Morgunblaðið - 24.01.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.01.1991, Blaðsíða 2
2 MORGtfNÉLAÐIÐ' FIMMTUDAGUR' 24. JANÚAR 1991 * Islenska óperan: Sólrún tekur við hlutverki Gildu SÓLRÚN Bragadóttir syngur hlutverk Gildu í viðbötarsýning- um íslensku óperunnar á Rigo- lettó í mars. Sólrún leysir Sig- rúnu Hjálmtýsdóttur af hólmi þar sem Sigrún er á förum til Noregs þar sem hún syngur í Brúðkaupi Fígarós, sem Sveinn Einarsson Ieikstýrir. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er beðin um að syngja hjá ísiensku óperunni og ég er mjög spennt. Ég hef sungið hlutverkið áður, í Kais- erslautern, annars gæti maður ekki stokkið svona inn í það. Ég kem heim í mars og stoppa sennilega aðeins í eina viku þannig að þetta verða trúlega bara tvær sýningar,“ sagði Sólrún í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Hún hefur að undanförnu sungið í Hannover. Að sögn Harðar Erlingssonar, framkvæmdastjóra óperunnar, hef- ur verið uppselt á allar sýningar á Rigolettó og því hefur verið ákveðið að hafa tvær viðbótarsýningar á þriðjudag og miðvikudag í tiæstu viku. Hann sagði spennandi að sjá hvernig það kæmi út að hafa óperu- sýningar í miðri viku. Á sýningunum í næstu viku fer Tékkinn Ivan Kusnjer með hlutverk Rigolettó. Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur hlutverk Súsönnu í Brúðkaupi Fíg- arós en með önnur stór hlutverk fara ýmsir söngvarar frá Norður- löndum. Sveinn Einarsson setti upp sýningu við óperuna í Þrándheimi í fyrra og var beðinn um að setja. upp Brúðkaup Fígarós í framhaldi af því. Frumsýningin verður 1. mars. Flug í Þýskalandi: Bannað að hafa myndavélar í farteskinu FLUGVALLARYFIRVÖLD á alþjóðaflugvellinum í Frank- furt í Þýskalandi hafa bann- að farþegum sem um völlinn fara að hafa með sér raf- magnstæki. Á þetta við tæki eins og myndavélar, rakvélar og segulbönd. Þessar ráðstafanir, sem verða væntanlega teknar upp á flestum alþjóðavöllum í Evrópu, eru gerðar af ótta við hryðju- verk í tengslum við stríðið við Persaflóa. Áður hafði farþegum verið bannað að hafa raftæki í ferðatöskum, en nú er einnig bannað að hafa slíkt f handfar- angri. Einar Sigurðsson, blaðafull- trúi Flugleiða, sagðist hafa fengið skeyti um þetta síðdegis í 'gær og hann hefði óskað nán- ari skýrínga. Hann sagði að nú væru mjög hertar öryggisráð- stafanir á flugvöllum í Evrópu. Skákmótið í Wijk aan Zee: Helgi Ólafs- son í 9.-12. sæti HELGI Ólafsson er í 9.-12. sæti á Hoogovens-skákmótinu í Wijk aan Zee í Hollandi með 2 vinn- inga eftir 5 umferðir. Danski stórmeistarinn Curt Hansen leið- ir mótið með 3,5 vinninga. Mótið er í 14. styrkleikaflokki og eru keppendurnir einnig 14. í fyrstu umferð vann Helgi franska skákmannínn Lautier og gerði jafn- tefli í næstu tveimur umferðum við sovésku stórmeistarana Sókolov og Tsjernin. í fjórðu umferð tapaði Helgi fyrir Seirawan frá Banda- ríkjunum og í 5. umferð fyrir Hans- en. Sex skákmenn eru jafnir í 2.-7, sæti með 3 vinninga, þeir Adams, Tsjernin, Nunn, Piket, Seirawan og Sókolov. í 8. sæti er Salov með 2,5 vinninga en jafnir Helga að vinning- um, í 9.-12. sæti, eru Khalifman, Lautier og van der Wiel. Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Starfsmenn Klæðningar hf. hreinsa jarðveg frá berginu og undirbúa gerð 28 km jarðganga sem opnast inni á Eyjabökkum. Framkvæmdir hafnar við Fljótsdalsvirkjun Egilsstaðir. VINNA er hafin við jarðgangagerð í sambandi við FJjótsdalsvirkj- un. I hönnunarforsendum fyrir virkjunina er gert ráð fyrir að vatn verði leitt eftir jarðgöngum frá miðlunarlónum um 28 kUó- metra Ieið að aflvélum virkjunarinnar og nýtt verði um 600 metra fallhæð vatnsins af hálendinu og niður í Fljótsdal, þar sem stöðv- arhúsið verður sprengt inn í fjallið. Þessi jarðgöng verða 6 metr- ar á breidd og um 6,10 metrar á hæð. Verða þetta lengstu jarð- göng sem gerð hafa verið hér á landi. í haust var boðinn út fyrsti hluti þessarar gangagerðar. Sam- ið var við Klæðningu hf. í Kópa- vogi um verkið og vinna þeir í samvinnu við Ármannsfell hf. og danska aðila. Þessi fyrsti hluti gangagerðarinnar felur í sér að hreinsa jarðveg frá gangamunn- anum og sprengja 100 metra göng inn í ijallið. í verksamningnum er gert ráð fyrir heimild til að semja um framhald verksins þannig að göngin nái einn kíló- metra inn í fjallið. Með því að leiða vatnið í jarð- göngum í stað aðrennslisskurða, eins og hingað til hefur verið gert í virkjunum hér á landi, sparast talsvert í byggingarkostnaði og' rekstraröryggi margfaldast. Með þessari aðferð verður komið í veg fyrir rennslistruflanir sökum ísmyndunar í opnum aðrennslis- skurðum. Starfsmenn Klæðningar hf., sem fréttaritari Morgunblaðsins ræddi við, sögðu að verkinu mið- aði vel áfram og allt gengi sam- kvæmt áætlun. Það eina sem hefði komið á óvart við verkið væri að bergið yst í fjallinu væri mun lausara í sér en gert hefði verið ráð fyrir. Þetta veldur vissum erf- iðleikum við sprengingar en að öðru leyti gengi allt vel og tíðar- farið léki við þá. — Björn Hugsanlegt að bolfískkvótínn verði aukinn um 23 þús. tonn HUGSANLEGT er að bolfisk- aflakvótinn verði aukinn um tæp 23 þúsund tonn, eða 5,2%, á þessu kvótatímabili, það er að segja fyrstu 8 mánuðina í ár. Miðað hefur verið við að bolfiskaflinn verði svipaður fyrstu 8 mánuði þessa árs og á sama tíma í fyrra og þegar veiðiheimildum var út- hlutað nú eftir áramótin var byggt á bráðabirgðatölum Fiski- félags íslands yfir afla fyrstu 8 mánuðina í fyrra. Þessar tölur voru hins vegar of lágar. Þorskaflinn fyrstu 8 mánuðina í fyrra var 9.600 tonnum (3,9%) meiri en tölur fiskifélagsins gáfu til kynna, ýsuaflinn var 8.590 tonn- um (21,5%) meiri, ufsaaflinn 150 tonnum meiri, karfaaflinn 500 tonnum (1%) meiri og grálúðuaflinn 3.800 tonnum (13%) meiri. Kristján Skarphéðinsson hjá sjávarútvegsráðuneytinu segir að ekki sé búið að ákveða hvort bol- fiskkvótinn verði aukinn á þessu Bráðabirgðalögin afgreidd frá Alþingi: Þrír þingmenn sjálfstæðis- manna sátu hjá í efri deild ÞRÍR þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu hjá í atkvæðagreiðslu í efri deild í gær, um staðfestingarfrumvarp bráðabirgðalaga ríkis- stjórnarinnar vegna kjarasamninga BHMR. Frumvarpið var sam- þykkt með 10 atkvæðum gegn 4, en 3 sátu hjá og fjórir voru fjarver- andi. Þingmennirnir sem sátu hjá voru Eyjólfur Konráð Jónsson, Guð- mundur H. Garðarsson og Þorvald- ur Garðar Kristjánsson. Sjálfstæð- isþingmennimir Halldór Blöndal og Salome Þorkelsdóttir greiddu at- kvæði gegn frumvarpinu, sem og þingmenn Kvennalistans, Danfríður Skarphéðinsdóttir og Guðrún Hall- dórsdóttir. Egill Jónsson þingmaður Sjálfstæðisflokks var fjarverandi. Allir viðstaddir þingmenn Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags, Borgara- flokks og Framsóknarflokks greiddu atkvæði með frumvarpinu, en fjarverandi voru Júlíus Sólnes Borgaraflokki, Svavar Gestsson Alþýðubandalagi og Valgerður Sverrisdóttir Framsóknarflokki. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í fjárhags- og viðskiptanefnd deildar- innar skiluðu hvor sínu nefndarálit- inu um frumvarpið. í áliti -Halldórs Blöndals sagði, að af siðferðilegum og pólitískum ástæðum væri sjálf- gert að greiða atkvæði gegn frum- varpinu. Eyjólfur Konráð Jónsson sagði hins vegar í sínu áliti, að eðlilegt væri að ríkisstjómin ein bæri ábyrgð á gjörðum sínum varð- andi bráðabirgðalögin á samninga BHMR. Þorvaldur Garðar Krist- jánsson tók í sama streng og Eyjólf- ur Konráð, þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu. , Staðfestingarfmmvarpið var í gær afgreitt frá efri deild en var afgreitt frá neðri deild í desember. Áður en til atkvæðagreiðslu kom þar, samþykkti þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins að greiða atkvæði gegn frumvarpinu og var þá talin hætta á að frumvarpið félli vegna yfirlýstrar andstöðu þriggja stjórn- arþingmanna við bráðabirgðalögin. Þegar að atkvæðagreiðslunni kom, sátu fjórir þingmerin Sjálfstæðis- flokksins hjá, auk tveggja stjómar- þingmanna. Sjá ennfremur bls. 26. kvótatímabili vegna þessarar skekkju en Landsamband íslenskra útvegsmanna vill að einungis loðnu- skipin fái að veiða þau 9.600 tonn, sem bætt yrði við þorskkvótann. Kristján segir að þegar þorskkvót- inn á fyrstu 8 mánuðunum í ár hafí verið ákveðinn hafi verið við það miðað að þorskur frá Græn- landi kæmi hingað til hrygningar í vor og það kæmi í ljós í febrúar eða mars hvort svo yrði. Hann segir að ef þorskkvótinn verði aukinn um 9.600 tonn sé sjáv- arútvegsráðherra heimilt að úthluta aukningunni eingöngu til loðnu- skipa á grundvelli 9. greinar laga um stjórn fiskveiða. Sú grein heim- ilar ráðherra að auka botnfiskkvóta sérveiðiskipa, í þessu tilfelli loðnu- skipa, á kostnað annarra skipa sé fyrirsjánlegt að verulegar breyting- ar verði á aflatekjum af sérveiðum. Sjávarútvegsráðherra vill hins vegar reyna að komast hjá því að beita 9. greininni, að sögn Kristjáns Skarphéðinssonar. Hann segir að einnig sé hægt að úthluta kvóta- aukningunni til togara og báta í réttu hlutfalli við þann kvóta, sem þeim hefði verið úthlutaður fyrir þetta kvótatímabil, svo og smábáta, það er að segja báta undir 10 tonn- um, í samræmi við endanlega út- hlutun til þeirra. Kristján segist búast við að meiri- hluti smábátaeigenda geti um næstu mánaðamót fengið að vita um endanlega úthlutun á aflakvóta til þeirra fyrir þetta kvótatímabii. Ekki sé hægt að segja til um hversu mikið útgerðir báta og togara hafi keypt af smábátakvóta undanfarið fyrr en endanlegri úthlutun á afla- kvóta smábáta verði lokið. Hins vegar sé ekki hægt að fullyrða það nú hvenær það verði vegna fjölda vafaatriða. Ákveðið hafði verið að þorskkvót- inn á þessu kvótatímabili yrði 245 þúsund tonn, ýsuaflinn 40 þúsund tonn, ufsaaflinn 65 þúsund tonn, karfaaflinn 55 þúsund tonn og grá- lúðuaflinn 30 þúsund tonn. Smábát- ar mega veiða rúm 14% af heildar- þorskkvótanum, um 7% af ýsukvót- anum og tæp 3% af ufsakvótanum. Einar S. Sigurðsson Lést í vinnuslysi Maðurinn sem um borð í báti á mánudag hét son til heimilis í Grindavík. Einar var 41 lætur eftir sig börn. lést af slysförum í Njarðvíkurhöfn Einar S. Sigurðs- á Leynisbraut 12 árs að aldri. Hann eiginkonu og þijú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.