Morgunblaðið - 24.01.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.01.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANUAR 1991 jK**9t Útgefandi mfyfofrife Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri HaraldurSveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúarritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, símí 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 100 kr. eintakið. Gjald fyrir sjónvarpsrásir A thyglisverð frétt birtist í Morg- /\ unblaðinu í gær um sjónvarps márl Bretlandi. Þar sagði m.a.: „Á þessu ári verður útsendingarréttur brezku sjónvarpsstöðvanna ITV seld- ur hæstbjóðanda. Tilboðsfrestur renn- ur út 31. janúar nk. .. Nú var ákveð- ið að halda uppboð á útsendingarrétt- inum og verður að bjóða sérstaklega í hvert þessara 15 svæða (sjónvarps- stöðvarnar eru svæðisbundnar, inn- skot Mbl.) og rekstur morgunsjón- varpsins. Rétturinn verður að líkind- um til 10 ára í þetta skipti. Eftir þrýst- ing frá sjónvarpsfyrirtækjunum var ákveðið, að það væri ekki sjálfgefíð, að hæstbjóðandi fengi útsendingar- réttinn, heldur þyrfti hann að upp- fylla ákveðnar gæðakröfur. Sérstakt sjónvarpsráð fjallar um umsóknimar og ákveður á haustdögum, hveijir fá réttinn á hverju svæði.“ Hér era starfræktar tvær sjón- varpsstöðvar og nú endurvarpa þær jafnframt útsendingum tveggja gervi- hnattasjónvarpsstöðva. Þar að auki er Stöð 2, eftir því sem bezt verður vitað, handhafi þriðju sjónvarpsrásar- innar, sem upphaflega var úthlutað til Sýnar hf. Að vísu kann það að vera álitamál, hvort svo sé. Útvarps- leyfí til Sýnar hf. er fallið niður en ágreiningur kann að vera um, hvort í því felist, að úthlutun sjónvarpsrásar til fýrirtækisins hafí verið afturkölluð. Áðferðir Breta, sem hafa áratuga reynslu af sjónvarpsstarfsemi vekja upp spurningar. Hvers vegna er það sjálfsagt, að sjónvarpsrás, sem úthlut- að hefur verið til eins fyrirtækis gangi kaupum og sölum, eins og gerðist er Stöð 2 yfirtók rekstur Sýnar hf.? Þar verða gæði, sem úthlutað er án endur- gjalds af almannavaldi að tekjulind fyrir þá, sem fengu rásinni úthlutað í því skyni að hefja reksturþriðju sjón- varpsstöðvarinnar. Er hægt að fram- selja slíkan rétt með þeim hætti, sem gert var eða seljendur og kaupendur töldu, að hefði verið gert? Er það ekki ámælisvert af samgönguráðu- neyti að láta það óátalið? Nú stendur yfír á vegum Ríkisút- varpsins og Stöðvar 2 endurvarp á fréttum tveggja erlendra gervihnatta- sjónvarpsstöðva. Verði niðurstaðan sú, að eftirspum sé eftir slíkum út- sendingum, þegar til lengri tíma er litið má spytja, hvort það sé sjálfsagt mál með hliðsjón af framansögðu, að t.d. Stöð 2 noti Sýnarrásina til að senda út fréttir CNN-sjónvarpsstöðv- arinnar? Svavar Gestsson, menntamálaráð- herra, tók ákvörðun um það fyrir nokkrum dögum að rýmka heimild til gervihnattasendinga frá því, sem ver- ið hafði í þeirri reglugerð, sem Stöð 2 braut með upphaflegum útsending- um á fréttum CNN. Þar með lagði ráðherrann blessun sína yfír hið upp- haflega brot og er það út af fyrir sig íhugunarefni, hvort ráðherra í ríkis- stjórn getur unnið með þeim hætti. Á Spáni era þung viðurlög við brotum á þeim lögum og regium, sem sett hafa verið um sjónvarpsstarfsemi og ef um alvarlegt brot er að ræða er hægt að svipta sjónvarpsstöð útsend- ingarleyfí í skemmri eða lengri tíma. í kjölfar þessarar ákvörðunar ráðher- rans, hóf RÚV útsendingar á fréttum brezku Skæ-stöðvarinnar. Þegar tekið er tillit til þessara erlendu fréttaút- sendinga er einungis lítið brot af efni innlendu sjónvarpsstöðvanna íslenzkt. Þær era eins og nú standa sakir að verulegu leyti endurvarpsstöðvar fyrir erlend sjónvarpsfyrirtæki. í forystugrein í Morgunblaðinu í síðustu viku sagði m.a.: „Fari svo fram sem horfír er mikil hætta á því, að landsmenn tali jafn bjagaða íslenzku, þegar fram í sækir og sagt er, að sumir landsmenn hafí gert á niðurlægingarárum danska tímabils- ins.