Morgunblaðið - 24.01.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.01.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1991 23 n: c með hagla- ðdrekunum Morgunblaðið/Ragnar Axelsson þögult og að stórhýsi við hlið þing- hússins, þar sem risastór fáni með rauðum krossi á hvítum fleti gefur til kynna að þama sé hlynnt að særð- um. Hryllingur á áður óbirtu myndbandi Okkur hefur verið boðið að horfa með Jóni Baldvin, Arnóri og fleirum á myndband af atburðunum 13. jan- úar. Við horfum á hermennina skjóta óvopnað fólk af innan við hálfsmetra færi og sjáum fólk deyja á sjúkra- húsi af áverkum eftir skriðdrekabelt- in. Þetta höfðum við hvorki séð í sjónvarpsstöðvunum heima né í gervihnattastöðvum. Líklega hefur ekki mátt ofbjóða áhorfendum. Hálfiamaður yfirgefur maður þessa sýningu og gengur inn í salinn þar sem blaðamannafundur Jóns Blad- vins og Landsbergis er að hefjast. Þetta er stærsti blaðamannafund- ur sem ég hef verið viðstaddur, og ég held að aldrei hafi jafnmörgum myndavélum verið beint að íslensk- um ráðherra. Þarna er líklega á þriðja hundrað fréttamanna og myndasmiða úr öllum heimshornum. Landsbergis ítrekar óskir um að þeir sem viðurkenni sjálfstæði Litháens stígi skrefið til fulls og skiptist á sendimönnum við landið. Jón Baldvin fer hörðum orðum um framferði Sov- étmanna, ábyrgð Kremlar og Gor- batsjovs og tekur dýpra í árinni en nokkru sinni fyrr um að það sé ekki spurning hvort heldur hvenær Lithá- en og Island skiptist á sendimönnum. Hann segir að við heimkomu sína muni ríkisstjóm íslands á ný taka til skoðunar möguleikana á því í ljósi viðræðna ráðherrans við ráðamenn í öllum Eystrasaltslöndunum. Svarthúfur ofsækja forystumenn Að loknum blaðamannafundinum fer ráðherrann út úr þinghúsinu, gengur á milli eldanna og fólkið fagnar honum með lófataki og hróp- ar Viva Island. Ráðherrann borðar með Landsbergis í kvöld en við í móttökuhúsi ríkisstjórnarinnar. Með- an við sofum á hótel Drygaste, banka svarthúfusveitimar upp á heima hjá Raumanas Bogdanas aðalráðgjafa Landsbergis. Bogdanas er í þinghús- inu en flýtir sér heim þegar kona hans sendir honum neyðarkall. Hann er nýkominn heim þegar svarthúf- umar beija upp á aftur og heimta að hann opni. Þegar því er ekki svar- að, doka þeir um stund en fara svo í burtu. Atburðir af þessu tagi verða æ tíðari, Bogdanas er sá þriðji úr fremstu röð sjálfstæðissinna sem orðið hefur fyrir ofsóknum svart- húfnanna. Þrátt fyrir þetta er ekki að sjá að Bogdanas sé brugðið þegar hann næsta morgun fylgir Jóni Bald- vin í kirkjugarðinn þar sem bætt er blómum við minnisvarða við legstað fórnarlamba blóðbaðsins 13. janúar. Að þessu loknu göngum við um gamla bæinn og dvölinni í Vilnius lýkur í troðfullri dómkirkju kaþólikka við torgið þar sem 500 þúsund fylgdu fórnarlömbunum til grafar. Texti: Pétur Gunnarsson Myndir: Ragnar Axelsson Ekki vitum við hvort þessir hermenn voru komnir til Vilnius þann 13. janúar en húfur þeirra eru eins og þeirra sem við sáum ganga hvað harðast fram á myndbandinu í þinghúsinu. Þegar þessi sá mynda- vélina varð hann illilegur og hrökk við en þegar ljósmyndarinn veif- aði til hans brosti hann og veifaði á móti. Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Úkraínumaðurinn Tímothei ræðir við Gestudis og aðra litháska vopnabræður sína. Ef við deyjum þá munu margir þeirra dejja líka VIÐ MUNUM aldrei beita vopn- um okkar að fyrra bragði en ef skriðdrekarnir láta til skarar skríða tökum við á móti og gef- umst aldrei upp,“ sagði Gestudis Maximavitsjus, 35 ára gamall Lithái, sem Morgunblaðið ræddi við í þinghúsinu í Vilnius. „Kannski mun ég deyja og ég er tilbúinn að deyja fyrir Lithá- en. Kannski verður mín saknað eins og þeirra sem saknað er úr sjónvarpsstöðinni og kannski verð ég tekinn höndum, hvað veit ég um það. Ef hér verður blóðbað sér umheimurinn kannski loksins að Litháen ætlar sér að verða frjálst. í 50 ár höf- um við verið þrælar kommún- ista.“ Gestudis er ræktunarfræðingur frá Varena, um 100 kílómetra suð- ur af Vilnius. Hann segir að þegar spennan hafi tekið að vaxa í lýð- veldinu hafí hann og aðrir félagar í „Samtökum til varnar efnahag Litháens“, sem hafi það markmið að koma í veg fyrir að framleiðslu- vörur séu fluttar endurgjaldslaust úr landinu, verið beðnir að veija þinghúsið. Þeir hafi svarað kallinu án þess að hika. „Við höfum ekki góð vopn, bara haglabyssur og litla riffla, en ég er ánægður með að vera hér í hópi fólks hvaðanæva að, ekki bara Litháa heldur einnig Pólvetja, Rússa og Úkraínu- manna,“ segir Gestudis Maxima- vitsjus. Skriðdrekarnir brenna vel Gírgos er 21 árs félagi Gestudis frá Varena og hann er einnig í samtökunum með langa nafnið. Hann fellst á að ræða við mig en vill ekki gefa fullt nafn. „Eins og ástandið var orðið urðum við að koma hingað. Við viljum lifa í frjálsu Litháen og það er betra að deyja hér en að vera áfram þræll annarra,“ segir hann þegar ég Gestudis Maximavitsjus, til hægri, og félagi hans Gírgos. spyr hann af hveiju hann hafi komið í þinghúsið. „Þetta var ekki erfið ákvörðun. Við fengum 15 mínútur til að ákveða okkur, sum- ir fóru, en ég ákvað að vera í þing- inu og hef aldrei séð eftir því. Eg þjónaði í Rauða hernum rétt hjá Kaliningrad fyrir rúmu ári og ég er tilbúinn að beijast við þennan djöfulsins her sem fer með nýliða, sérstaklega frá Eystrasaltslöndun- um, eins og skepnur. Eldri her- menn ofsækja okkur og yfirmenn kalla okkur öllum illum nöfnum. Nú skammast ég mín fyrir að hafa gegnt þessari herþjónustu,“ -segir hann. „Sovéskir skriðdrekar eru kannski þeir hraðskreiðustu í heimi en þeir eru góður eldsmatur og ef þeir koma þá munum við kveikja í þeim. Kannski deyjum við allir en margir þeirra munu líka deyja,“ segir Gírgos. Af því að þetta gæti gerst í Ukraínu „Það sem er að gerast hér gæti gerst í Úkraínu bráðum. Kannski hefur Gorbatsjov ekki fengið nóg blóð, kannski hann vilji fleiri fórn- arlömb,“ segir Timothei Gibold- ovski. Hann er 32 ára og einn af 10 Úkraínumönnum, sem ganga um þinghús Litháa í grænum ein- kennisbúningi. „Einkennisbúning- urinn er tákn fyrir vesturhluta Úkraínu. Þar börðumst við á 18. og 19. öld fyrir frelsi undan pólsku og austurrísku oki. Með því að koma hingað get ég kannski kom- ið í veg fyrir að_ það sem gerst hefur hér gerist í Úkraínu. 10 okk- ar eru komnir hingað og ég mun beijast við Gorbatsjov-mafíuna þangað til annaðhvort gerist að þetta blóði drifna heimsveldi gefst upp fyrir Litháum eða ég ligg dauður.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.