Morgunblaðið - 24.01.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.01.1991, Blaðsíða 26
M MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1991 Ahrif hruns loðnustofns- ins á at- vinnumál verði könnuð SEX þingismenn vilja að Alþingi álykti um athugun atvinnumála vegna hruns loðnustofnsins. Flutningsmenn, Jón Sæmundur Siguijónsson (Al-Nv), Valgerður Sverrisdóttir (F-Ne), Matthías Bjarnason (S-Vf), Árni Gunnarsson (A-Ne), Kristinn Pétursson (S-Al) og Jón Kristjánsson (F-Al) leggja til að kosin verði fimm manna nefnd til að gera úttekt á atvinnumálum byggðarlaga þar sem loðnuvinnsla hefur verið veruleg með hliðsjón af þeim breyttu viðhorfum sem fyrir- sjánlegt hrun loðnustofnsins komi til með að valda. Niðurstöður nefnd- arinnar ásamt tillögum um aðgerðir skulu lagðar fyrir ríkisstjórnina svo fljótt sem verða má og kynntar Alþingismönnum. Kostnaður við störf nefndarinnar skal greiddur úr ríkissjóði. Stuttar þingfréttir: Skattaframtölin Rannveig Guðmundsdóttir (A-Rn) hefur lagt fram fyrir- spum til fjármálaráðherra. Þing- maðurinn spyr: 1. Hve stór hópur skattgreiðenda fær áætlaðan skatt sökum þess að ekki er skil- að skattframtali eða framtal er ófullnægjandi? 2. Að hvaða marki er gengið fast eftir því að skilað sé skattframtali? 3. Áð hve miklu ieyti er um sömu skatt- greiðendur að ræða ár eftir ár sem ekki skila framtali? 4. Hvernig er hópurinn samsettur sem áætlað er á: a) launþegar b) atvinnurekendur, skipt á helstu atvinnugreinar? 5. Með hvaða hætti áætla skattstjórar skattstofn þegar skattframtali er ekki skilað? í greinargerð með fyrirspurn- inni segir, að svo virðist sem ástæðá sé til að ætla að ákveðinn hópur skattgreiðenda skili ekki skattframtali og að það sé hugs- anlega ábatasamt þrátt fyrir álag og sektargreiðslur. Sé þetta rétt megi segja að skattframtal laun- þega sé orðið eins konar siðferð- is- eða reikningspróf samviskus- amra einstaklinga, þar sem flest allar upplýsingar, sem kallað er eftir í framtali launþega, sé að finna annars staðar í opinberum gögnum. Fangelsismál Frumvarp til laga um fangelsi og fangavist var afgreitt frá neðri deild í gær. Breytingartil- lögur minnihluta allsheijarnefnd- ar voru felldar með 16 atkvæðum gegn 10. Samþykkt var með 23 samhljóða atkvæðum að vísa málinu til umfjöllunar í efri deild. Bráðabirgðalögin á BHMR samþykkt Bráðabirgðalögin frá 3. ágúst sem oft eru kennd við BHMR voru samþykkt í gær í efri deild sem lög frá Alþingi. Tveir fundir voru haldnir í deildinni í gær svo þetta frumvarp til laga um launamál gæti orðið að lögum sem skjótast; Áður en umræða um frumvarpið gat hafist kvaddi Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S-Vf) sér hljóðs um þingsköp. Hann saknaði þess að þegar eitt af stærstu og umtöluð- ustu málum þessa þings væri til umræðu að enn hefðu þingmenn deildarinnar ekki fengið tvö nefnd- arálit i hendur. Þorvaldi Garðari þótti flýtirinn við afgreiðslu þessa máls fullmikil. Guðmundur H. Garðarsson (S-Rv) tók undir þessa gagnrýni, vildi að málinu yrði frest- að. Deildarforseti, Jón Helgason, sagði að ekki væri hægt að skylda menn til að skila nefndarálitum á tilsettum tíma. Guðmundur Ágústsson (B-Rv) formaður fjár- hags- og viðskiptanefndar efri deild- ar sagði að fullt samkomulag hefði verið í nefndinni um að málið yrði á dagskrá í þessari viku, ekki ætti að vera regla að menn gætu trassað að skila nefndaráliti. Halldóri Blöndal komu orð Guðmundar á óvart, honum ætti að vera kunnugt að nefndarálit 2. minnihluta sem hann