Morgunblaðið - 24.01.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.01.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1991 Hvers vegna þýðingarskyldu? eftir Krislján Arnason Framtíð íslenskrar tungu * Þegar spurt er um framtíð íslenskrar tungu og menningar um þessar mundir, svara menn misjafn- lega og eru misjafnlega áhyggjufull- ir eða svartsýnir. Sumir telja að tungan muni líða undir lok, aðrir segja að hún'muni fljótlega breytast svo, fyrir erlend áhrif eða innri breytingar, að hún verði óþekkjan- leg, og enn aðrir telja litia ástæðu til svartsýni, íslensk tunga sé öflug og sterk, og muni lifa af allar hremmingar. Samt virðast allir sam- mála um að einhveijar blikur séu á lofti og menntamálaráðuneytið hafði greinilega áhyggjur í mars árið 1989, þegar það hratt af stað mál- ræktarátakinu fræga sem kennt var við það ár. Ég treysti mér illa til þess að spá fyrir um örlög íslenskrar tungu og menningar í umróti nútímans og framtíðarinnar, því þótt ég hafi fengist ögn við málfræði og málsögu á ég eins og margir fleiri erfitt með að henda reiður á óorðnum hlutum. Það er þó hægt að velta fyrir sér hvers eðlis sé hugsanleg hætt á að rofín verði í náinni framtíð þúsund ára gömul hefð klassískrar íslenskr- ar tungu og menningar, ef svo má að orði komast. Tvenns konar skaði gæti hér átt sér stað. Annar snýr að notkun tungunnar, en hinn að tungunni sjálfri og formi hennar. Önnur hættan er sú að menn hætti að nota íslensku til þeirra hluta sem hún hefur hingað til þjónað og taki upp annað tungumál. Hin hættan er að tungan breytist svo mikið að í sögu hennar verði skil, þannig að ekki verði lengur hægt að tala um íslensku, líka þeirri sem við þekkjum og hefur verið töluð hér frá land- námsöld, heldur komi upp einhver nýíslenska, íslenska tuttugustu og fyrstu aldarinnar, sem hugsanlega væri með allt öðru grundvallarkerfi en sú sem við þekkjum, kannski ekki beygingamál, heldur ósamsett (ísólerandi) mál eins og enska eða kínverska. Þótt þessi hætta sé vafalaust fyr- ir hendi, er hin ekki ómerkari, sú sem varðar notkunarsvið tungunnar, og það er hún sem ég vil drepa á í þessu greinarkorni. Notagildi tungunnar íslensk tunga hefur þjónað fólkinu í landinu þessi ellefu hundruð ár frá landnámi við dagleg störf jafnt sem við æðri listræna iðju og trúarlíf. Og hér áður fyrr, þegar að virtist steðja. hætta á því að önnur tunga tæki við, var spornað gegn og tungan hreinsuð og efld, (eins og fræðast_má um í riti Kjartans Ottós- sonar, íslensk málhreinsun, sem nýlega kom út á vegum Islenskrar málnefndar). Þetta er í stórum drátt- um sú stefna sem enn ríkir, á yfir- borðinu að minnsta kosti. Opinber íslensk málstefna, eftir því sem hún er til, er enn hreintungustefna, þar sem leitast er við að viðhalda beyg- ingarkerfi, hljóðkerfi og setninga- kerfi óbreyttu, og smíðuð eru, eftir því sem orkan leyfir, ný íslensk orð um nýja hluti og hugmyndir sem berast til landsins. Íðorðasmíð eins og sú sem stundað hefur verið hér er e.t.v. mikilvægasti þátturinn í málverndarstarfinu, ef framhald á að verða á þeirri stefnu sem ríkt hefur í þessum efnum. Tungan verð- ur að vera notadijúg þegnunum og nýtileg til þess að tala um hvað eina. Hinn augljósi keppinautur íslensk- unnar er enskán. Innflutt tækni og menningarstraumar hvers konar berast til okkar, fyrst og fremst á ensku. Fræðibækur og fræðakerfi eru á ensku, tæknimál er enskt, enska er mál dægurmenningarinnar og raunar hámenningarinnar líka að miklu leyti. Hættan er sú að enska taki við af íslensku sem annað mál, jafnrétthátt og jafnnotadijúgt íslenskunni. Ég leyfi mér hér að Kristján Árnason „Vil ég leyfa mér að árétta það sem er merg- urinn málsins og megin- röksemdin fyrir þýðing- arskyldunni, en það er réttur Islendinga til þess að fáþjónustu sjónvarps- stöðvanna framreidda á móðurmáli sínu, þannig að vald á íslensku dugi til að njóta efnisins.