Morgunblaðið - 24.01.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.01.1991, Blaðsíða 27
iííórgui'ÍSslað'ií) Fáiiií’íiiÖAÓuk 24'. JÁkbÁk''iWi '•27 Morgunblaðið/Rúnar Þór Endurhæfingarstöð fyrir lyarta- og lungnasjúklinga var vígð á Bjargi á laugardaginn, en áður en hún kom til var aðstaða til endurhæfingar þessara sjúklinga mjög óviðunandi. Ný endurhæfíngarstöð fyrir hjarta og lungnasj úklinga Starfsfólk endurhæfingarstöðvarinnar; frá vinstri Ingibjörg H. Stef- ánsdóttir, sjúkraþjálfari, Ósk Jórunn Arnadóttir, sjúkraþjálfari, Jón Þór Sverrisson hjartalæknir og Friðrik E. Yngvason, lungnalæknir. Endurhæfingarstöð fyrir hjarta- og lungnasjúklinga var formlega tekin í notkun á Akur- eyri fyrir skömmu, en hún hefur fengið aðstöðu á Bjargi við Bugð- usíðu. Starfsfólki hefur verið ráðið að stöðinni, tækjakostur er góður og verður í fyrstu boðið upp á æfingatíma tvisvar í viku. Kristín Sigfúsdóttir formaður framkvæmdastjórnar gerði grein fyrir aðdraganda þess að endurhæf- ingarstöðinni var komið upp, en fram kom á fundi sem haldinn var fyrir tæpum tveimur árum um þessi mál, að óviðunandi ástand ríkti í málefnum hjarta- og lungnasjúkl- inga hér nyrðra eftir sjúkrahús- dvöl, þar sem engin aðstaða væri til endurhæfingar. Unnið hefur verið að framgangi málsins síðan, en fyrir tæpu ári var formleg undirbúningsnefnd stofnuð sem þokað hefur málinu áfram. Þá var einnig stofnað fulltrúaráð og framkvæmdastjórn kosin, en í henni sitja auk Kristínar Gísli Jón Júlíus- son og Þorvaldur Jónsson, en full- trúaráðið er skipað 15 fulltrúum frá stofnfélögum, sjúkrasjóðum verka- lýðsfélaganna, Heilsugæslustöð Akureyar, FSA og Starfsmannafé- lagi Akureyrar. Stöðin er sjálfseignarstofnun, en stofnaðilar eru Samband íslenskra berkla- og btjóstholssjúklinga, Hjarta- og æðaverndarfélag Akur- eyrar og nágrennis og Landssamtök hjartasjúklinga, en þessi félög auk Hjarta- og æðaverndarfélags ís- lands lögðu fram stofnfé, samtals 6 milljónir króna. Tækjakostur stöðvarinnar er góður, þar eru ýmis sérhæfð tæki sem nýtast sjúkling- um til endurhæfingar, en enn vant- ar nokkur hjól og tölvu. Æfingartímar verða á endurhæf- ingarstöðinni tvisvar í viku til að byija með, á mánudögum og fimmtudögum, frá kl. 15 til 17. í lok ávarps síns óskaði Kristín fyrir hönd undirbúningsnefndar og framkvæmdastjórnar starfsfólki farsældar í starfi og skjólstæðing- um stöðvarinnar þess að þeim ykist þrek og bjartsýni og þeir finni á stöðinni þá heilsulind sem auðgar líf þeirra. Sjómanns- insenn saknað ENN hefur leit að sjómanninum frá Grenivík, sem saknað hefur verið frá því á sunnudag engan árangur borið. Björgunarsveit- armenn frá Grenivík leituðu á svæðinu við Gjögurtá í gær. Maðurinn sem leitað er að heit- ir Þorsteinn Þórhallsson til heimil- is á Túngötu 25 á Grenivík. Hann hélt í róður snemma á sunnudags- morgun, en bátur hans Eyfell ÞH fannst í fjörunni við Gjögurtá síðdegis á sunnudag. Björgunar- sveitarmenn víða að úr Eyjafirði hafa leitað á svæðinu síðan, en leit ekki borið árárígúf. Hangiket ég mikils met/ minn í vetrarforða/ punga set í súr ef get/ síðan et án orða. Þannig kveða þeir á Kjötiðnaðarstöðinni um þorramatinn, en á myndinni eru Óskar Erlendsson verkstjóri og Stefán Vilhjálmsson matvælafræðingur með trogin tilbúinn. Sex tonn af súrmeti Á þorranum í fyrra seldi Kjötiðnaðarstöð KEA yfir 6 tonn af súr- meti ýmis konar, en að viðbættu hangikjöti, magál, sviðasultu, há- karli og öðru sem sett er á þorrabakka var salan um 20 tonn fyrstu tvo niánuði síðasta árs. Framleiðsla þorramats hjá Kjöt- iðnaðarstöðinni hefur farið vaxandi