Morgunblaðið - 24.01.1991, Blaðsíða 44
Höfóar til
.fólksíöllum
starfsgreinum!
Wterkurog
Ll hagkvæmur
auglýsingamiöill!
FIMMTUDAGUR 24. JANUAR 1991
VERÐ I LAUSASOLU 100 KR.
Heklugosið:
Aukinn órói
.kemur fram
á mælum
HELDUR meiri órói mældist við
Heklu í gær en undanfarna sólar-
hringa.
Jarðskjálftamælir, sem er við
Ljótapoll, sýndi að órói við Heklu
hafði heldur aukist aðfaranótt mið-
vikudagsins. Útsýni til fjallsins hef-
ur verið lélegt undanfarið en í gær-
morgun rofaði til og kom þá í ljós
að austursprungan er enn virk og
gosið úr henni svipað og að undan-
förnu.
Heklugosið hófst fyrir réttri viku
<g var mikið í byrjun en fljótlega
dró úr því og hefur síðan aðeins
gosið á einum stað.
Kirkja byggð
á Víghóli í
Kópavogi
-^»A fundi bæjarstjórnar Kópavogs
á þriðjudag var samþykkt að
heimila að byggja kirkju á
Víghóli í austurbæ Kópavogs.
Kirkja þessi mun þjóna Digra-
nesssöfnuði. Auglýst verður breyt-
ing á aðalskipulagi bæjarins vegna
þessa og einnig nýtt deiliskipulag
fyrir viðkomandi svæði.
Islenskar sjávarafurðir hf.:
Innflutningur
á Alaska-þorski
til athugunar
„VIÐ ERUM að athuga hvort það borgar sig fyrir okkur að kaupa
þorsk frá Alaska og flaka hann og frysta í frystihúsum okkar. Hins
vegar eru mörg atriði enn óljós og því veit ég ekki hvort þetta verð-
ur gert,“ segir Sverrir Guðmundsson, deildarsljóri þróunardeildar
Islenskra sjávarafurða hf. (áður sjávarafurðadeildar Sambandsins).
Skerseyri hf. í Hafnarfirði keypti nýlega fisk frá Alaska og saltaði.
Morgunblaðið/Sverrir
Tiltekt eftir leysingar
Veðurguðirnir hafa sýnt á sér ýmsar hiiðar undanfarna daga; eins
og hendi sé veifað er alit komið á kaf í snjó, hann hverfur á einni
nóttu og næsta dag er ekki stætt fyrir roki. I veðrabrigðunum nota
margir tækifærið og hreinsa tii áður en næsta veðurlota byijar.
„Við höfum ekki athugað það
nýlega hvort það borgar sig fyrir
okkur að kaupa fisk frá Alaska.
Hins vegar var ekki mikill áhugi
fyrir því hjá okkar frystihúsum,
þegar við könnuðum þetta lítillega
fyrir nokkrum misserum,“ segir
Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna.
Sverrir Guðmundsson segir að
dýrt sé að kaupa þorsk í Alaska
og flytja hann til Islands en það
geti í sumum tilfellum verið ódýrara
en að kaupa þorskinn á fiskmörkuð-
um hér. „Það er aðallega vegna
þess að of lítið magn fer inn á fisk-
markaðina hér. Það leysist í sjálfu
sér ekki fyrr en allur fiskur fer á
uppboðsmarkaði hér innanlands,
þannig að allir hafi jafnan rétt til
að kaupa fiskinn, bæði útlendingar
og við sjálfir,“ segir Sverrir.
Hann sagði að öllum landfrysti-
húsurn íslenskra sjávarafurða hf.
yrði boðið að taka þátt í að vinna
Alaska-þorsk ef mönnum litist vel
á það. Að fyrirtækinu standa 33
frystihús og frystitogarar, auk
Sambandsins.
Jón Baldvin Hannibalsson um málefni Litháen:
Stjórnmálasamband getur
komizt á eftir nokkra daga
JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir að hugsanlegl sé
að á næstu dögum verði hægt að koma á formlegu stjórnmálasam-
bandi við Litháen með svokölluðum „nótuskiptum" ríkisstjórna íslands
og Litháens. Slík ráðstöfun felur þó ekki í sér skipti á sendimönnuni
enn um sinn. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að hefja viðræður við Lit-
háa um stjórnmálasamband af þessu tagi, auk ýmissa annarra aðgerða
á alþjóðavettvangi.
Vytautas Landsbergis, forseti Lit-
háens, sagði í símtali við Þorstein
Pálsson, formann Sjáifstæðisflokks-
ins, í gær að stjórnmálasamband
þyrfti að komast á þegar í stað. „í
~dag en ekki á morgun," hefur Þor-
steinn eftir Landsbergis. Landsbergis
hefur oft ítrekað bón sína um að
íslendingar árétti með formlegum
hætti viðurkenningu á sjálfstæði Lit-
háens og stjórnmálasamband, sem
fæli í sér skipti á sendiherrum.
Emanuelis Zingeris, formaður ut-
anríkismálanefndar þings Litháens,
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær að Litháar legðu áherzlu á að
ríkin tvö skiptust á sendiherrum nú
strax, og hann myndi ræða það við
utanríkis- og forsætisráðherra í dag.
, „Ég er mjög þakklátur íslenzku
stjórninni. Engin ríkisstjórn hefur
stutt málstað Litháa betur. Ég tel
að heimsókn mín hingað muni bera
þann ávöxt, sem við vonuðum; að
koma á eðlilegu stjórnmálasambandi
landanna," sagði Zingeris.
