Morgunblaðið - 26.01.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.01.1991, Blaðsíða 10
' lÓRtíÚkBLAÖlÐ' 'LÁÚGÁRDAtiÚR' 26. jXÚÚXR' 1091 10 Varanlegar menjar ________Myndlist______________ EiríkurÞorláksson Nú stendur yfír í austursal Kjar- valsstaða sýning frá hendi ungrar listakonu, Arngunnar Ýrar Gylfa- dóttur. Sýningin ber yfírskriftina „Varanlegar menjar“, eftir þeim fjórum myndaseríum, sem eru eins konar kjarni hennar. Arngunnur Ýr er ein úr vaxandi hópAslenskra listamanna, sem má segja að starfí á alþjóðlegum grunni fremur en íslenskum. Það er ekki aðeins að viðkomandi hafí fengið sína listmenntun bæði hér á landi og síðan beggja vegna Atlantshafs- ins, heldur starfar þetta listafólk áfram á sama hátt, vinnur um tíma á íslandi, síðan í Evrópu og loks í Bandaríkjunum - og sýnir svo af- raksturinn hér heima. Þessi lýsing gildir um báðar þær sýningar sem nú eru í gangi á Kjarvalsstöðum, og á síðasta ári var haldinn nokkur fjöldi sýninga, sem svipað má segja um. Þessi aukni alþjóðabragur í íslenskri myndlist verður vissulega til að auðga þann myndheim sem landsmönnum stendur til boða. En ijölbreytnin er ekki mælikvarði í sjálfu sér, og því er gaman að sjá að Arngunnur Ýr hefur lagt ákveðnar hugmyndir til grundvallar sýningu sinni. Hún skýrir þær stutt- lega í lítilli og gagnlegri sýningar- skráj þar sem hún segir m.a.: „Eg hafði... áhuga á að not- færa mér ýmiss konar tækni sam- fara málverkinu með því að skapa eins konar veggmyndir, sem væru í senn málverk og skúlptúr. . . . í Varanlegum menjum vildi ég sýna innri líkamann sem veröld sem við í raun þekkjum og skiljum ekki, og höfum lítið vald yfír. Hann er sem tákn hins óvaranlega og óörugga, í senn leyndardómsfullur og fagur, og ógnvekjandi og ljótur. Eg vildi reyna að sameina hugmyndir um andann og holdið sem eitthvað skylt frekar en aðskilið." Meginuppistaða sýningarinnar birtist í fjórum seríum, sem heita „Varanlegar menjar“ I, II, III og IV. í hverri eru fjórar myndir, sem tengjast greinilega hinum seríun- um; þannig er fyrsta myndin ætíð af ávöxtum (nr. 10, 14, 18, 22), næst koma glerverk (nr. 11, 15‘, 19, 23) o.s.frv. En menjar hvers er hér um að ræða? Listakonan gefur í þessum verkum sterklega til kynna tilfínn- ingu sína fyrir hringiðu lífs og dauða; allt er ferskt og blómstrandi einn daginn, en skyndilejga skorpið og fölnað þann næsta. Ahorfendur eru minntir á að litagleði lífsins er aðeins stundarfyrirbrigði, og kuldi dauðans er ávallt á næsta leiti. Ef til vill er ferillinn frá mýkt flauels- ins (nr. 13) til hörku marmarans (nr. 25) besta vísbendingin um það. Á sama hátt og samband lífs og dauða er öllum leyndardómur nema hinum innilega trúuðu, eru krank- leikar líkamans og innri form hans flestum hulinn heimur nema hinum innvígðu í heilbrigðisgeiranum. Því er vel til fundið hjá Arngunni Ýr að fjalla andspænis „Varanlegum menjurn" um dulúð mannslíkamans, eins og hún birtist í röntgenmynd- um; listakonan segir í sýningar- Hermann Baumann Joseph Ognibene Þorkell Jóelsson Emil Friðfinnsson