Morgunblaðið - 24.01.1991, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR ‘24. JANÚAR 1991
Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar:
Komast ekkí undan því
að hækka lægstu launin
Gráklæddir menn með tölvu í hjartastað endurskipuleggja fyrirtæki -
Tiíhneigingin til að segja upp eldri starfsmönnum allt of rík
GUÐMUNDUR J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar síðasthð-
in níu ár og formaður Verkamannasambands Islands til 15 ára
stendur frammi fyrir því í fyrsta sinn í formennskutíð sinni í
Dagsbrún að boðið er fram gegn honum í stjórnarkjörinu sem
hefst á morgun (föstudag) og lýkur á sunnudag. Raunar er þetta
í fyrsta sinn í 18 ár, sem mótframboð kemur fram við stjórnar-
kjör í Dagsbrún. Guðmundur lætur engan bilbug á sér finna
þótt komið sé fram mótframboð og segist efast um að Dagsbrún-
armenn taki mótframboðið alvarlega. Hann telur það raunar
hættumerki og telur helstu hættuna fólgna í því að dræm kosn-
ingaþátttaka verði. „Ég skora því á alla Dagsbi*únarmenn að
kjósa,“ segir Guðmundur. Hann ræðir hér við blaðamann Morg-
unblaðsins um baráttustöðuna í dag, þær miklu breytingar sem
átt hafa sér stað á kjörum Dagsbrúnarmanna á undanförnum
20 árum eða svo, hvað sé framundan í kjarabaráttu Dagsbrúnar
og fleira.
- Hveijar telur þú ástæður þess
að nú kemur fram mótframboð við
stjórnarkjör í Dagsbrún?
„Ég held nú að það sé tilkomið
öðru fremur vegna þess að það er
óánægja í verkafólki með lítinn
kaupmátt. Gallinn á þessari þjóðar-
sátt, sem gerð var í fyrra, var sá
að lægri launin hækkuðu engan
veginn sem skyldi. Hins vegar virð-
ist mér sem það skorti ákaflega
mikið raunsæi í málflutning mót-
framboðsmanna. Við ætlum okkur
ekki að fara út í nein yfirboð með
óraunhæfum gylliboðum - slíkt
væri hreint og klárt ábyrgðarleysi.
Mótframboðsmenn tala um að fara
með lágmarkslaun upp í 80 þúsund
krónur. Það út af fyrir sig er sann-
gjörn' krafa, en vandinn er bara sá
að þeir samningar, sem verða gerð-
ir, verða að vera þannig úr garði
gerðir, að þeir haldi. Við erum ekk-
ert betur staddir með 80 þúsund
króna lágmarkslaun, þar sem allt
hækkar hlutfallslega við slíka
launahækkun, þannig að vöruverð
og þjónusta rjúki upp úr öllu valdi.
Við slíkt gerist það, að sá sem
er á lægstu laununum stendur verr
en nokkru sinni fyrr. Vandinn mikli
er sá að tryggja að hagur hinna
lægst launuðu vænkist umfram hag
annarra. Til þess að svo megi verða,
þarf að grípa til sérstakra ráðstaf-
ana. Þar höfum við möguleika í
gegnum skattleysismörk, sem þarf
að hækka umtalsvert, en þau eru
nú 53 þúsund.
Matvælaverð og húsnæðiskostn-
aður þurfa sömuleiðis að lækka.
Kjarabæturnar þurfa að felast í
samblandi af kauphækkunum,
skattalækkunum og verðlækkun-
um, en ekki í jafnri hundraðshluta-
hækkun launa eins og jafnan hefur
verið, þannig að þeir launahæstu
hækki mest. Það er óþolandi að
verkamaðurinn með 50 þúsund
króna mánaðarlaun fái 10% kaup-
hækkun, og laun hans hækki þann-
ig í 55 þúsund krónur, en hátekju-
maðurinn með 300 þúsund krónurn-
ar hækki um sömu 10% og fái þann-
ig 330 þúsund krónur á mánuði.
