Morgunblaðið - 23.01.1991, Page 36

Morgunblaðið - 23.01.1991, Page 36
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1991 36 - fclk i fréttum HOLLYWOOD Cybill fer ferða sinna grá fyrir jámum éf Leikkonan Cybill Shepard ætlar ekki að láta einhverja glæpa menn eða hugsjúklinga koma sér í opna skjöldu. Borið hefur á því hin seinni ár að frægar Hollywood- stjörnur hafa orðið fyrir einelti hug- sjúkra aðdáenda og hefur slíkt gengið svo langt að í fleiri en einu tilviki hafa umræddir „aðdáendur“ myrt eða misþyrmt goðum sínum. Cybill segir að hún hafi fengið sinn skammt af slíkri áreitni en sloppið þó tiltölulega vel miðað við marga aðra. Samt er hún óttaslegin vegna þessa og segir starfsbræður sína og systur almennt vera það einnig. Bæði vegna þessa ólánsama fólks og vegna hættunnar á áreitni þjófa og ræningja á götum úti hef- ur Cybill ákveðið að vopnast. Hún fer nú ekki leiðar sinnar öðru vísi en að skammbyssa sé í farteskinu. Hun geymir hana í handtöskunni og hefur sótt notkunar námskeið. Það skiptir ekki máli þó að hún ætli sér ekki annað en út í sjoppuna, Cybill er nú grá fyrir járnum. á horninu að kaupa sígarettur. Byssan er tekin með. ÞJONUSTA „ Viltu rétta mér kúnnagleraugun, góðau Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Ólavía Guðmundsdóttir aðstoðar Sigurþór Sæmundsson. ILANDSBANKANUM á Hvols- velli geta fjarsýnir viðskiptavinir bankans fengið lánuð gleraugu þeg- • ar þeir skrifa ávísanir og þess hátt- ar, hafi þeir gleymt sínum gleraug- um heima. „Mig rak í rogastans um daginn vþegar ég átti leið í bankann, þá vatt vörpulegur bóndi sér að af- greiðslustúlkunni og bað hana um að rétta sér gleraugun. Ég hélt hún ætti að fara í bijóstvasann hjá bónd- anum en þá teygði hún sig undir borðið og rétti honum forláta gler- augu,“ sagði Friðrik Sigurðsson hótelstjóri á Hótel Hvolsvelli. Þegar fréttaritari innti Hrein Hermannsson, útibússtjóra Lands- bankans, eftir þessu kvað hann þetta hafa verið lengi til siðs í bank- anum því margir ,sem væru farnir ■ að tapa sjón gleymdu gjarnan gler- Honda191 Civic 3ja dyra 16 ventia Verð frá 767 þúsund. GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA. W HONDA VATNACÖRÐUM 24, RV(K„ SÍMI 689900 augunum sínum heima. „Við köllum þessi gleraugu kúnnagleraugu og sjálfur nota ég þau gjarnan ef ég gleymi mínum heima. En það hefur líka komið fyrir að viðskiptavinur fór með gleraugun mín heim en ég hafði skilið þau eftir á afgreiðslu- borðinu. Daginn eftir fékk ég þau send í pósti.“ - S.Ó.K. GEGI% 8TREITII íhugunartækni Maharishi, INNHVERF IHUGUN, er örugg aðferð gegn streitu. Hún veitir endur- nærandi hvíld og stuðlar að heilbrigði. Kynningarfyrirlestrar verða haldnir: í kvöld, miðvikudag, kl. 20.30 i Gerðubergi, Breiðholti. Á morgun, fimmtudag, kl. 20.30 á Laugavegi 24 (3. hæð). Aðgangur er ókeypis. Íslenska íhugunarfélagið. Ræstingastjórar Félag ræstingastjóra, í samvinnu við Iðntækni- stofnun íslands, býður grunnnámskeið 1 fyrir ræstingastjóra og aðra verkstjórnendur, sem hafa yfirumsjón með þrifum og ræstingum. Á námskeiðinu erfjallað um verkstjórn og mann- leg samskipti, leiðsögn nýliða og rétta líkams- beitingu við ræstingar. Námskeiðið hentar vel sem undirbúningur fyrir ræstingastjórastarf. Námskeiðið er 30 kennslustundir, haldið hjá Iðn- tæknistofnun íslands 29. jan. - 1. feb. 1991. Upplýsingar og skráning í símum 91-687000 og 91-687440. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lísbet l.t.v. ræðir við mæðgurnar Valgerði Matthíasdóttur og Elínu Ólafsdóttur. MYNDLIST Leirlistakona með nýja hlið Lísbet Sveinsdóttir opnaði mál verkasýningu í Galíerí Nýhöfn um síðustu helgi. Lísbet hefur lengst af getið sér orð fyrir leirlist sína, en sýnir nú á sér nýja hlið. Tvö síðustu árin hefur Lísbet dvalið í Portúgal og myndirnar sem til sýnis eru, eru afrakstur þeiirar dvalar. Þetta er þriðja einkasýning Lísbet- ar, en hún hefur einnig tekið þátt í nokkrum samsýningum bæði hér heima og erlendis. Nokkur verka hennar eru í opinberri eigu, svo sem Skandinaviska enskildabanken og Reykjavíkurborg. Morgunblaðið var meðal gesta á opnun Lísbetar og myndaði gesti og gangandi svo sem sjá má. Stefán frá Möðrudal lét sig ekki vanta og fór mikið fyrir honum að vanda. COSPER -Það er þá ekki bara penmgarnir mínir.sem hann er að eltast við.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.