Morgunblaðið - 23.01.1991, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANUAR 1991
35
Hjónaminninff:
*
Asdís Baldvinsdóttir
Haraldur Jóhannesson
Fædd 30. október 1902
Dáin 27. júlí 1989
Fæddur 1. júlí 1898
Dáinn 31. desember 1990
Nú hafa þau bæði kvatt þennan
heim, með aðeins eins og hálfs árs
millibili, elskulegir föðurforeldrar
mínir Ásdís og Haraldur. Mér datt
í hug niðurlag lítillar stöku sem
Sigríður móðir ömmu-Dísu orti þeg-
ar hún var ung, þegar ég fór að
hugsa um hvað ég gæti sagt um
þau í þessari grein, en stakan er
svona:
Fegurð marga um hauður og haf,
himna Drottins okkur gaf.
Fagrar listir - fagurt mál.
Feprst alls er - göfug sál.
En einmitt þetta „göfug sál“ er
það sem lýsir því best hvernig þau
voru. Þau voru og eru góðar sálir,
sem nú hafa fengið sinn bústað á
himnum eftir langt líf, sem bæði
reyndist þeim hamingjuríkt en líka
á köflum erfítt.
Ung voru þau bæði er þau giftu
sig á afmælisdegi ömmu 1920, og
hófu búskap í Klambraseli í Reykja-
hverfi, en þar var afi fæddur og
uppalinn. Fæðingarstaður ömmu
var ekki langt frá, en hún var fædd
og uppalin á Reykjum í sömu sveit.
Þau eignuðust fimm börn. Fyrstan
Jóhannes, f. 16. apríl 1922. Þá
Baldvin, f. 8. júlí 1924, en hann
lést aðeins 9 ára gamall 5. júlí 1943
úr heilahimnubólgu. Sigurð, f. 30.
janúar 1926, og Hauk, f. 17. sept-
ember 1928, og loks kom dóttirin
Kristín, f. 14. júní 1932. Jóhannes,
Sigurður og Haukur kvæntust allir
og hafa alltaf búið á Húsavík, en
Kristín fluttist til Akureyrar þegar
hún gifti sig og hefur búið þar
síðan. Afi og amma eignuðust 19
barnabörn og í dag erum við afkom-
endur þeirra 74.
Árið 1925 fluttu afi og amma frá
Klambraseli í Héðinsvík á Tjörnesi
og bjuggu þar í eitt ár, en bjuggu
svo í leiguhúsnæði á Húsavík, þar
til þau byggðu húsið Bjarg við Garð-
arsbraut árið 1939 og þar bjuggu
Kveðja:
Valhorg Haraldsdóttir
Helga Haraldsdóttir
Valborg
Fædd 5. desember 1901
Dáin 20. september 1990
Helga
Fædd 25. september 1941
Dáin 3. janúar 1991
Móðurástin mild og hlý,
máttug jafnan hefir,
yfir hafin hel og stríð,
hjartans kærleik gefið.
Þessar ljóðlínur komu mér í hug
þegar mér barst fregin um lát aldr-
aðrar vinkonu minnar, Valborgar
Haraldsdóttur frá Kolfreyjustað.
Hér verður ekki rakinn æviferill
hennar, það hafa aðrir áður gert,
en nú þegar dóttir hennar Helga
hefur einnig fengið hvíldina, langar
mig að senda örfá kveðjuorð. Nöfn
þeirra mæðgna Valborgar og Helgu
eru svo samofin í hugum okkar sem
til þekktum að ekkert skilur þar á
milli.
Helga litla naut aldrei þess, sem
flest börn njóta, að þroskast líkam-
lega og lifa lífínu við leik og störf.
Alla tíð var hún bundin stólnum
sínum og gat á engan hátt hjálpað
sér sjálf. En hið innra bjó hún yfír
ótrúlegiim þroska, sem kom fram á
svo margvíslegan hátt.
Hún hafði yndi af að lesið væri
fyrir hana, fylgdist með sjónvarpinu
og gladdist yfír svo mörgu, sem fyr-
ir hana var gert, jafnvel þó ekki
væri nema að hlý hönd væri lögð á
vanga hennar, þá var það henni
gleðigjafí.
Ég minnist þess að í sögu, sem
ég eitt sinn las, þar sem lífí lítillar
stúlku var líkt við vatnalilju, þetta
undurfagra blóm, sem breiðir út
blöðin móti birtu og sól. Þessi
samlíking fínnst mér eiga svo vel
við þegar Helga er kvödd. Allt sitt
líf var hún heima í umsjá móður og
systkina, sem gerðu allt til að létta
henni lífið. Ekkert systkinanna mun
þó hafa átt þar eins stóran þátt og
systir hennar Þórey, sem bjó í sama
húsi, Langagerði 22, og var móður
þeirra ómetanleg hjálp gegn um ár-
in.
