Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 20
ÍS 20 icei flAÚVlAt. .81 jrjOAOUT8Ör4 GIOAJíJ'/iUOilOM MORGL'NBLADÍÐ FÖSTUDAGUR 18. JÁNÚAR 1991 FYRI PERSAFLÓA > ________________ Avarp George Bush í fyrrinótt; Heimsbyggðin vildi frið, Saddam stríð Washington. Reuter. „FYRIR fimm mánuðum hóf Saddam Hussein þessa styijöld með innrás í Kúveit. í nótt hefur verið snúist til varnar,“ sagði George Bush, forseti Bandaríkjanna, þegar hann flutti ávarp til þjóðar sinnar í fyrrinótt og skýrði frá því, að herir bandamanna hefðu hafið loftárásir á írösk hernaðarmannvirki í því skyni að frelsa Kúveit. „Þessi hernaðaraðgerð, sem ákveðin var í samræmi við ályktan- ir Sameinuðu þjóðanna og sam- þykki Bandaríkjaþings, kemur í kjölfar margra mánaða tilrauna til að fá íraksstjóm til að flytja her- námsliðið burt frá Kúveit. Leiðtog- ar arabaríkjanna beittu sér fyrir þvi, sem 'þeir kalla „arabíska lausn“, en komust að því einu, að Saddam var ósveigjanlegur. Fjöldi manna lagði leið sína til Bagdad til að tala máli friðar og réttlætis en árangurinn var enginn,“ sagði Bush og rakti meðal annars frið- artilraunir James Bakers, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, og Perez de Cuellars, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna. „Allt hafði verið gert, sem unnt var, ‘til að komast að friðsamlegri lausn og loksins áttu bandamenn, þjóð- imar 28, sem sent hafá herafla til Persaflóa, ekki annarra kosta völ en reka liðsafla Saddams Husseins frá Kúveit.“ Bush sagði, að viðskiptabannið hefði haft áhrif í írak en ekki nægt til að hrekja Saddam frá Kúveit. Mánuðimir hefðu liðið hver af öðrum og tímann hefði Saddam notað til að ræna, misþyrma og myrða saklaust fólk, þegna lítillar þjóðar, sem aldrei hefði ógnað hon- „Saddam hélt, að með því að þráast við og sinna í engu ályktun- um Sameinuðu þjóðanna gæti hann eyðiiagt samstöðuna gegn sér. Þegar heimsbyggðin bað fyrir friði, stefndi Saddam Hussein að styrj- öld,“ sagði George Bush Banda- ríkjaforseti að lokum. Reuter Utlægir Kúveitar i Dubai í Sameinuðu furstadæmunum lesa dagblöð með fréttum af loftárásum fjölþjóð- lega herliðsins á stöðvar íraka. Fögnuður braust víða út meðal Kúveita við tíðindin en ýmsir létu í ljós áhyggjur af örlögum þeirra sem væru í heimalandinu. Kúveiskur útlagi í Kaíró sagði að fregnirnar væru að vissu leyti uggvekjandi en jafnframt væru þetta góð tíðindi. „Við vildum að Saddam drægi sig á brott með friðsamlegum hætti. En hann reyndist vera fúlmenni, hann vildi styrjöld. Maðurinn verður að taka afleiðingunum og hann. verður brotinn á bak aftur.“ Viðbrögð í arabalöndum; Aðdáendur Sadd- ams furðu lostnir Reuter George Bush Bandaríkjaforseti flytur ávarp sitt til þjóðarinnar í nótt að ísl. tíma. um. Tímann hefði hann einnig notað til að auka við efnavopna- birgðir íraska hersins og það sem væri enn alvarlegra, til að flýta smíði gjöreyðingarvopnsins, kjam- orkusprengjunnar. Sagði Bush, að Saddam hefði í raun haldið efna- hagslífi heimsins í herkví og valdið öllum þjóðum erflðleikum, einkum fátækum ríkjum í þriðja heiminum og hinum nýfrjálsu þjóðum Austur-Evrópu. Kaíró, Amman, Beirút, Dubai, Nicosiu, Damaskus, Teheran. Reuter. MARGIR stuðningsmenn Saddams Husseins Íraksforseta í arabalöndunum voru furðu lostnir og slegnir, fannst sem þeir hefðu verið sviknir er fréttist um hrakfarir íraka í loftárásum bandamanna. „Hvar eru eldflaugarnar hans? Af hverju hefur hann ekki skotið þeim á ísrael?" spurði háttsettur, ónafngreindur Jórdani. Hann sagði íraksforseta hafa leitt aðdáendur sína fram af brún hengiflugs. Aðrir báru sig vek sögðu orrustuna nýhafna og spyija bæri að leikslokum. íbúar í Kúveit fögnuðu ákaft og kúveiskir útlag- ar í Kaíró dönsuðu á götunum. Ráðamenn Kúveita sögðu löndum sínum að frelsið væri í nánd. Nær hundrað þúsund Jemenar mótmæltu aðgerðum bandamanna á útifundi í gær og mótmælagöngur voru í fleiri löndum. Útvarpshlustendur sem hringdu til stöðvar í Amman, höfuðborg Jórdaníu, sögðust ekki trúa fregn- um um að loftvarnir íraka hefðu brugðist. Þeir sökuðu vestræna fjöl- miðla um að reyna að skaða bar- áttuþrek stuðningsmanna íraka. Ríkisstjórn Jórdaníu kom saman á skyndifund og fordæmdi banda- menn fyrir að hefja „heigulslega" árás. Stjórnin sagði að Irakar hefðu ávallt verið „reiðubúnir að aðstoða bræður sína og fórna blóði án þess að hika“ í öllum þeim bardögum sem arabar hefðu verið „þvingaðir" til að heyja. Samtök bókstafstrúar- manna sögðu það heilaga skyldu múslima að taka þátt í baráttunni gegn Bandaríkjamönnum, hvar sem til þeirra næðist. Ráðist var með gijótkasti á bústað egypska sendi- herrans í Amman. PLO ítrekar stuðning við írak Bassam Abu Sharif, talsmaður Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO) sagði í Túnis að Bandáríkja- menn hefðu hafið stríð til að vemda hagsmuni ísraela. Tveir menn létu lífið og sextán slösuðust er bíl var ekið inn í þvögu fólks sem kom saman til stuðnings írökum í smá- þorpi skammt frá Túnisborg. í mörgum öðrum arabalöndum, þ. á m. Jemen, Máretaníu, Marokkó og Súdan kom til útifunda þar sem loftárásirnar voru fordæmdar. íbúar í Teheran söfnuðust saman á götum úti og hlýddu á útvarps- fréttir af átökunum og voru tilfinn- ingar blendnar. Margir hörmuðu mannfall í röðum múslimskra bræðra en sögðu þó fagnaðarefni að ekki þyrfti að óttast árásir íraka í bráð. Hashemi Rafsanjani forseti fordæmdi loftárásirnar. Líbanir í Beirut sögðu frétta- manni Reuters að Saddam yrði ávallt hetja araba, hann hefði verið Gorbatsjov Sovétleiðtogi; * Iraksstjóni kallaði sjálf yfir sig árás Moskvu. Keuter. MÍKHAÍL S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi flutti sjónvarpsávarp til iandsmanna í gær og varpaði þar allri sök á Persaflóaátökunum á herðar írökum. Sendimaður Sovétleiðtogans, Vítalíj Tsjúrkín, heimsótti Saddam Hussein í neðaivjarðarbyrgi hans í Bagdad í gær til að fá hann til að lýsa yfir áformum um brottflutning herja íraka frá Kúveit en tilraunin virtist ekki bera neinn árangur. Bandaríkjastjóm skýrði so- skríða. Sprengjumar byijuðu að véska sendiherranum í Washing- falla áðQr en svar barst frá Was- ton l'rá árásaráætluninni klukku- stund áður en loftárásir hófust. Sovétmenn hafa stutt samþykktir Sameinuðu þjóðanna gegn innli- mun Kúveits en munu ekki taka þátt í hemaðaraðgerðunum þótt tvö sovésk herskip séu á Persaf- lóa. Að sögn sovéskra embættis- manna reyndi Gorbatsjov á elleftu stundu að fá Bandaríkjamenn til að gera enn eina tilraun til að fá Saddam til að hlíta samþykktum SÞ áður en til skarar yrði látið hington, að sögn embættismann- anna. „Þessi hörmulega niðurstaða hlaust af því að leiðtogar íraka neituðu að verða við kröfum um- heimsins og draga heri sína á brott frá Kúveit," sagði Gor- batsjov í fjögurra mínútna ávarpi sínu. Míkhaíl Moisjev, forseti so- véska herráðsins, og fleiri ráða- menn höfðu áður látið í ljós svip- aðar skoðanir. tákn drauma þeirra. Evrópumenn og Bandaríkjamenn væru einvörð- ungu á móti honum og stefnu hans af því að þeim væri illa við araba. Moammar Gaddafi Líbíuleiðtogi lét ekki í ljós ákveðna skoðun á loftárásunum en lagði áherslu á að atlagan mætti ekki beinast að öðm en því að frelsa Kúveit eins og sam- þykktir Sameinuðu þjóðanna hefðu kveðið á um. Sýrlensk stjórnvöld sögðu að Saddam Hussein bæri sjálfur ábyrgð á því sem gerst hefði og yrði að gjalda fyrir það og aðra glæpi sem hann hefði framið gegn aröbum. „Enginn getur grátið yfír örlögum þessarar stjórnar sem hafnaði öllum óskum ráðamanna bræðraþjóða sinna,“ sagði málgagn Baath-flokksins er fer með stjórn- Kúveitar fagna Sendiherra Kúveits í París, Tareq Razzouki, sagðist hafa verið í fjar- skiptasambandi við landa sína í Kúveit með aðstoð gervihnattar og þeir segðu að fólk hefði hrópað af fögnuði er tíðindin um árásirnar bárust. Sumir útlagar tóku þó fram að þeir hefðu áhyggjur af löndum sínum er haldið hefðu kyrru fyrir í heimalandinu. Ungir Kúveitar óku um götur Kaíró með fána lands síns, aðrir æptu og dönsuðu á götunum. Taugaóstyrkir, egypskir öryggis- verðir komu á vettvang og hvöttu fólkið til að tefja ekki umferð. Tals- menn Egypta sögðu að Saddam hefði enn möguleika á að draga her sinn frá Kúveit og komast þannig hjá meira blóðbaði. Samtök smáríkja við sunnan- verðan Persaflóa fögnuðu árásum bandamanna og árangri þeirra og gáfu í skyn að Palestínumenn yrðu að gæta sín á afleiðingum þess að styðja íraka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.