Sinfóníutónleikar Tónlist Jón Asgeirsson Tþnleikar Sinfóníuhljómsveit- ar íslands sl. fimmtudag voru sérkennilega samsettir. Þeir hó- fust á hljómsveitarútfærslum sem Tsjajkovskíj gerði á fjórum smáverkum eftir Mozart. Þessar útfærslur eru ekki merkilegar að gerð og sannar það, að elskuleg- ur skáldskapur nýtur sín best í upprunalegri gerð sinni og batnar sjaldan þó reynt sé að blása hann upp í umfangsstærra form. Á eftir þessum undarlega sam- setningi eftir Tsjajkovskíj kom eitt af meistaraverkum Mozarts, nefnilega Homkonsert nr. 3, Es- dúr konsertinn, og þar var ein- leikari homsnillingurinn Her- mann Baumann. Leikur Bau- manns var glæsilegur, sérstak- lega í lokakaflanum. Hægt er að velta því fyrir sér hvort fallegra sé að leika miðþáttinn, Rómöns- una, aðeins hægar en Baumann gerði, þó án þess að reynt sé að gera þessa yndislegu tónlist róm- antíska. Hvað um það þá var Mozart hressilega leikinn, sem fellur vel við hreina og tæra list þessa einstæða snillings. Manfred, eftir Byron, var á sínum tíma verk sem hafði margvísleg áhrif og til eru mörg tónverk sem tengjast þessu ljóðdrama. Manfred forleikurinn eftir Schumann er það eina sem stundum er leikið af þessari leik- hústónlist Schumanns, sem er ágætlega gert verk en ekki sér- lega áhugavert, nema fyrir þá sök, að það heyrist sjaldan. Líklega, eins og með Manfred- sinfóníuna eftir Tsjajkovskíj, geldur verkið þess að mynd hins tvíráða Manfreds hefur dofanð með árunum og á hann slegið skugga af öðrum og meira áber- andi „karakterum“ nútímans. Þessi tónverk hafa því misst slag- kraft sinn og spennu, vegna þess að hlustendur hvorki vita eða hafa tilfínningu fyrir innihaldi þeirra. Sérkennileg samsetning þess- ara tónleika, sem minnst var á í upphafí, á við um fyrsta verkið og Manfred-forleikinn. Val síðasta verksins tengist komu Hermanns Baumann og var ásamt Mozart konsertinum það sem áhugaverðast var á þessum tónleikum. Samleikur homis- tanna var mjög góður en ásamt Baumann léku Joseph Ognibene, Þorkell Jóelsson og Emil Frið- fínnson. Joseph Ognibene er fyrr- verandi nemandi Baumanns en Emil er nú í námi hjá meistaran- um, svo að þama var vel sam- stilltur hópur. Homkvartett er óvenjuleg skipan en þessi „kvart- ett-konsert“ er hin skemmtileg- asta tónsmíð og gefur homistum tækifæri til að útfæra með glæsi- brag hinn gullmjúka hljóm hom- anna, sem svo sannarlega mátti heyra í leik félaganna. Sinfóníuhljómsveit íslands, undir stjóm Petri Sakari, lék ágætlega, bæði í hornkonsertin- um eftir Mozart og í Manfred: forleiknum eftir Schumann. í „Mozart-verkinu“ eftir Tsjaj- kovskíj, áttu nokkrir félagar hljómsveitarinnar ágætar ein- leiksstófur í tilbrigðakaflanum og að því leiti til var flutningur verksins ánægjulegur. *mw. » » a u » m m m m .* t>«( » « * »'-■»* ar.