Morgunblaðið - 24.01.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.01.1991, Blaðsíða 38
I 38 - MÖRGÚNBLA'ÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1991 Ast er... IZ-27 ... að fá að gráta á öxl pabba. TM Reg. U.S. Pal Otf.—all nghts reserved c 1990 Los Angeles Times Syndicete Það er 14 daga skilafrestur á öllum trúlofunarhringj- um . Á þvottavélarhurðinni er kringlótt rúða. Á örbylgju-' ofninum er líka rúða, en ferhyrnd ...? HOGNI HREKKVISI Draumar og merking þeirra - síðari hluti Til Velvakanda. Brautryðjanda að rannsóknum á draumum og draumþýðingum verður að telja austurríska tauga- lækninn Sigmund Freud (1856- 1939). Stikla verður á stóru þegar sagt er frá niðurstöðum Freuds, lærisveina hans og nokkurra ann- arra er rannsakað hafa eðli drauma. _ Freud segir okkur að draumar okkar fjalli um ýmsar sálarflækj- ur, bældar hvatir, heftar ástríður, svo og hömlum þeim sem við leggj- um á okkur, einkum í kynferðis- málum. Bældum hvötum er þrýst niður í undirvitundina, þar geija þær og samlagast fyrri óráðnum flækjum. Fáist ekki eðlileg útrás fyrir tilhneigingar í vöku, þá bæt- um við okkur þetta upp í draumi. Draumar hafa hagnýtan tilgang, þeir verka eins og öryggisventlar sem hleypa út öllum sálarflækjum og óþægindum. Þeim manni sem væri varnað að dreyma væri mikil hætta búin, hann myndi með tímanum verða geðtruflaður vegna þess að ótal óráðnar hugsanir hefta tilkomu annarra. Þess vegna er það nauð- synlegt fyrir andlega og líkamlega velferð okkar að losna við álagið gegnum öryggisventlana, í svefni. Að eðlisfari erum við eigingjörn og árásargjörn, einkum í kynferð- ismálum. Frumstæð eðlishvötin ristir djúpt í okkur en menningin og siðvenjur þjóðfélagsins leggja hömlur á okkur. Við beislum því hvatir okkar og þannig fá þær ekki eðlilega útrás. Það sem Freud kallar „ódipus komplex“ eða „trauma“ er áverki eða áfall það sem við urðum fyrir við fæðingu. Taugaveiklun eða taugaþjökun fylgir mörgum þeim frá fæðingu sem ekki hafa slitið sig úr tengslum við móðurbindingu. Aldrei hefur verið skorið á naflastrenginn ef svo mætti að orði komast. Margir eru þeir sálfræðingar sem vilja rekja ótta, innilokunarkennd (klaust- rofobi) móðursýki og aðra tauga- veiklun allt til þess er við lágum í móðurkviði (Rank, Jes Bertelsen, Reich o.fl.). Allir þessir „komplex- ar“ sem við ráðum ekki við í vöku leita á okkur í draumi. „Sumir eiga sorgir og sumir eiga þrá, sem aðeins í draumheimi upp- fyllast má.“ (D.S.) Sálfræðingur- inn Carl Jung, sem var lærisveinn Freuds, var læriföður sínum sam- mála um að í draumum birtust óuppfylltar óskir okkar og þrár. Jung áleit þó að draumar ættu ekki aðeins við um óuppfylltar óskir eða liðin atvik, heldur boðuðu einnig ókomna atburði. Jung talar um sálarorku í stað kynorku. Sálarorka er ómeðvituð orka sem ekki lýtur almennum vitsmunum, segir Jung. Hugtök eins og guð, djöfull og sál verða ekki skilgreind með dómgreind, eða skynsemi, segir hann. í undir- vitundinni, handan skilnings og skynsemi er trúarleg eðlisávísun sem er mikils valdandi um það hvað gerist í sálarlífi okkar og draumum. Þótt Jung telji það afar mikilvægt að geta túlkað drauma rétt, þá viðurkennir hann þó um leið að ógerningur sé að setja fram fastar reglur um draumþýðingar. Meðvitundin er ákaflega flókin starfsemi, þar sem ýmsar hugsanir af ólíkum uppruna gera vart við sig. Olíklegt má telja að undirvit- undin sem er að starfi í draumi ráði betur fram úr þessum flóknu áhrifum. Eru draumar e.t.v. eins og vé- fréttin frá Delfi, óraunhæf goðspá? Við skulum í lokin rétt kynna okkur hvað Alfreð Adler (1870- 1937) hefur að segja um það. Fyr- ir daga Adlers var enginn munur gerður á draumum og hugarflugi okkar í daglegu lífi. Hvort tveggja var „hugarburður“ svo notuð séu orð hans. Draumar eru ekki alltaf vottur um óuppfylltar óskir, eða leifar frá bernskuárum. Þeir fjalla fyrst og fremst um nærtæk atvik og málefni úr daglega lífinu. Hug- myndaflugi mannsins eru engin takmörk sett, hvorki í vöku né draumi. í dagdraumum kemur fram valdhneigð, árásarhneigð og óskhyggja, einkum í kynferðismál- um. Frá blautu barnsbeini kemur þessi valdahneigð fram í leik barnsins, keppni, íþróttum