Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 32
 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1991 'H-f --—--}----i---H7-—----*-----!-<-H-i-f- Guðrún dóttir - Fædd 2. júní 1899 Dáin 11. janúar 1991 í mínum huga var Gunna „systir“ ein af þeim mannverum, sem mér, sennilega af einskærri óskhyggju, fannst vera 'eilíf. Hún var aldrei kölluð annað en Gunna systir af okkur systkinunum og foreldrum okkar. Mér þótti afar vænt um hana og bar fyrir henni djúpa virðingu og þannig tel ég, að hafi verið hjá frændfólki hennar og vinum öllum. Guðrún Guðjónsdóttir móðursyst- ir mín fæddist 2. júní 1899. Hún hefði því orðið níutíu og tveggja ára gömul í sumar. Það er auðvitað nokkuð hár aldur, en í mínum huga var Gunna systir síung. Að vera nálægt henni var hreinasta unun, sannkallað ævintýri. Af henni staf- aði einhver undraverður ljómi, friður og birta, sem vandfundinn er hjá öðrum. Af guðsnáð var henni gefin svo mikill kærleikur samfara auð- mýkt og hógværð, að mér fannst að minnsta kosti ég geta talsvert af henni lært. Ætíð' kom sérstakur blíðutónn í rödd móður minnar, þegar hún tal- aði um systur sína. Mikill kærleikur var milli þeirra systra, þó aldurs- munur væri nokkur. Áttu þær systur ýmislegt sameiginlegt, svo sem lest- ur góðra bóka. Eigi er mér kunnugt um marga, sem voru svo fróðir sem hún. Að foreldrum mínum og móður- afa, þ.e. föður Gunnu systur, undan- skildum, veit ég enga, sem lesið hafa þvílík reiðinnar býsn af góðum fróðleik sem hún. Þetta áttu þær Gunna og móðir mín sameiginlegt og var ættfræði oft ofarlega á baugi hjá þeim í samræðum. Gunna „systir" tengist æsku- og unglingsárum mínum með þeim hætti, að hún sameinaði allt það, góða, sem mögulegt var að hugsa sér. Mér eru minnisstæðir allir „mjúku pakkarnir" sem við fengum á jólum og afmælum. Þeir innihéldu dýrindis handavinnu, sem hún hafði lagt sál sína í að gera fyrir okkur. Allt unnið af natni og umhyggju. Mér eru einnig minnisstæðar heim- sóknir mínar til hennar á unglings- árum mínum í Kvennaskólanum og Menntaskóla Reykjavíkur. Þá bjó Gunna á Baldursgötunni, steinsnar frá, stutt að fara, meira að segja í frímínútunum. Alltaf var vikið að mér einhveiju góðgæti, volgri kleinu eða smáaurum. Hún hafði skilning á auraleysinu, sem oft hijáir ungt skólafólk. Mér fannst ég standa í eilífri þakkarskuld við Gunnu „systur", þessi stórfenglega kona giftist aldr- ei, né eignaðist böm. En hún var rík og hafði mikinn andlegan auð að gefa. Það sýndi sig hvað best í því ævihlutverki hennar, að annast heimili bróður síns Bjöms, er kona hans missti heilsuna. Börn þeirra tvö, Sigurð og Sigríði, ól hún upp frá blautu bamsbeini og annaðist um bróður sinn og síðar einnig móð- ur sína Þórunni Bjömsdóttur. Ég man ekki eftir öðru ljósar, en óendanlegum kærleika á þessu heimili. Allir voru svo góðir. Bömin elskuðu fósturmóður sína takmarka- laust. Ég hef ekki verið vitni að fal- legra sambandi móður og sonar, en Sérfrsðingar í blómaskreytingum vid öll tækifæri ffiblómaverkstæði INNA^ Skólavörðustíg 12 á horni Bergstaðastrætis sími 19090 Guðjóns- Minning því sem var milli þeirra Gunnu og Sigurðar til hins síðasta dags, er hún lifði. Gunna „systir“ var sannkölluð drottning á heimili sínu. Hún var svo lánsöm að hafa möguleika á því að halda heimili alla sína ævi. Lengi framan af með bróður sínum og börnum hans, en síðar, er hún eign- aðist yndislega