-»t a -w* skránni að þessar hjálparmyndir læknavísindanna hafí „flókna þýð- ingu, þar sem þær eru oft tákn um sjúkdóma og hrörnun en búa samt yfir undarlegri fegurð og leyndar- dómi“. Þetta sýnir hún með því að setja röntgenmyndir í ljósakassa og lýsa upp aftan frá; oft er aðskota- hlutum (steinum, beinum, eða hár- um) bætt inn í kassana, sem eykur enn við það andrúmsloft furðu- heims, sem fylgir þessum sérkenni- legu kössum. Þessi sýning Arngunnar Ýrar er um margt athyglisvert upphaf á nýju myndlistarári. Þarna er fjallað um lífið og dauðann, hin eilífu við- fangsefni tnenningarsögunnar, og kemur sterkt fram að listakonan fínnur fegurð í hvoru tveggja, jafn- framt því sem hún veltir fyrir sér á hvern hátt hinir ýmsu þættir tengjast. Tæknilega velur Arn- gunnur Ýr síðan þær vinnuaðferðir sem hún telur henta viðfangsefninu best hveiju sinni, og er óbundin af hefðum í því vali. Styrkur sýningarinnar felst í við- fangsefni, sem gefur heildinni þann ferska svip sem er aðalsmerki skap- andi myndlistar. Á vissan hátt má einnig segja að í því felist veikleiki einstakra verka, því án þess sam- Arngunnur Ýr Gylfadóttir: „Varanlegar menjar"; hluti. hengis sem heildin veitir verður hvert þeirra vissulega ekki jafn. kraftmikið. En það verður athyglis- vert að sjá hvernig listakonan á eftir að vinna úr öðrum viðfangs- efnum á sýningum sínum í fram- tíðinni. Sýningu Arngunnar Ýrar í aust- ursal Kjarvalsstaða lýkur sunnu- daginn 27. janúar. Umsjónarmaður Gísli Jónsson Með þökkum birti ég bréf frá Erni Bjarnasyni í Reykjavík: „Hafðu fyrst af öllu þakkir fyrir ágæta pistla. Tilefni þess að ég sendi þér línu, er nafngjöf þess fyrirbæris, sem á þýzku heitir Einfiihlung (samanber 568. þátt þinn í Morgunblaðinu 16. desember) og þýtt hefir verið empathy á ensku. Um þetta hafa verið not- uð heitin hluttekning, samúð og samúðarskilningur. Ekkert þeirra er þó nægilega lýsandi fyrir það, sem í hugtak- inu felst: Að varpa eigin per- sónuleika yfir á annan, til þess að skilja hann betur (Orðabók Webster’s) — eða eins og því er lýst í læknisfræðinni: Innsæi í reynslu, tilfinningar og hugsanir annarra. Hér má hins vegar beita þeim aðferðum við orðmyndun, sem lýst er í fyrrnefndum þætti og liggur þá beint við að gefa því heitið innúð.“ Braglind þín mun djúp, þó þomi tjöm hjá þjóð. En höil þín á hugans björgum mun standa alhrein um aldir skálda. (Úr kveðju Jóhannesar Kjarvals til Ein- ars Benediktssonar sextugs.) ★ Herbert Jónsson á Akureyri hefur oft komið að máli við mig vegna orðanna notandi, neyt- andi og neysla. Finnst honum einkum að orðið neytendur hafi nú fengið allt of víða merkingu og sé þrásinnis notað, þar sem ætti að hafa notendur. Ég er honum að verulegu leyti sam- mála. Að vísu er þess að gæta, að í íslenskri samheitaorða- bók er svo sem enginn munur gerður orðanna notandi og neytandi, en í Orðabók Menn- ingarsjóðs er neytandi hins vegar skilgreint svo; „Sá sem neytir einhvers (eink- um andrætt framleiðandi)." Nýuþykir okkur Herbert sem farið sé að víkka merkingu þessa orðs um of, kannski fyrir áhrif frá . enska orðinu consumer. Herbert færði mér bækling frá Pósti og síma, og þar er til dæmis: „Græn númer hafa rutt sér til rúms víða um lönd á mjög skömmum tíma og komið hefur í ljós, að neytendur hringja frek- ar í græn númer en senda t.d. pöntunarseðla, auk þess sem viðskiptin" taka mun skemmri tíma.