Morgunblaðið - 23.01.1991, Page 17

Morgunblaðið - 23.01.1991, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1991 17 Nýr vara- ríkisskatt- stjóri SKÚLI Eggert Þórðarson var skipaður vararíkisskattstjóri frá 1. desember sl. Ævar ísberg lét að eigin ósk af störfum vararíkis- skattstjóra sem hann hefur gegnt frá 1967 en hann starfar áfram hjá embættinu að sérstökum verkefnum. Skúli Eggert er 37 ára lögfræð- ingur. Hann starfaði hjá skattstjóra Reykjanesumdæmis 1981-83. Síðan hefur hann starfað hjá embætti ríkisskattsstjóra, fyrst í rannsókna- deild, síðar sem rekstrarstjóri ríkis- skattstjóra frá 1986 og forstöðu- maður staðgreiðsludeildar frá stofnun hennar 1. maí 1987. Skúli Eggert er áfram yfirmaður stað- greiðsludeildar, sem með breyttu Skúli Eggert Þórðarson skipulagi embættisins heitir nú tekjuskattsdeild og undir hana fell- ur, auk staðgreiðslunnar, öll álagn- ing opinberra gjalda. Eiginkona Skúla er Dagmar Elín Sigurðardóttir og eiga þau tvö börn. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Steingrímur Sigfússon samgönguráðherra klippir á borða og opnar Tungufljótsbrú formlega. Með honutn á myndinni eru systkinin Fann- ar Olafsson og Björt Ölafsdóttir, T ungnflj ótsbrú tek- in formlega í notkun Selfossi. NYJA brúin yftr Tungufljót í Bisk- upstungum var tekin formlega í notkun 19. janúar. Steingrímur Sigfússon santgönguráðherra klippti á borða við annan brúar- endann og lýsti brúna formlega tekna í notkun. Nýja Tungufljótsbrúin er skammt frá bænum Felli og liggur við Norðu- renda Pollengis og frá henni er skammt yfir í Bræðratunguhverfi. Verði byggð brú á Hvítá við Hvítár- bakka verður mjög stutt yfir að Flúð- um og um leið komin hringtenging vega í uppsveitum Árnessýslu. Nýja Tungufljótsbrúin er 90 metra löng stálbitabrú með einum millistöpli. Brúarsmiður var Jón Gíslason og hönnuður Baldvin Ein- arsson. Gamla'brúin yfir Tungufljót var byggð 1929 og því komin til ára sinna. Vegur í Bræðratungu var ekki lagður fyrr en 1940. Það_ voru systkinin Fannar og Björt Ólafsbörn frá Torfastöðum sem aðstoðuðu samgönguráðherra við að klippa á borðann við opnun brúarinn- ar og fengu hvort sinn bútinn úr borðanum til eignar. Eftir að klippt hafði verið á borðann gengu gestir yfir brúna með Steingrím Sigfússon og Gísla Einarsson oddvita í broddi fylkingar. Við hinn brúarendann heilsaði þeim Sveinn Skúlason í Bræðratungu og að athöfninni lok- inni við brúna var boðið til kaffisam- sætis í Aratungu. — Sig. Jóns. Ágúst Flygenring fram- kvæmdastjóri látinn Ágúst Flygenring, fram- kvæmdastjóri í Hafnarfirði, lést á mánudag, 68 ára að aldri. Ágúst fæddist í Hafnarfirði þann 15. janúar árið 1923, sonur Ingólfs Flygenring alþingismanns og fram- kvæmdastjóra þar og konu hans, Kirstínar Pálsdóttur Flygenring. Ágúst lauk prófi frá Verslunarskóla íslands árið 1943. Árið 1945 réðst hann sem skrifstofumaður til íshúss Hafnarfjarðar og var framkvæmda- stjóri þess frá 1966-1985, þegar rekstrinum var hætt. Hann sat í stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna frá 1962-1981 og í stjórn Sölumiðstöðvar hraðffysti- húsanna frá 1974-1984, þar af sem formaður