Zingeris hefur verið í hungurverk-
falli í tvær vikur og hefur ekkert
látið ofan í sig nema vökva. Alþingi
og ráðherrar höfðu boðið honum til
málsverðar í gær og dag, en öllu
borðhaldi var aflýst þegar í ljós kom
að Zingeris drekkur aðeins vatn og
hunangste, auk þess sem hann hefur
þegið þorskalýsi. „Ég geri þetta til
að þrýsta á að sett verði á laggirnar
norræn þingmannanefnd til að rann-
saka framferði Sovétmanna í Lithá-
en,“ sagði hann.
Á fundi með Páli Péturssyni, for-
seta Norðurlandaráðs, og Ólafi G.
Einarssyni, formanni Islandsdeildar
ráðsins, lagði Zingeris til að Norður-
landaráð stofnaði slíka nefnd þing-
manna og sérfræðinga, sem myndi
gefa út skýrslu, hliðstæða rannsókn-
um á stríðsglæpum nazista, sem
kenndar eru við Niimberg.
„Ég mun á fundi forsætisnefndar
Norðurlandaráðs hreyfa þessari hug-
mynd og því að ráðið sendi nefnd til
að kanna þetta mál,“ sagði Páll Pét-
ursson að fundi þeirra Zingeris lokn-
um. „Ég er þess fullviss að Norður-
landaráð vill leggja þessum þremur
nágrannaþjóðum okkar það lið, sem
við megum.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Framarar á
sigurbraut
FRAMARAR unnu Stjörnuna
í 1. deild kvenna í handknatt-
leik í gærkvöldi með 17
mörkum gegn 16 í miklum
baráttuleik. Framstúlkur
skoruðu sigurmarkið úr víta-
kasti sköínmu fyrir leikslok.
Á myndinni skorar Inga Huld
Pálsdóttir eitt marka Fram
en þær Margrét Theódórs-
dóttir og Guðný Gunnsteins-
dóttir koma engum vörnum
við.
Sjá nánar á bls. 43.
Ríkisendurskoðun um sölu ríkisins á Þormóði ramma hf.:
Hlutabréfin seld á hálfvirði
RÍKISENDURSKOÐUN hefur skilað skýrslu um athugun á sölu fjár-
málaráðherra á meirihluta hlutabréfa í Þormóði ramma hf. á Siglu-
firði. Kemst hún að þeirri niðurstöðu að verðmæti alls hlutafjár í
fyrirtækinu á söludegi hafi verið á bilinu 250-300 milljónir króna
en við söluna var verðmæti þeirra hins vegar metið á 150 milljónir
króna og söluverð þeirra til Drafnars og Egilssíldar var 87,2 milljón-
ir kr. Þá telur Ríkisendurskoðun að beita hefði átt sömu aðferðum
við mat á virði Þormóðs rannna og Drafnars lif. og Egilssíldar hf.,
sem keyptu lilut ríkisins. Hlutur kaupendanna í fyrirtækinu eftir
sameiningu hefði átt að vera tæp 30% í stað 40%.
Ólafur Ragnar Grímsson, fjár- 150 milljónir króna
málaráðherra, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að ráðuneytið hefði
fengið virta endurskoðendur sem
hefðu áralanga reynslu af mati á
sjávarútvegsfyrirtækjum áður en
gengið var frá sölunni. „Þeir mátu
verðmæti Þormóðs ramma upp á
að hámarki.
Ríkisendurskoðun kýs hins vegar
að nota aðra matsaðferð. Ég ætla
ekki að svara því hvor aðferðin er
réttari heldur þlusta á álit sérfræð-
inga um það. Ég get auk þess nefnt
að í sumar lét ég eitt af virtustu
verðbréfafyrirtækjum iandsins
meta Þormóð ramma með svipaðri
aðferð og Ríkisendurskoðun beitir
og niðurstaða þess var að fyrir
kaupendur væri Þormóður rammi
einskis virði. Ástæðan var sú að
fyrirtækið skuldaði yfir 800 milljón-
ir kr.,“ sagði Ólafur.
í skýrslu Ríkisendurskoðunar
segir að þótt ekki sé að finna í lög-
um fyrirmæli eða reglur um hvern-
ig skuli standa að sölu hlutabréfa
í eigu ríkisins sýnist sem almennra
jafnræðissjónarmiða hafi ekki verið
gætt nægilega við sölu hlutabréf-
anna. Hvorki salan né þeir skilmál-
ar sem settir voru fyrir sölunni
hafi verið auglýstir opinberlega.
Pálmi Jónsson er- einn ■ fjögurra
þingmanna sem óskuðu eftir rann-
sókn Ríkisendurskoðunar á sölunni.
Hann sagði í gær að niðurstaða
Ríkisendurskoðunar staðfesti gagn-
rýni þeirra. „Það er ekki staðið að
þessari sölu með eðlilegum við-
skiptaháttum. Mat á eignum Þor-
móðs ramma hefur verið skrifað
niður um 150 milljónir þegar kaup-
endunum var afhent fyrirtækið.
Auk þess er mat á fyrirtækjunum
sem sameinuðust Þormóði ramma
gert á öðrum grundvelli. Það liggur
fyrir að ekki var orðið við kröfum
okkar þingmannanna að fyrir lægi
9 mánaða uppgjör á rekstrareikn-
ingi þegar salan fór fram og Ríkis-
endurskoðun staðfestir það.“