Morgunblaðið - 24.01.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FJMMTUPAGUR 24. JAN.ÚAR 1991,
21
Herflugmenn vopna&ir ALARM-skeytum (Air Launched
eytisi
og rótsjárskynjari hefur leit a& ratsjárstö&vum. Finnist ein”slík
er stefnan tekin þanga& og ratsjárgeislinn nota&ur líkt og
radíóviti. Tölvan „man" staSsetningu ratsjárinnar ef slökkt
skyldi vera á henni. ALARM-skeytio h^fur reynst einkar vel
við upprætingu færanlegra skotpalla Iraka._________________________
Lengd: 4,2 m Þyngd: 200 kg
Arásaraðferð A:
Skeytið hækkar flugið eftir að þvi
er skotið og leitar að skotmarki.
Þegar það er fundið er fallhlíf
skotið út til þess að „bremsa"
skeytið af og stefnan tekin á það.
Talsmaður Bandaríkjaforseta:
Ekki útilokað að
reynt verði að taka
Saddam höndum
Washington, Lundúnum. Reuter, Daily Telegraph.
MARLIN Fitzwater, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði í fyrrakvöld
að ekki væri útilokað að fjölþjóðaherinn við Persaflóa reyndi að taka
Saddam Hussein íraksforseta til fanga í því skyni að leiða hann fyr-
ir rétt vegna brota íraka á Genfarsáttmálanum um meðferð
Árásaraðferð
Skeytinu er skotið beina
leið á skotmarkið.
stríðsfanga.
Fitzwater sagði þetta er hann var
spurður um viðbrögð Bandaríkjafor-
seta við þeirri ákvörðun íraka að
Vestrænir og arabískir sérfræðingar:
Saddam stefnir að blóð-
ugum bardögum á landi
Kairó. Reuter.
SADDAM Hussein mun stefna að því, að sem fyrst komi til blóð-
ugra bardaga á landi milli herafla bandamanna og íraska hersins
í þeirri von, að einhugur bandamanna rofni og þeir gefist upp við
að vinna fullnaðarsigur á írökum. Er þetta skoðun ýmissa sérfræð-
inga á Vesturlöndum og í arabalöndum, sem hafa kynnst Saddam.
Sérfræðingarnir telja, að Sadd-
am eigi nokkur spil á hendinni, sem
hann hyggist nota þegar til land-
bardaga kemur. Nefna þeir þá
meðal annars eiturefnahernað,
taugagasið, banvæna sýkla og þá
reynslu, sem íraski herinn hefur
af skriðdrekahernaði. Egypski rit-
stjórinn Mahfouz al-Ansari, sem
ræddi nokkrum sinnum við Saddam
á síðasta ári, segir, að hann reiði
sig mikið á andúð margra araba á
Vesturlandamönnum. „Hann var
viss um að geta haldið Kúveit án
styrjaldar en það brást og nú reyn-
ir hann að láta tímann vinna með
sér. Með árásunum á ísrael vonast
hann til að geta sundrað samstöðu
araba,“ sagði Ansari.
íraska setuliðið í Kúveit hefur
síðustu daga haldið uppi stórskota-
liðsárásum á herlið bandamanna,
vafalaust til að fá það til beinna
átaka, og það minnir á það, sem
Saddam sagði við April Glaspie,
sendiherra Bandaríkjanna, í fyrra
en þá hélt hann því fram, að banda-
ríska þjóðin þyldi ekki miklar fóm-
ir á vígvellinum.
