Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 27
MORGCXBÍíMM) BÖSTUD'AGUR ) 81 ’JAWÚAR51139.1!« m Gosið færðist hratt í aukana að sögn sjónarvotta: Feiknalegur strókur steig hratt upp á loftið og bjarmaði neðan í Eldurinn mestur á þremur stöðum - hraunið rennur hraðar en í fyrri gosum ELDGOSIÐ í Heklu byijaði tiltölulega skyndilega og var fljótt að færast í aukana, að sögn sjónarvotta í nærsveitum eldfjalls- ins, sem Morgunblaðið ræddi við í gærkvöldi. Mönnum kemur saman um að gosið sé svipað gosinu 1980. Það gerði lítil boð á undan sér og fæstir urðu varir við jarðhræringar. Hins vegar fannst römm brennisteinslykt frá því um hádegi í gær. Sjónar- vottum virtust eldarnir mestir nálægt tindi eldfjallsins, í Axl- argíg og í suðvesturhlíð fjallsins. „Við sáum feiknalega mikinn strók stíga hratt upp á loftið, gífur- lega sveran stólpa. Hann hækkaði mjög ört en síðan hægði hann á sér þegar vindurinn beygði hann. Það kom eins og haus á hann, og svo fór hann fljótlega að halla í norð- ur,“ sagði Sigrún Runólfsdóttir í Botnum í Meðallandi, sem varð vitni að fyrstu.mínútum gossins. Heimil- isfólk í Botnum varð gossins vart klukkan fimm mínútur yfir fimm síðdegis, og hefur það þá líkast til verið alveg nýhafið. Botnar eru um 70 km í beina loftlínu frá Heklu. „Það sást bjarmi neðan í stróknum frá eldinum. Núna eftir að fór að dimma sjáum við eldana vel, og það er mikilfengleg sjón á milli élja,“ sagði Sigrún. Eldingarleiftur um leið og gosið sást Bergur Pálsson, bóndi í Hólma- hjáleigu í Austur-Landeyjum, var á hestbaki um hálfsexleytið þegar hann sá gosið hefjast. „Það var dálítil þoka á Heklu, en léttskýjað ofar. Ég tók fyrst eftir því að reykj- armökkur var kominn upp fyrir þokuna. Ég velti fyrir mér hvort þetta væru ský eða gosmökkur. Stuttu seinna sá ég svo roða slá á skýin, og síðan birtist öll sprung- an,“ sagði Bergur. „Nánast á sömu mínútunni og ég varð var við þetta fyrst, kom mikil elding, skær blossi.“ Bergur sagði að sér hefði virzt gossprungan liggja frá austri til vesturs, þvert yfir fjallið að sunnan- verðu. „Ég á erfitt með að skjóta á hvað hún var löng í upphafi, enda er ég í um 50 kflómetra fjarlægð frá Heklu. Frá mínum bæjardyrum sýndist hún hins vegar mun lengri austan við fjallið en vestan við það,“ sagði hann. Líkist gosinu 1980 Þeir Björn Jóhannsson, bóndi á Skriðufelli, og Ásólfur Pálsson á Ásólfsstöðum í Gnúpveijahreppi, sem hafa orðið vitni að öllum Heklu- gosum sfðan 1947, segja að gosið jafnist hvergi nærri á við gosið 1947, en sé einna líkast gosinu 1980. Þó taki gosið yfir meira svæði að því er virðist. „Við sáum ekki til gossins í upphafi fyrir éljum, en svo rofaði svolítið til og þá sáum við að tveir miklir hrauntaumar runnu glóandi niður fjallið. Það er heilmikið af hrauni, s_em kemur upp úr fjallinu," sagði Ásólfur. Hann sagði að gosið hefði byijað með drunum, en síðan hefði dregið úr þeim. Síðar hefðu menn séð þriðja hraunstrauminn, miðja vegu um Ijallið, og gæti hann komið úr gíg við tind Heklu. Annar hraunstraum- urinn, sem fyrst sást, rynni niður suðvesturhlíðar fjallsins, svipað og verið hefði í gosinu 1947 og virtist hann koma úr Axlargígnum. Hinn væri neðar í fjallinu og virtjst sprungan því ná neðar en hún gerði 1947. „Þar er mesta gosið, það gjósa sífellt upp háir eldstrókar. Þetta er mjög lifandi gos, og ég tek eftir því að hraunið færist anzi hratt niður fjallið,“ sagði Ásólfur. sagði að öskufall hefði virzt töluvert inn undir Valafelli, innan til við Heklu. Fundu brennisteinslykt um hádegi Helga Guðnadóttir á Skarði í Landsveit sagðist hafa fundið brennisteinslykt um hádegið í gær og verið að furða sig á hvað ylli. Þegar gosið síðan hófst, heyrði heimilisfólk drunur til að byija með, en síðan hljóðnaði gosið. „Það var ótrúlegt hvað hún magnaði sig á skömmum tíma,“ sagði Helga. ,„Mér fannst mökkurinn vera fljótur að rísa. Hún virðist hafa verið að bræða af sér austanmegin, þar sem gosið byrjaði.