Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D 14. tbl. 79. árg. FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins ELDFLAUG UMIRAKA SKOTIÐ Á ÍBÚÐAR- HVERFI í TEL AVIV Heiftarlegar næturárásir bandamanna á skotmörk í Irak o g Kúveit Reuter Fram að eldflaugaárásum ír- aka á ísrael í nótt höfðu þær fréttir einar borist af mót- stöðu herafla Saddams Hus- seins að gerðar hefðu verið stórskotaliðsárásir á olíu- hreinsunarstöð í Saudi- Arabíu. - Saddam Hussein biðst fyrir í Bagdad. Nikosíu, Washington, Bagdád, Lundúnum, Jerúsalem, Ankara. Reuter, Daiiy Telegraph. IRAKAR skutu eldflaugum á Tel Aviv, stærstu borg Israels, og fleiri staði í landinu í gærkvöldi. Útvarpsstöðvar fluttu tilkynningar þar sem fólki var fyrirskipað að setja á sig gasgrímur og halda sig í lokuðum herbergjuin til varnar eiturefnavopnum. Embættismenn í Saudi-Arabíu sögðu að Scud-eldflaugum hefði verið skotið á her- stöð bandamanna í Dhahran í Saudi-Arabíu en óvíst var hvort ísrael- ar hefðu þegar hafið hefndarárásir. Herþotur bandamanna héldu uppi hörðum árásum á hernaðarmannvirki í Irak og Kúveit í gær- kvöldi og nótt. „Það er neyðarástand í Tel Aviv, ég heyri sprengingar,“ sagði frétta- maður bandaríska sjónv’arpsins CNN í beinni útsendingu frá borg- inni. Haft var eftir háttsettum ísr- aelskum embættismanni að ratsjár hefðu ekki greint eldflaugarnar, sem taldar voru af gerðinni Scud, en fyrsta sprengingin var sögð hafa kveðið við klukkan 2.10 að staðartíma. Bandaríska varnar- málaráðuneytið sagði að "5tta eld- flaugum hefði verið skotið á landið, þijár hefðu lent utan íbúðarhverfa, tvær í Tel Aviv, ein í Haifa, en ekki var vitað hvar tvær lentu. Ekki var vitað með vissu um tjón af völdum þeirra. Talið er að flaug- arnar hafi ekki borið eiturefna- hleðslur. Moshe Arens, varnarmálaráð- herra ísraels, hafði varað við því að hættan á árásum á landið frá írak væri ekki afstaðin þótt banda- rískar þotur hefðu grandað föstum skotpöllum með eldflaugum í vest- urhluta íraks, sem miðað væri á landið. ísraelsher hafði talið hættu á árásum frá hreyfanlegum eld- flaugaskotpöllum Iraka. Þá hafði belgíska útvarpið BRT fyrr í gær- kvöldi eftir íraska sendiherranum í Belgíu að írakar hefðu enn í hyggju að gera efnavopnaárás’ á ísrael. Herþotur frá fjórum ríkjum - Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakk- landi og Saudi-Arabíu - gerðu í gær linnulausar árásir á hernaðar- mannvirki í írak og Kúveit - her- flugvelli, eldflaugnaskotpalla, efna- vopnaverksmiðj ur, stj órnstöð var hersins og jafnvel skotmörk í hjarta Bagdad-borgar. Dick Cheney, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði að gerðar hefðu verið meira en 1.000 loftárásir og ríflega hundrað stýri- flaugum hefði verið skotið frá her- skipum og valdið miklu tjóni á hern- aðarmannvirkjum íraka. Hann var- aði þó við því að stríðið kynni að verða langvinnt og mannskætt. Þing Tyrklands heimilaði Banda- ríkjamönnum að nota herflugvelli landsins til að gera árásir á íraka. Bandaríska sjónvarpið CNN skýrði frá því að bandarískar sprengjuþot- ur af gerðinni B-52 hefðu gert árás- ir á Irak frá Tyrklandi og