Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1991 17 Ármannsfell hf.: Mjög líflegt eftir verðlækkunina — segir Ármann Örn Ármannsson „HÉR hefur verið mjög líflegt og þegar komnir á nokkrir kaup- samningar," sagði Armann Orn Armannsson forstjóri Armanns- fells hf., þegar hann var inntur eftir því, hver hefðu verið við- brögð við verðlækkun á íbúðum fyrirtækisins í Ásholti. Hann Bréf frá Verslunarráði til borgarstjóra: Minnt á kosningalof- orð um afnám skatta vinstri meirihlutans VERSLUNARRAÐ Islands hefur ritað Davíð Oddssyni borgarstjóra bréf, þar sem minnt er á kosninga- loforð um afnám skattahækkana vinstri stjórnarinnar í borginni, 1978 til 1982, og þess farið á leit að fasteignagjöld fyrirtækja verði lækkuð eftir því sem kostur er. Vilhjálmur Egilsson fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs segir há fasteignagjöld bagaleg, ekki síst þar sem mikið atvinnuhúsnæði standi autt og leiga hafi Iækkað um fjórðung. „Við Viljum meina það, að borgar- stjóri hafi á sínum tíma lofað því að fella niður allar skattahækkanir sem vinstri' stjórnin í borginni var með, við erum að minna á það,“ sagði Vilhjálmur í samtali við Morgunblað- ið. í bréfinu segir að Verslunarráði hafi að undanförnu borist umkvart- anir frá fyrirtækjum vegna hárra fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði. „Fasteignagjöld eru nú 1,25% og hækkaði það hlutfall úr 0,842% á tíma vinstri meirihlutans í borgar- stjórn á árinu 1979,“ segir í bréfmu. Minnt er á að margir hafi búist við lækkun gjaldanna vegna loforðs núverandi meirihluta borgarstjórnar. „Hin háu fasteignagjöld eru ekki síst bagaleg nú á þriðja ári niðursveiflu í atvinnulífinu. Mikið af atvinnuhús- næði stendur ónotað og húsaleiga á atvinnuhúsnæði hefur almennt lækk- að. Því hefur afrakstur af atvinnu- húsnæði minnkað verulega. Verslun- arráð íslands óskar eftir því að við gerð fjárhagsáætlunar verði reynt að lækka fasteignagjöldin á atvinnu- húsnæði eftir því sem kostur er,“ segir í bréfinu. „Síðan er verið að sundurliða fast- eignagjöldin, þannig að það er búið að taka út úr þeim einn þátt sem Miðstjórn ASÍ: Hækkunum fasteignatrygg- inga og fast- eignagjalda mótmælt MIÐSTJÓRN Alþýðusambands ís- lands mótmælti hækkunum á fast- eignatryggingum tryggingafé- laga og fasteignagjöldum sveitar- félaga á fundi á miðvikudag. Skor- ar miðstjórnin á viðkomandi aðila að draga hækkanirnar til baka. í ályktun miðstjórnar segir að nú sé liðið nærri ár frá því að þjóðarsátt- in var gerð. „Með henni tókst að firra almennu atvinnjileysi, stöðva kaup- máttarhrapið' og koma verðbólgu í svipað horf og nágrannaþjóðir okkar búa við. Markmiðin hafa náðst vegna víðtækrar samstöðu launafólks, at- vinnurekenda og opinberra aðila. Áframhaldið ræðst af því hvort sú samstaða helst. Það eru því miðstjórn ASÍ mikil vonbrigði að sjá einstaka aðila ganga fram með stórfelldar hækkanir eins og nú gerist með fasteignatrygging- ar tryggingafélaga og fasteignagjöld sveitarfélaganna og varar við afleið- ingum þeirra,“ segir í ályktun mið- stjórnarinnar. er sorphirða og prósentan lækkuð í 1,19, en heildarkostnaður fyrirtækj- anna verður áfram sá sami,“ sagði Vilhjálmur. „Það er í rauninni engin lækkun þó að tekið sé upp á því að sundurliða gjöldin." Hann sagði upplýsingar ekki liggja fyrir um hve mikið húsnæði er ónot- að, hins vegar leyndi það sér ekki þegar farið er um bæinn. Hann kvaðst telja að almenn lækkun húsa- leigu væri um fjórðungur frá því sem sagði að þegar hefðu verið undir- ritaðir fimm kaupsamningar í vikunni og fleiri væru í farvatn- inu. Ármann var spurður um ástæður lækkunarinnar, hvort verðið hefði verið of hátt í upphafi. „Auðvitað skilur maður þessa umræðu alla saman,“ sagði hann. „En ég veit ekki betur en að það séu allar vör- ur á útsölu, þó að þetta sé engin útsala." Hann sagði að þótt einhveijir kynnu að líta svo á, þá væri það ekkert lögmál að íbúðaverð í Reykjavík sé óbreytanlegt. „Það er staðreynd að það hefur verið ákveð- in sölutregða og við erum að reyna að laga okkur að því.