Morgunblaðið - 24.01.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.01.1991, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B 19. tbl. 79.árg. FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Flugvélar bandamanna í Tyrklandi taka þátt í Persaflóaátökunum: írakar vara Tyrki við af- leiðingum loftárásanna Patriot-gagnflaugar granda Scud-flaugum íraka yfir Saudi-Arabíu og ísrael - Föngum Iraka komið fyrir við hernaðarlega mikilvæg skotmörk Bedúínahirðingi í eyðimörk Saudi-Arabíu með geitur sínar en í baksýn sést banda- rískur skriðdreki af gerð- inni M-60 undir stjórn land- gönguliða flotans. Banda- menn halda áfram að flytja landheri sína að landamær- um Kúveits og Iraks. Tals- menn fjölþjóðahersins segja þó að ekki verði hafnar árás- ir á varnir íraka í Kúveit fyrr en búið verði að veikja þær með frekari loftárásum. Nikosiu, SÞ, Riyadh, Brussel, Dubai. Reuter, Daily Telegraph. STJÓRNVÖLD í írak sögðu í gær að Tyrkir yrðu að bera sjálfir ábyrgð á afleiðingum „óréttlátra árása“ sem bandarískar flugvélar með bækistöðvar i Tyrklandi hafa gert á írösk skotmörk. Árásirnar eru gerðar með samþykki stjórnvalda í Ankara, höfuðborg Tyrk- lands, sem er eitt af aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Tveim íröskum Scud-flaugum var skotið að Dhahran í Saudi-Arabíu skömmu eftir kl. ellefu í gærkvöldi að íslenskum tíma, einni að höfuð- borginni Riyadh og einni að norðurhluta ísraels en öllum flaugunum var grandað með Patriot-gagnflaugum. írakar segjast hafa flutt flug- menn úr liði bandamanna, sem hafa verið skotnir niður og handt'ekn- ir, á hernaðarlega mikilvæga staði í landinu og segjast ætla að nota þá sem skildi gegn loftárásum. Fulltrúar fimm arabaríkja í Norður- Afríku hafa beðið um skyndifund í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að ræða styrjöldina fyrir botni Persaflóa. Reuter Prentsmiðja í Vilnius tekin með hervaldi Vilnius, Moskvu. Reuter. SOVESKIR hermenn hertóku í gær prentsmiðju og pappírsgeymslur í Vilnius, höfuðborg Litháens, að sögn Ritu Dapkus, talsmanns þings Litháens. Tveir fulltrúar Kommúnistaflokks Litháens voru í fylgd herliðsins, sögðust eiga að taka bygginguna og væru þeir að fram- fylgja tilskipun Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta um eignar- og umráðarétt yfir opinberum byggingum. Stjórn ísraels ræddi í gær eld- flaugaárás Iraka á Tel Aviv á mánu- dagskvöld er þrír létust qg nær hundrað slösuðust. Ráðamenn sögðu að árásanna yrði hefnt en jafnframt að taka yrði tillit til hagsmuna bandalagsins gegn Saddam. Þótt vestrænir leiðtogar, þ. á m. George Bush Bandaríkjaforseti, segist skilja reiði ísraela hvetja þeir þá enn til að gera ekki gagnárás á írak. Marg- ir stjórnmálaskýrendur álíta að ísra- elsstjórn hyggist fara að þessum ráðum. Loftárásum fjölþjóðahersins var í gærmorgun einkum beint gegn hafnarborginni Basra í Suður-írak og notfærðu flugmennirnir sér að veður var gott en rigning og þoka hafa torveldað árásarferðir undan- farna daga. Einnig hefur af þessum sökum reynst erfitt að meta árang- urinn af árásunum en ljóst er að íjarskiptastöðvar, samgönguleiðir, aflstöðvar og vatnslagnir hafa orðið fyrir gífurlegum skemmdum. Enn er reynt að finna og eyðileggja eld- flaugaskotpalla íraka. Talsmaður bandamanna sagði að verksmiðja, sem eyðilögð var í Bagdad og írakar segja að hafi framleitt mjólkurduft handa hvítvoðungum, hafi í reynd verið tengd sýklavopnaframleiðslu og gætt af hermönnum. Talsmenn stjórnarandstöðurtnar í Tyrklandi hafa andmælt stefnu Turguts Ozals forseta í Persaflóa- deilunni og telja hættu á að Saddam Hussein Iraksforseti fyrirskipi eld- flaugaárásir á landið í hefndar- skyni. Manfred Wörner, fram- kvæmdastjóri NATO, sagði í gær að ekki væri hægt að „líta á það sem ögrun af hálfu Tyrkja“ gagnvart írökum þótt flugvélum bandamanna sé leyft að nota tyrkneska flugvelli til árása. Sameinuðu þjóðirnar hafi með ótvíræðu orðalagi beðið aðild- arríkin að veíta aðstoð í tilraununum til að hrekja íraka frá Kúveit. Tyrk- ir séu að uppfylla þessa ósk. Er rætt var um viðbrögð við mögulegri árás íraka á Tyrkland lagði Wörner áherslu á að yrði „ráðist á banda- lagsríki okkar, Tyrkland, myndi öðr- um bandalagsríkjum bera skylda til að koma því til hjálpar. NATO mun vernda Tyrkland. Á þinn bóginn mun bandalagið aðeins gera ráðstafanir til að veija bandalagsríki sitt og ekki ganga lengra.