tengdadóttur, Elsu, þá var öllu svo haganlega komið fyrir, að hún hélt áfram heimili sínu, sem var þá auðvitað ögn smærra en fyrr, í fallegu einbýlishúsi, sem fjölskyldan hafði eignast í Efsta- sundi 31. Fjölmörg ár áttu þau sam- an í þessu sannkallaða fjölskyldu- húsi, Gunna systir, Björn bróðir hennar, Sigurður, Elsa og börn þeirra þijú, sem öll voru augasteinar ömmu og Gunnu og Björns afa. Gjuðrún, Berglind og Björn Sigurðar- böm endurguldu svo sannarlega ást ömmu sinnar og umhyggju. Svo veit ég að einnig var hvað Elsu tengda- dóttur Gunnu varðar. Þær virtu hvor aðra mikils og skoðanir hvor annarr- ar, enda báðar tvær afburðagreindar og skapfastar. Sigríður fósturdóttir Gunnu giftist og bjó ásamt fjölskyldu sinni úti á landi. Það kom samt ekki í veg fyrir það, að þær mæðgur ræktuðu sitt samband og ættu góðar stundir, ásamt mjög efnilegum börn- um Sigríðar. Mér er ofarlega í minni hversu oft Gunna talaði við mig um Sigríði og fjölskyldu hennar og hve mikil umhyggja og væntumþykja fylgdi þeim orðum. Hafi einhver haft „græna fingur" eins og stundum er sagt um fólk, sem hefur lag á því, að láta allt blómstra hjá sér, hafði hún Gunna mín slíka fingur. Fengi hún afskoma rós var það segin saga, að sú rós var farin að blómstra á ný, komin með rætur ofan í mold og skartaði í glugganum hjá Gunnu systur. Ræktun blóma var eitt af hennar áhugamálum, sem hún átti sameig- inlegt með tengdadóttur sinni, sem hefur skapað afar fallegan blóma- garð við heimili fjölskyldu sinnar í Efstasundi. Ég vissi að Gunna var mjög stolt af þessum blómagarði. Mér er minnisstæður hátíðisdagur í fjölskyldunni fyrir rúmlega tuttugu árum. Við vomm á leið í brúðkaup. Við hjónin höfðum heiðurinn af því, að vera fylgdarmenn Gunnu systur. Mikið var ég stolt af henni. Hún var svo falleg í íslenskum þjóðbúningi. Hún skein eins og sól af heiði. Þann- ig geymi ég minninguna um hana í huga mínum. Við áttum góðar stundir saman og svo mörg sameig- inleg áhugamál. Það var gaman hjá okkur, þegar við ferðuðúmst um Reykjanes þvert og endilangt, skoð- uðum allar fjörur og horfðum á sjó- inn, sem við báðar elskuðum ein- hverra hluta vegna. Sjórinn dró okk- ur báðar að sér, hana það mikið, að hún þráði svo mjög, að sjá sjóinn, þegar hún var fimmtán ára gömul, að hún íagði land undir fót og gekk ofan úr Biskupstungum niður að sjó á Stokkseyri til þess að líta hann augum. Slíku fylgir ævintýraljómi. Svona konur láta sér ekki allt fyrir bijósti brenna og flýgur manni helst í hug valkyijur á borð við frænku hennar Sigríði frá Brattholti, sem gekk á fund alþingismanna, alla leið ofan úr Biskupstungum, til þess að bjarga Gullfossi. Það er mikil guðsgjöf að vera já- kvæður, hafa kímnigáfuna í lagi og geta hlegið. Ég held að ég haft ekki hlegið eins mikið með nokkurri vin- konu minni eins og ég hló með Gunnu systur. Það var alltaf eitthvað spaugilegt, sem hún kom auga á. Þó það hafi ekki verið annað en að gera smávegis grín að mér, þegar ég þóttist hafa mikið að gera og kom til hennar eins og stormsveipur. Allt- af gátum við gert að gamni okkar og ég fór frá henni betri manneskja að mér fannst. Eitt sinn reyndi ég að vera svolítið alvarleg og vék máli mínu að eilífðarmálunum. Spuming mín var um það hvað hún héldi að tæki við eftirþetta líf. „Bles- suð vertu,“ sagði Gunna „það verður bara eins og að flytja í næsta hús.