Morgunblaðið - 26.01.1991, Síða 20
2^-
reei haukai .as ji'joaqmaouaj ojuajuhuouoi
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1991
Sovéska fréttastofan Interfax:
*
Irakar taldir eiga
100 Exocet-flaugar
London. The Daily Telegraph.
VOPNIÐ, sem olli Bretum mestum vanda í stríðinu 1982 gegn Arg-
entínumönnum vegna Falklandseyja, var Ecocet-flaugin sem smíðuð
er í Frakklandi. Argentínumönnum tókst að sökkva tundurspillinum
Sheffield og valda miklu tjóni á nokkrum öðrum herskipum. Sérfræð-
ingar álíta að írakar ráði yfir um 100 slíkum flaugum, hugsanlega
fleiri.
Yfirmenn íraska
hersins skotnir
^ Moskvu. Reuter.
OHÁÐA sovéska fréttastofan Interfax hafði í gær eftir heimildar-
mönnum í sovéska varnarmálaráðuneytinu að Saddam Hussein
Iraksforseti hefði látið skjóta yfirmenn í íraska flughernum og
loftvarnarsveitum hans eftir hrakfarir í Persaflóastríðinu. Tals-
menn íraska sendiráðsins í Moskvu neituðu fréttinni þegar í stað
°g sögðu hana aðeins vera hluta af sálfræðihernaði þeim er írak-
ar nú væru beittir. Varnarmálaráðuneyti Sovétríkjanna og Banda-
ríkjanna vildu hvorugt staðfesta fréttina en neituðu henni ekki
heldur.
Irakar beittu Exocet-flaugum
mjög gegn írönskum skipum á Persa-
flóa í stríðinu gegn írönum sem háð
var 1980-1988. í maí 1987 skaut
Mirage-þota íraska flughersins
Exocet-flaug af misgáningi á banda-
rísku freigátuna Stark sem var á
vakki á Persaflóa og létust þá 37
skipveijar. Samkvæmt fréttum frá
Saudi-Arabíu var a.m.k. ein af þrem
íröskum þotum, sem reyndu að ráð-
ast á bresk herskip á Persaflóa á
flmmtudag, vopnuð AM-39 Exocet-
flaugum. Saudi-arabískir flugmenn
skutu tvær vélanna niður og hin
þriðja flúði.
Erfitt er að fullyrða nokkuð um
fjölda írösku Exoeet-flauganna en
Irakar voru meðal bestu viðskipta-
vina frönsku Aerospatiale-verksmiðj-
anna sem hófu að selja Exocet-flaug-
ar af áðurnefndri gerð, sem ætluð
er til árása úr lofti á skip, árið 1980.
Orrustuþotumar, sem skjóta flaug-
unum, fljúga svo lágt að þær verða
vart greindar í ratsj4 andstæðing-
anna.
Alls hefur Aerospatiale selt um
2.000 flaugar af áðurnefndri gerð
um allan heim. Hver eldflaug ber
um 700 kg af hefðbundnu sprengi-
Hætt að sýna
stríðsfanga í
Irak um sinn
Nikosíu, París. Reuter.
IRAKAR sögðust í gær ætla að
hætta sýningum á stríðsföngum
úr fjölþjóðahernum við Persa-
flóa í sjónvarpi þar til „tíma-
bært“ ýrði að hefja þær á ný.
Útvarpið í Bagdad hafði þetta
eftir talsmanni íraska upplýsinga-
málaráðuneytisins. Sjónvarpið’
hefði þegar sýnt stríðsfangana nóg
að sinni. „Talsmaðurinn lofaði
þegnum landsins, arabísku þjóð-
inni og heimsbyggðinni að sjón-
varpið hæfi sýningar á stríðsföng-
unum þegar það yrði tímabært,"
bætti útvarpið við.
Skömmu áður hafði íraska sjón-
varpið sýnt viðtöl við þijá banda-
ríska flugmenn, sem teknir voru
til fanga eftir að þotur þeirra höfðu
verið skotnar niður. Áverkar sáust
á mönnunum og þeir töluðu eins
og þeir væru hálfsofandi. Banda-
menn segja að sýningarnar bijóti
í bága við Genfarsáttmálann frá.
1948 um meðferð stríðsfanga.
