Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 41
- - MÖ}iaÍí4Bt,'AÍ)ÍÐ~4sÖSTÚÐÁö ÍR 18.- joáofi' -1991 - 41 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS VÍÐA POTTUR BROTINN Til Velvakanda. Eftir að hafa hlustað á hádegis- fréttir á Bylgjunni mánudaginn 14. janúar skipti ég yfir á fréttir RUV, enda mikið í fréttum þennan dag. Að loknum fréttum slökkti ég ekki strax á útvarpinu, lofaði því að dingla, án þess þó að hlusta. Varð ég þó var yið að verið var að flytja endurtekinn þátt frá Akureyri. Guð- rún nokkur Frímannsdóttir var í þaula að spyija vangefna einstakl- inga. Ég hafði ekki neinn beinan áhuga á efninu, en hrökk þó við og „sperrti eyrun“ þegar spyijand- inn varpaði fram eftirfarandi spurn- ingu: — Hvemig finnst þér að vera vangefinn? Skömmu síðar önnur spurning: Eru allir þínir vinir van- gefnir? Mig setti hljóðan, slökkti á útvarpstækinu, spurði sjálfan mig: Hvor var vangefinn, spyrillinn eða hinn spurði? Ég hafði hugsað mér að missa ek_ki af fyrsta þætti Spaugstofu RÚV síðastliðið laugardagskvöld. Þátturinn auglýstur í dagskrá kl. 20.40. Engin Spaugstofa birtist á skjánum, þess í stað hinn útþvætt- aði þáttur um fyrirmyndarföðurinn, sem flestir era hættir að horfa á. Ekki var borið við að biðja afsökun- ar á niðurfellingunni, sjálfsagt ekki talin þörf á að beygja sig í duftið fyrir þolendum lögskipaðra afnota- gjalda. Síðan mér var, aldurs vegna, lagt við hinn lögboðna atvinnuleysis- stjóra, hefur mín aðal afþreying verið að hlusta á tónlist frá íslensku útvarpsstöðvunum. Á milli stöðv- anna virðist gæta nokkurrar keppni um efnisval, en þrátt fyrir það hafa þær flestar dottið í sama brunninn hvað íslenskt efni snertir. „Söngstjörnu" Sykurmolanna hefur haldist það uppi óátalið að skrumskæla lög og texta íslenskra höfunda. Á ég þar alveg sérstaklega við lög og texta Sigfúsar Halldórs- sonar. Sigfús Halldórsson hefur sungið sig inn í hug og hjörtu íslendinga með sínum hljómfögru lögum og heillandi textum um áratuga skeið. Ég skil ekki hvernig nokkur íslensk útvarpsstöð getur fundið köllun hjá sér til að demba yfir þjóðína skrum- skælingu stelpu, sem ekkert kann að syngja, enda þótt hún kunni að hafa talið sér einhveija frægð í því að heilla einhveija rokkdýrkenda- hópa vestur í Ameríku. Þórður E. Halldórsson Tvenns konar ferming Til Velvakanda. í Lesbók Morgunblaðsins laugar- daginn 5. janúar birtist óvejjjurætin grein eftir Siglaug Brynleifsson um borgaralega fermingu. Bar hún fræðilegt yfirbragð framan af, enda höfundurinn víðlesinn. En óneitan- lega fór hann fijálslega með þekk- ingu sína. Honum var augljóslega { nöp við borgaralega fermingu og tengdi hana við óviðfelldin söguleg fyrirbæri eins og nasisma, stalín- isma og aðrar ógnarstjórnir. En þar með var ekki öll sagan sögð. Meðal annars vildi hann gera frú Hon- ecker, fyrrverandi forsetafrú í Austur-Þýskalandi, að guðmóður borgaralegrar fermingar hér. Enn- Þessir hringdu ... Gott safnaðarstarf S.J. hringdi: „Ég vil þakka fyrir það starf sem unnið er í Hallgrímskirkju, bæði starf fyrir eldri borgara og einnig þá nýbreytni að annan hvem sunnudag í hveijum mánuði er seldur matur eftir messu. Það er mjög notalegt að geta keypt góðan heimilismat á góðu verði og blanda geði við þá sem þetta notfæra sér. Auk þess virðist kirkjan vera opin alla daga og geta því allir farið og sest inn í kirkjuna og farið með bænir hvort sem er fyrir sjálfum sér, friði eða öðru.