stjórnarinnar 1982-1984. Þá sat hánn í stjórn Lífeyrissjóðs Hlífar og Framtíðarinnar frá 1972 til 1990 og í stjórn Sparisjóðs Hafn- arfjarðar frá 1983 til dauðadags. Ágúst átti einnig sæti í stjórn Sam- ábyrgðar íslands á fiskiskipum og í fleiri stjórnarnefndum á vegum sjávarútvegsins. Eftirlifandi eiginkona Ágústs er Guðbjörg Magnúsdóttir. Þau eign- uðust fjögur börn. Árbæjarskóli: Fikt með eldspýtur var orsök brunans ÞRIR unglingar í Árbæjarskóla hafa viðurkennt að hafa fiktað með eldspýtur á mánudag og orðið þess óvart valdandi að kviknaði í rusla- tunnu á gangi skólans. Viktor A. Guðlaugsson, skólastjóri Ofsagt var í frétt Morgunblaðsins Árbæjarskóla, sagði að eftir nokkra í gær að þurft hefði að rýma allan eftirgrennslan hefðu þrír ungling- skólann og gefa nemendum frí. Þess- spiltar gengist við því að hafa verið ar upplýsingar fékk blaðið hjá lög- að fikta með arineldspýtur. Þeir reglu. Viktor A. Guðlaugsson sagði hefðu kveikt á einni, blásið á hana að rýma hefði þurft þær þrjár tii að slökkva logann og hent henni kennslustofur, sem voru á ganginum í ruslafötuna. Augljóslega hefði þá þar sem eldurinn kom upp. Nemend- ekki verið dautt á henni og hún því ur þeirra bekkjadeilda hefðu fengið kveikt í rusli í tunnunni. „Eg er feg- að fara heim, enda stutt eftir af inn að þetta upplýstist og létti þegar skóladegi þeirra. Þá hefðu kennslu- ég komst að því að um óviljaverk stofurnar ekki verið notaðar eftir var að ræða, þó fiktið í drengjunum hádegi, þar sem verið var að þrífa sé auðvitað ekki réttlætanlegt,“ sót af veggjum. sagði Viktor. Sjómannafélag Reykjavíkur: Honda ’91 Accord Sedan 2,0 EX Samningur togara- sjómanna staðfestur fYR,R ALU STJÓRN og trúnaðarmannaráð Sjómannafélags Reykjavíkur hef- ur samþykkt að staðfesta kjara- samninginn á milli Sjómannasam- bands Islands og Landssambands íslenskra útvegsmanna fyrir und- irmenn á stóru togurunum, með áorðnum breytingum en báta- kjarasamningurinn hefur þegar verið samþykktur. 1 ályktun stjórnar og trúnaðar- mannaráðsins segir að eðlilega hafi verið staðið að talningu atkvæða vegna bátakjarasamninganna og samninga á togurum en uppbygging þeirra sé ólík og því óeðlilegt að at- kvæði greidd sitt hvorum samningn- um hafi verið talin sameiginlega. Þar sem svo hafi verið komið að bátakj- arasamningarnir voru samþykktir en ekki samningar fyrir togarana flóra sem gerir eru út frá Reykjavík og að samningurinn gildir aðeins til 15. september, ákvað stjórn Sjómannafé- lagsins að staðfesta samninginn. 0HONDA VATNAGÖRÐUM 24 RVÍK., SÍMI 689900 Innilegustu þakkir til allra, sem lyftu mér á tíunda tuginn með viötölum, skeytum, gjöfum og heimsóknum. Eiríkur Stefánsson, Dalbraut 18, Reykjavík. WWW'WW'WSF SPARIÐ - SETJIÐ SAiAN SJÁLF B jöminn býður upp á gott og fjölbreytt úrval efniviðar til smíði á eldhús- og baðinnréttingum og fataskápiim. Fagmenn okkar sníða efnið eftir þínum þörfum. Þú setur innréttinguna saman sjálf(ur) og sparar þannig peninga. Komdu með þína hugmynd til okkar - fagmenn aðstoða þig við að útfæra hana. BJORNINN BORGARTÚNI28 S. 6215 66 AMt fráwé ÓHmfv/váss

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.