Menn verða að gera sér það Ijóst
að við höfum gefið atvinnurekend-
um 18 mánuði í þessa þjóðarsátt,
sem þeir áttu að nota til þess að
undirbúa sig, hagræða og lagfæra
reksturinn og ná ákveðnum stöðug-
leika. Nú komast þeir ekki undan
því að hækka lægri launin. Það
hefur alltaf legið ljóst fyrir, af okk-
ar hálfu, að þegar þjóðarsáttar-
samningur væri á enda væri komið
að því að bæta kjör þeirra sem
lægst hafa launin. Ekki þannig að
við ætlum okkur að kýla upp ein-
hverja bijálaða verðbólgu, heldur
að ná raunhæfum kjarabótum til
handa þeim sem mest þurfa á þeim
að halda. Slíkir samningar þurfa
síðan að halda og ef þeir ekki gera
það þá verður ekki um annað að
ræða, en að grípa inn í.“
Hættan er sú að mótframboðið
sé ekki tekið alvarlega
- Hvernig leggst mótframboðið
í þig?
„Ef menn skoða framboðslista
okkar, þá sést að stjómarmenn eru
yfirleitt aðaltrúnaðarmenn á sínum
vinnustöðum, hvort sem það er
Eimskip, Reykjavíkurborg eða hin-
arýmsu starfsgreinar. Síðan er 120
manna trúnaðarráð Dagsbrúnar,
sem hefur mikil áhrif og völd. Það
verður að athuga það, að á lista
okkar er allur meginþorrinn af trún-
aðarmönnum félagsins. Segjum
bara sem svo að þessi stjórn yrði
felld, þá væru þar með felldir upp
undir eitthundrað trúnaðarmenn
sem kjörnir hafa verið til trúnaðar-
starfa á viðkomandi vinnustöðum.
Dagsbrún yrði þannig bókstaf-
lega skákað úr leik og við tækju
menn sem enga þjálfun eða þekk-
ingu hafa. Þetta eru menn sem
sumir hveijir eru ágætir Dagsbrún-
armenn og út af fyrir sig ekki
ástæða til þess að vera að níða þá,
en því má ekki gleyma að á Dags-
brún hvílir allur meginþunginn af
komandi samningagerð, og ég er
sannfærður um að slíka ábyrgð vilja
Dagsbrúnarmenn ekki leggja á
herðar reynslu- og þekkingarlausra
manna.
Raunar tel ég að stór hluti Dags-
brúnarmanna taki þetta mótfram-
boð ekki alvarlega. Hættan er sú
að menn kjósi ekki, því vonir mót-
framboðsins liggja fyrst og fremst
Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar.
í dræmri þátttöku og þvý að þeir
séu ekki teknir alvarlega. Ég skora
því á alla Dagsbrúnarmenn að
kjósa.“
Geysilegar breytingar
á 20 árum
- Guðmundur, þú hefur setið í
stjórn Dagsbrúnar í meira en 30
ár og mátt því muna tímana tvenna,
ekki satt?
„Jú, jú, mikil ósköp. Ég nefni þér
sem dæmi aðbúnað á vinnustöðum
í dag og þá breytingu sem átt hef-
ur sér stað víðast hvar. Það má
segja að um gjörbreytingu sé að
ræða. Allflestir stærri vinnustaðir
í dag eru með góðan aðbúnað og
mötuneyti eða vistlegar kaffistofur.
En hér áður fyrr var ekki um ann-
að að ræða en fara heim í mat í
hádeginu, sem er nú að mestu leyti
aflagt. Aðbúnaði á vinnustöðum í
dag er einkum áfátt í byggingariðn-
aðinum, þar sem um hreyfanlega
vinnustaði er að ræða og þar þarf
að gera átak.
