Morgunblaðið - 26.01.1991, Page 15
Gengið og utanríkisviðskiptin
Eðlilegra fyrirkomulag gengis-
ákvörðunar er að markaðslögmálin
fái að njóta sín þannig að framboð
og eftirspurn gjaldeyris hafi eitt-
hvað að segja um formlegt gengi
krónunnar. Við slíkar aðstæður
væri meira jafnvægi á utanríkisvið-
skiptum þjóðarinnar en undanfarna
áratugi. Sé litið aftur til ársins
1960 hefur verið halli á viðskiptum
við útlönd í 24 ár af því 31 ári sem
nú er liðið eða rösklega þrjú ár af
hveijum fjórum. Þannig hafa er-
lendar skuldir þjóðarinnar vaxið
hratt í hlutfalli við landsframleiðslu
og nema nú meira en helmingi
hennar. Hvar liggja hættumörkin?
Sala veiðileyfa
Reyndar er næsta víst að réðu
markaðslögmálin formlegu gengi
krónunnar væru sveiflur í hag-
vexti, verðbólgu og raungengi eitt-
hvað minni en þó ekki úr sögunni
að öðru óbreyttu. Þetta er einfald-
lega vegna þess að framboð gjald-
eyris og eftirspum eru mjög háð
tekjum til sjós. Ef markaðslögmálin
réðu formlegu gengi krónunnar
mætti hins vegar búast við lægra
raungengi og betri samkeppnis-
stöðu en ella. Öflugri jöfnun á af-
komu útgerðar en felst í Verðjöfn-
unarsjóði sjávarútvegsins myndi á
hinn bóginn leiða til meiri stöðug-
leika. Hér er átt við stöðugleika í
samkeppnisstöðu, hagvexti og verð-
lagi. Slíku marki má ná með sölu
veiðileyfa þar sem markaðsöflin
ráða kaupum og sölu.
Verðmyndun veiðileyfa
Hvernig má það vera að sala
veiðileyfa deyfi skaðlegar sveiflur?
Skýring þessa felst í tveimur atrið-
um, annars vegar í verðmyndun
veiðileyfa og hins vegar í ráðstöfun
sölutekna þeirra vegna. Þegar vel
árar til sjós er afli á sóknareiningu
mikill. Við slíkar aðstæður er mark-
aðsverð aflakvóta tiltölulega hátt,
að öðru óbreyttu. Hið gagnstæða á
við þegar afiabrögð eru léleg — þá
er verð aflakvóta lágt. Fyrir þessu
er þegar komin reynsla. Þannig
verða veiðileyfakaup tiltölulega stór
kostnaðarliður útgerðar þegar vel
árar til sjós en minnka í aflasam-
drætti. Með sölu veiðileyfa er því
dregið úr offjárfestingu og eyðslu
gjaldeyris þegar aflabrögð eru góð.
Þannig er dregið úr þenslu eftir-
spurnar. Jafnframt er dregið úr
yfirboðum útgerðar á innlendum
aðföngum og þannig slegið á óða-
vöxt kostnaðar og verðbólgu.
Ráðstöfun sölutekna
Hvað með tekjur af veiðileyfa-
sölu? Ráðstöfun þeirra hefur vissu-
lega áhrif á þann árangur sem
næst með sölu veiðileyfa. Þetta má
sjá á því að núverandi kerfi ókeyp-
is úthlutunar aflakvóta jafngildir
því, að ríkið selji veiðileyfin og end-
urgreiði kaupendum andvirði þeirra
þegar í stað. Þetta á við ef litið er
fram hjá kostnaði við viðskiptin og
því að slík ókeypis úthlutun fer fram
samkvæmt úthlutunarkerfi stjórn-
málamanna. Þessi ókeypis úthlutun
er hagkvæm leið fyrir stjómmála-
menn í atkvæðaleit og hún er hag-
kvæm þeim sem kvótann hlýtur —
ókeypis — en hún er skaðleg at-
vinnulífínu í landinu og aimenningi.
Verðugir kapítalistar
Við ókeypis úthlutun veiðileyfa
verða bæði almenningur og sam-
Gott fyrír
meltínguna
íslensk
framleíðsla
Dreifíng:
Faxafell hf. símí 51775
MORGÚNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1991
15
keppnisgreinar af arði auðlindar-
innar. Þessir aðilar eru fórnarlömb
sveiflna, versnandi samkeppnis-
stöðu og skuldasöfnunar sem á
rætur að rekja til of hárrar gengis-
skráningar. Hagkvæmasta úthlut-
un sölutekna af veiðileyfum — arðs
auðlindarinnar — er að veita þeim
beint til almennings, með jöfnum
reglubundnum greiðslum. Með því
móti mun almenningur velja verð-
uga kapítalista til framþróunar at-
vinnulífs. Þetta mun almenningur
gera með eyðslu sinni og sparnaði
i stað þess að til verði kapítalistar
— óverðskuldað — sumir valdir
samkvæmt ákvörðun stjórnmála-
manna.
1 Raungengi er mælikvarði á raunveruleg-
an framleioslukostnað hér á landi í saman-
burði við framleiðslukostnað erlendis, mælt
í sömu mynt. —1
llöfundur er hugfræðingur.
Janúartilboð
Þorramalur Urvals norðlenskur þorramatur fyrir hópa. Upplýsingar gefur Jón Þorsteinn í síma 17260. Hk
Kúrekaskór barna Stærðir: 28-35 Litur: Brúnn Verð: 2.590,-
aáSKÖVERpil Bnuat NQATÚN
Laugaveg 95 S. 624590
V- i
Líf í lit með
Hárlitunarkeppni
Hótei íslandi, sunnudaginn 27.
janúar. Húsiðopnarkl.20.
Komið og sjáið litrika keppni, þar sem
íslenskt hársnyrtifólk sýnir listir sínar
í hárlitun.
Heiðursgestur og yfirdómari:
Cristian Forster