Morgunblaðið - 23.01.1991, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1991
Alþingi væntir aðgerða
Umræður um skýrslu utanríkisráðherra um ástandið í Eystrasaltslöndunum
ákvarðanir sem yrði að taka næstu
daga. Jóhann greindi einnig frá því
að samstaða væri um að kanna
með hvaða hætti væri unnt að senda
sendinefnd til þessara ríkja. Jóhann
þakkaði utanríkisráðherra fyrir að
hafa farið þessa för, sem hefði ver-
ið mjög brýn og reynst hin þarfasta.
JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra gerði sameinuðu þingi
í gær grein fyrir för sinni til Eystrasaltsríkjanna og ástandi mála í
þessum ríkjum. í umræðum voru þingmenn með einni undantekn-
ingu einhuga um að gera allt sem mögulegt væri til stuðnings sjálf-
stæðis Eystrasaltsríkjanna.
í upphafi ræðu sinnar rakti Jón
Baldvin Hannibalsson utanríkis-
ráðherra nokkuð forsögu ferðar
sinnar. Landsbergis forseti Lithá-
ens hefði leitað til íslendinga því
þeir hefðu umfram flesta haft frum-
kvæði um að styðja málstað Eystra-
saltsríkjanna.
í ferð sinni mun utanríkisráð-
herra hafa rætt við marga ef ekki
flesta forystumenn Eystrasaltsríkj-
anna að forseta Eistlands undan-
skildum sem var nýfarinn áleiðis til
Moskvu. Jón Baldvin lýsti í mynd-
rænu máli hvernig ástandið hefði
komið honum fyrir sjónir. Tugþús-
undir vopnlausra borgara stóðu
vörð um helstu stofnanir, víða höfðu
víggirðingar verið reistar, eða öllu
heldur farartálmar til að varna
skriðdrekum og hertólum innrásar-
hersins aðgang. En um leið hefði
ástandið borið vitni um nokkurs
konar þjóðhátíð; augljóst hefði verið
að fimmtíu ára kúgunartilraun
hefði mistekist. Þjóðmenning og
frelsisandi Eystrasaltsþjóðanna lifði
sem aldrei fyrr.
Utanríkisráðherra greindi frá því
mati forystumanna í Eystrasaits-
Stuttar þingfréttir:
Upplýst Reykjanesbraut
Jóhann Einvarðsson (F-Rn)
hefur lagt fram tillögu til þings-
ályktunar um að: „Alþingi
álykti að fela ríkisstjórninni að
láta gera kostnaðar- og fram-
kvæmdaáætlun við að setja upp
lýsingu við Reykjanesbraut
milli Hafnarfjarðar og Narðvík-
ur og leggja haná fyrir Alþingi
eigi síðar en við næstu endur-
skoðun vegaáætlunar."
í greinargerð með tillögunni
er m.a. bent á að slysatíðni á
Reykjanesbraut sé mikil og
flest slysin mjög alvarleg. Það
er skoðun Jóhanns Einvarðs-
sonar að fullkomin lýsing við
veginn sé fijótvirkasta og ódýr-
asta lausnin í sjónmáli til að
draga úr slysatíðni. Samkvæmt
upplýsingum sem flutnings-
maður hefur aflað sér má áætla
að kostnaðurinn við þetta verk
frá Hafnarfirði að Innri-
Njarðvík sé 80-90 milljónir
króna.
Hækkun skattleysismarka
Guðmundur H. Garðarsson
(S-Rv) er flutningsmaður
þingsályktunartillögu um að:
„Alþingi ályktar að fela fjár-
málaráðherra að hefja undir-
búning að breytingu á lögum
um tekjuskatt með þeim hætti
að mánaðartekjur einstaklings,
100.000 kr. eða lægri, verið
skattfijálsar.“ I dag eru skatt-
leysismörk um 57 þúsund krón-
ur.
Guðmundur segir að þegar
staðgreiðslukerfi skatta var
tekið upp, hafi einn megintii-
gangur verið að létta skatt-
byrði lág- og millitekjufólks.
Því miður hafi reynslan orðið
önnur. Skattaprósentan hafi
verið hækkuð og skattleysis-
mörk ekki tekið eðlilegum
breytingum með tilliti til verð-
bólguþróunar síðastiiðin þrjú
ár.