“ grípa til orðsins rétthár, um tungu- mál, því oft er talað um rétt eins tungumáls gagnvart öðru. Vel má tala um rétt menningar og máls til þess að lifa í samkeppni við aðra menningu. Við þekkjum ekki í okkar landi missættið og deilurnar sem sprottið geta um réttarstöðu tungu- mála og menningar, en um þetta eru mýmörg dæmi í heimssögunni. Sú saga er oft ótrúlega blóði drifin, og þau eru ófá ríkin sem eiga við slíkan vanda að glíma. Margir kannast við sögu af heldri manni, við skulum segja að hann hafi verið danskur, sem talaði frönsku við kónginn, þýsku við kaup- manninn og dönsku við hestinn sinn. Ýmsir hafa bent á, og ekki bara íslenskir menn, að svo kynni að fará að þegar alþjóðahyggjan hafi fengið að renna sitt skeið til enda og áhrif hennar náð hámarki, yrðu þjóðtung- ur að einskonar eldhúsmálum og yrðu notaðar einungis innan veggja heimila þegar nánasta fjölskylda ræddist við. Sænskur prófessor lýsti því einu sinni á ráðstefnu sem ég sat hvernig hugsast gæti að Evrópa og kannski allur heimurinn, liti út eftir nokkra áratugi. Það væru tveir heimar eða lög í samfélaginu, ann- ars vegar heimur hinnar alþjóðlegu elítu, sem hann nefndi svo, sem tal- aði ensku, eða eitthvert annað al- þjóðatúngumál, og hins vegar heim- ur vernaculorum, heimalninganna sem töluðu móðurtungu sína innan heimilisins og hugsanlega við ein- hver dagleg störf í verksmiðjum og óæðri vinnustöðum, og að sjálfsögðu við hundinn sinn. I fyrra las ég það í dönsku blaði að þar í landi hefði verið komið á fót menntaskóla- kennslu sem fer algerlega fram á ensku. Danskir kennarar kenna dönskum ungmennum á ensku. (Að vísu ekki danskar bókmenntir.) Þessi kennsla var ætluð þeim sem hugð- ust, eins og það hét á dönsku, „lave en intemationel karriere". Á þeirri sömu ráðstefnu og ég minntist á áðan heyrði ég annan sænskan prófessor lýsa yfir því að hann teldi það síður en svo fráleitt að kennsla í sænskum háskólum færi fram á ensku, þótt honum dytti ekki í hug að leggja sænsku niður sem þjóðtungu og jafnvel ekki sem menningartungu. Þankagangur eins og þessi virðist ekki enn eiga upp á pallborðið hér. Háskóli íslands hefur nýlega ályktað um það að hann fylgi hreintungu- stefnunni. Nýlega var samþykkt í háskólaráði áætlun um málrækt og nýyrðasmíð, þar sem skyldur háskól- ans í þessum efnum eru skilgreindar og afmarkaðar. Þár segir m.a. að því aðeins verði „vísindi hluti af íslenskri menningu, að um þau geti menn rætt og ritað á íslensku" og lagt var til að íðorðasmíð megi líta á „sem sjálfsagðan hluta af fræða- og rannsóknastarfi fastráðins kenn- ara í Háskóla íslands“. Ég tel að þessi viljayfirlýsing ráðsins sé af- skaplega mikilvæg í íslenskri mál- pólitík. Menn hafa gert sér grein fyrir því að mikilvægast er að hægt sé að nota íslenska tungu um sem flest, og hreintungustefnan felst í því að leitast skuli við að finna íslensk heiti um innflutt fræðihug- tök. Réttur okkar til að nota íslensku Varnarstarfið, sem flestir ef ekki allir stjórnmálaflokkar í landinu hafa lýst stuðningi við, byggist að miklu leyti á því að tryggja notkunarsvið málsins. Ef skerðing verður á því umhverfi þar sem íslenska nýtist sem tungumál, þá er höggvið skarð í varnarmúrinn. Það myndi því ekki samrýmast stefnu neins íslensks stjórnmálaflokks að stuðla að því að notkunarsvið íslensks máls væri skert. Ég minntist áðan á rétt tungu- mála og rétt íslensku gagnvart ensku. Þótt talað sé um rétt tung- unnar og menningarinnar til að við- haldast, er sá réttur sem um er að ræða ekki síður réttur einstaklinga til þess að nýta sína eigin tungu, sitt móðurmál. Réttur íslenskunnar og réttur íslenskra manna til þess að nota tungu sína er í raun og veru eitt og hið sama og þessi réttur hefur verið býsna ótvíræður og raun- ar hefur réttarstaðan farið batn- andi. Menn hafa lengi orðið að sæta því að kaupa innfluttar vörur með erlehdum merkingum og áletrunum, en úr þessu hefur dregið á seinni árum. Það verður æ algengara að hægt sé að lesa Ieiðbeiningar og upplýsingar með ýmiss konar varn- ingi á íslensku. Ég minnist þess í æsku að fara í bíó án þess að