Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 9
MORGy.NBLftÐIÐ FÖSTUDAGUIl 18.,JANÚAR 1,991
9
AÐALFUNDUR
ÍSFIRÐINGA-
FÉLAGSINS
verður haldinn þriðjudagskvöldið 22.
janúar nk., kl. 20.30 að Háteigi, á Hótel
Holiday Inn.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Félagar fjölmennið. STJÓRNIN
Kjarkur og kraftur
allaballanna
Ráðherrar Alþýðubandalagsins hafa haf-
ið kosningabaráttu fyrir alþingiskosning-
arnar í apríl. Kjörorð þeirra er „Sýnum
kjark og kraft — fylgjum árangrinum eft-
ir.“ Ef marka má orð þeirra á fyrstu fund-
unum mun kosningabarátta þeirra fyrst
og fremst snúast um það að halda Sjálf-
stæðisflokknum utan ríkisstjórnar — gera
útaf við Sjálfstæðisflokkinn, eins og
Svavar Gestsson orðar það. í það mun
kjarkurinn og krafturinn fara.
Rauði punkt-
urinn
Formaður flokksins,
Olafur Ragnar Grímsson,
ríður til kosningafund-
anna í fylgd með hinum
ráðherrunum tveimur,
þeim Svavari og
Steingrími J. Sigfússyni.
Þeir síðastnefndu eru
glaðbeittir á svip, enda
með formanninn í taumi
eftir að þeir felldu að-
stoðarmann hans, Svan-
hvíti Jónasdóttur, úr
varaformannsstöðunni
og klipptu klæmar af
stuðningsmönnum Ólafs
Ragnars í höfuðborginni,
Birtingarmönnum. Þeir
fá ekki einu sinni að taka
þátt í forvali flokksius í
Reykjavík.
Ölafur Ragnar hefur
endanlega gefið upp á
bátinn samstarfið við Jón
Baldvin, sem hófst á
rauBa Ijósinu, um stofnun
nýs, stórs jafnaðar-
mannaflokks. Það er svo
sem ekki að furða, þvi
sú herferð hefur hrakið
stóra hópa af stuðuings-
mönnum Ólafs Ragnars
yfir í Alþýðuflokkinn.
í stað rauða ljóssins
hefur Ólafur Ragnar nú
tekið sér stöðu undir
rauða punktinum, sem
er merki Alþýðubanda-
lagsins og tók við af
rauða fánanum, sem
kommúnistar og fylgi-
fiskar þeirra hafa gengið
undir allt frá dögum
Leníns, Stalíns,
Ulbrichts, Maos og Ho
Chi Mins, að ógleymdmn
garminum honum
Kastró.
Megimnntakið
Frásagnir af fyrstu
fundum ráðherranna
sýna glögglega, að meg-
ininntakið í kosningabar-
áttu þeirra i vor verður
að halda Sjálfstæðis-
flokknum utan ríkis-
stjórnar. Þar hefur Svav-
ar fyrst og fremst orð
fyrir þeim félögum. Er
það við hæfi akkúrat
þessa dagana, þegar
hrammur sovézka heims-
veldisins atast út i blóði
frelsisheljanna í Eystra-
saltslöndunum, að þeir
menn, sem hafa aðhyllzt
kúgunarkerfi kommún-
ismans nær allt sitt líf,
hafi forystu um sérstaka
aðför að Sjálfstæðis-
fiokknum.
Svavar lagði mikla
áherzlu á, að samstarf
núverandi vinstri flokka
haldi áfram eftir kosn-
ingar, „með einliverri
viðbót." Óijóst er hver sú
viðbót kann að vera, en
eins og nú standa sakir
hlýtur ráðherrann að
eiga við Kvennalistami.
