Morgunblaðið - 23.01.1991, Qupperneq 2
i*
it
. c iiA'oWl <ii(iAJHVÍxJO>lOM
MORGUNBLAÐID MIÐVÍKÚDAGUR 23. JANÚAR 1991
Bruninn í Skíðaskálanum:
Brunavarnir voru orðn-
ar miklu betri en þegar
skýrslan var gerð
- segir eigandi Skíðaskálans um
svarta skýrslu Brunamálastofnunar
BRUNAMALSTOFNUN gerði
athugun á brunavörnum í Skíða-
skálanum í Hveradölum fyrir ári
síðan og gaf skálanum einkunn-
ina óviðunandi.
Að sögn Bergsteins Gizurarson-
ar, brunamálastjóra, sendir stofn-
unin skýrslur um úttektir sínar á
brunavörnum til viðkomandi
slökkviliðsstjóra og sveitastjóra.
Lögum samkvæmt er frumkvæðið
um brunavamir í höndum slökkvi-
liðsstjóra viðkomandi staðar.
Bersteinn sagði lögin um þessi
mál ekki nógu skýr. Hann sagði til
dæmis eðlilegt að áður en gefin
væri út rekstrarleyfi við veitinga-
húsa og annara staða væri eðlilegt
að Brunamálastofnun eða slökkvi-
liðsstjóri á staðnum gæfí út vottorð
um að brunavarnir væru fullnægj-
andi.
Nafn mannsins
sem lést í
Njarðvíkurhöfn
Sjómaðurinn, sem lést af slys-
förum um borð í báti í Njarðvík-
urhöfn á mánudag, hét Einar S.
Sigurðsson, Leynisbraut 12,
Grindavík.
Einar var 41 árs að aldri. Hann
lætur eftir sig eiginkonu og þrjú
böm. ______. ______
Kosningar í Dagsbrún:
Stjórnin opn-
ar kosninga-
skrifstofu
FRAMBOÐSLISTI sljórnar og
trúnaðarráðs Dagsbrúnar, A-list-
inn, hefur opnað kosningaskrif-
stofu í Alþýðuhúsinu við Hverfis-
götu fyrir sljórnarkosningarnar
25.-27. janúar. Kosningastjóri
hefur verið ráðinn og er það
Þröstur Ólafsson, starfsmaður
utanríkisráðherra og fyrrver-
andi framkvæmdasljóri Dags-
brúnar.
Þeir sem standa að mótframboð-
inu gegn núverandi stjóm Dags-
brúnar opnuðu fyrir skömmu kosn-
ingaskrifstofu á Vesturgötu 52.
Kosningastjóri og framkvæmda-
stjóri þeirra er Þórir Karl Jónasson.
í dag ki. 17 fer fram sameiginleg-
ur kosningafundur framboðslist-
anna í Bíóborginni.
Carl Johansen, eigandi Skíða-
skálans, sagðist leiður að heyra
brunamálastjóra lýsa því yfir að
ekkert hafi verið gert í brunavörn-
um Skíðaskálans. Hann segist hafa
gert mikið frá því Brunamálastofn-
un gerði skýrslu sína, til að auka
brunavamir. Hann sagði að síðan
hann fékk skýrsluna hefði ekkert
heyrst frá Brunamálastofnun og
enginn frá þeim komið til að athuga
hvað gert hafí verið.
„Það er heldur ekki rétt sem
sagt hefur verið að ekkert vatn
hafi verið hér. Það er til nóg vatn
þarna. fyið erum með 64 tonna
vatnstahk og auk þess vatnsból sem
stendur um 400 metra frá húsinu.
I því eru fleiri þúsund lítrar af
vatni. Slökkviliðið hefur greinilega
ekki kynnt sér aðstæður," sagði
Carl.
Allar fasteignatryggingar utan
Reykjavíkur em reknar af Vátrygg-
ingafélagi íslands í verktöku fyrir
Samvinnutryggingar og Bruna-
bótafélag íslands. Axel Gíslason,
forstjóri VÍS, segir að almenna regl-
an í tryggingum sé að iðgjöldin séu
í samræmi við þá áhættu sem verið
er að tryggja. Hann sagði að trygg-
ingarfélög hefðu heimild til að gera
athugasemdir við brunavamir og
láta viðkomandi greiða hærra ið-
gjald og jafnvel væri hugsanlegt
að neita tryggingu. Hann sagði
einnig að þar sem brunavamir væra
til fyrirmyndar'væri tekið tillit til
þess með lægri iðgjöldum.
