi ÍR-liðsins tókst þeim ekki að nýta sér þau. Bárður Eyþórsson og Tim Harvey vora bestu leik- menn í annars jöfnu liði Snæfells. „Við höfum verið að styrkjast með hveijum leik og ég er sannfærður um að við höldum okkur uppi,“ sagði Bárður eftir leikinn. Franc Booker var yfirburðamað- ur hjá ÍR. ÍR-liðið hefur tekið mikl- um breytingum á þessu tímabili. Þrátt fyrir góðan liðstyrk virðist ýmislegt vera að og flestir leikmenn léktr langt-undir-getu.- * - - - A-RIÐILL Morgunblaðið/Einar Faiur Falur Harðarson lék mjög vel með Keflvíkingum og skoraði 28 stig. B-RIÐILL Fj.leikja u T Stig Stig NJARÐVÍK 15 11 4 1387: 1187 22 KR 16 10 6 1327: 1273 20 HAUKAR 16 9 7 1350: 1335 18 SNÆFELL 16 4- 12 1212: 1423 8 IR 16 1 15 1251:1520 2 Fj.leikja U T Stig Stig TINDASTÓLL 15 ÍBK 15 GRINDAVIK 16 VALUR 16 ÞÓR 15 12 3 1447: 1344 24 11 4 1444:1307 22 11 5 1383: 1314 22 5 11 1298:1374 10 4 11 1385:1407 8 lan Ross. IIRSLIT Körfuknattleikur ÍBK-UMFT 114:76 Iþróttahúsið í Ketlavík, íslandsmótið í körfuknattleik, Úrvalsdeild, fimmtudaginn 17. janúar 1991. Gangur leiksins: 3:0, 3:2, 8:6, 10:10, 23:12, 30:20, 41:28, 50:39, 60:47, 66:53, 72:58, 89:58, 96:66, 103:66, 112:72, 114:76. Stig ÍBK: Falur Harðarson 28, Tom Lytle 21, Siguiður Ingimundarson .20, Jón Kr. Gíslason 18, Albert Óskarsson 13, Hjörtur Harðarson 4, Júlíus Friðriksson 3, Skúli Skúlason 3, Jón Ben Einarsson 2, Egill Viðai'sson 2. UMFT: Ivan Jóns 27, Pétur Guðmundsson 19, Valur Ingimundarson 12, Haraldur Leifsson 6, Karl Jönsson 5, Sverrir Sverris- son 2, Einar Einarsson 2, Kristinn Baldvins- son 2. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Bergur Steingrímsson sem dæmdu vel. Áhorfendur: Um 400. ÍR - Snæfell 88:93 Úrvalsdeildin í körfuknattleik; íþróttahús Seljaskólans, fimmtudaginn 17. janúar 1991. Gangur leiksins: 7:16,18:16,20:24, 84:30, 41:50 47:52, 55:54, 59:69, 85:86, 88:93. Stig IR: Franc Booker 60, Bjöm Leósson 9, Karl Guðlaugsson 7, Bjöm Bollason 4, Hilmar Gunnarsson, Gunnar Þorsteinsson og Brynjar Sigurðsson 2. Stig Snæfells: Tim Harvey 29, Bárður Eyþórsson 22, Stefán Þorbergsson 15, Hreinn Þorkelsson 14, Bryiy'ar Harðarson 10, Þorkell Þorkelsson 2. Dómarar:' Guðmundur Stefán Maríasson og Helgi Bragason gerðu nokkuð af mistök- um. Áhorfendur: 167. Handknattleikur Spánn 16-liða úrslit í spænsku bikarkeppninni. Leikið er heima og heiman. Atletico Madrid - Kanarías....28:19 ■Sigurður Sveinsson var markahæstur með 7 mörk, þar af 3 úr vítaköstum. Stað- an i hálfleik var 11:10 fyrir Atletico. Granollers - Michelin...... .26:22 ■Fyrri hálfleikur var jafn og staðn í hálf- leik, 12:11. Granollers Var sterki í síðari hálfleik. Femandes var markahæstur í liði Granollers með 7 mörk. Geir Sveinsson gerði 4. Pontevedra - Bidasoa..........22:24 ■Bidasoa hafði fimm marka forskot f hálf- leik, 11:16. Bogdan Wenta og Olalla voru markahæstir í liði Bidason með 8 mörk. Alfreð Grslason gerði 2. Teka - Mepamsa................30:24 ■ Staðan i hálfleik var 12:14 fyrir Mep- amsa. Teka hafði betur í síðari hálfleik. Puig var markahsætur hjá Teka með 7 mörk. Kristján Arason gerði 2. Malaga - Barcelona............22:31 Valencia - Alicante......... 31:21 Narranco - Chya Madrid________15:29 Siðari leikimir fara fram um helgina. í 8-Hða úrsiitum er aðetns einn leikur. A.H. Spáni Leiðrétting í blaðinu í gær skýrðum við frá úrslitum í ensku deildarkeppninni, en þetta átti að sjálfsögðu að vera úrslit i 8-liða úrslitum deildarbikarkeppninnar. I kvöld HANDKNATTLEIKUR: KA og Stjaman mætast í 1. deild karla á Akui-eyri kl. 20.30. í 1. deild kvenna leika IBV - Valur i Eyjum kl. 20. KÖRFUKN ATTLEIKUR: Njarðvík og KR leika i úrvalsdeildinni kl. 20 í Njarðvik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.