“ Ármann kvaðst ekki treysta sér til að segja, hvort verðlækkun Ár- mannsfells hefði áhrif á aðra selj- endur á markaðnum. „Þetta verður auðvitað hver og einn að vega og meta,“ sagði hann. |búðirnar sem Ármannsfell reisti í Ásholti eru 63 talsins og hafa selst rúmlega 30 íbúðir, að þeim meðtöldum sem seldar hafa verið nú í vikunni. Ármann kvaðst vera bjartsýnn á að þær sem eftir eru seljist fljótlega. Morgunblaðið/Þorkell Ómar Strange matreiðslumeistari og framkvæmdastjóri og Örn Ól- afsson yfirþjónn og stjórnarformaður Hallargarðsins. Hallargarðurinn opnaður á ný með nýjum eigendum HALLARGARÐURINN, veitingahúsið í Húsi verslunarinnar, verður opnaður í dag á nýjan leik eftir að hafa verið lokaður frá því í októb- er vegna gjaldþrots Veitingahallarinnar. Það eru fyrrverandi mat- reiðslumeistarar staðarins og yfirþjónn sem keyptu veitingastaðinn af skiptaráðanda. „Við erum allir nýir í veitinga- rekstri, en hö'fum starfað við veit- ingaþús þó svo við höfum ekki skipt okkur af rekstrinum fyrr en nú,“ sagði Örn Ólafsson einn nýju eigend- anna. Hann starfaði áður sem yfir- þjónn í Hallargarðinum. Meðeigend- ur hans eru Ómar Strange, yfirmat- reiðslumeistari Hallargarðsins, Leif- ur Kolbeinsson, sem einnig er mat- reiðslumeistari, og eiginkonur þeirra. „Þetta legst vel í okkur. Við v.erð- um með Hallargarðinn, hliðarsalinn og veitingasalinn á 14. hæðinni. Á kvöldin verður þetta svipað og var áður, en við höfum hugsað okkur að hafa léttara yfirbragð í hádeginu. Það veður lokað hjá okkur á sunnu- dögum og í hádeginu á laugardögum. Við ætlum sjálf að vinna við staðinn og ég held að þannig muni rekstur- inn konia til með að ganga vel,“ sagði Örn. Boðið verður upp á nýjan og fjöl- breyttan matseðil og leikhúsgestum verður boðið upp á sérstakan leikhús- matseðil frá klukkan 18 þá daga sem sýningar eru í Borgarleikhúsinu. Örn sagði að Hallargarðurinn væri auk þessa reiðubuinn að taka að sér veisl- ur. Við bjóðum ykkur velkomin í Hallarfifarðinn á nv! Já, góðir unnendur sælkeramáltíða og Ijúfrar þjónustu, Hal 1 argarðurinn hefur verið opnaður aftur. Hann er í eigu og undir stjórn matreiðslumeistara og yfirþjóna staðarins, sem gulltryggir ykkur áframhaldandi úrvalsmat og þjónustu í kyrrlátu og aðlaðandi umhverfi í hjarta borgarinnar. MATSEÐILL DAGSINS í HADEGI OG A KVÖLDIN Auk aðalmatseðils bjóðum við daglega fjölda ljúffengra rétta úr hráefni dagsins. LEIKUSMATSEÐILL Gestum Borgarleikhússins bjóðum við þrírétta máltíð frá kl. 18, alla daga nema sunnudaga. BORÐAPANTANIRI SIMA 678555. Q^alln RESTAURANT .. .þar sem vandlátir gestir una sér vel! FORRETTIR: Heitur reyktur lax m/rósapiparsósu Sntjörsteiktir humarhalar m/rjómasósu og grœnmeti Ofhbakadir sniglar í deigpoka m/hvítlaukssósu Ferskt salat m/fuglalifur og heitri dressingu Ristud hörpuskel á teini m/sterkri karrýsósu Heitur grœnmetisdiskur Hallargardsins SÚPUR: Wiskybœttfiskisúpa med reyktriýsu Rjómalögud villisveppasúpa Kjúklingaseydi m/rœkjum og krœklingi Hörpuskelsúpa m/árstíöargrcenmeti Villigœsasúpa m/sýrdum rjóma og tittuberjasultu HSKRÉTTIR: Sjávarréttadiskur kokksins Kryddlegið heilagfiski m/villihrísgrjónum og tómatsmjörsósu Smjörsteikt tindabikkja m/laukragout Hvítvínssoðnar rauðspretturúllur m/nautsósu ogfersku pasta Grillaðir humar halar í skel KJÖTRÉTTIR: Heilsteiktur nautahryggvöðvi m/pasta í túnfisksósu Pekingönd fyllt eplum, borin fram með Ijúfri andasósu Léttsteiktar sva rtfuglsb ri ngur m/ávaxtasalati og sykurbrúnuðum kartöflum Nautasteik m/sabayonesósu Hreindýrahnetusteik m/gamaldags rjómasósu Glóðarsteiktur lambahryggur m/kryddjurtasósu EFTIRRÉTTIR: Terta hússitis Innbökuð Dala-yrja m/heitri berjasósu Súkkulaði- og appelsínu-mousse Jarðarberja mjúkís m/vanillusósu Þrjár tegundir af heimalöguðum is í klakaskál Húsi verálunar, Kringlunni 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.