mælti fyrir hefði tafist vegna þess að beðið hefði verið um ákveðn- ar upplýsingar í fjármálaráðuneyt- inu. Þær hefði hann fyrst fengið um morguninn — að hiuta til. Nefndará- litinu hefði verið skilað inn laust fyrir kl. 13. Auk þessa vænti Halld- ór þess að fá í hendur á næstu mínút- um umbeðnar viðbótarupplýsingar. Þingmenn ræddu áfram nokkra stund um afgreiðslu þessa máls, Þorvaldur Garðar Krisljánsson benti á að nefndarálit Halldórs væri um 20 blaðsíður og hvorki honum né öðrum þingmönnum hefði gefíst tóm til að kynna sér það. Þjóðarsátt og réttaröryggi Guðmundur Ágústsson (B-Rv) hafði framsögu fyrir áliti meirihluta fjárhags- og viðskiptanefndar. Ræðumaður mælti með að frum- varpið yrði samþykkt. í máli hans kom m.a. fram að hefði 4,5% launa- hækkun til félagsmanna BHMR umfram aðra launþega komið til framkvæmda hefðu forsendur þjóð- arsáttarinnar verið brostnar og víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags verið fyrirsjáanlegar. Guðmundur fór nokkrum orðum um forsögu þessa máls, m.a. kom fram' að kjarasamanburðarnefnd hefði ekki getað skilað lokaáliti fyrir 1. júlí 1990 eins og kjarasamningur- inn við BHMR hefði gert ráð fyrir. Guðrún J. Halldórsdóttir (SK-Rv) gerði grein fyrir áliti 1. minnihluta. Hún rakti einnig nokkuð forsögu þessa máls, m.a. þótti henni vafasamt að einhverjir „þjóðarsátta- raðilar" gætu fellt kjarasamninga annarra úr gildi. Einnig þótti 1. minnihluta það hæpið fyrir ábyrga aðila að byggja ákvarðanir sínar svo mjög á munnlegri ráðgjöf í svo við- kvæmu og vafasömu máli. En sýnu verst þótti Guðrúnu sú „óhæfa“ að skjóta máli til úrskurðar dómstóls en að honum fengnum væru undir- stöður úrskurðarins afmáðar með bráðabirgðalögum. Slíkt stefndi réttaröryggi í hættu. Halldór Blöndal (S-Ne) mælti fyrir áliti 2. minnihluta. Forsaga málsins var enn frekar rakin, Hall- dóri þótti sýnt að fjármálaráðherra og forsætisráðherra bæru mikla ábyrgð í þessu máli. Þeir hefðu gert kjarasamninginn við BMHR. Ræðu- maður vitnaði til ýmissa varnaðar- orða sem þá voru látin falla, hann rakti einnig yfirlýsingar fjármála- ráðherra. Halldór minntist m.a. á þann sam- anburð sem var samið um í samingn- um við BHMR á kjörum háskóla- menntaðra starfsmanna í þjónustu ríkis við kjör sem tíðkuðust á al- mennum vinnumarkaði. Hér væri um mjög flókið mál að ræða en Halldór Blöndal upplýsti að fulltrúar fjármálaráðherra hefðu komið á fund fjárhags- og viðskiptanefndar. Aðstoðarmaður íjármálaráðherra hefði sagt að samið hefði verið við Gallup á íslandi um að afla upplýs- inga um launakjör háskólamennt- aðra manna á almennum vinnu- markaði og í opinberri þjónustu. Launamunur hefði ekki verið stað- reyndur enn. Formaður BHMR hefði hins vegar upplýst í símtali við sig að þær upplýsingar sem lægju fyrir hjá Gallup á íslandi staðfestu hið gagnstæða; um verulegan launamun væri að ræða. Einnig hefðu Ólafur Örn Haraldsson ogTómas B. Björns- son frá Gallup á íslandi upplýst á fundi með nefndinni að niðurstöðum hefði í grófum dráttum verið skilað fyrir 1. júlí, sem hefðu gefið ótvíræð- ar vísbendingar um launakjör há- skólamenntaðra manna. Verkið væri yfirgripsmikið og fyrirtækið hefði átt góða samvinnu við báða málsað- ila. Þeir hefðu óskað eftir því að skýrsla Gallups yrði ekki birt. Gagnasöfnun hefði lokið í júní en úrvinnsla héldi enn áfram. Halldór Blöndal taldi ekki fullt samræmi milli orða og verka hjá ríkisstjórninni, sér í lagi hjá forsætis- ráðherra og fjármálaráðherra. í því sambandi nefndi hann kjarasamn- inga sem gerðir voru við flugumferð- arstjóra sem væru ætlaðar umtals- verðar launahækkanir. Framsögu- maður 2. minnihluta sagði að lokum að af siðferðislegum og pólitískum ástæðum væri sjálfgert að greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Ekki mætti rugla bráðabirgðalögunum saman við þjóðarsáttina en framhald hennar væri undir því komið að ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar væri velt úr sessi. Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv) er 3. minnihluti ijárhags- og við- skiptanefndar. Hann tók þá afstöðu að taka ekki þátt í afgreiðslu máls- ins. Hann sagði m.a. að ríkisstjórn- inni hefði tekist með harðfylgi að þröngva málinu í gegnum neðri deild. Nú þegar væru aðstæður þannig að þetta mál væri rekið af mikilli hörku fyrir dómstólum og óðum liði að kosningum og algjör óvissa væri um framtíðina væri eðli- legt að ríkisstjórnin bæri ein ábyrgð á gjörðum sínum. Það kæmi svo í hlut nýrrar stjórnar að ráða fram úr þeim margháttaða vanda sem hrannast hefur upp á ofstjórnar- og óstjórnarárum ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra taldi rétt að svara nokkrum spurningum ög marghátt- aðri gagnrýni sem fram hefði kom- ið. Forsætisráðherra vildi leiðrétta þá missögn að hann hefði gert ein- hvers konar samkomulag við form- ann Vinnuveitendasambands íslands um að ekki kæmi til launahækkana til félaga í BHMR. Hann hefði lýst þeirri skoðun að þetta myndi ekki leiða til víxlhækkanna vegna ákvæða fyrstu greinar. Formaðurinn hefði kosið að kalla það handsal. Menn gætu kallað það hvað sem væri. Forsætisráðherra sagði einnig að ef það væri munur á kjörum háskóla- menntaðra starfsmanna í þjónustu ríkis og þeirra sem unnu á fijálsum markaði, þá ætti að leiðrétta hann. Hann hefði lagt til að sú leiðrétting hefðist eftir að þjóðarsátt lyki. Þá lægi þessi samanburður fyrir svo menn gætu skoðað hann og sann- færst um að hann væri rétt unninn. Forsætisráðherra sagði að samning- ur við flugumferðarstjóra hefði verið gerður við sérstakar aðstæður. Þess hefði beinlínis verið krafist af alþjóð- legum flugöryggisyfirvöldum að vinnualdur flugumferðarstjóra yrði styttur. Forsætisráðherra benti einn- ig á að framkvæmd ákvæða þessa samnings hefði verið frestað til að varna því að einhver vandræði og deilur hlytust af. Forsætisráðherra þakkaði að lok- um fyrir að efri deild hefði fallist á að koma þessu máli fljótt í gegn, þvi mikilvægt væri að Alþingi af- greiddi bráðabirgðalög svo fljótt sem frekast mætti verða. Halldór Blöndal taldi sýnt að gefin hefðu verið fyrirheit um að laun flugumferðarstjóra hækkuðu um 4,5% umfram almenna vinnu- markaðinn. Halldór krafði íjármál- ráðherra svara og gagnrýndi hann einnig fyrir óstundvísi. Umræðum lauk með nokkrum orðaskylmingum þeirra í millum, m.a. um þingsköp. Atkvæði voru greidd um frum- varpið með nafnakalli. 4 þingmenn voru Ijarstaddir. 4 þingmenn voru andvígir frumvarpinu, 10 samþykk- ir. Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv), Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S-Vf) og Guðmundur H. Garðarsson (S-Rv) greiddu ekki atkvæði. Sam- þykkt var að vísa málinu til 3. um- ræðu með 13 samhljóða atkvæðum. Jón Helgason deildarforseti sleit fundi en boðaði samstundis til nýs fundar. Aukafundur Samþykkt voru afbrigði frá þing- sköpum svo taka mætti frumvarpið til 3. umræðu. Umræðan varð stutt. Halldór Blöndal vildi fá svör frá fjármálaráðherra en hann hafði yfir- gefið þinghúsið. Halldór hafnaði þó tilboði þingforseta um að fresta umræðu þangað til tekist hefði að ná í íjármálaráðherrann, Halldór taldi það viðeigandi endi á þessu máli að ráðherrar svöruðu ekki spurningum um lykilatriði og hlyp- ust á brott. Frumvarpið var þessu næst sam- þykkt sem lög frá Alþingi með 10 atkvæðum gegn þremur. 