“ Hún móðursystir mín var mjög trúuð kona. Fjölskyldu sína ól hún upp í kristinni trú og kærleika. Kærleika stráði hún í kringum sig hvar sem hún fór, ég tel það mikið lán, að hafa fengið að þekkja hana og eiga með henni andlegt sálufélag. Ég er nærri því viss um að hún heldur áfram að rækta rósir og yrkja garðinn sinn. Hafí hún þökk fyrir allt. Ég bið algóðan Guð að blessa fjöl- skyldu Gunnu systur. Við Helgi og fjölskylda okkar sendum kveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur og blessa minninguna um góða konu. Við þökkum honum öll fyrir það, hversu lengi við fengum að hafa hana hjá okkur. Edda Sigrún Elsku frænka mín, sem ég kallaði alltaf Gunnu systur, er horfín úr augsýn úr lífí mínu. Ég ætla að minnast hennar örfáum orðum. Kveðjuorðin verða hófstillt. Mærð- inni og fjasinu hafnaði hún með öllu. Ég trúi að hún hefði latt mig. til skrifanna og sagt að svoddan fjas væri nú meiri vitleysan og það út af eldgamalli kerlingu. Andlitið hefði samt ljómað og hún hefði hlegið sínum tístandi hlátri út af öllu sam- an tilstandinu. Ekki man ég eftir lífinu öðruvísi en að hún Gunna systir væri á sínum stað. Gunna systir var nú reyndar systir hennar mömmu, en það breytti ekki því að ég og allt mitt fólk kölluð- um hana alltaf Gunnu systur. Gunna hafði lifað lengi á okkar vísu þegar hún laumaðist héðan, eða í níutíu og eitt ár. Seinustu árin göntuðumst við þó með það okkar í millum að gaman væri ef hún næði að lifa hluta af nítjándu öld- inni, alla tuttugustu öldina og inn á þá tuttugustu og fyrstu. Ekki tókst það, hjartaskömmin réð því. Hún fékk hægt andlát í morgunsárið þann 11. janúar sl., sátt við skapar- ann, þótt hún hefði sennilega viljað taka fram fyrir hendur hans í þessu. Hún var makalaust ung í anda, hún Gunna, þrátt fyrir mörg ár. Alveg var dæmalaust hvað hún var alltaf áhugasöm um allt sem var að gerast, stjórnmálin og allt sem skipti máli. Ein dætra minna tjáði mér að hún hefði sem barn hugsað með sér að svona vildi hún verða þegar hún yrði gömul. Það var alltaf skemmti- legt að ræða málin við Gunnu. Þrátt fyrir meðfætt hæglæti var hún glað- lynd, en skaprík og föst fyrir ef því var að skipta. Við frænkurnar tókum oft góðar snerrur út af ólíklegustu málum en skellihlógum um leið að öllu saman. Auðvelt var að finna hversu ríka tilfinningu hún hafði fyrir lítilmagn- anum. Ung upplifði hún baráttu verkafólks fyrir réttinum til að lifa mannsæmandi lífi af launum sínum og hreina skömm hafði hún á íhald- inu. Því vandaði hún ekki kveðjurnar ef því var að skipta, en á sinn hæg- láta hátt. Gunna var góðum gáfum gædd og fjölfróð enda sílesandi alla tíð. Bækur voru hennar áhugamál. Hún bæði las allt sem hönd á festi og batt inn bækur, aðallega þó fyrir sjálfa sig. Þrátt fyrir það voru þeir ófáir vettlingarnir og sokkaplöggin sem hún gaukaði að okkur systkin- um og seinna bömum okkar. Þótt mikið hefði dregið úr pijónaskapnum upp á síðkastið pijónaði hún sér- staka inniskó, eins og hún sjálf not- aði, handa móður minni í jólagjöf nú um síðustu jól. Þeim fylgdi mik- ill hlýhugur, enda verða þeir dýr- mætir. Mörgum fróðleiknum miðlaði hún mér um dagana um líf almúgafólks á íslandi á fyrri hluta aldarínnar, í bændasamfélagi sem var svo fjar- lægt. Líf almúgakonu í byijun aldar- innar, þegar allt var nánast á annan veg en nú, var framandi. Mér fannst gaman að spyija og henni að svara, þótt stundum væri einkennileg