Flutningsmaður leggur til að
með tiliiti til fjárlagaársins
kæmu þessar skattbreytingar
til framkvæmda frá og með 1.
janúar 1992. Gefist þá svigrúm
til að mæta viðeigandi tekju-
breytingu hins opinbera'' með
niðurskurði eða öðrum hætti
vegna fjárlaga 1992.
ríkjunum að unnið væri eftir kerfis-
bundinni áætlun við að kæfa bar-
áttu þeirra. Menn í innsta hring
hefðu ákveðið að láta til skarar
skríða. Sérstaklega voru nefnd for-
setaembætti Sovétríkjanna, vamar-
málaráðuneytið, innanríkisráðu-
neytið og öryggis- og leynilögreglan
KGB. Að lengra hefði enn ekki ver-
ið gengið, að aðgerðirnar hefðu þó
ekki borið meiri árangur en raun
bæri vitni, væri að þakka einarðri
afstöðu fólksins, viðbrögðum og
viðurkenningu Borisar Jéltsíns for-
seta rússneska lýðveldisins. Barátt-
an núna væri ekki einungis barátta
þriggja smáþjóða fyrir sjálfstæði.
Þetta væri barátta lýðræðisafla við
leifar hins gamla kerfís. Einnig
hefðu viðbrögð erlendis orðið harka-
legri en ráðamenn í Kreml hefðu
vænst.
Hvað á að gera?
Utanríkisráðherra sagði að for-
ystumenn í Eystrasaltsríkjunum
hvettu vesturlandabúa til að hætta
að moka fé í tómar hirslur mið-
stjórnarvalds alríkisins í Moskvu,
heldur beina því til einstakra iýð-
velda þar sem það kæmi að gagni.
Utanríkisráðherra velti fyrir sér
hugsanlegum viðbrögðum og að-
gerðum Islendinga. Efla yrði sam-
skipti þjóðþinga. Allt yrði að gera
til knýja Sovétvaldið til að standa
við skuldbindingar þær sem undir-
ritaðar hefðu verið, á Parísarráð-
stefnunni, hjá Sameinuðu þjóðunum
pg víðar. Beðið hefði verið um að
Islendingar beittu sér á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna, fyrir því að
málefni Eystrasaltslandanna yrðu
tekin til umfjöllunar í öryggisráðinu
og á allsheijarþinginu, og einnig
fyrir því að haldin yrði alþjóðleg
ráðstefna um málefni þessara
landa.
Viðurkenning á sjálfstæði
Eystrasaltsríkjanna og beint stjórn-
málasamband eru meðal þeirra at-
riða sem nefnd hafa verið. Utanrík-
isráðherra ítrekaði enn einu sinni
að viðurkenning okkar frá þriðja
áratugnum á sjálfstæði þessara
ríkja væri enn í fullu gildi. Hvað
snerti stjórnmálasamband væru
framkvæmdaörðugleikar. Eistland
og Lettland hefðu gefíð markmiðs-
yfirlýsingar um að þau stefndu að
endurreisn sjáifstæðra lýðvelda.
Litháen hefur hins vegar þegar lýst
sjálfstæði.
Hvað varðaði hugsanlegt stjórn-
málasamband við Litháen efaðist
enginn um vilja íslendinga en erfíð-
leikarnir væru umtalsverðir, m.a.
að Litháar hefðu ekki full völd á
eigin landsvæði. Sovétvaldið gæti
fangelsað sendiherra á landamær-
unum, eða þá að hann yrði að fara
til Litháen með vegabréfsáritun
sovéska alríkisins sem væri óað-
gengilegt fyrir Litháen. Það sjónar-
mið hefur komið fram að stjórn-
málasamband gæti reynst nokkurs
konar öryggisatriði ef hættuástand
skapaðist. Landsbergis hefur farið
fram á að stjórnmálasamband verði
upp tekið. Jón Baldvin sagðist hafa
sagt að hann myndi í ljósi breyttra
aðstæðna beita sér fyrir því að af-
staða okkar yrði endurskoðuð og
allra leiða yrði leitað sem færar
kynnu að reynast til að verða við
þessari osk. Rússneska lýðveldið
hefði gert samning um að viður-
kenna þessi ríki, að vísu ekki Lithá-
en ennþá en Jón Baldvin treysti því
að sú yrði reyndin. Rússneska lýð-
veldið boðaði einhvers konar dipló-
matísk samskipti við Litháen. Þjóð-
þing Tékkóslóvakíu, Póllands og
Ungverjalands hefðu sent fastafull-
trúa til þjóðþingsins í Litháen. E.t.v.
gæti það orðið fyrsta skrefíð.
Margar aðgerðir hefðu verið
Jón Baldvin Hannibalsson
nefndar í umræðum, forsætisráð-
herra Eistlands mun hafa hvatt
okkur til að þróa betur tillögur um
að bjóða fram Reykjavík eða ein-
hverja aðra norræna höfuðborg sem
viðræðustað. Hins vegar var Jón
Baldvin andvígur því að kalla sendi-
herra íslands heim frá Moskvu því
nú væri lífsnauðsyn að hafa þar
erindreka. Að iokum lýsti utanríkis-
ráðherra yfír stolti sínu þegar hann
varð þess var að borin væri meiri
virðing fyrir Alþingi íslendinga en
ýmsum stærri og máttugri stofnun-
um.