“ Þama höldum við Herbert að átt sé við símnotendur, við vilj- um heldur tala um notendur símans en „neytendur“ hans. Þá sjáum við fyrir okkur of kynduga mynd. Og við erum ekki hrifnir af orðum eins og „menningar- neysla“ og „kennsluneysla“, þótt við látum okkur vel líka neyslu góðs matar. í stuttu máli í lokin: Geta ekki neytendur alltaf verið not- endur, en ekki öfugt nema stundum? Viljið þið velta þessu fyrir ykkur með mér? Sjá og JAJ hér í blaðinu 13. þ.m. og aftur 20. Þættinum hefur borist svo- felld viðbót frá ritstjóra Flug- orðasafns, Jónínu M. Guðnadótt- ur. „í 572. þætti Islensks máls var birtur greinarstúfur frá mér um hugtök og heiti sem flug- orðanefnd hefur fjallað um á fundum sínum. Af orðum mínum mátti kannski skilja að öll feit- letruðu orðin í greininni væru nýyrði nefndarinnar sem ekki hefði enn reynt á í samfelldu máli. Svo er þó ekki. Mörg orðanna birtust sem nýyrði fyrir tæpum aldarfjórðungi í bókinni Flugið, sem kom út í íslenskri þýðingu Baldurs Jónssonar árið 1966 í Alfræðisafni AB. Þaðan voru orðin hnita, veltivængur, velti- vængja, færivængja og aftur- strokinn. Orðið þura um hljóðfráa þotu sem nefnt var í greininni er reyndar ekki nýtt af nálinni heldur. Það er sótt í flugorða- 574. þáttur safnið frá 1956 (Nýyrði IV). Orðið er fornt örvarheiti, sömu merkingar og orðið þota, en I meðförum nefndarinnar var því gefin sértækari merking. Önnur ný heiti sem nefnd voru eru á hinn bóginn hreinar nýsmíðar nefndarinnar. Öll þessi heiti nefndi ég í sömu andrá „nýyrði“, en það er vissu- lega teygjanlegt hugtak. Því sendi ég þessar línur að skýrara komi fram að flugorðanefnd leit- ast jöfnum höndum við að halda til haga því sem vel hefur verið gert til þessa dags og smíða ný heiti þar sem þeirra er þörf.“ Mannsnafnið Birgir er skylt sögninni að bjarga, ætli það sé ekki sá sem bjargar öðrum eða bjargast sjálfur, er birgur eða borgið. Um þetta nafn segir E.H. Lind: „Icke funnet i áldre tiden. Frán Island blott ett par fall.“ Svo er sagt í Sturlungu að skillitill strákur félli í bardaga 1242, og er það langelsta dæmi nafnsins í bókmenntum okkar. Hið næsta er frá 1474. í mann- talinu 1703 var einn á öllu landinu, Birgir Guðmundsson, sjö ára gamall niðursetningur á Þverárhlíðarhreppi í Mýrasýslu. Svo hverfur nafnið langar og dimmaraldir, enginn 1801,1845 né 1870. En einhvern tíma um síðustu aldamót lifnar nafnið, við; era þrír 1910, og svo rís landið, svo að um munar. Arin 1921-50 fá 443 sveinar þetta nafn, í þjóðskrá 1982 eru þeir 1030 og 20-40 í mörgum síðustu árgöngum. Hlymkrekur handan kvað (eða öllu heldur stældi úr ensku): Hann rauk upp með vindhviðukóf, svo klæðin af Ingveldi hóf; hún náði strípuð í Valda, og nú muntu halda að næsta braglína sé gróf. P.s. Þökk sé Markúsi Erni Antonssyni fyrir að segja evró- sport, ekki ómyndina ,júró“- sport. ísland er nefnilega í Evr- ópu (ekki ,,Júrópu“), og sumir nota evrókort. .unuoaq lousn mo[q- -oorin po .BftlISrf!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.