Morgunblaðið - 24.01.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.01.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1991 15 Menntamálaráðuneytið leitaði álits Islenskrar málnefndar á þessari breytingu, og varaði stjórn hennar við því að gera í flýti breytingar á reglum um svo mikilsverð málefni við þær aðstæður' sem ríktu um- ræddan dag. Breytingin á reglugerð- inni var gerð til að gera lögbrot lög- legt. Eftir að búið var að breyta reglugerðinni ákvað Ríkissjónvarpið svo að heíja ótextaðar fréttasend- ingar frá annarri gervihnattastöð, Sky-channel. I lokin vil ég leyfa mér að árétta það- sem er mergurinn málsins og meginröksemdin fyrir þýðingarskyl- dunni, en það er réttur Islendinga til þess að fá þjónustu sjónvarps- stöðvanna framreidda á móður- máli sinu, þannig að vald á íslensku dugi til að njóta efnisins. Ef svo er komið að „íslenskir" fjöl- miðlar selja löndum sínum þjónustu á tungumáli sem ekki er móðurmál þeirra, þá er fólki mismunað. Boðið er upp á þjónustu sem ekki allir geta notið. Ég hef heyrt því haldið fram að það væri einhvers konar skerðing á mannréttindum að heimta það að allt efni sem útvarpað er sé textað, ekki megi banna mönnum að taka við ensku efni heima hjá sér. Slíkt tal er á misskilningi byggt. Það er enginn sem bannar einstaklingum að kaupa sér skerm til þess að taka á móti erlendu sjónvarpsefni sem kemur beint frá gervihnöttum. Hver sem er getur keypt sér skerm, ef hann hefur efni á því, á sama hátt og menn geta tekið við útvarpi er- lendis frá eða keypt sér erlenda bók eða blað. En það er grundvallarmun- ur á þessu framtaki einstaklinga til að bera sig eftir því sem hrýtur af borðum erlendrar menningar og því að reka innlenda starfsemi sem dreifir svona efni. Það á í rauninni að snúa réttinda- umræðunni við og benda á að það sé óréttlátt að útvarpa efni sem ekki allir geta notið vegna tungumálsins. Því þrátt fyrir allt talið um ensku- kunnáttu þjóðarinnar, er fjöldi manns í landinu sem ekki skilur ensku eða hefur nógu gott vald á henni, og það er skylda þess sem býður fram þjónustu sína að gera hana aðgengilega sem flestum neyt- endum. Ég minntist á það að það fer í vöxt að vörur séu með íslensk- um áletrunum þótt erlendar séu, þannig að leiðbeiningar um svissn- eskar pakkasúpur eru okkur vel skiljanlegar. Þeim mun meiri ástæða er þá til þess að sjónvarpsefni sé þýtt með þeim hætti sem við á. Pakkasúpan er nefnilega jafnæt þeim sem les útlensku og þeim sem ekki les útlensku, en svo er ekki um ótextað sjónvarpsefni á ensku. Það er ekki ætt þeim sem ekki kann ensku. Og ef hann vill njóta þess verður hann að drífa sig og læra ensku. Hann getur með öðrum orð- um ekki notað sitt eigið tungumál, hann er annars flokks borgari í sínu eigin landi. Höfundur er formaður íslenskrar málnefndar. Ú.Ú RANNSÓKNARÁD RÍKISINS auglýsir styrki til rannsókna og tilrauna órió 1991 Umséknarffrestur er til 1. mars nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu ráðsins, Laugavegi 13, sími 21320. • Um styrk geta sótt fyrirtæki, stofnanir eða einstaklingar. • Styrktarfé skal varið til rannsókna og þróunar á nýrri tækni og afurðum, sem talin er þörf fyrir næsta áratug. • Mat á verkefnum, sem sótt er um styrk til, skal m.a. byggt á; — líklegri gagnsemi verkefnis, m.a. markaðsgildi niðurstaðna, sem sóst er eftir, — gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróunar atvinnugreina hér á landi, — hæfni umsækjenda/rannsóknamanna. Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni, sem svo háttar um að; — fyrirtæki leggja umtalsvert framlag til verkefnisins, — samvinna fyrirtækja og stofnana innanlands er mikilvægur þáttur í framkvæmd verk efnisins, — samstarf við erlend fyrirtæki og rannsókna- og þróunarstofnanir er mikilvægt, — líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri fyrir atvinnurekstur. <k\>) "»>U rf > 4, SLYS A BORNUM FORVARNIR SNÚUM VÖRN í SÓKN OG FORÐUM BÖRNUM OKKAR FRÁ SLYSUM Fræðslumiðstöð Rauða kross íslands gengst fyrir tveggja kvölda námskeiði um algengustu slys á börnum og hvernig koma má í veg fyrir þau. Námskeiðið fer fram á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, dagana 29. og 30. janúar n.k. kl. 20-23,- Vinsamlega skráið ykkur í síma 91-26722 fyrir kl. 12 mánudaginn 28. janúar. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ RAUÐA KROSS ÍSLANDS Rauðarárstíg 18 - Reykjavík - sími: 91-26722 Heimilt er einnig að styrkja verkefni, sem miða að uppbyggingu þekkingar og færni ó tæknisviðum, sem talin eru mikilvæg fyrir atvinnuþróun hér á landi í framtíðinni. ÞVOTTAVEL Model 9535, - 4.1 kg. Tveir vinduhraðar, 500 og 1000 snúningar á mtnútu 20 þvottakerfi, t.d. sparkerfi — hraökerfi — ullarkerfi o.s.frv. Tromla úr ryöfríu stáli. Heitt og kalt vatn. Hæð 85 cm - breidd 59,5 cm - dýpt 56,3 cm. Verft kr. 65.313.* slgr. ÞVOTTAVÉL Model 9525— 4.1 kg. Vinduhraðar, 500 og 800 snún- iogarámínútu 20 þvottakerfi. Tromla úr ryðfrtu stáli. Hæð 85 cm - breidd 59,5 cm - dýpt 56,3 cm. Verft kr. 55.196.- stgr. KÆLI- 0G FRYSTISKAPAR Model 8326 232 lltra, hæð 134,9 - breidd 55 cm - dýpt 60 cm. Verð 51.267.- Model 8342 288 lltra, hæð 159,0 - breidd 55 cm - dýpt 60 cm. Verð kr. 54.626.- stgr. UPPÞVOTTAVÉL Model 7822 12 manna matarstell, 3 þvotta- kerfi, hæð 85 cm - breidd 60 cm - dýpt 60 cm. Verð kr. 56.772.- stgr. LOKSINS AFTUR Á ÍSLANDI Nú hefur Hekla hafiö sölu á hinum heimsþekktu Hutpöinf heimilistækjum. Ensk afburða tæki á góðu verði. Okkar viðurkennda varahluta- og viðgerðaþjónusta. • UPPÞVOTTAVEL (SLIM IINi) Model 7800 7 manna matarstell, 3 þvotta- kerfi. Hæð 85 cm - breidd 45 cm - dýpt 60 cm. Verð kr. 56.772.- stgr. HF Laugavegi 170 -174 Simi 695500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.