Síðustu vikurnar eða síðan móðir
hennar dó hefur Helga dvalið á
Borgarspítalanum meira og minna
sjúk. Þar skiptust systur hennar á
um að sitja hjá henni hvern dag þar
til yfir lauk. Þess utan var einstak-
lega vel um hana hugsað af starfs-
fólki á deild A-7 og eru hlutaðeig-
endum færðar alúðar þakkir að-
standenda. Ég er þakklát fyrir að
hafa fengið að þekkja og njóta vin-
áttu Valborgar Haraldsdóttur, hún
var elskuleg kona, sem gleymist
ekki þeim sem kynntust henni.
Hvernig hún annaðist barnið sitt
fatlað sýnir betur en nokkuð annað
það hugarfar og þann dugnað sem
henni var gefinn.
„Ég hefði aldrei litið glaðan dag
ef ég hefði látið Helgu frá mér.“
Þessi orð lét hún falla þegar ég í
síðasta sinn heimsótti hana á heim-
ili hennar fyrir nokkrum mánuðum.
Og hennar hjartans mál var, að ef
hún færi á undan Helgu þá mundu
systur hennar sjá til með henni. Og
þessi von hennar rættist svo sannar-
lega. Meiri umhyggju og kærleika
en þær systur sýndu systur sinni þær
vikur sem hún dvaldi á sjúkrahúsinu
er vart hægt að láta í té.
Á aðfangadag var hún það hress
að hún gat farið heim til Rannveigar
og þar naut hún í faðmi fjölskyldunn-
ar birtu og gleði jólanna í hinsta sinn.
Systkinunum frá Kolfreyjustað
sendum við hlýjar samúðarkveðjur.
Megi Guð blessa minningu elsku-
legrar móður og systur.
Aðalbjörg Magnúsdóttir
þau það sem eftir var af þeirra
búskap. Afi vann við hin ýmsu
verkamannastörf, en lengst af hjá
Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. Sam-
hliða vinnu sinni hafði hann 1 kú,
kindur og hænur, sér til búdrýginda
í fyrstu, en seinna meir til ánægju.
Afi var góður fiðluleikari og lék oft
á böllum í gamla daga. Amma var
húsmóðir og sá um heimilið, og var
þar í mörg horn að líta. Það var
ávallt mjög gestkvæmt á Bjargi,
því að marga áttu þau ættingja í
sveitunum sem litu gjarnan inn að
lokinni bæjarferð. Það var líka oft
sem við barnabörnin komum á
Bjarg til afa og ömmu, og má segja
að þar hafí verið okkar samkomu-
staður. Ogleymanlegir eru laufa-
brauðsdagarnir, þar sem við mætt-
um öll með okkar bretti og hnífa
og skárum út kökur af hjartans list
og ekki var hún amma að amast
yfir því þótt nokkrar kökur eyði-
legðust eða hveiti sullaðist út um
stofuna hennar, það mátti alltaf
gera meira deig, gleði barnanna var
fyrir mestu. Það var líka gott eftir
fjörugan leik að skreppa inn á Bjarg
til ömmu-Dísu og fá sér kökur og
mjólkurglas, því amma var oftast
heima og átti alltaf nóg handa
svöngu barnabarni og ekkert gerði
til þótt nokkrir leikfélagar slægjust
í hópinn, amma átti alltaf nóg
handa öllum. Það má því segja að
þau hafí haft tíma og rúm fyrir
alla sem til þeirra komu.
Vorið 1969 syrti í lofti þegar
amma fékk heilablóðfall og lamað-
ist að hluta og voru þá erfiðir tímar
framundan. Amma dvaldi bæði á
Reykjalundi og á sjúkrahúsum, en
þann tíma sem hún gat dvalist
heima, var aðdáunarvert að sjá hve
vel afí hugsaði um hana og annað-
ist. Það sýndi best þá sterku ást
sem þau báru hvort til annars, hve
vel þau stóðu saman í veikindum
ömmu. Það kom svo að því að
amma varð að leggjasat inn á elli-
deildina á Sjúkrahúsi Húsavíkur því
hún þurfti þá umönnun sem ekki
var hægt að veita henni heima og
+
Innilegar þakkir til ykkar allra, er sýndu samúð og vinarhug við
andlát og útför fósturmóður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
KARÓLÍNU FRIÐRIKSDÓTTUR,
Bólstaðahlíð 37,
Reykjavík.
Jóhanna Júlíusdóttir, Kristinn Sigurðsson,
Guðmundur Júlíusson, Ester Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför föður okkar, tengdaföður og afa,
GUNNARS MEKKINOSSONAR
húsgagnabólstrara,
fer fram í dag, miðvikudaginn 23. janúar kl. 13.30 frá
Fossvogskirkju.