spurt. Af hveiju var t.d. rokkurinn hennar, sem amma hafði átt, rauð- ur? Það var einfalt. Hún hafði aldrei vitað annað "en að rokkar væru ann- aðhvort olíubomir eða rauðir. Rokk- ar voru hvort tveggja í senn nytja- tæki og til prýði. Eftir notkun voru þeir iðulega dregnir upp undir ijáfur í þröngum, fábrotnum bæjarhúsun- um. Vom þá orðnir stofustáss, til prýði og yndisauka, þá var nú ekki verra að glampaði á gyllta hjólið á dumbrauðum rokknum. Rokkinn rauða kom hún eitt sinn með í skólann minn til að sýna nem- endum hvemig farið er að við að taka ofan af, kemba og spinna ull í fat. Þetta var falleg stund og ógleymanleg reynsla að sjá hana, í upphlutnum sínum, rabba við nem- endur meðan hún spann svo malaði í rokknum. Það hefði mátt heyra saumnál detta slík var forvitnin og aðdáunin. Fólkið sem við elskum getur horf- ið okkur sjónum en það hverfur okk- ur aldrei alveg. Það er og verður hluti af sjálfum okkur og er okkur því í vissum skilningi ódauðlegt. Megi elsku Gunna systir fara í friði. Mína þökk og minna fyrir ástúðina, fróðleikinn og skemmtileg- heitin. Elín G. Ólafsdóttir og böm Elskuleg amma mín, Guðrún Guð- jónsdóttir, er látin. Margar minning- ar eigum við systkinin um hana enda alin upp við að hafa afa og ömmu á heimilinu alla tíð. Fyrstu minningar mínar um ömmu voru þegar ég skreið uppí til hennar á morgnana og fékk heitt kakó. Ferðir út á Smiðstún með nesti og kassamyndavélina. Skjól ef ég gerði eitthvað af mér og síðast en ekki síst þvottadagarnir þegar þvottahúsið var fullt af gufu, angaði af klór og amma stóð með þvotta- prikið og bláhvíta skýluklútinn um höfuðið. Þegar við fluttum svo í Kleppshol- tið fluttu afi og amma með. Þá var oft farið í fjöruferðir eða í kartöflu- garðinn í Vatnagörðum. Seinna þeg- ar afi veiktist hófst erfítt tímabil á heimilinu og eiga foreldrar mínir skilið aðdáun fyrir hjúkrun afa og seinna ömmu og umhyggjusemi við þau. Mjög kært var alla tíð með föðúr mínum og ömmu og gaman að sjá kærleikann og umhyggjuna sem þau sýndu hvort öðru. Amma hélt fullri andlegri heilsu til dánardags og var gaman að tala við hana um mál líðandi stundar, stjómmál, tísku eða gamla tímann. Hún hafði mjög ákveðnar skoðanir á þessu öllu. Mikið dálæti hafði amma á börn- unum mínum og kvartaði við föður minn ef henni fannst of langt líða á milli heimsókna. Erfítt er fyrir þau að skilja að langamma sé farin. Því að á rúmu ári hafa þau misst tvo langafa, Bjöm Kjartansson, f. 26. júlí 1905, d. 9. september 1989, og Óskar Áskelsson, f. 10. ágúst 1913, d. 20. september 1990, og nú langömmu líka. Blessuð sé mihning þeirra með þakklæti fyrir að hafa átt þau öll að. • Guðrún og fjölskylda I dag er til moldar borin æskuvin- kona mín Guðrún Guðjónsdóttir. Við ólumst báðar upp á Seli í Grímsnesi þar sem var tvíbýli. í fallegri íslenskri sveit. Bærinn stóð undir Mosfellsfjalli með Brúará í austri móti Spóastöðum og Skálholti og Hekla í fjarska. Við Gunna vomm einu stelpurnar á bænum og þó hún væri 5 áram eldri en ég urðum við einlægar vin- konur og sú vinátta hélst alla tíð og aldrei bar skugga á. Við vorum 8 bömin á Seli í byijun aldarinnar, 5 í vesturbænum en við 3 í austurbænum og undum við hag okkar vel við leik og störf og deildum öllu bróðurlega. Það var líka sameiginlegt fjós og man ég vel þegar útvarpið kom, þá var gert gat á einfalt þilið sem var á milli baðstofanna svo allir gætu