“ Páll Siguijónsson, bóndi á Galta- læk á Landi, sagði að gosið virtist ekki mjög öflugt. „Það er engin hreyfing á jörð, og það segir okkur að gosið er minna en 1970 og hag- ar sér öðru vísi. Þannig var það líka 1980,“ sagði hann. Páll sagði að fólk hefði um klukk- an hálftvö fundið stérka brenni- steinslykt, en þar sem sunnanátt hefði verið, hefðu menn frekar hald- ið að hún kæmi frá Mýrdals- eða Eyjafjallajökli en Heklu. Hún væri ekki vön að gera vart við sig með fýlu. 500-600 metra eldstólpar Páll, sem býr um 10 km frá eld- fjallinu, sagði að hraunrennslið væri æði mikið og væri komið alveg niður hlíðar fjallsins, er Morgun- blaðið ræddi við hann um tíuleytið í gærkvöldi. Þetta væri óvenju- hratt, hraunið virðist þunnfljótandi og öðruvísi en venjulega. Hann sagði að um áttaleytið í gærkvöldi hefðu sézt sprengibólstrar, sem virtust vera að færast í suðurátt. Eldsúlurnar hefðu'verið feiknaháar á meðan gosið var öflugast. „Ég gizka á að eldsúlumar hafi verið 500-600 metra háar, en það var aðeins stuttan tíma. Síðan hefur það verið lágt,“ sagði hann. Snævi þakin Hekla 11. janúar síðastliðinn Hrauneyjafoss; Allt að 3 sentímetra vik- urlag á virkjanasvæðinu Kornin allt að sentímetri í þvermái ÖSKUFALL var við Hrauneyjafossvirkjun í um tvo tíma skömmu eftir að Heklugosið hófst í gær, að sögn Þrándar Rögnvaldssonar vélfræðings í Hrauneyjafossstöð Landsvirkjunar. Jörð varð svört og vikurlag kom á þök bíla og húsa. Vikurinn er mismunandi grófur, hann er fremur fínn við stöðvarhúsin en lengra frá, þar sem öskulag- ið var mest — 2 til 3 sentímetrar — var vikurinn grófari og fundust korn sem voru allt að einum sentímetra í þvermál, að sögn Þránd- ar. Gosmökkurinn náði norður í land og var öskufall í Mývatnssveit og Bárðardal. Gosmökkur yfir Hrauneyjafoss Þrándur sagði að starfsmenn í Hrauneyjum hefðu ekki séð eld- bjarmann frá gosinu. Hann taldi virkjunina ekki í neinni hættu. Hann sagði að menn hefðu óttast að aska og vikur settist á einangr- ara háspennulína þannig að raf- magnið leiddi út. Það hafði ekki gerst í gær og engar rekstrartrufl- anir orðið. ELDGOS i HEKLU 1991 Þrándur sagði að gosmökkurinn hefði Jegið yfir Hrauneyjafossvirkj- un. Ur honum hefði fallið léttur svartur vikur. Jörð hefði orðið svört og vikurlag sest á þök bíla og húsa. Hann hefði sest í hár manna sem kíkt hefðu út eða fóru á milli húsa og í föt þeirra. Slökkt var á loft- ræstitækjum til að vikurinn bærist ekki inn í hús, þangað barst hann aðeins með umgangi manna. Þránd- ur sagði að vikurinn hefði verið mjög fínn við Hrauneyjar og þar hefði öskulagið ekki orðið þykkt, kannski hálfur annar sentímetri. Þeir hefðu fundið allt að 2 til 3 sentímetra lag nokkuð frá virkjun- inni og þar hefðu vikurkornin verið allt að sentímetri í þvermál. Sandur í lofti Oskufallsgeirinn náði norður í land. Morgunblaðið hafði spurnir af öskufalli í gærkvöldi í Bárðardal og Mývatnssveit. Kristján Þórhalls- son, fréttaritari Morgunblaðsins í Björk í Mývatnssveit, sagði að nokkurs öskufalls hefði orðið vart í Mývatnssveit í gærkvöldi og um klukkan 22 var að sögn hans orðið flekkótt í sveitinni, en þar er reynd- ar nær autt. Greinileg óhreinindi, aska eða sandur, voru í lofti og er litið var til suðurs sárnaði mönnum í augum. Mývatnssveit er í um 200 kílómetra fjarlægð í beinni loftlínu frá.Heklu. .. . ».. Engin hætta í Búrfelli Heklugosið sást lítið frá Búrfells- virkjun í gær en drunurnar heyrð- ust vel. Guðmundur Hermanníusson verkstjóri taldi ekki að stöðinni gæti stafað nein hætta af hraun- rennsli. Hann fór í Gaukshöfða í Þjórsárdal og sá gosið í stutta stund þaðan á milli élja. Starfsmenn í svokölluðu ísakoti, þar sem starfs- menn virkjunarinnar vakta ís við inntaksmannvirkin, sáu gosið á milli élja. Svarta él var þegar Morgunblað- ið ræddi f gærkvöldi við Bjama Tómasson vaktmann í ísakoti. Hann sagði erfitt að átta sig á gos- inu því fjallið skyggði svo mikið á frá þeim séð. Taldi hann að gos- mökkurinn væri 10 km norðan við ísakot. Bjarni var við Búrfell í Heklugosunum 1970,1980 og 1981 en sagðist ekki vera í aðstöðu til að bera þetta gos saman við þau. Eldhafið speglaðist í Þjórsánni „Það var stórkostlegt að sjá eld- hafið speglast í Þjórsánni, þar sem við stóðum á Gaukshöfða. Þaðan er stutt yfir í Heklu og við sáum vel til gossins, þegar birti milli élja,“ segir Jón Ólafsson, bóndi í Eystra Geldingaholti í Gnúpveijahreppi og fréttaritari Morgunblaðsins. Jón hefur séð öll gos í Heklu á þessari öld og segir gosið 1947 þeirra langmest og hvergi sambæri- legt við þau síðari. 1970 voru miklu meiri læti við upphaf gossins að sögn Jóns og því svipar gosinu nú mest til gossins 1980, en hraun- rennsli virðist mun meira. Ekkert öskufall var á þessum slóðum. „Það voru að minnsta kosti tveir eða þrír breiðir hraunstraumar niður Qallið og frá okkur séð virtist það mikið til í ljósum logum. Þetta var ógleymanleg sjón,“ segir Jón Ólafs-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.