Axel sagði að sambandið við
B^unamálastofnun mætti og þyrfti
að vera meira. „I því fellst enginn
áfellisdómur á branamálastofnun,
því það þarf tvo til. Á síðasta ári
hófum við samstarf við brunamála-
stofnun og fleiri opinberar stofnan-
ir um auknar forvamir. Ljóst er af
þessum stóra og tíðu branatjónum
á undanfömum áram að herða þarf
róðurinn í þessu sambandi, og það
munum við gera.,“ sagði Áxel.
Læknadeilan:
Fundi frestað
S AMNIN G AFUNDI samninga-
nefnda sjúkrahúslækna og við-
semjenda þeirra var frestað seint
í gærkvöldi og er stefnt að öðrum
fundi síðdegis á morgun.
Að sögn Guðlaugs Þorvaldsson-
ar, ríkissáttasemjara, hefur þokast
nokkuð í samningaátt, en engu að
síður væra enn nokkrir hnútar sem
þyrfti að leysa.
Morgunblaðið/Sverrir
Jóhann Einvarðsson, formaður utanrikismálanefndar Alþingis og Friðrik Ólafsson skrifstofustjóri Alþing-
is tóku á móti Zingeris í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gærkvöldi.
Litháen verður sjálf-
stætt ríki eins og Island
- segir formaður utanríkismáianefndar Litháen
EMANUELIS Zingeris, formaður utanríkismálanefndar þings Lithá-
ens, kom til landsins með flugvél frá Kaupmannahöfn í gærkvöldi.
Zingeris er í óopinberri heimsókn, en mun ræða við íslenzka sljórn-
málamenn um samskipti íslands og Litháens.
Zingéris sagðist við komuna til
Keflavíkur telja að samskipti Lithá-
ens og íslands væru nú þegar beztu
samskipti Eystrasaltsríkjanna við
Vesturlönd. Hins vegar vænti hann
enn frekári árangurs.
„Ég mun ræða samskipti íslands
og Litháens almennt, þar á meðal
diplómatísk samskipti. Við höfum til
dæmis áhuga á formlegum sam-
skiptum þjóðþinga landanna," sagði
Zingeris.
Aðspurður um líklega þróun mála
í Litháen sagði hann án þess að hika:
„Litháen verður sjálfstætt ríki eins
og ísland. Mjög fáir Litháar trúa
því að öðravísi muni fara. Hemaðar-
legt ofbeldi Sovétríkjanna mun að-
eins flýta þeirri þróun. Því fleiri sem
verða undir sovézkum skriðdrekum,
því fleiri sem falla fyrir málstað
okkar, þeim mun síður verður snúið
við á braut okkar til sjálfstæðis."
Áætlað er að Zingeris muni í dag
eiga fund með forsetum Alþingis og
utanríkismálanefnd. Á morgun mun
hann hitta að máli Þorstein Pálsson,
formann Sjálfstæðisflokksins, og ef
til vill aðra formenn stjómmála-
flokka. Þá mun hann ræða við Jón
Baldvin Hannibalsson utanríkisráð-
herra, Ólaf G. Einarsson, formann
íslandsdeildar Norðurlandaráðs, og
Pál Pétursson, forseta Norðurlanda-
ráðs.
„Við munum ræða út frá sjónar-
homi Zingeris ástandið í Eystra-
saltslöndunum, einkum í hans
heimaríki," sagði Jóhann Einvarðs-
son formaður utanríkismálanefndar
í samtali við Morgunblaðið. „Að
sjálfsögðu verður farið yfir það hvað
við og hann teljum að íslendingar
geti gert til að verða að gagni í
baráttu Litháa. Það verður öragg-
lega minnzt á skipti á embættis-
mönnum eða diplómatísk samskipti.
Það verður áreiðanlega rætt hvaða
praktísk vandamál era í kring um
þann möguleika. Það er að sjálf-
sögðu ríkisstjómin, sem tekur
ákvarðanir um slíkt, ef teknar
verða,“ sagði Jóhann.
Dalasýsla:
Friðjón Þórðarson
skipaður sýslumaður
ÓLIÞ. Guðbjartsson dómsmálaráðherra hefur veitt Friðjóni Þórð-
arsyni, alþingismanni og fyrrverandi dómsmálaráðherra, emb-
ætti sýslumanns í Dalasýslu. Pétur Þorsteinsson hefur látið af
þvi starfi vegna aldurs. Sex umsækjendur voru um stöðuna og
óskuðu fjórir, þar á meðal Friðjón, nafnleyndar en aðrir umsækj-
endur voru Georg Kr. Lárusson, settur borgardómari, og Guð-
mundur Björnsson, fulltrúi sýslumanns í Barðastrandarsýslu.