Ansari, sem hefur þekkt Saddam
í 22 ár, segir, að h'ann sé með
Khomeini, fyrrum erkifjanda sinn,
algerlega á sinninu. „Fyrirmyndir
hans eru Nasser og Khomeini,"
segir Ansari. „Hann vill verða hetja
í augum araba og einn af píslarvott-
um íslams.“
Flestir þeir, sem skrifað hafa um
ævi Saddams, lýsa honum sem
hálfmenntuðum, fyrrverandi morð-
ingja, sem hafi haldið völdum með
því að taka óvinum sínum fram í
grimmd og miskunnarleysi. Hosni
Mubarak, forseti Egyptalands, seg-
ir, að Saddam sé sálsjúkur og þeg-
ar hann kom til valda í írak 1979
tók hann sjálfur þátt í að drepa
þá, sem hann grunaði um græsku.
flytja stríðsfanga sína til hugsan-
legra skotmarka flölþjóðahersins.
Hann bætti þó við að megintakmark
bandamanna væri enn að hrekja
íraka úr Kúveit, koma fyrri ríkis-
stjórn landsins aftur til valda og
tryggja stöðugleika á svæðinu. Að-
spurður sagði hann að stöðugleiki
yrði ekki tryggður nema að stríðs-
vél Saddams yrði tortímt.
Fitzwater sagði að ákvörðun
hefði ekki verið tekin um hvernig
reyna ætti að ná Saddam. „Við
stefnum þó að því að leiða hann
fyrir rétt á einhvern hátt,“ bætti
hann við.
John Major, forsætisráðherra
Bretlands, sagði að írakar kynnu
að svipta Saddam völdum. „Það er
öldungis augljóst að þessi maður er
siðlaus, tekur gísla, gerir árásir á
íbúðahverfi, ógnar föngum, svífst
einskis og á alls ekki samúð mína,“
bætti forsætisráðherrann við.
Einnig var haft eftir breskum
ráðherrum að leggja þyrfti áherslu
á að Saddam yrði ekki við völd eft-
ir að stríðinu lyki. Douglas Hurd
utanríkisráðherra vildi ekki útiloka
að fjölþjóðaherinn réðist inn í írak
til að koma í veg fyrir að írakar
næðu Kúveit aftur á sitt vald.
Bresk stjórnvöld hafa rætt yið tvo
leiðtoga íraskra stjórnarandstæð-
inga uríi hugsanlegt lýðræði í Irak
í framtiðinni.
• •
VILLIBRAÐARKVOLD A HOTEL SOGU
Hið vinsœla herrakvöld Lionsklúbbsins FJÖLNIS svokallað
VILLIBRÁÐARKVÖLD verður haldið á Hótel Sögu
föstudagskvöldið 25. janúar. Þetta árlega herrakvöld er þekkt fyrír
góðan mat og mikla skemmtun.
Ræðumaður kvöldsins er DAVÍÐ ODDSSON borgarstjóri.
Veislustjóri er INGIR. HELGASON stjórnarformaður VÍS.
Matseðillinn er frumlegur, hráefni allt úr villtri náttúrunni,
hreindýr, rjúpur, endur, gœsir, lundi, svartfugl, fýll og margt fleira
Mdlverkauppboð, verk þekktra listamanna verða þarna d boðstólunum t.d. eftir
Baltasar, Bjarna jónsson, Eirík Smith, Hrin^ Jóhannesson, Jóhannes Jóhannesson,
Pétur Friðrik, Sigurð Hauk, Gunnar Þorleifsson, Þorlók (Tolla) Kristinsson, o.fl.
Allur dgóði rennur til líknarmdla.
Undanfarin ór hefur það færst í vöxt að fyrirtæki hafa boðið viðskiptaaðilum og vinum
til þessa fagnaðar og dtt dnægjulega stund.
, Upplýsingar og miöapantanir: Otto Schopka, Galleri 8, Austyrstræti 8, sími 18080,
Ólafi R. Eggertsyni, Sindra, Borgartúni 31, Sími 627222 og Steinþóri Ingvarsyni, Is - útgdfunni, Laugavegi 66, Sími 22680.
VILLIRBRAÐARKVOLDIÐ
ER ÖLLUM OPIÐ
LIONSKLUBBURINN
FJÖLNIR
MiSSIÐ EKKIAF ÞESSU
EINSTÆÐA TÆKIFÆRI