skilja orð af því sem fram fór, en nú dett- ur engu kvikmyndahúsi í hug að sýna erlenda bíómynd án þess að hún sé textuð. Ég hef það frá fyrstu hendi að myndbandaleigur séu svo til eingöngu með textað efni, og að fólk hætti jafnvel við að taka mynd- bönd á leigu ef þau eru ekki textuð. Útvarpslög I þessu sambandi beinist athyglin að útvarþslögum. Þau lög sem nú eru í gildi eru frá árinu 1985, og voru mikil bylting frá því sem verið hafði áður. Þar var stóraukið frelsi til alls konar ljósvakafjöimiðlunar eins og það hefur verið nefnt. Kveð- ið var á um það í lagatextanum sjálf- um að endurskoða skyldi lögin innan þriggja ára. Það hefði því átt að endurskoða þau ekki síðar en 27. júlí 1988. En nú er janúar 1991 og lögin hafa ekki enn verið endurskoð- uð._ I útvarpslögunum frá 1985 og reglugerð sem sett var á grundvelli þeirra var mörkuð sú stefna að ,,[ú]t- varpsstöðvar skul[i] stuðla að al- mennri menningarþróun og efla íslenska tungu“. I reglugerðinni seg- ir ennfreumur, að ,,[e]fni á erlendu máli, sem sýnt er í sjónvarpi, skuli jafnan fylgja íslenskt tal eða neðan- málstexti á íslensku, eftir því sem við á hveiju sinni. Það skal þó ekki eiga við, þegar í hlut eiga erlendir söngtextar eða þegar dreift er við- stöðulaust um gervihnött og mót- tökustöð fréttum eða dagskrárefni, sem gerist í sömu andrá. í síðast- greindu tilviki skal að jafnaði fylgja kynning eða endursögn þular“. í þessum reglum kemur fram ótv- íræður vilji löggjafans að gæta þess tvíhliða réttar sem ég minntist á áðan og kallaði rétt íslenskrar tungu, rétt menningarinnar til að lifa og viðhaldast, og rétt einstaklinganna til þess að nota sína eigin tungu og fá fjölmiðlaefni í máli sem þeir skilja best allra mála þrátt fyrir allt. Rétturinn í stríði um þýðingar Á þeim stríðstímum sem nú eru hef- ur geisað eitt lítið stríð hér uppi á Fróni um þýðingarskyldu á erlendu sjónvarpsefni. Stöð 2 hóf, í blóra við gildandi reglur, útsendingar á ótext- uðu og óþýddu fréttaefni, sem end- urvarpað var beint frá CNN-sjón- varpsstöðinni bandarísku. Útvarps- réttarnefnd ályktaði að þetta væri ólöglegt og bæri því að banna það. Síðan gerðist það 17. janúar sl. að menntamálaráðuneytið gaf út reglu- gerð um breytingu á þeirri reglugerð sem ég vitnaði til áðan um þýðingar- skyldu I nýrri reglugerð er orðalagi hnikað til þannig að þýðingarskyld- an er ekki lengur jafn ótvíræð. LAUNAGREIÐENDUR Innheimta tryggingagjalds Þann 1. janúar 1991 komu til fram- kvæmda lög um tryggingagjald. Tryggingagjald er sérstakt gjald sem launagreiðendum ber að inna af hendi af vinnulaunum, reiknuðu endurgjaldi o.fl. Með því er sameinuð innheimta launatengdra gjalda. Tryggingagjaldið kemur í stað launaskatts, lífeyristrygginga- gjalds, slysatryggingagjalds, atvinnuleysistryggingagjalds og vinnueftirlitsgjalds. Gjaldstig tryggingagjalds Tryggingagjald er lagt á í tveimur gjaldflokkum, þ.e. sérstökum og almennum. • í sérstökum gjaldflokki er gjaldið 2,5% af gjaldstofni. I þeim flokki eru landbúnaður, iðnaður og sjávar- útvegur. ' í almennum gjaldflokki er gjaldið 6% af gjaldstofni. í þeim flokki eru allar aðrar gjaldskyldar atvinnu- greinarsem ekki falla undirsérstak- an gjaldflokk. Gjalddagi og eindagi Gjalddagi tryggingagjalds er 1. dagur hvers mánaðar vegna launa næstliðins mánaðar og eindagi er 14 dögum síðar. Gíróseðlar Á næstu dögum fá launagreið- endur sendan áritaðan gíróseðil vegna tryggingagjalds með upp- lýsingum um greiðanda, greiðslu- tímabil o.fl. Skil er unnt að gera í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum hjá innheimtumönnum ríkissjóðs, í Reykjavík hjá tollstjóra. Þeir sem ekki hafa gíróseðil en þurfa að standa skil á trygginga- gjaldi geta fengið sérstakan greiðslu- seðil, RSK 5.28, hjá innheimtu- mönnum tryggingagjalds. Upplýsingabæklingur Nánari upplýsingar um trygginga- gjaid er að finna í sérstökum upplýs- ingabæklingi sem sendur verður launagreiðendum á næstu dögum. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.