“ Atlantshafsráð- ið kom saman í Brussel í desember og samþykkti ályktun um Persaflóa- deiluna. Minnt var á grein 5 í Wash- ington-sáttmála NATO, þar sem segir að líta beri á árás á eitt banda- lagsríki sem árás á öll ríkin. Rauði herinn hefur haldið að sér höndum i Litháen frá þvi um fyrri helgi er hann réðst gegn byggingu sjónvarpsins í Vilnius en 13 óbreytt- ir borgarar biðu þá bana. Anatolijs Gorbunovs forseti Lett- lands skýrði lettneska þinginu í gær frá fundi sínum með Gorbatsjov í Moskvu í fyrradag. Sagði hann að Sovétforsetinn hefði krafist þess að Lettar „frystu" sjálfstæðisyfirlýs- ingu sína og létu sovésku stjórnar- skrána gilda í stað eigin laga en Gorbunovs hafnaði því. í fyrradag birti TASS-fréttastofan frétt þess efnis að Gorbunovs og Ivars God- manis forsætisráðherra væru á leið til Moskvu með beiðni til Gor- batsjovs um að Lettland yrði sett undir beint forsetavald. Embættis- menn í Lettlandi segja fréttina uppspuna. Harðlínumenn í Rauða hernum telja að Gorbatsjov hafi svikið þá í sambandi við misheppnaða bylting- artilraun hersins í Litháen á dögun- um, að sögn danska blaðsins Jyl- landsposten. „Gorbatsjov féllst á að þjóðfrelsisráð yrðu sett á laggirnar í Eystrasaltsríkjunum og gaf út for- setatilskipun þar að lútandi," sagði Viktor Álksnís, leiðtogi harðlínu- manna á sovéska þinginu, í samtali við fréttamenn í Moskvu. Hann sagði að með þessu hefði forsetinn ætlað að stuðla að valdabaráttu ólíkra hópa. Hefði hann síðan ætlað að notfæra sér pólitíska ókyrrð til þess Reuter Sovéskur hermaður á verði við prentsmiðjuna í Vilnius. að grípa til neyðarlaga og setja upp- reisnarlýðveldin undir beina stjórn sína. „En Gorbatsjov var hræddur við að taka á sig ábyrgðina," sagði Alksnís. Ákvörðun sovéskra stjórnvalda um að táka 50- og 100 rúblna seðla úr umferð olli ringulreið í bönkum í gær. Jafnframt voru þrengdar regl- ur um útborgun af sparisjóðsreikn- ingum og þær kvaðir lagðar á þá sem vildu leggja peninga í banka að þeir yrðu að geta sannað að þeir hefðu eignast peningana löglega. Sjá baksíðu, bls. 16 og miðopnu. Evrópska efnaha,gssvæðið: Samningar EB og EFTA tald- ir vera að nálgast lokastigið Brusscl. Frá Kristófer M. Kristinssyni, frcttnritara Morgunblaðsins. ÁÆTLAÐ er að ljúka formlegum samningaviðræðum Evrópubanda- lagsins (EB) og Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) um evr- ópska efnahagssvæðið (EES) fyrir lok apríl. Samninganefnd EB tilkynnti að bandalagið hygðist leggja fram tillögur til lausnar ágreiningi um sjávarútvegsmál í byrjun febrúar. Þetta kom fram að loknum sam- eiginlegum fundi yfirsamninga- nefnda bandalaganna beggja sem lauk í Brussel í gær. í máli Aust- urríkismannsins Manfreds Sceich, er tók við forsæti EFTA um ára- mótin, kom fram að ósamið er um tengingu þeirra stofnana beggja bandalaganna sem ijalla um EES og sömuleiðis um aðild EFTA.að nefndum EB. Þá er óútkljáð með hvaða hætti skuli koma fyrir var- nöglum EFTA-ríkjanna en EB vill að settur verði einn sameiginlegur varnagli sem gildi fyrir samninginn í heild en EFTA-ríkin vilja tengja hann einstökum greinum samn- ingsins. Auk þessa er óútrætt um að- gerðir til jöfnunar lífskjara á milli fátækra og ríkra svæða innan EB og EFTA en EB leggur áherslu á að slíkt verði einungis á aðra hlið, þ.e. að EFTA-ríkin samþykki ein- hliða undanþágur. Islendingar hafa m.a. lagt áherslu á að jöfnun- in verði að vera á báða bóga með sérstöku tilliti til sjávarútvegs- hagsmuna sinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.