Morgunblaðið - 24.01.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.01.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1991 Istanbul og Beirút: FYRIR BQTNI PERSAFLOA Sprengjutilræði gegn Bandarí kj amönnum Istanbul. Reuter. TVÆR sprengjur sprungu í gær. Ein kona slasaðist í árás- skrifstofum í eigu Bandaríkja- unum. manna í Istanbul í Tyrklandi í Önnur sprengjan sprakk á skrif- Arens segir að eldflauga- stofu Samtaka bandarískra skipa- flutninga. Hin sprakk á skrifstofu American Home Board, sem er bandarísk menningarstofnun. Það voru þrír vopnaðir menn sem réðust inn á skrifstofu American Home Board og bundu fjóra starfsménn og einn næturvörð. Svo komu þeir sprengju fyrir í næsta herbergi. Ein kona slasaðist. árása Iraka verði hefnt Nikosíu, Tel Aviv, Washington, Bonn, Túnisborg. Reuterj Daily Telegraph. Reuter Björgunarsveit við störf í rústum íbúðarbyggingar, sem eyðilagðist í eldflaugaárás íraka á Tel Aviv í fyrrakvöld. Árásin kostaði þijá aldraða ísraela lífið og að minnsta kosti 96 særðust. ÍRAKAR gerðu mannskæðustu árás sína á Israel til þessa í fyrra- kvöld er eldflaug var skotið á verkamannahverfi í Tel Aviv, stærstu borg landsins. Þrír biðu bana í árásinni og að minnsta kosti 96 særðust, þar af voru 27 enn á sjúkrahúsi í gær. Moshe Arens, varnarmálaráðherra ísra- els, sagði í gær að ísraelar hygð- ust hefna árása Iraka. Tveimur Patriot-gagnflaugum var skotið á eldflaugina, sem var af gerð- inni Scud. Patriot-flaugarnar hafa gefist vel til þessa í Saudi-Arabíu og voru sendar með hraði til ísraels um helgina. Þær nægðu þó ekki til að granda eldflauginni. Eldflaugin var búin hefðbundnum sprengihleðslum en ekki eiturvopn- um, þótt Irakar hafi margoft hótað að gera efnavopnaárás á Israel. Eld- flaugin lagði íbúðabyggingu í rúst og olli tjóni á tuttugu til viðbótar. ísraelskir ráðherrar og yfírstjórn hersins efndu til neyðarfundar í gærmorgun til að ræða hvemig bregðast skyldi við árásum íraka. ísraelar hafa til þessa látið hjá líða að svara árásunum vegna þrýstings frá Bandaríkjastjóm og hættu á að það gæti orðið til að ijúfa samstöðu Vesturlanda og arabaríkja, sem sam- einast hafa gegn Saddam Hussein íraksforseta. Moshe Arens varnarmálaráðherra sagði að ísraelar hygðust svara árás- unum þótt írakar myndu ekki valda frekara manntjóni í Israel. Benjamin Netanyahu aðstoðarutanríkisráð- herra lét þau orð falla að ísraelar myndu hefna árása Iraka „á marg- víslegan hátt“. „Stefna ísraelsstjóm- ar er að ígrunda þetta vel og grípa síðan til aðgerða sem bera árangur," sagði hann í viðtali við breska útvarp- ið BBC. George Bush Bandaríkjaforseti fordæmdi árásina harðlega og sagði hana „grimmilegt hryðjuverk“ en kvaðst vona að ísraelar héldu að sér höndum áfram. Helmut Kohl, kansl- ari Þýskalands, sagði að Þjóðveijar myndu tafarlaust veita ísraelum 250 milljóna marka (9,3 milljarða^ ÍSK) efnahagsaðstoð vegna árása íraka. ísraelar hafa áætlað að árásirnar hafi kostað þá þijá milljarða dala (165 milljarð ÍSK). Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Þýska- lands, hyggst einnig fara í heimsókn til ísraels í vikunni til að sýna sam- stöðu með ísraelum. Yasser Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínumanna (PLO), sagði að Scud-eldflaugin hefði „hleypt loftinu úr ísraelska loftbelgn- um“. Hann spáði því að stríðið við Persaflóa breiddist út og yrði síðan leitt til lykta á samningaborðinu. Útvarpið í Bagdad sagði að Pattíot-flaugarnar hefðu ekki dugað til að granda Scud-eldflauginni vegna „yfírburða sköpunarmáttar íraskra hugvitsmanna". Fjórir menn réðust inn á skrif- stofur Samtaka bandarískra skipa- flutninga. Árásarmennirnir skildu eftir áletrun á vegg þar sem sagði: „Austurlönd nær tilheyra þjóðum austurlanda nær.“ Undir þetta skrifuðu samtökin Dev-Sol sem eru öfgasinnuð vinstrisamtök. Samtök- in hafa staðið fyrir mörgum hryðju- verkum í Tyrklandi undanfarið ár. Víða óttast menn hryðjuverk í tengslum við Persaflóastríðið. Gar- eth Evans, utanríkisráðherra Ástr- alíu, hefur lagt að Saad Omran, sendifulltrúa í íraska sendiráðinu í Canberra, að lata af ógnandi um- mælum í garð Ástrala. Omran sagði í viðtölum við íj'ölmiðla á þriðjudag að Ástralir myndu hafa verra af ef þeir tækju aukinn þátt í stríðsrekstrinum. Utanríkisráðherra Frakklands, Roland Dumas, hefur vísað á bug útvarpsfréttum um að sprengja hafi sprungið í sendiráði Frakka í Beirút í Líbanon í gær. Hins vegar segja heimldarmenn