“ Gleraugu Gleraugu töpuðust í grennd við Hlemmtorg milli jóla og nýárs. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 36137. Lykill Lykill af tegundinni Silca, merktur 44NN, fannst á mótum Kapplaskjólsvegar og Hring- brautar á þriðjudag. Upplýsingar í síma 12528. Trefill Grænn trefill fannst í Há- skólabíói eftir 9 sýningu sunnu- daginn 13. janúar. Upplýsingar í síma 641788. Kettlingar Fimm kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 44245. Hanskar Skinnhanskar fundust við Ás- braut í Kópavogi um jólin. Upplýs- ingar í síma 42026. fremur taldi hann málefnið vera afkvæmi Alþýðubandalagsins, ekki síst Svavars Gestssonar mennta- málaráðherra. Svavar var svo vin- samlegur að flytja ávarp við fyrstu borgaralegu ferminguna 1989, sem menntamálaráðherra, en að öðru leyti hefur hann ekki komið nálægt Siðmennt. Þegar maður les svona vitleysu veit'maður fýrst ekki hvernig á að bregðast við. Hins vegar er ekki úr vegi að geta þess að fermingar- starfið gengur vel. Góður hópur þátttakenda er þetta þriðja ár. Þau fóru í helgarferð í haust og eru nú byijuð á námskeiði. Við teljum okk- ur starfa í samræmi við tíðarand- ann. íslendingar era að afkristnast. Kirkjubekkimir eru tómir, nema helst á stórhátíðum. Félagið Siðmennt vill ekki starfa gegn trúfélögum, það vill að allir einstaklingar lifi samkvæmt sinni sannfæringu. Stór hluti lands- manna, raunar meirihluti sam- kvæmt vísindalegri könnun guð- fræðideildar Háskólans, hefur efa- semdir um hinar viðteknu skoðanir þjóðkirkjunnar. Og ef einhver hluti hans kýs að fermast borgaralega þá ber honum réttur til þess. H.S. LOFTASTODIR BYGGINGA- MEISTARAR Eigum nú á lager loftastoðir á mjög hagstæðu verði. Góðir greiðsluskilmálar. Leigjum einnig út loftastoðir. Pallar hf. VINNUPALLAR - STIGAR - VÉLAR - VERKFÆRI DALVEGI 16, FÍFUHVAMMI, KÓPAVOGI, SÍMI 641020 OG 42322 í - Hárlos - Kláði - Flasa - Litun - Permanent MANEX Jóna Björk Grétarsdóttir: Ég missti megnið af hár- inu 1987 vegna veikinda. Árið 1989 byrjaði hárið fyrst að vaxa aftur, en það var mjög lélegt; það var svo þurrt og dautt og vildi detta af. Síðan kynntist ég Manex hársnyrtilínunni og það urðu mjög snögg um- skipti á hári mínu til hins betra. Eftir 3ja mánaða notkun á Manex prótein- inu, vítamíninu og sjampóinu er hár mitt orðið gott og enn í dag finn ég nýtt hár vera að vaxa. vítamín sérstaklega fyrir hár, húð og neglur. Fæst í flestum apótekum hárgreiðslu- og rakara- stofum um land allt. MANEXsjampó MANEX næring Dreifing: s. 680630. amÞrosía AL AN f s t í d a g Polarn&Pyret* KRINGLUNNI8-12, SÍMI681822, OPIÐ MÁNUD.-FÖSTUD. KL. 10:00-19:00 OG LAUGARD. KL. 10:00-14:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.