Morgunblaðið - 24.01.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.01.1991, Blaðsíða 4
Q 4----- ieer æauiíai .ii- íhjuaq jtmmh <íiga.i.tíuohoií MÖRGUNBLAÐIÐ 'FIMMTUITÆGUR 'ZTOJANÚAK 1H91'------------------ Loksins kom stóra síldin E»kifirði. LOKSINS kom stóra síldin. Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 hefur verið að fá mjög' stóra og fallega síld í Reyðarfirði undanfarna daga. Hún fékk fyrst 41 tonn þann sextánda, 36 tonn tveimur dögum seinna og 96 tonn þann tuttugasta. Síldin er kjörin fyrir Japans- markað og hefur aðallega farið til frystingar hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar en einnig til söltunar og flökunar hjá sama fyrirtæki. Unnið hefur verið á vöktum við að frysta sfldina. Þetta hefur kom- ið sér mjög vel því að Hólmatind- ur, togari Hraðfrystihússins, hef- ur verið bilaður frá því um ára- mótin, og Hólmanesið hefur fiskað lítið vegna mjög lélegs tíðarfars. Morgunblaðið/Benedikt Jóhannsson Demantssíldin hefur bæði verið fryst og söltuð, en hér er unnið að frystingu í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar. Starfsmenn kaupa þrota- bú Pólstækni á Isafirði Isafirði. ALLIR starfsmenn Pólstækni hf. á ísafirði hafa stofnað lilutafé- lag um kaup á þrotabúi félagsins að fasteign þess undanskil- inni. Samningur liggur fyrir við skiptaráðandann og samið hefur verið við viðskiptabanka Pólstækni, Landsbankann, um bankavið- skipti. slíkur rekstur er góð viðbót við annars einhæft atvinnulíf. - Úlfar. Starfsmennirnir leita nú eftir frekara hlutafé en Byggðastofnun hefur lofað fyrirgreiðslu takist það. Nýja hlutafélagið heitir Póls Rafeindavörur hf., Albert Högna- son er stjómarformaður, en með honum í stjórn eru Ingólfur Eg- gertsson hönnuður og Grétar Pét- ursson verkstjóri í framleiðslu- deild. Siguijón Siguijónsson iðn- rekstrarfræðingur hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri. Pólstækni var úrskurðað gjald- þrota að beiðni stjórnar þess rétt fyrir jólin. Bústjóri ákvað að halda áfram rekstri þar sem fyrir lágu pantanir á rafeindabúnaði, sem þegar var í vinnslu, samfara því sem hann auglýsti eignir .búsins til sölu. Þijú tilboð bárust í eignim- ar, eitt í fasteignina og tvö í rekst- VEÐUR urinn og tækin. Auk starfsmanna Pólstækni bauð norskt fyrirtæki í búnað og tæki. í framhaldi af því ákvað bústjóri að taka upp viðræð- ur við ísfirðinga og liggur nú fyr- ir samningur sem áformað er að undirrita hér á ísafirði á föstudag. Fram kom í máli Harðar Ing- ólfssonar, fyn-verandi fram- kvæmdastjóra, að framleiðsluvör- ur fyrirtækisins væru vel sam- keppnisfærar á markaði. Hann segir bága afkomu á síðasta ári því að kenna, að Eimskip sem var orðinn stærsti hluthafi í Póls- tækni, ákvað í fyrra að selja Mar- el hlut sinn í fyrirtækinu. Fyrir- huguð sameining Pólstækni og Marels, helsta samkeppnisaðilans, endaði þannig að framkvæmda- stjóri Marels varð stjórnarformað- ur Pólstækni, án þess að Póls- tækni ætti nokkra aðild að rekstri Marels, að sögn Harðar. Mjög mikilvægt má teljast fyrir ísafjörð að takist að halda fyrir- tækinu í byggðarlaginu, þar sem Þjóðminjasafnið: 70milljónir til viðgerða SVAVAR Gestsson, mennta- málaráðherra, lagði á þriðju- dag fram tillögu í ríkissljórn- inni um að hafist verði handa við viðgerðir á Þjóðminja- safninu. Til að byrja með verður ráðstafað til þess 70 milljónum. Svavar sagði að af þessu fé kæmu 40 milljónir af ráðstöf- unarfé ríkisstjórnarinnar, 10 milljónir frá menntamálaráðu- neytinu og 20 milljóna yrði afl- að með fjáraukalögum síðar á árinu. „Af þessum 70 milljónum fara 20 milljónir til þess eins að stöðva leka í húsinu,“ sagði Svavar. „Það verður reynt að lagfæra það sem brýnast er, en ekki verður ráðist í stór- framkvæmdir fyrr en endurbót- um á íjóðleikhúsinu er lokið.