Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1991 íslendingar í Miðausturlöndum Fólk er kvíðið og utan við sig ÍSLENDINGAR í Miðausturlöndum, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, sögðu að Persaflóastríðið hefði ekki mikil áhrif á daglegt líf þeirra. Fólk væri þó kvíðið. „Þetta hefur mismikil áhrif á fólk. Margir virðast vera utan við sig og það sést greinilega á umferð- inni, fólk ekur asnalega," sagði Vígsteinn Vernharðsson sjónfræð- ingur í Jedda í Saudi Arabíu. Fólk hefur birgt sig upp af mat og vatni og gert ýmsar ráðstafanir sem eðlilegar þykja í stríðstímum, límt plast fyrir glugga, keypt gasgrímur og er sem minnst á ferli. „Ekkert hefur breyst“ „Við höfum ekki orðið vör við neitt óeðlilegt. Hér var allt frið- sælt þangað til klukkan hálf sex í morgun að Ríkisútvarpið á Is- landi hringdi í mig. Fyrr vissum við ekki um árásina á írak,“ sagði Heimir Hauksson tölvufræðingur sem býr í Bahrain, eyju á Persaf- lóa, ásamt breskri eiginkonu sinni og tveimur börnum. Innan við 500 kílómetrar eru frá Bahrain til Kú- veits. „í dag fór ég niður í bæ í Man- ama með strákunum. Umferðin var eins og venjulega. Síðan fórum við niður á strönd, í siglingaklúbb. Ég varð ekki var við neitt óvenjulegt, ekkert hefur breyst," sagði Heim- ir. Sagðist hann ekki verða var við hræðslu hjá fólki. Það væri kannski kvíðið vegna þess að það vissi ekki á hveiju það gæti átt von og hefði •búið sig undir ýmislegt. Heimir sagðist ekki verða var við hernaðarátökin. Sagðist hann hafa heyrt í útvarpi að írakar hefðu skotið fimm eða sex eld- flaugum í áttina að eyjunni en þær hefðu misst marks, en sagðist ekki vita hvað hefði valdið því „Við höfum það ágætt hérna. Ég er í' vinnunni, er að gera sjónprufu og hef það fínt,“ sagði Vígsteinn Vernharðsson sjónfræð- ingur í Jedda í Saudi Arabíu. Jedda er við Rauðahaf, nokkuð langt frá iandamærum Iraks. „Það snertir okkur auðvitað að vita að fólk í nágrenninu líður fyr- ir þetta. Við vitum ekki eins og er hvort Saddam Hussein getur svarað með einhveiju sem dregur til okkar og margir eru kvíðnir. Þetta hefur mismikil áhrif á fólk. Margir virðast vera utan við sig og það sést greinilega á umferð- inni, fólk ekur asnalega. Sjónvarp- ið var að ráðleggja Bandaríkja- mönnum að fara ekki út á götu í Saudi Arabíu. Margir þeirra eru heima og eru því mörg fyrirtæki rekin með hálfum afköstum, en ég hef þó ekki orðið var yið neitt sem gefur tilefni til ótta. Ég geng hér um allt og lífið virðist ganga sinn vanagang. Barnaskólarnir eru lokaðir en þeir segja að það hafi hvort sem er átt að vera frí í þeim núna,“ sagði Vígsteinn. Vígsteinn sagðist hafa gert allar þær ráðstafanir sem mælt væri með á stríðstímum. Hann hefði límt plast fyrir glugga, keypt gas- grímu og birgt sig upp af matvæl- um og vatni. Hann sagði að ef ástandið versnaði nær landamær- um íraks mætti búast við að fólk kæmi í stríðum straumum til Jedda og ekki víst hvort þá yrði alltaf hægt að fá nægan mat. „Ég fer í samkvæmi hjá norska ræðismanninum í kvöld og læt mér Hða vel. Af hveiju ætti ég að fara? Ég er skráður hjá norska sendiráð- inu, sendiherrann heldur hópnum saman. Ef