Michel Rocard, forsætisráðherra
Frakklands, hvatti Qölmiðla lands-
ins til að sýna ekki myndir af
frönskum flugmönnum sem kynnu
að verða teknir til fanga í írak.
„Slíkar myndir eru til skammar
og óþolandi auðmýking fyrir fang-
ana og fjölskyldur þeirra,“ sagði í
bréfi forsætisráðherrans til fjöl-
miðlanna. Engar franskar herflug-
vélar hafa verið skotnar niður til
þessa.
efni, er skotið úr liðlega 60 km fjar-
lægð frá skotmarkinu og flýgur með
aðstoð ratsjár í um tveggja metra
hæð yfir sjónum. Mjög erfitt er að
uppgötva flaugina og hún er fádæma
markviss. Einkum er reynt að miða
flauginni á þann skipsins þar sem
talið er að stjómstöð þess sé að finna.
Interfax hafði eftir „vel upplýst-'
um heimildarmanni innan hersins“
að Saddam hefði fyrirskipað aftök-
urnar eftir að fjölþjóðaherliðið
hefði gert óvæntar loftárásir á
írak 17. janúar sl., sem komið
hefðu íraska hernum í opna
skjöldu.
„Ástæðan fyrir aftökunum var
sú að 26 Scud-eldflaúgar, af 100
sem írakar höfðu tiltækar, voru
eyðilagðar og 300 af 700 flugvél-
um,“ sagði í skýrslu fréttaritara
Interfax, sem fjallar um utanríkis-
mál, en fréttastofan hefur góð
sambönd innan sovéskra ráðu-
neyta.
I skýrslu Interfax sagði: „Eins
og Interfax fékk upplýsingar um
í sovéska varnarmálaráðuneytinu,
með tilvísun í örugga heimildar-
menn, voru yfirmenn í flughernum
og í flugvarnarsveitum skotnir að
fyrirmælum Saddams Husseins.“
Einn ritstjóra Interfax tjáði
Aeufers-fréttastofunni að aftök-
umar hefðu farið fram fyrir nokkr-
um dögum, eftir fyrstu árásir fjöl-
þjóðahersins á írak. „Við höfum
fengið staðfestingu þessa frá all-
nokkrum heimildarmönnum,“
sagði hann.
Sir David Craig, yfirhershöfð-
ingi í breska flughernum og full-
trúi vamarmálaráðuneytisins í
breska herráðinu, gat ekki stað-
fest skýrslu Interfax en sagðist
halda að Saddam kæmi fram af
mikjlli hörku við þá yfirmenn hers-
ins sem ekki uppfylltu þær kröfur
sem til þeirra væru gerðar. „Ég
hef ekki séð líkin,“ sagði Craig,
þegar hann var spurður um
skýrslu Interfax á blaðamanna-
fundi í London. en bætti síðan við:
„Á síðustu vikum hef ég séð
skýrslur sem greina frá því að
Saddam Hussein hafi gripið til
hastarlegra aðgerða gegn yfir-
mönnum íraska hersins, sem ekki
hafa verið honum sammála eða
honum líkaði ekki alls kostar við.“
Loftárásír bandamanna og
reynslan af Sex-daga-stríðinu
Lundúnum. The Daily Telegraph.
SÚ ÁHERSLA sem bandamenn hafa lagt á að uppræta flugher
íraka strax á fyrstu stigum Persaflóastyrjaldarinnar og vamar-
viðbúnaður Saddams forseta sýnir að áhrifa Sex-daga-stríðsins
gætir enn í nútíma herfræði.
Á fyrsta degi stríðsins árið 1967
gerðu ísraelar „forvamarárásir" (á
ensku nefnast slíkar árásir „pre-
emptive strikes") á flugvelli araba-
ríkjanna sem sameinast höfðu gegn
þeim og tókst að lama flugheri
þeirra. Á nokkrum klukkustundum
var helmingur flughers Egypta, um
300 flugvélar, eyðilagður. Þeim
flugvélum sem ísraelum tókst ekki
að granda var komið undan í of-
boði og þær fluttar til flugvalla
fjarri sjálfu átakasvæðinu. Þá þeg-
ar var orðið of seint að koma nokkr-
um vömum við. Israelar gerðu
linnulausar loftárásir á flugvelli
arabaríkjanna, líkt og bandamenn
gera nú í írak. Alls grönduðu flug-
sveitir ísraela um 450 flugvélum í
Sex-daga-stríðinu og af þeim voru
um 400 eyðilagðar á jörðu niðri.