“ Ríkisstjórnin: Samþykkir tillögur um aðhald í ríkisrekstri FJARMALARAÐHERRA kynnti á ríkisstjórnarfundi í vikunni til- lögur sem miða að því að efla markvisst hagsýslu- og hagræð- ingarstarf í sljórnkerfinu. Er gert ráð fyrir því að verkin séu unnin í samstarfi ráðuneyta og með hjálp sjálfstæðra ráðgjafa þegar ástæða þykir til, en undir yfirsljórn og eftirliti miðstöðvar i fjármálaráðuneytinu. Er ætlunin að 3 - 5 starfsmenn fjármálaráðuneytisins einbeiti sér að þessu verkefni, en auk þeirra taka starfsmenn annarra ráðuneyta þátt í starfinu eftir viðfangsefni hveiju sinni. Meðal verkefna eru athUgun á rekstri valinna ríkisstofnana og endurskoðun á þörf fyrir starfsem- ina, könnun á vandamálum ein- stakra stofnana, vinna að stefnu- mótun um skipulagsbreytingar sem auka hagkvæmni í ríkisrekstrinum og almenn fræðsla um rekstur og stjórnun. Þá á að marka stefnu í upplýsingaogtölvumálum ríkisins. Var ákveðið í ríkisstjórninni að hrinda þessum tillögum í fram- kvæmd. Kona af íslenskum VEÐURHORFUR í DAG, 24. JANÚAR YFIRLIT ( GÆR: Fyrir austan land er minnkandi hæðarhryggur en 970 mb lægð við strönd Grænlands, vestur af Reykjanesi og hreyf- ist norður. Um 700 km suðvestur af Nýfundnalandl er vaxandj 986 mb lægð sem hreyfíst allhratt norðaustur. SPÁ: Fremur Ijæg suðlæg átt og úrkomulítlð fram eftir morgni en síðan vaxandí sunnanátt og fer að rigna um sunnanvert landið. Norðanlands þykknar upp síðdegis og gæti farið að rigna norðvest- antil á landinu einnig undir kvöld. Sums staðar vægt frost í morg- unsárið en síðan hlýnandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Suðaustlæg eða suðlæg átt, víða nokkuð hvöss. Rigning um sunnan- og vestanvert landið en úrkomulítið norðaustanlands. Hlýtt í veðri. HORFUR Á LAUGARDAG: Suðvestan átt og kólnandi í bili. Bjart veður austantil á lanðinu en slydduél vestanlands. TAKN: <3 Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað skýiað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vlndstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / • * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius Skúrir Él Þoka Þokumóða Súld Mistur Skafrenningur Þrumuveður V * V ? 5 oo K VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri +1 skýjað Reykjavík 5 súld Bergen 8 súld Helsinki 5 hálfskýjað Kaupmannahöfn 4 aiskýjað Narssarssuaq 0 slydda Nuuk +11 snjókoma Osió +1 skýjað Stokkhólmur 3 skýjað Þórshöfn 8 heiðskfrt Algarve 11 léttskýjað Amsterdam 1 Þokumóða Barcelona 11 léttskýjað Berlín 1 alskýjað Chlcago vantar Feneyjar S þokumóða Frankfurt 3 alskýjað Glasgow 6 rigning á s. klst. Hamborg 0 alskýjað Las Palmas vantar London 6 skýjað Los Angeles 8 heiðskírt Luxemborg 1 skýjað Madrfd 7 skýjað Malaga 10 rigning Mallorca 11 skýjað Montreal vantar New York vantar Orlando vantar Par/s 3 alskýjað Róm 10 þokumóða Vfn +1 kornél Washington +7 léttskýjað Winnipeg vantar ættum í herþjón- ustu í Saudi Arabíu KONA af íslensku bergi brotm, Kristina Rannveig Diener, er nú í öryggislögreglusveit banda- ríska flughersins við ótilgreind- an herflugvöll í Saudi Arabíu. Kristina, sem er tveggja barna móðir, var í varaliði Nýju Mex- ikó, fylkis í Bandaríkjunum. Þann 30. nóvember sl. var hún kölluð í herinn og 11. desember var hún send til Saudi Arabíu þar sem hún þefur verið síðan. Kristina Rannveig er dóttir Rannveigar Sveinsdóttur og Fredricks Diener, sem búa í Albu- querque í Nýju Mexíkó. Rannveig sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að það væri hernaðarleyndar- mál hvar Kristina væri, en það sé ekki nálægt víglínunni milli fjöl- þjóðahersins og íraks, og dóttir hennar væri ekki í beinni hættu af árásum íraka. .Kristina vinnur sem öryggis- vörður hjá fyrirtækinu Wells, Fargo & Co. sem sér m.a. um pen- ingasendingar. Rannveig sagði að dóttir hennar væri því vön að hand- leika byssur, en sér hefði þó ekki orðið um sel þegar hún lagði af stað til Saudi Arabíu, með riffil í höndunum, skammbyssu á mjöð- minni og hníf í skónum. „Við hjónin bjuggum í Marokkó Kristina Rannveig Diener. í þrjú ár, en mér datt aldrei í hug að ég myndi eignast dóttur sem endaði sem hermaður í stríði á þessum slóðum," sagði Rannveig. Hún bætti við að það tæki á taugarnar að vita af dótturinni þarna. Hún væri þó ekki óvön slíku þar sem maður hennar hefði verið í hernum í 24 ár. „En maður veit aldrei hvað gerist næst, við svona kringumstæður, og það er óskandi að þessu fari að ljúka,“ sagði Rann- veig Sveinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.