það syrtir í álinn látum við okkur hverfa og höfum til þess ýmsa möguleika," sagði Vígsteinn. „Fólki ráðlagt að halda sig inni“ „Við höfum enn ekki orðið vör við neitt hér. Fólk virðist vera ró- legt, að minnsta kosti á yfirborð- inu, enda er búið að undirbúa þjóð- ina undir hugsanlegar afleiðingar styijaldarinnar í margar vikur,“ sagði Halla Backman sem býr í Jerúsalem í ísrael. Hún hefur búið þar í tvö ár, er að læra málið og vinnur á sjúkrahúsi. Hún sagði að búið væri að gera ýmsar varúðarráðstafanir og fólk væri við öllu búið. Fólki væri ráð- lagt að halda sig inni við og fylgj- ast með fréttum. í gær voru flest fyrirtæki og stofnanir lokaðar, til dæmis verslanir, opinberar stofn- anir og skólar. Fólk væri með gas- grímur og hefði birgt sig upp af mat og drykk. Halla býr í gömlu borginni í Jerúsalem og heldur kristið fólk þar hópinn. Hún sagði að mikið |iefði verið beðið, bæði fyrir vernd og einnig væri beðið fyrir regni. Hún sagði að mikill friður væru yfír fólkinu. Frá fundi forsætisráðherra með forystumönnum stjórnmálaflokka í gær. Stjórnvöld um stríðið við írak: Mikil áhersla á að sam- staða sé með þjóðinni FUNDUR var haldinn með formönnum allra stjórnmálaflokkanna í forsætisráðuneytinu síðdegis í gær þar sem Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra upplýsti formennina um það sem ríkisstjórnin hefði gert vegna stríðsins við írak, hver birgðastaða væri í landinu og fleira. „Við leggjum mikla áherslu á að samstaða sé um þessi mál. Hún hefur verið það og ég treysti því að hún verði áfram,“ sagði forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Ríkisstjórnin kom saman til fund- ar klukkan níu í gærmorgun þar sem farið var yfir stöðuna. Stuttu eftir það átti forsætisráðherra fund með forstöðumönnum þeirra stofn- ana sem hafa með birgðastöðu í landinu að gera, fjarskipti, sam- göngur, almannavarnir, lögreglu og hagvarnir. „Mér sýnist sem betur fer að mál séu bara í nokkuð góðu standi hjá okkur og vil hvetja alla til að halda ró sinni," sagði forsætis- ráðherra. Jón Sigurðsson er starfandi ut- anríkisráðherra í ijarveru Jóns Baldvins Hannibalssonar. Hann sagði síðdegis í gær:„Við vildum tryggja þá samstöðu með þjóðinni í afstöðu til þessara heimsviðburða, sem hingað til hefur sem betur fer haldist. Hér eru engir flokkadrættir og þetta er áameiginlegt mál okkar allra, sem snýst fyrst og fremst um það að gæta sem best öryggis og hagsmuna íslendinga. En um leið að taka þátt í samstöðu lýðræðis- þjóða til varnar lýðræði og sjálfsá- kvörðunarrétti þjóða og gegn of- beldi og hernaðaríhlutun einræðis- manna eins og Saddams Husseins. íslendingar hafa átt aðild að öllum 12 samþykktum Sameinuðu þjóð- anna frá því 6. ágúst. Þetta stríð hófst í raun og veru 2. ágúst með innrás íraka í Kúveit. Nú er í raun og veru gerð gagnárás til þess að hrinda þeirri herleiðingu." Jón sagði að þótt við værum ekki styijaldaraðilar, þá værum við aðilár að öllum þessum samþykkt- um Sameinuðu þjóðanná'sem gerð- ar hefðu verið frá því í ágúst síðast- liðnum. „Við styðjum framkvæmd þeirra samþykkta og ályktana sem Sameinuðu þjóðirnar hafa gert. Sú síðasta fól einmitt