Svo ég nefni þér annað sem
breyst hefur gríðarlega, á ekki
lengri tíma en 20 árum, er vinnu-
fatnaður. Áður hrundu menn niður
á Eyrinni í lungnabólgu, en í dag
er vinnufatnaðurinn, sem atvinnu-
rekandinn leggur til, í mörgum til-
vikum, svo skjólgóður að til fyrir-
myndar er. Skjólgóður hlífðarfatn-
aður, regngallar, öiyggisskór, ör-
yggisbúnaður og fleira hafa haft
hreint ótrúleg áhrif á vellíðan
manna við störf.
Breytingin sem gengið hefur yfir
á öllum sviðum er alveg ótrúleg, á
ekki lengri tíma. Tæknivæðingin
hefur gert það að verkum að miklu
færri þarf nú til þess að vinna sömu
störf og unnin voru áður. Það má
segja að þessi tæknivæðing sé ekki
ósvipuð þeirri sem átt hefur sér
stað í sveitunum, þar sem tvær
manneskjur reka í dag bú, sem
þurfti minnst átta manns við hér
áður.
Til dæmis unnu að jafnaði hér
áður fyrr á milli 300 og 400 verka-
menn hjá Eimskipafélaginu. Þar
hafa flutningar aukist um að
minnsta kosti 50%, en verkamenn
hjá Eimskip í dag eru á bilinu 150
til 170. Fyrir svona 20 árum tók
eina viku að losa skip, sem í dag
tekur einn dag að losa. Stórvirkar
vinnuvélar og tækni hafa því að
ákveðnu marki leyst hönd verka-
mannsins af hólmi á ótal mörgum
sviðum. Því miður hefur það oft
gerst án þess að starfsmenn nytu
hagræðingarinnar - þar vantar
geysilega mikið á.
Mikil breyting hefur átt sér stað
í lífsháttum á ekki lengri tíma en
20 árum. Fyrir 20 árum var það
sjaldgæft’ að verkamaður ætti bíl,
en í dag er það mjög algengt og
mikill meirihluti verkamanna á bíh
Það er þó ákveðin kynslóðaskipting
í þessum breyttu lífsháttum. Yngri
menn eru hldðnir skuldbindingum
- þeir skulda í íbúð, bíl, húsgögn-
um, heimilistækjum og fleiru. Auk
þess er því þannig háttað hjá mikl-
um meirihluta yngri manna að kon-
an vinnur einnig úti, þannig að
unga fólkið er „á öllu útopnu“ eins
og það orðar það sjálft. Um leið
og það dregur úr vinnu, hrynur allt
yfir það.
Það er algengt að yngri mennirn-
ir þurfi að vinna mjög mikið, bæði
vegna mikilla skuldbindinga, og
eins vegna þess að launin eru svo
lág. Því verður ekki á móti mælt,
að það hefur dregið úr yfirvinnu,
Vil tvöfalda lægstu launin
—segir Jóhannes Guðnason, formannsefni mótframboðsins í Dagsbrún
„Aðalbaráttumál okkar eru að hækka lægstu launin verulega, því
ekkert hefur verið gert í þeim málum, og að breyta lögum félags-
ins, sem eru orðin úrelt, og gera þau lýðræðislegri. Þau eru eins
og sniðin fyrir einræðisherra. Sá hópur sem stendur að mótframboð-
inu er sami hópur og reyndi að fella síðustu kjarasamninga en þeir
voru afgreiddir með 52% atkvæða gegn 48%,“ segir Jóhannes Guðna-
son fórmannsefni mótframbosðsins í Verkamannafélginu Dagsbrún.
„í stefnuskránni er lögð áhersla
á að hækka lægstu laun verulega.
Ég tel persónulega að það ætti að
hækka þau upp í 80 þúsund. Það
má verja þá hækkun með því að
auka framleiðni í atvinnurekstri og
halda vöxtum niðri. Það hafa auk
þess komið fram fleiri tillögur um
hvernig megi koma þessu í kríng,
til dæmis með hækkun skattleysis-
marka og húsaieigustyrkjum. Það
er mitt álit að það eigi að tvöfalda
lægstu launin, það er enginn vandi
að verja það,“ sagði Jóhannes.