fylgst með. Þessi sterku bönd sem við bomin á Seli bundumst í æsku héldust alla tíð og er ég afar þakk- lát fyrir að hafa notið samvista við Gunnu og bræður hennar. Þegar Gunna fluttist til Reykja- víkur bjó hún fyrst hjá okkur Ing- ólfí á Bergþóragötunni og vann hún þá á pijónastofunni Malín en stofn- aði svo heimili með bróður sínum og móður á Baldursgötu 18 og seinna að Njálsgötunni þannig að ég var svo heppin að hafa Gunnu alltaf nálægt mér. Eiginlega leit ég á Gunnu sem systur mína og það var gott að geta leitað til hennar. Það var mikill styrkur að hafa hana svo nálægt þegar eitthvað bjátaði á því hún var mér mikil stoð og stytta á erfíðum stundum. Guðrún giftist ekki og eignaðist ekki börn sjálf en bróðir hennar átti son sem Gunna tók að sér og hefur hann reynst henni sem besti sonur allt til dauðadags. Hún var ekki ein- stæðingur í ellinni heldur umvafin hlýju og umhyggju Sigurðar og fjöl- skyldu hans. Síðustu árin var hún heilsuveil og reyndust þau henni eins vel og nokkur fjölskylda getur gert. Guðrún Guðjónsdóttir var mjög vel gefín kona og sagði mér mikið af sögum þegar ég var lítil og hafði ég unun af að hlusta á hana. Hún sagði svo vel frá. Hún var afskaplega myndarleg í höndunum og allt lá svo vel fyrir hénni. Hún hafði ákveðnar skoðanir og var mjög sjálfstæð og úrræðagóð kona. Hún sat aldrei auðum höndum. í mörg ár vaknaði hún fyrir allar aldir og sá um ræ .tingar í Alþýðu- húsinu. Hún annaðist móður sína og bróður og hélt með þeim heimili sem lýsir ósérhlífni hennar. Hún var einstök manneskja, trúr og tryggur vinur. Ég þakka henni samfylgdina. Blessuð sé minning hennar. Helga Guðmundsdóttir Mig langar að þakka elsku ömmu fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig. Amma var besta amma sem nokkur gæti hugsað sér að eiga. Hún vildi alltaf hjálpa og gera öðrum gott. Ef eitthvað var að var alltaf hægt að hlaupa upp á loft til ömmu og segja henni frá því. Hún kunni að láta það lagast. Amma vissi mik- ið þótt hún hefði ekki gengið lengi í skóla. Hún átti margar bækur og kenndi mér margt. Ég veit að ömmu líður vel þar sem hún er núna. Guð geymi hana. Hjördís Rut Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót ðllum oss faðminn breiðir. (E.B.) í dag kveðjum við Guðrúnu Guð- jónsdóttur, Efstasundi 31. Hún fæddist 2. júní 1899 í Bræðratungu í Biskupstungum. Foreldrar hennar voru Þórunn Björnsdóttir og Guðjón Jónsson, sem lengi var ráðsmaður í Múla í Biskupstungum. Árið 1901 giftist Þórann Kjartani Vigfússyni og hófu þau búskap í Laugarási. Þau fluttust að Seli í Grímsnesi árið 1902 og ólst Guðrún þar upp í hópi 4 hálfbræðra. Tveir þeirra eru nú látn- ir, Ámi árið 1985 og Bjöm 1989. Elsti bróðir hennar, Ólafur, dvelur nú á elliheimili og yngsti bróðirinn, Sveinn, býr enn á Seli. Alla tíð var mjög kært með þeim systkinum og fjölskyldubönd sterk. Guðjón, faðir Guðrúnar, stofnaði heimili í Reykjavík, og átti þar eina dóttur, Grétu, sem lifir hálfsystur sína. Guðrún hafði gott samband við Grétu og hennar íjölskyldu, einnig við föður sinn og létti honum lífið í ellinni. Um tvítugsaldur fluttist Guðrún til Reykjavíkur og gekk þar að ýms- um störfum sem í boði voru. Má þar nefna fískvinnu og veitingastörf, en lengst af starfaði hún á pijónastofu sem hét Malín. Þar vann hún á 3. áratug og átti góðar minningar það- niírarrí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.