Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1991 wcGAAnn ll/|6 tc) 1990 Universal Press Syndicate // . Ef þu i/)tt oÁ eq ioJd þeereféirrnatj er eJnsgotb áz>þti &ndargreiá)r ráer cltt/iaad af ájaoo taat-L)nurrt." HÖGNI HREKKVÍSI Skautasvell- ið á Tjöminm Til Velvakanda. Ég vil taka undir greinarkorn sem birtist í Velvakanda fyrir skömmu þar sem bent var á nauð- syn þess að skautasvellið á Tjörn- inni verði haldið við áfram þrátt fyrir skautasvellið í Laugadal. Skautasvellið þar er þarft og gott framtak en svo löng hefð er fyrir skautasvellinu á Tjörninni að það má alls ekki leggjast af. Ég sé held- ur ekki að neinn verulegur kostnað- ur fylgi því að halda því opnu og vissulega njóta þess margir. Þarna er lýsing til staðar en ég hef ekki orðið þess var að hún væri notuð í vetur. Ég vona að skautasvellið á Tjörninni verði vettvangur æsku- fólki sem fyrr um ókomin vetrar- kvöld. Eldri borgari Launamisrétti og þjóðarsátt Til Velvakanda. Mikið er skrifað og skrafað um svokallaða þjóðarsátt um þessar mundir og er orðið sjálft orðið dál- ítið margþvælt. Sú ríkisstjórn sem nú situr á heiðurinn af því að koma verðbólguni neðar en tekist hefur árum saman og á þjóðarsáttin margþvælda sinn þátt í því. Ekki er þróunin þó að öllu leyti jákvæð þar sem hún hefur bitnað mest á þeim sem síst skyldi, það er þeim sem-lægst hafa lægstu launin. Það merkilega er að lítið heyrist í þess- um hópi og virðast foringjar lág- launahópa ekki sjá neitt athuga- vert. Aðrir sem hafa laun í góðu meðallagi leggja fjármálaráðherra hins vegar í einelti. Um stjórn fjármála er það að Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til fostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Með- al efhis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, lyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfh, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öflu efhi til þáttar- ins, þó að höfundur óski nafn- leyndar. Ekki verða birt nafnlaus bréf sem eru gagnrýni, ádcilur eða árásir á nafhgreint fólk. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. segja að þar er margt í ólestri og hefur lengi verið. Einkennilegt er að rikisstjórn sem kennir sig við félagshyggju skuli setja skattleysis- mörkin á rúmlega 57 þúsund krón- ur. Er einhveijum ætlað að lifa af slíkum mánaðarlaunum? Það er mikið réttlætismál að skattleysis- mörkin verði hækkuð verulega. Til að mæta þessari tekjuskerðingu ríkisins mætti taka upp annað skattþrep fyrir hátekjumenn. Það getur ekki talist réttlátt að sá sem hefur t.d. 90 þúsund krónur í tekjur á mánuði borgi sama skatthlutfall og sá sem hefur t.d. 700 þúsund krónur á mánuði. Þetta ættu félags- hyggjumenn að skoða því mikil nauðsyn er á að draga úr launamis- rétti hér á landi. Það hefur þreiðkað ískyggilega, launamisréttið hér á landi og þjóðarsáttin hefur síst hjálpað þeim sem minnst hafa. Jónas Frábært j ólaball Til Velvakanda. Hinn 29.12. síðastliðinn var hald- ið glæsilegt jólaball á Hótel Örk í Hveragerði. Tekið var á móti gest- um af elskulegheitum og alúð. Við innganginn fengu yngri gestirnir blöðrur, hatta og ýlur og þótti flest- um mikið til koma, en stærstur hópur gesta þennan dag var á aldr- inum 2-12 ára. Stórgóðar veitingar voru fyrir alla aldurshópa, pylsur, gos og popp fyrir börnin og hlaðborð fyrir full- orðna. Mikið var sungið og dansað og allir skemmtu sér hið besta. Þó er mér til efs að nokkur hafi skemmt sér betur en hótelstjórinn, Jón Ragnarsson, sem brosti af ein- lægni við þessum ungu gestum sem kunnu vel að meta gestrisni hans þennan dag. Það er mikils virði að þurfa ekki að sækja jóiaballaþjón- ustu í önnur byggðarlög með börn að vetrarlagi. Vil ég þakka Jóni þetta glæsilega framtak um leið og ég óska honum og starfsfólki hans velfarnaðar á nýju ári. Margrét Ragnars r Látið óti- ljósin loga Blaðburðarfólk fer þess á leit við áskrifendur að þeir láti útljósin loga á morgnana núna í skammdeginu. Sérstaklega er þetta brýnt þar sem götulýsingar nýtur lítið eða ekki við tröppur og útidyr. Yíkverji skrifar Víkveija brá nokkuð í brún þeg- ar hann verslaði hjá íslensk- um markaði í Leifsstöð á leið til útlanda fyrir nokkru. Þar sem fram- undan var nokkurra tíma flug fór Víkveiji í verslun íslensks markaðar og keypti ýmislegt lesefni. Þegar búið var að reiða fram fé fyrir kaup- unum sagði afgreiðslustúlkan, að skiptimynt ætti hún enga, nema dollara. Víkveija fannst þetta und- arlegt og óþægilegt, þar sem hann var á leið til Danmerkur. Það hefði komið sér betur að fá til baka í íslenskum krónum, ef danskar voru ekki til. Því miður, sagði afgreiðslu- stúlka íslensks 'markaðar, við eigum ekki íslenska peninga núna! Og því gekk Víkvetji um götur Kaup- mannahafnar með tólf dollara í vasanum, sem nýttust ekki þar, enda hefði ekki borgað sig að fá þeim skipt, með tilheyrandi kostn- aði. XXX Víkveiji las í þriðjudagsblaðinu viðtal Morgunblaðsins við Steinar Berg Björnsson, yfirmann í friðargæzlusveitum Sameinuðu þjóðanna. í viðtalinu segir Steinar m.a.: „Það veit enginn, nema „Sören Hansen“, eins og við kölluðum Hussein, hvað tekur við og við bíðum því átekta.“ Þetta rifjaði upp fyrir Víkveija, að sagt var að Is- lendingar, sem staddir voru í Þýzka- landi á árum Hitiers, hafi tamið sér, að nefna foringjann ekki á nafn heldur kalla hann alltaf Hjalta. „Það veit enginn, nema Hjalti," sögðu þeir. Píslargöngu Víkveija með happ- drættisvinninga SÍBS ætlar seint að linna. Eftir hrakninga, en sigur að lokum í Hagkaup, þar sem vöruúttekt fékkst út á vinning, stóð til að fagna þeim næsta með sér- stökum hætti. Leiðin lá því í eina af verzlunum ÁTVR með miðann, konjakk var pantað og kom á af- greiðsluborðið, en lengra fór það ekki. „Því miður vinur, þú verður að drekka út á þetta annars stað- ar,“ var svarið og enn varð Víkveiji að taka upp budduna og borga með peningum. Enn og aftur bendir Víkveiji á nauðsyn þess að fella niður einká- rétt Háskólahappadrættisins til þess að greiða vinninga. út í reiðufé.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.