í sér heimild til þess að grípa til þeirra ráða sem þyrfti. Það skilja allir það þeim skilningi að þar sé vopnavald ekki undanskilið ,“ sagði starfandi ut- anríkisráðherra. sumarlistinn komiirn GERIÐ VERÐSAMANBURÐ Verð miðað við gengi í jan.’91. Yfir 1.000 síður; fatnaður, búsáhöld, íþróttavörur, garðyrkjuvörur, gjafavörur o.fl. o.fl. Listinn Kr 400>. an bg| PANTANASÍMI 52866, VERSLUN, SKRIFSTOFA, HÓLSHRAUNI 2, HAFNARFIRÐI Ólafur Ragnar um skipan seðlabankasljóra: Kom á óvart að skip- unin var til sex ára ÓLAFI Ragnari Grímssyni fjármálaráðherra kom á óvart að heyra í fréttum að nýr seðlabankastjóri hefði verið skipaður til sex ára. A vettvangi ríkisstjórnarinnar hefði verið rætt um skipan til þriggja ára. Kristín Einarsdóttir (Sk-Rv) spurði viðskiptaráðherra um skipan seðlabankastjóra og voru umræður um málið á Alþingi í gær. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra . lagsmenn hefðu gert sínar tillögur greindi frá því að viðskiptaráðherra hefði skipað Birgi ísleif Gunnarsson alþingismann í þessa stöðu að tillögu bankaráðs Seðlabankans til sex ára. Viðskiptaráðherra lagði áherslu á tvennt. Nú væri skipað í stöðuna til takmarkaðs tíma. í öðru lagi hefði nú náðst samstaða um að taka starfsskipan bankans til endurskoð- unar. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði nauðsynlegt að það kæmi fram, að á fundi ríkis- stjórnarinnar í gær hefðu ráðherrar Alþýðubandalagsins lagt fram til- lögu um að staðið yrði að þessu máli með öðrum hætti og þar hefði komið fram alvarleg gagnrýni á þessa skipan. A vettvangi ríkis- stjórnarinnar hefði síðan verið greint frá því að Birgir ísleifur Gunnarsson yrði skipaður til þriggja ára. Ólafur Ragnar kvaðst ekki myndi leyna þingið því að honum hefði komið mjög á óvart að heyra það í fréttum að hann hefði verið skipaður til sex ára. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins gagnrýndi fjármála- ráðherra fyrir tvískinnung; tala um að styrkja Seðlabankann, en ráð- herrar ríkisstjórnarinnar hefðu gengið flestum lengra í að draga úr sjálfstæði Seðlabankans. Ólafur Ragnar Grímsson taldi engan tvískinnung vera af sinni hálfu eða Alþýðubandalags. Þeir alþýðubanda- en þær því miður ekki hlotið stuðn- ing. Hitt væri tviskinnugur hjá Þor- steini Pálssyni að tala um aukið sjálfstæði Seðlabankans þegar hann væri í raun sá sem tilnefndi Birgi ísleif. Gripnir eftir rúðubrotí þinghúsinu LÖGREGLAN greip tvo pilta, rúmlega tvítuga, í miðbæ Reykjavíkur um klukkan 1.45 í fyrrinótt. Maður hafði hringt til lögreglunnar og tilkynnt að pilt- arnir hefðu brotið rúðu í Alþingis- húsinu við Austurvöll. Maðurinn gat gefið greinargóða lýsingu á piltunum og voru þeir gripnir í Aðalstræti nokkrum mínút- um síðar. Þeir voru báðir drukknir. Eftir nætursvefn í fangageymslum bar annar þeirra að hann hefði verið svo drukkinn, að hann myndi ekki atburði, en hann væri reiðubúinn að bæta það tjón sem hann hefði vald- ið. Hinn pilturinn bar að þeir hefðu verið á gangi við Austurvöll þegar félagi hans greip stein og henti inn um rúðu á þinghúsinu. Síðan hefðu báðir hlaupið á brott.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.