„Eg held það yrði örlaga-
högg fyrir Sjálfstæðis-
fiokkinn,“ sagði Svavar
„að vera utan rikisstjóm-
ar eitt Rjörtímabil." Hvað
sem öðru liði væri það
eftirsóknarvert sagði
hann. „Við eigum að
keppa að því að ná völd-
um og halda Sjálfstæðis-
flokknum utan stjómar,"
sagði Svavar. Þessu játti
Ólafur Ragnar.
En fjármálaráðherr-
ann tók til við að skipta
þrotabúi Borgaraflokks-
ins og lagði á það sér-
staka áherzlu, að Alþýðu-
bandalagið fengi um-
hverfisráðuneyti Júlíusar
Sólnes. En það var ekki
nóg fyrir Ölaf Ragnar.
Hann vill hrifsa utanrík-
ismálin úr höndum Jóns
Baldvins, sem hann ætlar
þó að starfa með eftir
kosningar, og boðaði
nýja utanríkisstefnu.
Leita þarf nýrrar póli-
tískrar hugsunar (í ut-
anrikismálum), að hans
sögn, og er ljóst að hugs-
un Jóns Baldvins dugar
honum ekki lengur.
Ivasa
náungans
Fomiaður Alþýðu-
bandalagsins, sem staðið
hefur að meiri skatta-
hækkunum en nokkur
maður i embætti fjár-
málaráðherra í sögu lýð-
veldisins, boðaði emi nýja
skattheimtu. Hann kvað
tillögur á næsta leiti um
skattlagningu sparifjár
og að sá skattur verði
hærri en tekjuskattnr af
launum. Þeim er ekki
fisjað saman þessum
herrum. Þeir kunna eng-
in ráð önnur en nýjar
álögur. Almenningur
skal borga fyrir óráðsíu
þeirra. Spamaður, ráð-
deild og niðurskurður á
útgjöldum em hugtök,
sem þeir þekkja ekki.
Þungamiðjan í hugsunar-
hætti alþýðubandalags-
manna, og þá sérstaklega
ráðherranna, er sú, að
einhveijir aðrir skuli
borga fyrir þá.
í þessu sambandi má
minna á, að Svavar
Gestsson boðaði þá
framtíðarsýn að loknum
kosningum, að stórfelld-
an tilflutning þyrfti frá
þeim, sem græða of mik-
ið, svo sem bönkum og
tryggingarfélögum, til
launafóiks. Að sjálfsögðu
ætlast alþýðubandalags-
mennimir til þess að þeir
ákveði sjálfir hveijir
græði of mikið og hvað
sé óhófiegur gróði. Þar
er sami hugsunarháttur-
mn og með skattlagningu
sparifjár. Alþýðubanda-
lagsráðhen-amir telja
sig hafa sjálfsagðan rétt
til að seilast með höndina
í vasa náungans.
SOLARKAFFI
ÍSFIRÐINGA-
FÉLAGSINS
ísfirðingafélagið í Reykjavík gengst fyrir sínu
árlega SÓLARKAFFI föstudagskvöldið
25. JANÚAR nk., að veitingahúsinu
BREIÐVANGI, Álfabakka 8, Reykjavík.
Húsið opnar kl. 20.00, en kl. 20.30 hefst
hefðbundin og vönduð dagskrá með kaffi og
rjómapönnukökum. Hljómsveit Gunnars
Þórðarsonar leikur fyrir dansi þar til kl. 3
eftir miðnætti. AÐGANGSEYRIR kr. 1.600.-
Forsala aðgöngumiða fer fram í anddyri
Breiðvangs, laugardaginn 19. janúar kl. 13-16.
Borð verða tekin frá á sama stað og tíma.
Miðapantanir auk þess í síma 91-77500
dagana 21.—25. janúar milli kl. 16-18.
Greiðslukortaþjónusta.
vrsA
itcr
SÍMINN ER
689400
BYGGT & BUIÐ
KRINGLUNNI
FÖSTUDAGUR TIL FJÁR
SNJÓÞOTUR
I DAG
Á KOSTNAÐARVERDI
BYGGTÖBÖlti
KRINGLUNNI
iam
STJÓRNIN