Grétar Felixson,
Vilborg J. Gunnarsdóttir,
Björk G. Huzell,
Dagmar Gunnarsdóttir,
Gunnar Gunnarsson
og barnabörn.
Guðlaug Þórs Ingvadóttir,
Tom Jablonsky,
Leif Huzell,
Sigurður A. Gunnarsson,
þá fylgdi afí fljótlega á eftir henni
því hann vildi vera nærri henni til
að geta hugsað sem best um hana.
Aldrei heyrði ég ömmu kvarta eða
tala um að hún ætti erfítt eða henni
liði illa, en það hlýtur að hafa reynt
á sálarþrekið að vera bundin í hjóla-
stól í 20 ár og vera upp á aðra
komin með allt. Allt fram til hins
síðasta fylgdust þau náið með okk-
ur afkomendum sínum, þekktu okk-
ur öll með nöfnum og gleymdu engu'
sem þeim var sagt. Það má ekki
gleyma að geta þess að það var
ekki bara amma sem naut góðs af
hjálpsemi og fórnfýsi afa. Allir sem
dvöldust á ellideildinni nutu aðstoð-
ar hans og hjálpar. Hann gaf allt
sem hann gat af sér en krafðist
einskis sjálfum sér til handa. Hann
sagði að hann óskaði þess eins að
lifa lengur en amma svo hún yrði
ekki ein, en þegar hún væri farin
þá væri hann líka tilbúinn. Og hon-
um varð að ósk sinni.
Með þessum fátæklegum orðurrr
kveð ég elsku afa minn og ömmu
að ,sinni og ég veit að þau eru nú
hamingjusöm saman á ný. Ég
þakka fyrir allt það góða í lífinu
sem þau gáfu mér og bið Guð að
blessa þau.
Ásdís Sigurðardóttir,
Hafnarfirði.
Guðlaugur Einarsson,
Blönduósi - Kveðjuorð
Fæddur 6. febrúar 1951
Dáinn 29. nóvember 1990
„Hann Gulli, Gulli íslendingur —
þú átt eftir að kynnast honum.“
Og viti menn, kvöld eitt í New
York hringir síminn og þýð karl-
mannsrödd heilsar mér á íslensku.
Úr þessu varð tveggja tíma símtal
og boð í pönnukökuveislu. Við
mættum eftirvæntingarfullar á
staðinn og þar er hann broshýr og
hlýr, með íslenska fánann í barmin-
um, karlakórinn Fóstbræður á fón-
inum og syngur hástöfum með fal-
legri barýtónrödd. Á borðinu er sá
stærsti stafli af pönnukökum sem
ég hef um ævina séð (síðan ég las
bókina um litla svarta Sambó) og
súkkulaði, sultur, rjómi, og sykur
til meðlætis. Það var gaman að
vera í heimsókn hjá Gulla.
Næstu árin áttum við eftir að
dansa saman gömludansana og
vikivaka (hann saumaði á mig sauð-
skinnskó úr plasti, sem dugar í
Ameríkunni), syngja saman, spila
saman, kveða rímur, setja upp leik-
þátt úr íslensku baðstofulífi bæði á
þorrablóti og í heimavist „alþjóð-
lega hússins“, japla saman á dýr-
mætum aðsendum harðfiskflökum
og ræða lífsgátuna.
Einn bjartan sumarmorgun vor-
um við bæði stödd í Reykjavík og
Gulli býður mér í mat. Eins og
vænta mátti var það stórskemmti-
legt kvöld og ég fór þaðan glaðari
og ríkari en ég kom. Ekki vissi ég
þá að við hefðum kvaðst hinsta
sinni.
Það er mikill missir að geta ekki
hlakkað til fleiri samverustunda
með Gulla. Það er sárt að hafa
ekki getað verið honum innan hand-
ar síðustu árin.'Lífið er svo undar-
legt. í raun á maður aðeins augna-
blik sem lifað er og minningarnar
um lífsins ýmsu augnablik. Og þær
eru fallegar minningarnar um
Gulla, þennan skapandi, gjöfula og
glaða mann. Guð blessi minningu
hans.
í þökk.
Svava Bernharðsdóttir, Basel.
+
Kæru ættingjar og vinir!
Einlægar þakkir fyrir samhug og vináttu við andlát og útför
AÐALSTEINS HELGASONAR
fyrrum bónda, Króksstöðum,
Mjósundi 13,
Hafnarfirði.
Arnfríður Pálsdóttir,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðír og afi,
ÁGÚST FLYGENRING
fyrrverandi forstjóri,
Hringbraut 67,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum mánudaginn 21. janúar sl.
Guðbjörg Flygenring,
Ingólfur Flygenring, Ragnheiður Kristjánsdóttir,
Magnús Flygenring, Hildur Guðfinnsdóttir,
Þóra Flygenring, Sigurður Arnórsson,
Unnur Flygenring, Gunnlaugur Bjarnason
og barnabörn.