Reuters- fréttastofunnar að tveir bankar í borginni sem að hluta eru í eigu franskra aðilja og saudi-arabískra hafi orðið fyrir sprengjuárásum. Sprengjuhótanir bárust banda- rískum bönkum í Jakarta, höfuð- borg Indónesíu, í gær en þeim var ekki framfylgt. Einnig varð uppi fótur og fít í Brussel, höfuðborg Belgíu, í gær er maður æddi inn í byggingu við hlið bandaríska bóka- safnsins þar í borg og varpaði bensínsprengju og skaut úr hagla- byssu. Lögregla hafði uppi mikinn viðbúnað um alla borgina áður en í ljós kom að maðurinn hafði reiðst vegna þess að hann hafði verið rek- inn úr vinnu. Kína: Stúdentaleið- leiðtogi leidd- ur fyrir rétt Peking. Reuter. WANG DAN, sem var efstur á lista lögreglu yfir eftirlýsta stúd- entaleiðtoga eftir að stúdentar kröfðust umbóta í lýðræðisátt á Torgi hins himneska friðar vorið 1989, var leiddur fyrir rétt í Peking í gær. Kínverski herinn braut aðgerðir stúdenta á bak aftur með aðstoð vopna og skrið- dreka á hrottalegan hátt. Á opin- berri tilkynningu sem hengd var upp fyrir utan dómshúsið sagði að Dan væri ákærður fyrir gagn- byltingaráróður og æsingastarf- semi. Yfírheyrslur yfír Dan áttu að hefjast kl. 8.30 í gærmorgun að staðartíma. Erlendum fréttaritur- um var meinaður aðgangur að rétt- arsalnum og iögregla reyndi að hægja þeim frá byggingunni. „Ég get ekki svarað spurningum ykkar þar sem þetta mál kemur útlending- um ekkert við. Ég get ekki tekið á móti ykkur,“ sagði starfsmaður réttarins, Chen Rui. Dan fór í felur eftir bióðbaðið á Reuter Wang Dan les yfirlýsingu til fréttamanna á Torgi hins him- neska friðar vorið 1989. Torgi hins himneska friðar en var handtekinn mánuði síðar er hann reyndi að komast í samband við fréttamann frá Tævan. Hann hefur nú verið í fangelsi í 18 mánuði. Samkvæmt kínverskum lögum má dæma hann í allt að fimm ára fang- elsi nema hann verði meðhöndlaður sem uppreisnarleiðtogi. í því tilfelli eru fimm ár í fangelsi algjört lág- mark og fangelsisvist skemmri en 1-0 ár- talin -væg- refsing.- - Evrópubandalagið: Búast við 800 þúsund inn- flytjendum næstu fimm árin Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. í KJÖLFAR hindrunarlausrar umferðar yfir landamærin á milli Evrópubandalagsins (EB) og ríkjanna í Mið- og Austur-Evrópu er búist við að 800 þúsund manns muni árlega vilja flytja búferlum vestur yfir en það samsvarar tæplega 1.400 manns á viku til sér- hvers aðildarríkis EB. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu fram- kvæmdasljórnar EB í Brussel. Fyrst og fremst er talið að að um sé að ræða minnihlutahópa og þjóðabrot sem hvergi eiga eðlilegt at- hvarf t.d. fólk af germönsku bergi innan Sovétríkjanna. Um þessar mundir eru innflytjendur innan EB frá ríkjum utan bandalagsins 7,9 mil(jónir eða 2,4% af heildaríbúafjölda þess. Skýrslan sem unnin er af hópi sérfræðinga frá aðildarríkjunum tekur til áranna 1991 til 1996. í skýrslunni er varað við afleiðingum versnandi efnahagsástands í Mið- og Austur-Evrópu samfara minnk- andi félagslegu öryggi. Fram að þessu hefur stærsti hluti hefur stærsti hluti innflytjenda til EB- ríkjanna komið frá löndunum við sunnanvert Miðjarðarhaf auk þess sem töluverðir fólksflutningar hafa verið frá ríkjunum-í suðurhluta bandalagsins sjálfs. Samkvæmt skýrslunni er fullt eins gert ráð fyrir-að- hluti iBnflytjendanna hygg-,., ist setjast að annars staðar svo sem í Ameríku. Búist er við því að aðild- arríkin bregðist við með hertum reglum um vegabréfsáritanir og atvinnuleyfí til að hægja á fólks- straumnum. Sérfræðingarnir vara í skýrsl- unni við áhrifum óiöglegra innflytj- enda á vinnumarkaði og efna- hagsiíf aðildarríkjanna og benda á að vinnuafl af því tagi sé eldsneyti á svarta efnahagsstarfsemi. Fram- kvæmdastjórn EB undirbýr tillögur vegna fyrirhugaðs ráðherrafundar Æxstoitá^ji)§i,„v;íjwj:þprg^ í .-25. janúar nk. um innflytjendur á milli Austur- og Vestur-Evrópu. Grikkland: 3000 Albanir sendir heim Tirana. Reuter. GRIKKIR hafa sent heim rúmlega 3.000 Albani, sem farið hafa án heimildar yfir landamærin til Grikklands á undanförnum dögum, að því er Zeri, málgagn albanska kommúnistaflokksins skýrði frá í gær. Blaðið sagði að 1.500 manns hefðu komið til Albaníu á mánudagog 1.800 áþriðjudag. Gríska stjórnin sagði að Alb- animir hefðu snúið heim af sjálfsdáðum. Grísk yfirvöld hefðu séð þeim fyrir rútum til að flytja þá yfir landamærin. « ir»l|,.fL7T'"yTi*T'r iv . 'i 11 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.