“ Að sumu leyti er betra, að íslend- ingar eigi kost á því að fylgjast með útsendingum margra gervihnatta- stöðva, jafnvel allra, en þær eru nú að verða 20 talsins, heldur en einnar. Það getur varla verið markmið lög- gjafans að vemda dulbúna einokun CNN og Skæ. Hin erlendu menningar- áhrif dreifast meira og koma frá mörgum þjóðlöndum, eru ýmist á ensku, amerísku, þýzku, frönsku, spænsku eða ítölsku og sjálfsagt á fleiri tungumálum. Hættan á því, að þjóðin verði fyrir yfírþyrmandi áhrif- um úr einni átt verður þar með minni. Pjöldi sjónvarpsrása, sem hægt er að nýta, er hins vegar takmarkaður og fáránlegt, að einstaklingar eða fyrirtæki fái þeim úthlutað endur- gjaidslaust, að ekki sé talað um, að leyfílegt sé að framselja slíka úthlutun til annarra fyrirtækja eða einstaklinga gegn greiðslu. Hér eigum við að fylgja fordæmi Breta og úthluta sjónvarpsrásum gegn endurgjaldi, hugsanlega til hæstbjóðanda, ef svo ber við, að fleiri sæki um en íjöldi nothæfra rása leyf- ir úthlutun til. Tekjumöguleikarnir í sambandi við dreifingu á erlendu sjón- varpsefni með þeim hætti, sem RÚV og Stöð 2 gera nú era veralegir og þar sem um takmörkuð gæði er að tefla er fráleitt að úthluta þeim án endurgjalds. Þeim fjármunum, sem inn koma vegna úthlutunar á sjónvarpsrásum yrði bezt varið til þess að stórefla íslenzka dagskrárgerð í þeim innlendu sjónvarpsstöðvum, sem hér era starf- ræktar. Með því móti verður sam- keppnisstaða þeirra gagnvark erlendu gervihnattasjónvarpi stórbætt. Reynsla annarra þjóða bendir til, að þar sem öflugar innlendar sjónvarps- stöðvar eru starfræktar hafí gervi- hnattasjónvörp minni möguleika en ella. Þess vegna skiptir miklu, að ta- kast megi að bæta og auka það íslenzka efni, sem sent er út í íslenzku sjónvarpsstöðvunum tveimur. En þá þarf líka að vera fyrir hendi mepning- arlegur metnaður á innlendu sjón- varpsstöðvunum. Við getum ekki lokað okkur af frá umheiminum, eins og Morgunblaðið sagði í forystugrein um þessi mál í síðustu viku en við getum heldur ekki lokað augunum fyrir þeim hættum, sem að tungu okkar og menningu steðja. Með því að taka umtalsvert gjald fyrir þær sjónvarpsrásir, sem þarf.til að senda út erlent gervihnatta- sjónvarp og nota það gjald til þess að efla innlenda dagskrárgerð getum við snúið vöm í sókn. Það er svo umhugsunarefni út af fyrir sig í þessu sambandi, að vegna aðildar að EB geta sjónvarpsfyrirtæki í öðrum EB-löndum keypt upp brezk- ar sjónvarpsstöðvar að hluta til eða öllu leyti. Hver væri staða okkar, ef íslenzk menningarlandhelgi væri öll- um opin með þeim hætti? Á vettvangi ofbeldisverka Rauða hersins í Vilnius í Litháe Tilbúnir að berjasl byssum gegn skri( VIÐ KOMUM til Vilnius í Litháen á þriðja tímanum á laugardag að loknum þriggja tíma kappakstri í bílalest frá Rigu. Brottförinni hafði seinkað nokkuð vegna þess að Jón Baldvin saknaði um morguninn tösku sem hann hafði vitað af í herbergi sínu kvöldið áður. Menn tóku þetta nærri sér og hvísiað var um að KGB hefði brotist inn á ráðherrann sofandi. Skömmu síðar fannst taskan í anddyri hótelsins með öllu sem í henni hafði verið, þar á meðal 20 þúsund sænskum krónum en ekki var á mönnum að heyra að sú staðreynd drægi úr möguleikunum á því að KGB hefði verið að verki. Það var ískalt i Vilnius, snjóföl yfir og götur hálar og við sikksökkuðum milli akreina í átt að hótelinu þar sem við áttum að fá hálftíma til að koma okkur fyrir áður en farið yrði til þing- hússins þar sem Landsbergis forseti og aðrir forsvarsmenn lýðveldisins hafa haldið til undanfarið ásamt hundruðum sjálfboðaliða. Skammt frá hótelinu ókum við fram hjá sjónvarpshúsinu þar sem óvopnað fólk hafði verið skotið með dom-dom-kúlum og kramið undir skriðdrekabeltum sunnudaginn áður. Við húsið stóðu