á undanförnum árum', en selt er til mötuneyta, félaga og fyrirtækja auk verslana, bæði nyrðra og á höfuðborgarsvæðinu. Þorrabakkar eru seldir í kæliborðum verslana, allt frá eins og tveggja manna og er vandað til frágangs, þannig er til að mynda hákarli pakkað í loft- þétta bakka svo menn þurfa ekki að óttast hákárlskeim al' kjötinu. Sjallinn: Síðasta sýning á Rokki trúði og trylltum meyjum SÍÐASTA sýning á söngskemmt- skóla Sibbu og íslandsmeistararnir un sem nefnist „Rokk, trúður og í rokkdansi, þau Jóhannes Bachman trylltar meyjar“ verður í Sjallan- og María Huldarsdóttir. um á laugardagskvöld. Á föstudagskvöld leikur hljóm- I sýningunni koma fram söngvar- sveitin Þrír þrestir og ein lóa í Sjall- arnir, Bjarni Arason, Berglind anum, en þar spilar hljómsveitin Björk Jónasdóttir, Júlíus Guð- einnig í kvöld, fimmtudagskvöld, r mundsson og Pétur Hallgrímsson. þ.e. í Mánasal, en í kjallara leikur Rósa Ingólfsdóttir er kynnir, en auk Arnar Guðmundsson um helgina. þess koma fram dansarar frá Dans- Fréttatilkynning -*• ÉæFý'-'-Í Morgunblaðið/Rúnar Þór Frá undirritun samríinga sem gera greiðendum fasteignagjalda kleift að greiða gjöldin með greiðslukorti. í neðri röð frá vinstri: Einar S. Einarsson framkvæmdastjóri Visa Island, Halldór Jónsson bæjarstjóri á Akureyri og Grétar Haraldsson þjónustustjóri Euro- korta, en í efri röð eru Þórður Jónsson frá Visa, Dan Brynjarsson hagsýslustjóri, Valgarður Baldvinsson bæjarritari, Pétur Bjarnason frá Eurokort og Rafn Hjaltalín bæjargjaldkeri. Fasteignagjöld hægt að greiða með greiðslukorti Á NÆSTU dögum verða sendir út álagningarseðlar fasteignagjalda og geta greiðendur nú valið greiðslumáta, þ.e. að fá sendan heim gíróseðil eða að Iáta skuldfæra á greiðslukort. Undjrritaður hefur verið samn- ingur á milli Akureyrarbæjar og greiðslukortafyrirtækjanna Visa ís- land, Eurokort og Samkort. Dan Brynjarsson hagsýslustjóri sagði að með þessu væri bærinn að auka þjónustuna við bæjarbúa, annars vegar væri það gert með umrædd- um samningi þar sem fólki er boðið að láta skuldfæra gjöldin á greiðslu- kort í svokölluðu boðgreiðslukerfi og hins vegar hefur gjalddögum verið fjölgað úr fimm í átta. * íslensk - Japanska félagið endurvakið ÁKVEÐIÐ hefur verið að reyna að endurvekja íslensk - japanska félagið en það var stofnað árið 1981 í þeim tilgangi að efla menn- ingarsamskipti íslands og Japans. Starfsemi félagsins var mikil fyrstu árin, en hefur verið daufleg allra síðustu ár. Starf félagsins mun sem fyrr hm sunnudaginn 27. janúar, í verða fólgið í því að kynna Japan Odda, hugvísindahúsi Háskóla ís- og japanska menningu á íslandi. lands, stofu 202 og hefst kl. 14. Aðalfundur félagsins verður hald- íslenskir innflytjendur athugið! CoucljsitonE® Jfme Jfooíiö Fyrirtækið framleiðir margar tegundir eftirrétta. Þeir eru í flestum til- fellum hringlaga eins og tertur og skerast niður í sneiðar. Varan afhendist frosin og þarf að geymast þannig. Salan hér heima fyrir er að stærstum hluta til mötuneyta og veitingastaða, en einnig til verslana. Við leitum að fyrirtæki ó íslandi til að starfa sem umboðsmenn okkar og hafa þar af leiðandi aðgang að frystigeymslum og einnig þekkingu ó markaðnum. Þeir, sem hafa áhuga, vinsamlega heimsækið okkur á ISM-sýningunni í Köln dagana 3. til 7. febrúar. Sýningarsvæði okkar er í Hall 5 -Stand K4A, þar sem hægt verður að sjá og bragða á vörunni. Touchstone - 9 Kinwarton Farm Road Arden Fnrest Industrial Estate Alcester Warwicksltire B49 6EH Sími 789-400644 ____________________Fax 789-400657

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.