Þegar Israelar höfðu tryggt sér
algjöra yfirburði í lofti gátu þeir
haldið uppi stöðugum loftárásum á
landheri arabaríkjanna og á þann
hátt tókst þeim að vinna fullnaðar-
sigur á svo skömmum tíma.
Þotunum komið undan
Herstjórn bandamanna hefur
beitt svipaðri aðferð og ísraelar
forðum á fyrstu dögum Persaflóa-
styrjaldarinnar. Eitt mikilvægasta
hernaðarskotmarkið í írak var talið
vera flugvöllur sem gengur undir
heitinu H3 meðal bandamanna.
Áður en loftárásirnar hófust höfðu
flestar þotumar sem þar voru verið
fluttar til flugvalla í norðurhluta
landsins. Þar erú þær enn, í um
það bil 300 sérhönnuðum og styrkt-
um flugskýlum, sem mjög erfítt er
að uppræta. Sovéskir herforingjar
hafa fullyrt að fjölmargar mis-
heppnaðar loftárásir hafi verið
gerðar á skýli þessi, sem eru bresk
hönnun. Israelar segja að enn hafi
aðeins tekist að eyða um 15% af
flugher íraka, sem telur alls um
700 þotur og flugvélar. Talsmenn
herstjómar bandamanna hafa sagt
að sökum óhagstæðs veðurs hafí
ekki verið unnt að leggja tæmandi
mat á það tjón sem unnið hefur
verið á flugvöllum Iraka.
Flugskýli þessi, sem nefnast
HAS (Hardened Aircraft Shelters),
eru reist á risastórum stálbogum.
Steypan er hert og rúmur metri á
þykkt en skýlið sjálft er grafið ofan
í eyðimerkursaitdinn. Opnunarbún-
Reuter
Þota af gerðinni ,,Jaguar“. Þessar þotur geta borið sprengjur sem
hugsanlega gætu éyðilagt flugskýli íraka en þær eru ekki hannað-
ar til naúurárása.
aður stálhurðanna, sem em 18
tommur að þykkt, er sjálfstýrður
og mjög hraðvirkur. Framan við
hurðimar er síðan sprengjuheldur
veggur.
Breskur sérfræðingur, sem
fylgst hefur með smíði svipaðra
flugskýla í Óman, segir að í hveiju
skýli séu vistir og skotfæri þannig
að hermennimir sem þar em geti
þolað langvarandi einangmn. Hann
Sprengjuheld flugskýli íraka An,.,t.n«yiaMm
þykku lagi of sandi.
60 cm þykkar og 40 1,2 m þykk sér-
lonna þungar slálhurðir. Slálskel sfyrkt steinsteypa.
Reuter
Vatnsgryfja til þess að
koma í veg fyrir eyði
leggingu at völdum
íkveikjuárásar.
telur ólíklegt að ein sprengja megni
að eyðileggja flugskýlið nema
hugsanlega að unnt reynist að
beina henni að stálhurðunum og
sprengja á þær gat.
Áhættusamar árásir
Breskum Tornado-þotum hefur
einkum verið beitt til árása á flug-
velli íraka og eini vopnabúnaðurinn
sem þær ráða yfir sem hugsanlega
gæti komið að gangi er Paveway-
sprengjan svonefnda. Þetta er
leysistýrð sprengja en nokkuð er-
fitt og áhættusamt er að beita
henni. Tvær þotur þarf til að varpa
hverri sprengju. Fyrri þotan skil-
greinir skotmarkið og þann hluta
þess þar sem sprengjan á að falla.
Síðari þotan varpar síðan sjálfri
sprengjunni. Margir sérfræðingar
hafa hins vegar enga trú á því að
Paveway-sprengjan dugi.-Þeir telja
’að Durandal-sprengjan, sem brýtur
sér leið inn í skotmarkið áður en
hún springur og þýska sprengjan
MW-1, sem hýsir mörg hundmð
litlar sprengjuhleðslur, gætu hugs-
anlega komið að gagni. Þeir benda
hins vegar á að einungis Jaguar-
þotur geti borið Durandal-sprengj-
una en þær eru ekki hannaðar til
næturárása og að það muni reyn-
ast viðkvæmt mál að búa bresku
Tornado-þoturnar þýskum vopn-
um.