Verkintali
Þorsteinn Pálsson (S-Sl) taldi
heimsókn utanríkisráðherra hafa
verið hina mikilsverðustu; haft
verulega pólitíska þýðingu; orðið
sjálfstæðisbaráttu þessara þjóða til
styrktar. Þorsteinn taldi póiitískt
stöðumat utanríkisráðherra mjög
mikilvægt, innan ríkisstjórnarinnar.
Svo virtist að forsætisráðherra og
utanríkisráðherra mætu pólitískar
aðstæður með mismunandi hætti.
Forsætisráðherrann hefði ekki talið
gerlegt að þiggja formlegt heimboð
en utanríkisráðherrann hefði orðið
við kallinu.
Þorsteinn sagði að umræðurnar
um málefni Eystrasaltsríkjanna
yrðu að vera annað og meira en
fréttaskýringar og almennar yfir-
lýsingar. Tími væri til kominn að
fylgja orðum eftir með verkum og
ná fram samstöðu um raunveruleg-
ar aðgerðir. Þorsteinn hvatti m.a.
til þess að við fylgdum því fastar
eftir að málefni Eystrasaltsríkjanna
yrðu tekin fyrir á vettvangi Samein-
uðu þjóðanna. Ræðumaður hvatti
mjög til þess að stjórnmálasamband
yrði upp tekið og minnti á tillögu
sjálfstæðismanna þar um. Hann
óttaðist að afstaða manna hefði
nokkuð mótast af því hverjir hefðu
flutt þessa tillögu. Hann taldi eðli-
legt ef vilji væri nú fyrir hendi að
ná samstöðu í utanríkismálanefnd
um að stjórnmálasambandi yrði á
komið. Þorsteinn taldi þau rök ekki
fullnægjandi að ríkisstjórn Litháens
réði ekki yfir landi; það gerði lögleg
ríkisstjórn Kúveit ekki heldur.
Þorsteinn ræddi nokkuð aðrar
hugmyndir sem viðraðar hafa verið.
Sjaldan hefði verið meira tilefni en
nú til að fækka starfsmönnum í
sendiráði Sovétríkjanna. Svavar
Gestsson menntamálaráðherra
hefði rætt um að slíta menningar-
samningi við Sovétríkin. Þorsteinn
sagði menntamálaráðherra hafa
það í sínu vaidi að stöðva fram-
kvæmd þessa samnings. Þorsteinn
vildi að menntamálaráðherra skýrði
sitt mál betur. Þorsteinn saknaði
Svavars Gestssonar sem var fjar-
staddur.
í lok ræðu sinnar iagði Þorsteinn
ríka áherslu á að sem best sam-
staða tækist um virkar aðgerðir og
þetta mál ætti að vera hafið yfir
flokkapólitík.
Hjörleifur Guttormsson
(Ab-Al) sagði að í undangengnum
umræðum hefðu margar hugmynd-
ir fram komið. Ríkisstjórnin hefði
úr nægum hugmyndum að moða.
Mestu máli skipti að láta hendur
standa fram úr ermum hið fyrsta
til að styðja sjálfstæðisbaráttu þess-
ara þjóða. Kristín... Einarsdóttir
(SK-Sl) var nokkuð ánægð með
heimsókn og framgöngu utanríkis-
ráðherra. Hún sagði að Islendingar
yrðu að leita allra leiða til að styðja
þjóðir Eystrasaltsríkjanna og
sporna gegn ofbeldinu. Ofbeldi
Ieysti aldrei vandamál. Jóhann Ein-
varðsson (F-Rn) formaður utanrík-
ismálanefndar fagnaði samstöðunni
eins og aðrir. Hann greindi frá því
að formaður utanríkismálanefndar
litháíska þingsins myndi dvelja hér
næstu tvo daga og ræða við ut-
anríkismálanefnd og utanríkisráð-
herra. Myndu báðar þessar heim-
sóknir hjálpa til að taka þær
Múslimar með kjarnorkuvopn
Ólafur Þ. Þórðarson (F-Rn)
minnti þingmenn á að Gorbatsjov
hefði fært Sovétríkin af braut hern-
aðaruppbyggingar til lýðræðisþró-
unar og afvopnunar. Á öðrum stað
í ræðu hans kom fram að það hlytu
að vera mikil umskipti ef slíkur
maður, friðarverðlaunahafi Nóbels,
væri orðinn „gangster og glæpa-
hundur". Ólafur taldi það hættuleg-
an leik að hætta að styðja Gorb-
atsjov. Það væru hagsmunir hins
vestræna heims að Sovétríkin héldu
velli sem ríki og lýðræðisþróunin
þar héldi áfram með sem minnstum
blóðsúthellingum. Ef lýðveldin,
þ.m.t. Rússland, segðu sig úr Sov-
étríkunum og kæmust upp með
það, hvernig myndi kjarnorku-
sprengjunum verða skipt? Væri
ekki trúlegt að múhameðstrúarríki
sem mynduðust í suðri fengju sinn
hluta af eldflaugunum og kjarn-
orkusjrrengjunum? Væri það þetta
sem Islendingar vildu?