„Við viljum að hægt verði að
kjósa formann Dagsbrúnar beinni
kosningu án þess að þurfa að skipta
um allt fulltrúaráðið um leið. Þar
sitja trúnaðarmenn og gefur auga-
Ieið að það gerir erfiðara að skipta
um stjórn ef þarf alltaf að kjósa
nýtt fulitrúaráð jafnhliða.“
Krati en styð Davíð
Jóhannes starfar hjá Fóðurblönd-
unarstöð Sambandsins, er trúnað-
armaður á vinnustað og trúnaðar-
maður starfsmannafélags Sam-
bandsins og situr í trúnaðarráði
Dagsbrúnar. Hann segist lítillega
hafa skipt sér af pólitík og var um
tíma varaformaður Félags mngra
jafnaðarmanna í Reykjavík. „Ég hef
ekkert starfað í Alþýðuflokknum
um tíma. Þótt kratanafnið loði við
mig þá tel ég mig ekki vera bund-
inn flokknum og fer kannski að
endurskoða hug minn. Nú er Davíð
Oddsson að koma inn í landspólitík-
ina en hann hefur alltaf verið minn
maður í borgarstjórnarpólitíkinni,"
sagði Jóhannes.
Félagið dautt út á við
„Til að gera stjórn Dagsbrúnar
lýðræðislega þyrfti að skipta um
helming stjórnarmanna eftir hvert
kjörtímabil en nýta okkur samt
reynslu þeirra sem sitja í stjórn.
Við höfum verið svo heppnir hjá
mótframboðinu, að þrír fyrrverandi
stjórnarmenn hafa gengið til liðs
við okkur,“ sagði hann.
„Félagið er gjörsamlega dautt
út á við, en eftir að mótframboðið
kom fram hefur stjómin Iifnað við
og farið að álykta um alla skapaða
hluti. Okkur var neitað um aðgang
að félagaskrá Dagsbrúnar og um
afnot af fundarsal. Þegar við ákváð-
um að kæra það til Félagsdóms
varð skyndilega stefnubreyting og
okkur boðin afnot af salnum.
Guðmundur hefur sagt að við
eigum að nota kraftana innan fé-
lagsins því hann óttist að við kljúf-
um það með þessu framboði. Ég
reyndi að skýra það fyrir honum
að ef stjórnin verður endurkjörin,
munum við að sjálfsögðu styðja
þann formann sem verður kosinn.
Það er hins vegar ólýðræðislegt að
hafa aldrei kosningar innan félags-
ins. Þetta gefur stjórninni auk þess
ákveðið aðhald þó svo færi að okk-
ur tækist ekki að sigra í þessum
kosningum," sagði Jóhannes.
Lýðræðislegra starf
Á stefnuskrá mótframboðsins er
lögð rík áhersla á að koma á lýðræð-
islegu samskiptakerfi innan Dags-
brúnar. Er þar m.a. lagt til að
maður á vegum stjórnarinnar, þjóni
stuðningshlutverki við trúnaðar-
menn á vinnustöðum og verði tengi-
liður við skrifstofuna. Stofnaðir
verði starfshópar sem myndu vinna
að stefnumótun og lýðræðislegum
skoðanaskiptum meðal félags-
manna. Skrifstofa félagsins verði
opin fram á kvöld a.m.k. einu sinni
Jóhannes Guðnason, efsti maður
á lista mótframbosðins í Dags-
brún.
í viku. Atkvæðagreiðslur um mikil-
væg málefni og samþykkt samn-
inga verði undirbúin mun betur en
verið hafi og svo er stungið upp á
að nýliðum í Dagsbrún verði afhent- \
ar upplýsingar um félagið, réttindi
og möguleika til áhrifa. Auk þessa