hermenn gráir fyrir járnum og vökt- uðu sundurskotna bygginguna þar sem gardínur blöktu út um brotnar rúður. Handan götunnar stóð þögull mannfjöldi og hélt á lofti fánum Eystrasaltsríkjanna og hinnar pólsku Samstöðu. Á gangstéttinni stóðu blómakörfur og kveikt hafði verið á fjölmörgum kertum í bæn fyrir sálum hinna drepnu. Jón Baldvin var farinn að ræða við Landsbergis og á leið að þinghús- inu lentum við aftan við hertrakk og sátu 8 hermenn á pallinum. Ragn- ar fór strax að mynda þá í gegnum bílrúðuna og þegar einn þeirra benti reiðilega á okkur og kallaði til félaga sinna veifaði Ragnar til hans og hann brosti og veifaði á móti enda sjálfsagt óvanur slíkri kveðju á göt- unum í Vilnius. Við beygðum í átt að þinghúsinu og fóram um fyrsta vegartálmann þegar um þtjú hundr- uð metrar voru ófarnir. Það þarf réttu pappírana Aðkoman að þinghúsinu hér er allt önnur en í Riga, þetta er nýleg bygging og miklar grasflatir um- hverfis. Á flötunum loga eldar og eins og í Riga era viðarstaflamir nálægir. Fjöldi fólks situr við eldana og þegar ekið er að hliðardyram stendur þar fjöldi fólks og við sjáum að á torginu framan við húsið eru þúsundir. Úti fyllir sama reykjarlykt- in og í Riga vitin en við ætlum að flýta okkur inn í þinghúsið til að mynda og ræða við fólkið sem þar hefur haldið til á aðra viku og getur átt von á atlögu frá sovéthemum hvenær sem er. Við smeygjum okkur á milli vamargarða, sem hlaðnir hafa verið úr sandfylltum strigapokum, og að rimlahliði þar sem við þurfum að fara í gegn til að komast inn í húsið. Verðir með talstöðvar og tvíhleyptar haglabyssur stöðva för okkar og eftir þref er okkur bent á biðröð þar sem við getum fengið réttu pappírana. Þar bíða okkar passar og veifandi þeim er okkur hleypt í gegn og inn í þinghúsið. Jesús og María, frelsið sálir okkar Um allt era axlarhá virki hlaðin úr sandpokunum. Mörg hundrað ei- drauð slökkvitæki blasa við. Bensín- sprengjur sjást víða, 12 og 12 í kassa. í stólum og á flatsængum era sofandi menn, margir með hagla- byssur sér við hlið, einstaka með litla riffla en aðrir hafa ekki annað en lurka eða rörbúta. Sumir eru að spila á spil, hlusta á útvarp og við nokkur sjónvarpstæki hafa menn safnast saman til að horfa á Persaflóastríðið í Sky. Eg ræði við þijá þessara manna sem ætla að mæta skriðdrek- um og dom-dom-kúlum með hagla- byssur og bensínsprengjur að vopni. Þaðan höldum við áfram að ganga um þetta mikla hús og fylgjumst með þegar landsfrægur leikflokkur skemmtir á jarðhæðinni við frábærar undirtektir mannanna. Á jarðhæð- inni situr gömul kona og selur talna- bönd og dýrlingamyndir. Ég kaupi þijú talnabönd. Eftir dijúga stund förum við út og í þröngina við aðal- inngang þingsins. Þar blakta íslenski og litháski fáninn hlið við hlið og undir er mikill borði, sem á ér letr- að: Jezau, Marija, myliu jus, belbezit sielas! Mér er sagt að þetta þýði: Jesús og María, við tilbiðjum ykkur, frelsið sálir okkar! Við einn bálköstinn standa 40-50 konur og karlar, langflest roskin, og syngja einum stoltum rómi þjóðsöng sinn og síðan hvern ættjarðarsönginn ÓOíab; WflenocE/n p°A«jrB c ''OAOM; ne mcrnswE r r0P£ s i Lítil stúlka lærir sögu. af öðrum. Aðalinngangi þinghússins hefur verið lokað með hlöðnum vegg úr granítklöppum og á hann eru fest- ar hundruð ádeilu- og skopmynda, mótmælaspjöld með slagorðum. Við myndir af fórnarlömbum hafa verið lögð blóm og kveikt á kertum. Á gaddavírsflækju hefur verið festur fjöldi mynda sem börn hafa teiknað af skriðdrekum, manndrápum, hetj- um og illmennum. Skammt undan er veggur þakinn fréttamyndum sem sýna Rauða herinn og fómarlömb hans blóðuga sunnudaginn, eins og menn hér kalla 13. janúar. Fólkið virðir þetta fyrir sér af ákafa. Við göngum fram og til baka, milli bálk- astanna þar sem fólkið omar sér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.