Ólafi sýndist mál standa þannig
að Landsbergis forseti Litháens
vildi fara miklu hraðar en skynsam-
legt væri. Eistland og Lettland
færu ekki svo geyst. Hefðu vit á
að bíða, vissu að tíminn ynni með
þeim. Ræðumaður varaði við því
að við kyntum elda innanlandsófrið-
ar í Sovétríkjunum, hann óttaðist
að þá yrði það herinn sem stæði
að lokum með völdin.
Ólafur Þ. Þórðarson benti á að
mörg vandamál heimsins væru erfíð
og óleyst og afskiptum annarra
væri ekki alltaf vel tekið. Til dæm-
is þegar De Gaulle ýtti undir að-
skilnaðarhrejrfíngar Quebec í
Kanada. Ólafur taldi íslendinga
gera best með því að tala máli frið-
ar í samskiptum manna í millum.
Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra þakkaði fyrir um-
ræðuna og lagði m.a. áherslu á að
málið yrði ekki gert að pólitísku
bitbeini flokka í millum. Utanríkis-
ráðherrann tók undir að orðum yrðu
að fylgja athafnir og boðaði að
fyrstu tillögur um aðgerðir yrðu
lagðar fram á næsta fundi ríkis-
stjómarinnar.
MMflCI
Tillaga til þingsályktunar:
Óhlutdrægni Ríkisút-
varpsins verði könnuð
skipulagðar athuganir sjálfstæðra
kunnáttumanna, tillagan miðaði að
því að bæta úr þessu kæruleysi sem
starfi Ríkisútvarpsins hefði verið
sýnt. Einnig mætti líta til þess að
í sumum tilvikum hefðu fréttamenn
verið bornir ómaklegum sökum og
væri því rétt að þeir fengju notið
sannmælis.
Lögð var áhersla á að könnunin
taki fyrst og fremst til frétta og
annars efnis sein helst tengist
stjórnmálum og þeir sem fengnir
verði til að vinna verkið hafi til
þess kunnáttu og vinni það af óhlut-
drægni. Nauðsynlegt er að könnun-
inni verði hraðað og helstu niður-
stöður lagðar fyrir Alþingi fyrir
árslok 1991. Ekki tóku fleiri þing-
menn en Stefán Valgeirsson til
máls.
Tillaga til þingsályktunar um „könnun á óhlutdrægni Ríkisútvarps-
ins, hljóðvarps og sjónvarps, í fréttaflutningi og gerð þátta um veru-
lega pólitísk málefni" var á 43. fundi sameinaðs þings í gær af-
greidd til síðari umræðu og félagsmálanefnar.
Tillagan hljóðar svo: „Alþingi
ályktar að fela menntamálaráð-
herra að láta kanna af þekkinu og
hlutleysi hvernig Ríkisútvarpinu
hefur tekist að fylgja ákvæðum 15.
gr. útvarpslaga nr. 68/1985, sérs-
taklega þeim sem kveða á um
fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlk-
un og dagskrárgerð." Flutnings-
menn eru: Stefán Valgeirssori
(SFJ-Ne), Ólafur Þ. Þórðarson
(F-Vf), Margrét Frímannsdóttir
(Ab-Sl), Karvel Pálmason (A-Vf),
Eggert Haukdal (S-Sl) og Þórhildur
Þorleifsdóttir (SK-Rv).
Fyrsti flutningsmaður, Stefán
Valgeirsson, hafði framsögu fyrir
tillögunni á 42. fundi sameinaðs
þings. Hann sagði m.a. Ríkisútvarp-
ið vera öflugasta fjölmiðil þjóðar-
innar og útvarpslögin settu ákveðin
fyrirmæli við gerð og flutning frétta
og annars dagskrárefnis, þ. á m.
fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlk-
un og dagskrárgerð. Stundum
hefðu komið fram athugasemdir en
svör forsvarsmanna Ríkisútvarps-
ins hefðu verið mismunandi en tæp-
ast væri unnt að gera ráð fyrir því
að þau væru óhlutdræg í öllum
greinum. Stefán dró ekki dul á að
honum og fleirum þætti oft skorta
á að fyllsta hlutleysis væri gætt.
Flutningsmaður lagði áherslu á að
mikilsverður þáttur fjölmiðlanna í
þjóðlífinu hefði farið á mis við