o.s.frv. Þegar við fáum ekki vilja okkar framgengt eða mætum mótspyrnu grípum við til hugmyndaflugsins til að leysa málefni okkar. í svefni losnar um bönd rökhyggju og heil- brigðrar skynsemi og hugmynda- flugið getur þá leikið lausum hala. Hugurinn leitar mótvægis og bæt- ir sér upp minnimáttarkennd dags- ins. í svefni geta menn leikið hvaða hlutverk sem er. Hlutverk forstjór- ans, hlutverk ráðherrans, konungs eða keisara, ekkert er lengur ómögulegt. Adler getur haft margt til síns máls, en eins og Freud hefur hann verið gagnrýndur fyrir ofurkapp það sem hann leggur á valdhneig- ingu og þátt kynferðismála við draumatúlkanir. Algildum sannleika kynnumst við aldrei, nema að nafninu tii, og gildir það jafnt um draumþýðingar sem annað. Hver hefur það sem hann álítur réttast og sannast. Richardt Ryel Köttur Þessi fressköttur fannst í Kópavogi fyrir rúmri viku en er búinn að vera lengi á sömu slóðum. Hann er gulur og hvít- ur og alveg ómerktur. Upplýs- ingar í síma 73461. Víkveiji skrifar Víkverji hefur fylgst í forundran með deilu aðstoðarlækna á sjúkrahúsum og ríkisins, þar sem læknarnir hafa krafist þess að fá tvöfalt yfirvinnukaup fyrir þá vinnu sem fer fram yfir 16 tíma vinnu- lotu. En venjulega vinna þeir 26 tíma vaktir þriðja til fjórða hvern sólarhring og þetta kerfi mun hafa verið lengi við lýði! Án þess að Víkveiji geti slegið því föstu hefur hann á tilfinning- unni að læknunum sé þessi langi vinnutími ekki svo mjög á móti skapi, sérstaklega ef laun þeirra verða hækkuð, enda gefur mikil vinna miklar tekjur. Á sama tíma virðast passað upp á að framboð í stéttinni verði ekki of mikið, svo yfirvinnan deilist ekki á fleiri, með fjöldatakmörkunum í læknadeild Háskólans. Hins vegar hljóta allir að vita, og sérstaklega læknar, að andvökur og álag slæva dómgreind og við- brögð. Víkveija finnst að almenn- ingur, sem getur átt líf sitt og limi undir því að læknar hugsi sæmilega skýrt, eigi að sameinast um þá kröfu, að þessi vitleysa verði stöðv- uð og komið verði á vaktakerfi á sjúkrahúsum þar sem tekið verði tillit til hagsmuna sjúklinga ekki síður en lækna. Mannskepnan er smá og leggur ein og sér lítið á vogarskálar heimsins. Þetta kom Víkveija í hug þegar hann fylgdist með fréttum af Persaflóastríðinu. Þar skutu Bandaríkjamenn meðal annars tug- um eða hundruðum svokallaðra Tomahawk-stýriflauga á írak og fram kom að hver flaug kostaði 1,3 milljónirbandaríkjadala. Það svarar til 70-80 milljóna króna eða þess sem venjulegur íslendingur vinnur sér inn á heilli starfsævi. Það hlýtur að vera nokkuð sér- kennileg staða, sem komin er upp í íslenzkum fjölmiðlaheimi, þeg- ar áhorfendur ríkissjónvarpsins og Stöðvar 2, bíða orðið í ofvæni eftir að dagskrá þessara stöðva ljúki - svo að unnt sé að sjá hvað er að gerast í heimsfréttunum. Eins dæsa menn af óánægju víða um land, þegar dagsskrárnar hefjast, því að þá er eins og slitið er á fréttataug við veröldina. Víkveiji hefur staðið sjálfan sig að þessu og fjölskyldu sína, en kannski er ekki um mark- tæka fjölskyldu að ræða, þar sem í henni eru miklir fréttafíklar, ef nota má það orð. Nóttina, sem loftárásirnar á Bagdad hófust og Víkverji sat og horfði á CNN lýsa því sem fyrir augu bar þar syðra hringdi síminn. I símanum var Islendingur staddur í Portúgal, sem einnig var að horfa á CNN. Hann hringdi heim til þess að spyijast fyrir um, hvað væri að gerast. Ástæðan var að útsending CNN þar syðra var öll á portúg- ölsku og hann skildi ekki hvað fram fór. Hann sá hins vegar að eitthvað mikið var að gerast, en til þess að fá botn í það, varð hann að hringja heim. Síðastliðið föstudagskvöld hringdi aldraður maður í Hlíða- hverfi á ritstjórn Morgunblaðsins og spurði, hvort hætt væri að bera blaðið út í hverfið hans. Blaðið væri ekki komið. Sá sem svaraði í símann kvað það ekki óeðlilegt, þar sem verið væri að ljúka við blaðið og prentun ekki hafin. Maðurinn baðst afsökunar, kvaðst hafa dottað og talið að kominn væri morgunn. Svona væri það, þegar menn vektu við að horfa á heimsfréttirnar. Það er eins víst að margur Islendingur- inn er vansvefta um þéssar mundir eftir vökur við sjónvarpið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.