Morgunblaðið - 26.01.1991, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 26.01.1991, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANUAR 1991 17 Sigríður Ella Magnús- dóttir syngur á ljóða- tónleikum Gerðubergs FJÓRÐU tónleikarnir í ljóða- tónleikaröð Gerðubergs verða haldnir sunnudaginn 27. jan- úar kl. 16.00. Sigríður Ella Magnúsdóttir mezzósópran mun syngja lög eftir Brahms, Wagner og Þórarin Guð- mundsson. Jónas Ingimundar- son mun annast undirleikinn. Sigríður Ella hóf ung tónlist- arnám og voru söngkennarar hennar hér á landi Sigurður De- metz, María Markan og Einar Kristjánsson. Sigríður dvaldi mörg ár við framhaldsnám í Vínarborg og naut þar leiðsagnar færustu kennara. Hún hefur starfað erlendis síðastliðin ár en hefur auk þess tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi sem ljóða- söngvari og á tónleikum með kórum svo og Sinfóníuhljómsveit íslands en ekki síst sem óperu- söngvari. Sigríður Ella hefur sungið í flestum Evrópulöndum og Ameríku, en einnig í Japan og Kóreu, þar sem hún ferðaðist um með Covent Garden óperunni Sigríður Ella Magnúsdóttir og hefur hún hlotið einróma lof fyrir söng sinn. Tónleikar Signýjar Sæmunds- dóttur sem vera áttu 14. febrúar falla niður um óákveðinn tíma. Askrifendum er bent á að áskrift- in fyrir febrúar gildir á þessa tónleika. (Fréttatilkynning) Orgeltónleikar í Bústaðakirkju: Verk Cesars Franks á þremur tónleikum Á NÆSTU mánuðum verða haldnir orgeltónleikar í Bú- staðakirkju. Tilefnið er Orgelár Bústaðakirkju, sem er söfnunar- ár kirkjunnar vegna kaupa á orgeli, sem nýlega hefur verið tekið í notkun. Þessi tónleikaröð hefst sunnu- daginn 27. janúar kl. 17 með fyrstu tónleikum af þremur, sem helgaðir verða Cesari Frank. Ætlunin er að 10 organistar leiki öll verk Ces- ars Franks á þessum þremur tón- leikum. Á þessum fyrstu hljómleik- um leika eftirtaldir orgelleikarar. Guðmundur Guðjónsson, orgelleik- ari Vestmannaeyjakirkju, Glúmur Gylfason orgelleikari Selfoss- kirkju, Reynir Jónasson orgelleik- ari Neskirkju og Friðrik Stefáns- son orgelleikari Grundarfjarðar- kirkju. Aðrir Cesar Frank tónleikar verða haldnir 10. mars og 12. maí. Alls verða haldnir 9 hljómleikar á þessum vetri. Sunnudaginn 10. febrúar verða haldni blandaðir tón- leikar fluttir af kennurum Tónlist- arskóla Hafnaríjarðar ásamt org- anista Bústaðakirkju, Guðna Þ. Guðmundssyni. Sunnudaginn 3. mars flytur Ragnar Björnsson org- elhljómleika. Mozart tónleikar Bústaðakirkja verða haldnir 28. mars með fjölda einsöngvara og hljóðfæraleikara. Sunnudaginn 14. apríl verða jazz og blús tónleikar með hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar og söng- konunum Ingveldi Ólafsdóttur, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Stef- aníu Valgeirsdóttur. Sunnudaginn 28. apríl flytur Marteinn H. Frið- riksson orgelhljómleika. Tónleika- röðinni lýkur svo 26. maí með létt- um sumartónleikum. Allir tónleik- arnir hefjast kl. 17.00. Cesar Frank tónleikarnir eru skipulagðir af söngmálastjóra þjóðkirkjunnar, Hauki Guðlaugs- syni, en aðrir tónleikar af organ- ista Bústaðakirkju, Guðna Þ. Guð- mundssyni. Píanó- tónleik- ar EPTA SÍÐARI píanótónleikar Hall- dórs Haraldssonar á vegum Evrópubandalags píanókennara verða haldnir í Kirkjuhvoli, Garðabæ, mánudaginn 28. jan- úar kl. 20.30. Á efnisskrá hans er Pathétique- sónatan og 32 tilbrigði í c-moll eft- ir Beethoven, 3 þjóðlög frá Csik- héraði eftir Bartók, Oiseaux tristes eftir Ravel, Pour le Piano eftir Debussy og noktúrna í cís-moll og pólonesa í As-dúr eftir Chopin. Aðgöngumiðar við innganginn. Halldór Haraldsson Sýnið ýtrustu varkárni. yfir hvað sem fyrir er. Hitaveita Reykjavíkur brýnir fyrir ökumönnum jeppa og vélsleða að sýna ýtrustu gætni í vetrarumferð nálægt Nesjavallaæð, lögn Hitaveitur Reykjavíkur á Mosfellsheiði. Á þeim köflum þar sem snjór hylur æðina geta myndast stór holrúm undir sjónum umhverfis hana, varhugaverð allri umferð. Forðist því hugsanleg óhöpp á fólki, skemmdir á farartækjum eða hitaveitulögn. Akið aðeins yfir Nesjavallaæða á sérstökum, vel merktum yfirkeyrslum, sem víða hafa verið byggðar yfir æðina. Yfirkeyrslur bera ökutæki með allt að 10 tonna öxulþunga. Hitaveita Reykjavíkur hefur gefið út bækling sem sýnir legu Nesjavallaæðar og allra yfirkeyrslna. Ennfremur fylgir Loran C staðsetningartafla fyrir yfirkeyrslur. Merkingar við Nesjavallaæð Yfirkeyrsla er bak við þetta merki yr\ xl Yfirkeyrsla er milli þessara merkja Bæklingurirm liggur frammi hjá Hitaveitu Reykjavíkur Grensásvegi 1,128 Reykjavík, sími 600100 og verður hann sendur þeim sem þess óska. Ennfremur hefur honum verið dreift til björgunar- sveita, ýmissa klúbba, fyrirtækja og félagasamtaka sem tengjast ferðalögum og útivist. Þá liggur bæklingurinn frammi á nokkrum bensín- stöðvum, sem næst liggja Mosfellsheiði. Góða ferð - góða heimkomu. HITAVEITA RBYKJAVfKUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.