Diego Garcia á Indlandshafi í gærkvöldi. Sjá fréttir af Persaflóastríð- inu á bls. 18-23. Olafur Noregs- konunöTir látmn Ósló. Iíeuter. ^ ^ ÓLAFUR V Noregskonungur lést í gær á 88. aldursári á sveitasetri sínu skammt fyrir utan ðsló. Hann dó úr hjartaslagi. Við völdum tekur Haraldur krónprins en hann hefur gegnt konungsverkum frá því faðir hans fékk hjartaáfall í maí í fyrra. Ólafur tók við völdum af föður sínum Hákoni VII árið 1957 er hann var 54 ára og réð því ríkjum í 34 ár en faðir hans sat á valda- stóli í 52 ár. Haraldur ríkisarfi er 53 ára. Ólafur konungur var annálaður íþróttamaður, einkum fyrir skíða- iðkun en ennfremur hlaut hann gullverðlaun í siglingakeppni Olympíuleikanna í Amsterdam árið 1928. Hann var nokkurs konar tákn norsku þjóðarinnar um andspyrn- una gegn nasistum sem lögðu Nor- eg undir sig í stríðinu. Konungsfjöl- skyldan slapp naumlega undan heijum nasista er hún flýði til Bret- lands rétt eftir innrásina 1940. Ólafur kom hingað til lands sem gestur íslensku þjóðarinnar á Snorrahátíðina í Reykholti árið 1947. Afhjúpaði hann m.a. Snorra- styttuna sem þar er. Kom hann í opinbera heimsókn til landsins 1961 Morgunblaðið/Ólafui' K. Magnússon Ólafur V Noregskonungur við Almannagjá á Þingvöllum 1974. og 1974. Síðast kom Noregskon- ungur til Islands árið 1988 og gaf hann þá fjármuni til endurreisnar Snorrastofu í Reykolti. Eftir að andlát konungs fréttist felldu útvarps- og sjónvarpsstöðvar norska ríkisins niður útsendingu dagskrár og léku sorgarlög. Vitum ekkert - segirZeev Ofiri, blaðamaður í Tel Aviv, í sam- tali við Morgun- blaðið í nótt „ÉG sit einn í einangraða herberginu í íbúðinni minni og hef gasgrímuna á andlit- inu. Ég veit mjög lítið hvað er að gerast í landinu, út- varpsþulirnir segja fólki að- eins hvernig það á að haga sér, en ekki nákvæmlega hvað hefur gerzt. Við bíðum bara milli vonar og ótta,;1 sagði Zeev Ofiri, ísraelskur blaðamaður í Tel Aviv, í sam- tali við Morgunblaðið klukk- an tvö í nótt að íslenzkum tíma, tveimur klukkustund- um eftir að fyrstu fregnir bárust af eldflaugaárásum íraka á íbúðarhverfi í Tel Aviv. „Ég á marga góða vini á íslandi. Ég vildi að ég væri í Reykjavík núna, lengra frá eldflaugunum,“ sagði Ofiri. „Þú veizt áreiðanlega meira en ég um ástandið, hér er upp- lýsingum haldið leyndum af öryggisástæðum. Við vitum að eldflaugum hefur verið skotið, en ekki hve mörgum eða hvar þær hafa lent. Hafa einhveijir særzt?“ spurði Ofiri blaðamann Morgunblaðsins. Hann sagðist hafa heyrt gífurlega spreng- ingu klukkan tvö að ísraelskum tíma. Loftvarnaflautur hefðu farið í gang og vælt látlaust í um klukkustund. „Göturnar eru galtómar og fólk heldur sig inni við. Þannig hefur það verið allt síðdegið og fram á kvöld. Gluggum og dyr- um er harðlokað vegna efna- vopnanna. Fólk situr í lokuðum herbergjum sínum og enginn veit hvað er að gerast fyrir ut- an. Ekkert mun gerast fyrr en í fyrramálið, þegar ríkisstjórnin ákveður hvernig á að bregðast við. Sennilega munu ekki marg- ir falla, en ég óttast að árásirn- ar muni aðallega vinna mönnum sálrænan skaða.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.