„Mér datt það bara í hug að
það væri nokkuð gott, svona þeg-
ar ég væri að hætta þing-
mennsku, að fara í þetta starf
meðan dagur væri á lofti,“ sagði
Friðjón í samtali við Morgunblað-
ið, aðspurður hvers vegna hann
hefði sótt um starfið. Friðjón hef-
ur áður verið sýsiumaður í Dala-
sýslu, gegndi því embætti árin
1955 til 1965.
Friðjón sagðist ekki eiga von á
að nýja starfið myndi valda mik-
illi röskun á högum sínum, hann
hefði átt tvö heimili áratugum
saman sem þingmaður, annað í
Reykjavík ert hitt heima í kjör-
dæmi. Friðjón var þingmaður
Dalamanna 1957-1959 og hefur
átt sæti á Alþingi fyrir Vestur-
landskjördæmi s^mfleytt frá
1967.
Friðjón verður 68 ára eftir
nokkra daga, en opinberir emb-
ættismenn láta vanalega af störf-
Friðjón Þórðarson.
um um sjötugt. „Sjötugsaldurinn
setur öllum takmörk en ég vona
að ég geti orðið að einhveiju liði
þennan tíma, sem eftir er fram
að sjötugu,“ sagði Friðjón.
Feðgar úr Mývatnssveit
í hrakiiiiignm á hálendinu
Björk, Mývatnssveit.
TVEIR Mývetningar, þeir Sigurbjörn Sörensson og Hörður Sigur-
bjarnarson, fóru suður á hálendið í síðustu viku til að lesa af
álagsmöstrum Landsvirkjunar og Rafmagnsveitna rikisins. Þessi
möstur standa vestur af Herðubreið og við Gæsavötn. Þeir voru á
jeppa með tvo vélsleða á vagni. Ekið var á jeppanum sem leið liggur
að Herðubreið, þá voru sleðamir teknir af vagninum. Um kvöldið
var siðan lesið af möstrunum við Herðubreið. Síðan var ekið á sleðun-
um í skálann við Drekagil og gist þar. Gekk sú ferð vel.
Að morgni 15. janúar lögðu þeir
af stað áleiðis að Gæsavötnum.
Syðst í Öskju skall á suðvestan
ofsaveður og blindhríð. Urðu þeir
því að snúa við. Norðari Dyngju-
fjalla var betra ferðaveður og héldu
þeir síðan vestur með fjöllunum að
norðan og suður Dyngjufjalladal.
Syðst í dalnum skall á suðvestan
fárviðri. Veðurofsinn var slíkur að
ekki var hægt að ráða við sleðana.
Var því ekki annað að gera fyrir
þá en snúa við og halda undan veðr-
inu til byggða.
Fimmtudaginn 17. janúar var
enn á ný lagt af stað og fóru þeir
með sama búnað og fyrr. Ekið var
á jeppanum suður fyrir Mýri í
Bárðardal, þar var sest á sleðana
og haldið að möstrum vítt og breitt
á Sprengisandi. Því verki var lokið
um kl. 16, þá vora þeir staddir
norðan Fjórðungsvatns. Veður var
þá orðið vont, suðvestan hvassviðri
og snjókoma. Eftir um klukkutíma
akstur bilaði annar sleðinn og var
hann þá tekinn í tog. Fljótlega skall
á öskubylur frá gosinu í Heklu sem
hófst um kl. 17 þann dag. Gosaskan
settist fljótlega í kúplingu sleðans
með þeim afleiðingum að hann varð
einnig óvirkur. Þegar svo var kom-
ið var ekki annað til ráða en skilja
báða sleðana eftir og reyna að
ganga áleiðis til byggða. Þeir voru
þá staddir við Ytrimosa á Sprengi-
sandi.
Eftir um þriggja klukkutíma
gang tókst þeim loks að ná talstöðv-
arsambandi við björgunarsveitina
Garðar á Húsavík fyrir hreina tilvilj-
un. Höfðu Garðarsmenn síðan sam-
band við bændur á Mýri í Bárðar-
dal. Brugðu þeir skjótt við til leitar
á tveimur vélsleðum. Sú ferð gekk
að óskum að öðra leyti en því, að
gosaskan settist einnig í kúplingu
á öðram sleða Mýrarmanna og olli
það nokkrum töfum. Komið var i
Mýri kl. 4 um nóttina, húsmóðirin
þar, Guðrún Sveinbjörnsdóttir, var
á fótum og beið með hlaðið veislu-
borð,
Sunnudaginn 20. janúar voru
sleðarnir sóttir í björtu og fögru
veðri suður á Sprengisand á jeppa.
Þess má geta að lokum að enn er
eftir að lesa af möstrum við Gæsa-
vötn.
Kristján