Morgunblaðið - 24.01.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.01.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. JANUAR.1991 13 þannig að hjá mörgum þessara verkamanna er bein fátækt. Þessu verður að breyta - það er engin spurning." Viðurkenna þarf þörfina á verkmenntun - A hvað þarf að þínu mati að leggja áherslu í framtíðinni annað en beinharðar kauphækkanir? „Ég hef þegar nefnt kjarabætur með hækkun skattleysismarka, lækkun matvælaverðs og húsnæðis- kostnaðar. Þá verður stöðugt þýð- ingarmeira að viðurkennt verði að ákveðinnar verkmenntunar sé þörf. Nú eru fiskvinnslunámskeið í frysti- húsum til dæmis sjálfsögð, en áður þótti það fjarstæðukennt, þegar fiskvinnslufólk var sett á viku nám- skeið. Það má eiginlega segja að allir hafi verið eitthvað sérmenntað- ir í fiski, nema þeir sem unnu í honum. Sem betur fer hefur þetta breyst mjög og á þennan þátt ber að leggja enn ríkari áherslu í framtíðinni. Sérhæfingin verður alltaf meiri og meiri og við henni þarf að bregðast á réttan hátt. Að þessu leyti búum við við mjög staðnaða og úrelta iðnlöggjöf sem þarf að gjörbreyta og færa að nútímanum. Þá þarf að taka á því, og ekki með neinum silkihönskum með hvaða hætti atvinnurekendur koma fram, þegar þeir endurskipuleggja fyrirtæki sín. Þegar þessir grá- klæddu menn með tölvu í hjartastað eru að koma á vinnustaði og endur- skipuleggja þá, þá vill raunin oft verða sú að byijað er á að fækka þeim lægst launuðu. Iðulega er byijað á því að segja upp eldra fólki, og í því á að felast einhver gífurleg endurskipulagning. I hveiju er endurskipulagningin fólgin, að segja upp fólki á miðjum aldri og þaðan af eldra, sem hefur áratuga reynslu og hefur þjónað fyrirtæki sínu af dyggð? Hún er engin, segi ég. Kona sem komin er eitthvað yfir fimmtugt og er sagt upp störfum, hún á mjög erfitt með að komast í aðrá vinnu. Sömuleiðis karlinn, sem er um eða yfir sex- tugt. Það er voðalega sterk tilhneig- ing til þess að segja þessu starfs- fólki upp og þá er ekki horft til þess að þetta sama starfsfólk hefur um árabil unnið sínu fyrirtæki af trúmennsku. Það verður að taka á þessum ómanneskjulega þætti, þannig að svona framkoma atvinnu- rekenda eigi sér alis ekki stað. Sem betur fer eru atvinnurekendur ekki allir undir sömu sök seldir í þessum efnum, en þar eins og annars stað- ar er misjafn sauður í mörgu fé.“ leggur mótframboðið til að félags- gjöld verði lækkuð, þar sem sjóðir félagsins séu nægilega digrir í dag. í Dagsbrún eru liðlega 5.000 verkamenn en fullgidlir félagar eru um 3.400. „Það hefur komið í ljós að margir hafa verið aukáfélagar í Dagsbrún árum saman án þess að hafa hugmynd um það og eiga þar af leiðandi engin_ réttindi. Þessu viljum við breyta. Ég er sannfærður um að það er hægt að rífa þetta félag talsvert upp, en það þarf líka að hafa töluvert fyrir því,“ sagði Jóhannes. „Hafnarverkamenn hafa óskað eftir að stofna sérdeild innan Dags- brúnar. Við viijum að ákvörðun um það verði tekin á lýðræðislegum grundvelli og að félagsmenn ákveð- ið það í kosningum en ekki tíu manna stjórn. Þegar ákveðið var að framlengja þjóðarsattarsamn- inginn í vetur var einu sinni haft samband við trúnaðarráð félagsins, það voru tíu menn sem tóku ákvörð- un um að framlengja samninginn." -Hvaða vonir gerirðu þér um árangur framboðsins? „Sigur veltur á því hvort okkur tekst að virkja félagana til þátt- töku. Guðmundur hagnast á fá- menninu. Það er nauðsynlegt að endurnýja stjóm Dagsbrúnar og vekja félagið til lífsins,“ sagði Jó- hannes. IU] HOISIDA m geislar af Honda Prelude, fjölskyldu- sportbfll sém sameinar frábært útlit og einstaka aksturseiginleika í bfl sem þig hefur alltaf langað að eignast. Láttu drauminn rætast. Konur! Komdu honum á óvart með bindi á bónda- daginn Sérstakur afsláttur á morgun Sœvar Karl aOIIB Greiðsluskilmálar fyrir alla. Verð frá kr. 1.608.000- staögr. PRELUDE HONDA A ISLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, S-689900 HALU. LAIDIOG EESSI ásamt Blbí og Lóló í 5 stjömu KABARETT Á SÖGU FYRSTA SÝNING 2. FEBRÚAR Anæturvaktinni njótið gleði, nýjung sem er að allra geði. Halli við dyrnar og hleypir þeim inn, sem hungrar og þyrstir í gleði um sinn. Bessi hann þjónar og þýtur um salinn, í þjóðkunnum hlutverkum Laddi er falinn Lóló og Bíbí hér liðast um svið, lokkandi dansa á baki og kvið. Ástina forðum við upplifum keik, til ársins ’30 bregðum á leik. Kabarett, borðhald og blíð er syndin, Berlín og París er fyrirmyndin. Þrírétta veislukvöldverður (val á réttum) Leikstjóri: Björn G. Björnsson Hljómsveitarstjóri: Árni Scheving Miðaverd: 4.400 kr. Húsið opnað kl. 19. OPINN DANSLEIKUR FRÁ KL. 23.30 TIL 3. Hljómsveitin Einsdæmi leikur Tilboðsverð á gistingu. Pöntunarsími 91-29900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.