3 greiddu ekki atkvæði. Breytt frumvarp um sjóðshappdrætti ÓLI Þ. Guðbjartsson dómsmálaráðherra mælti á 44. fundi efri deildar á nýjan leik fyrir frumvarpi um sjóðshappdrætti til stuðnings og flug- björgunarmálúm og skák. Dómsmálaráðherra leggur til umtalsverðar breytingar. Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv) ætlar að skoða málið vand- lega og með velvild. Frumvarpið var fyrst til umræðu 19. síðasta mánaðar en umræðum var þá frestað að kröfu Eyjólfs Konr- áðs Jónssonar (S-Rv). Þingmaðurinn andmælti frumvarpinu, bæði vegna flýtis í jólaönnum og ennfremur taldi hann að verið væri að létta byrðum af ríkissjóði með dulbúnum hætti. Frumvarpið um sjóðshappdrætti gerir m.a. ráð fyrir því að efna til happdrættis þar sem þátttakendur greiða ákveðna ijárhæð eða marg- feldi þeirrar ijárhæðar í sérstakan sjóð sem safnað er í um tiltekinn tíma. Vinningar verða svo dregnir út með tilviljunarkenndum hætti. Ákveðið hlutfall, t.d. 50% þess fjár sem inn kæmi, færi til greiðslu vinn- inga sem yrðu í formi ríkisskulda- bréfa. Þegar frumvarpið var lagt fram var ráð fyrir því gert, að 40% ágóð- ans rynnu til Landssambands flug- björgunarsveita og Skáksambands íslands að jöfnu, en 60% skyldi leggja í sérstakan þyrlu- og björgun- arsjóð sem nota skyldi til kaupa á björgunarþyrlu og/eða öðrum björg- unartækjum fyrir Landhelgisgæslu Islands. í sínu upphaflega formi olli frum- varpið verulegum óróa ýmissa sem láta sig björgunarmál varða, m.a. kom fram að ekki hefði verið haft samráð við Slysavarnafélag íslands og fleiri aðila. Óli Þ. Guðbjartsson dómsmála- ráðherra greindi frá því i síðari fram- söguræðu sinni, að tíminn undan- farnar vikur hefði verið nýttur til viðræðna sem nú hefðu skilað þeim árangri að samkomulag hefði tekist með Landssambandi flugbjörgunar- sveita, Slysavarnafélagi Islands, Landssambandi hjálparsveita skáta, Rauða krossi íslands og Skáksam- bandi Islands um rekstur happdrætt- is af þessu tagi. Ráðherra gerði síðan grein fyrir þeim breytingum sem hann leggur til að gerðar verði. Nafn frumvarps- ins breytist til samræmis við efnis- breytingar í „frumvarp til laga um sjóðshappdrætti til stuðnings björg- unarmálum og skák“. Lagt er til að tekið verði upp leyfisgjald af happ- drættinu þannig að 20% af nettó-árs- hagnaði renni til starfsemi Rann- sóknaráðs ríkisins. Lagt er til að 37,5% af ágóða happdrættisins renni til björgunarsamtakanna og 12,5% til Skáksambands íslands. Það sem eftir er, 50%, renni í þyrlu- og björg- unarsjóðinn. Björgunarsamtökunum er í sjálfsvald sett hvernig þeirra hluti skiptist milli hinna einstöku samtaka. Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv) taldi enn sem fyrr að ráðherrann væri að reyna að ná í peninga til nytjaþarfa með óeðlilegum hætti. Og hvað varðaði slysavarnir væri það fyrst og síðast Landhelgisgæsl- an og Slysavarnafélagið sem ætti að styrkja. Allt þetta mál þyrfti að skoða mjög rækilega. Frumvarpið væri meingallað, líka í þessari út- gáfu. En málið yrði skoðað af vel- vild í allsheijarnefnd þar sem hann ætti sæti. Að tillögu dómsmálaráðherra var samþykkt með 12 samhljóða at- kvæðum að vísa málinu til allsheijar- nefndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.