Morgunblaðið - 26.01.1991, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 26.01.1991, Qupperneq 23
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1991 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1991 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Ríkisendurskoðun og Þormóður rammi Pórir þingmenn úr Norður- landskjördæmi vestra fóru þess á leit við forseta sameinaðs Alþingis, að hann beitti sér fyrir rannsókn ríkisendurskoðunar á sölu Ólafs Ragnárs Grímssonar fjármálaráðherra á meirihluta hlutabréfa í Þormóði ramma hf. í Siglufirði. Eins og menn muna varð mikill pólitískur hvellur út af þessu máli skömmu áður en þingmenn fóru í jólaleyfi og einkum gengu brigslyrði á milli fjármálaráðherra og Páls Péturssonar, formanns þingflokks framsóknar. Ríkisendurskoðun hefur nú skil- að skýrslu sinni. Þar er annars vegar fundið að aðferðinni sem fjármálaráðherra beitti við sölu á hlutabréfunum í Þormóði ramma hf. og hins vegar sagt, að miðað við forsendur ríkisendurskoðunar teljist verðmæti alls hlutafjár í fé- laginu á söludegi vera á bilinu 250 til 300 milljónir króna, við sölu hlutabréfa ríkissjóðs hafi hins veg- ar verðmæti þeirra verið metið á 150 milljónir króna. Tveir virtir endurskoðendur, sem fjármálaráð- herra fékk sér til ráðuneytis sögðu í Morgunblaðinu í gær, að þetta mat ríkisendurskoðunar væri ekki í tengslum við raunveruleikann. Þeir færa ákveðin efnisleg rök fyr- ir sínum sjónarmiðum, sem eru þess eðlis, að ríkisendurskoðun hlýtur að svara þeim röksemdum opinberlega. Ríkisendurskoðun hefur ákaflega mikilvægu hlutverki að gegna í ríkiskerfmu. Þýðing þessarar stofnunar hefur aukist eftir að hún var sett undir beina stjórn Alþingis. Þeim mun mikil- vægara er, að mat ríkisendurskoð- unar á álitamálum, sem hún fær til umfjöllunar sé svo vel rökstutt, að erfítt sé að fínna á því snögga bletti Ágreiningur endurskoðendanna sýnir að í þessu tilviki eins og oft- ast ef ekki alltaf, þegar tekið er á slíkum álitamálum, eru menn ekki sammála. Hér er um mat að ræða, sem byggist á gefnum forsendum. Þegar þannig er í pottinn búið, deila menn oft bæði um forsendum- ar og matið. Um hitt er ekki deilt, að ríkisendurskoðun hefur lögskip- uðu hlutverki að gegna í stjórnkerf- inu og ber ráðuneytum sem ein- stökum ríkisstarfsmönnum að taka mið af niðurstöðum hennar og hlíta ákvörðunum hennar og úrskurðum, ef því er að skipta. Undan þessari skyldu fær meira að segja Ólafur Ragnar Grímsson ekki vikist. Hér skal ekki lagður dómur á ólíkt mat endurskoðenda. Þar er um sérfræðilegt álit að ræða. Auð- veldara er að hafa á því skoðun, hvort fjármálaráðherra hafi staðið með eðlilegum hætti að sölu hluta- bréfa ríkissjóðs í Þormóði ramma. í niðurstöðum ríkisendurskoðunar segir: „Þó svo að í lögum sé ekki að fínna bein fyrirmæli eða reglur um það hvernig standa skuli að sölu hlutabréfa í eigu ríkissjóðs sýnist sem almennra jafnræðissjón- armiða hafí ekki verið gætt í nægi- lega ríkum mæli við sölu hluta- bréfa ríkisins í Þormóði ramma hf. Þar kemur einkum til að hvorki sala hlutabréfanna né þeir skilmál- ar og skilyrði sem sett voru fyrir sölunnf'voru auglýst opinberlega." Þessi orð verða ekki misskilin. Ríkisendurskoðun telur að fjár- málaráðherra hafí ekki gætt jafn- ræðisreglunnar, sem er helsta vöm hins almenna borgara gegn geð- þóttaákvörðunum valdsmanna. Er þetta alls ekki í fyrsta sinn sem Ólafur Ragnar Grímsson fær ámæli fyrir að beita ráðherravaldi sínu með þessum hætti. Ríkisendurskoðun starfar nú í umboði Alþingis. Þingmenn báðu um skýrsluna sem hér um ræðir og hljóta nú að ákveða, hvað þeir gera á grundvelli hennar. Er þá komið að þriðja meginatriðinu í skýrslu ríkisendurskoðunar, þar sem segir, að full þörf sýnist vera á því að setja með formlegum hætti samræmdar almennar reglur um það hvernig staðið skuli að sölu á eignum ríkisins með sama hætti og settar hafi verið reglur um hvernig staðið skuli að opinber- um innkaupum. Þarna er vikið að því, að nú hefur ráðherra í hendi sér að setja skilyrði við sölu á eign- um ríkisins sem henta betur einum aðila en öðrum. í skjóli þess, að ekki eru í gildi almennar reglur getur ráðherra þannig einnig með þessum hætti vegið að jafnræðis- reglunni. Ættu þingmenn að bregð- ast skjótt við og beita löggjafar- valdi sínu á þann veg, að undan- bragðalaust þurfí að fylgja sam- ræmdum almennum reglum við sölu á ríkiseignum. Þegar um hluta- bréf í ríkisfyrirtækjum er að ræða fer best á því, að verðbréfafyrir- tækin í landinu annist slíka sölu og leggi faglegt mat á þau tilboð, sem berast. Með þeim hætti er hægt að komast hjá því, að pólitísk sjónarmið ráði ferðinni að nokkru marki. Pjármálastjórn Ólafs Ragnars Grímssonar hefur sætt mikilli gagnrýni úr ólkum áttum. Honum hefur gjörsamlega mistekist í sam- skiptum við háskólamenntaða ríkis- starfsmenn. Honum hefur ekki tek- ist að hemja hallann á ríkissjóði. Hann hefur oftar en einu sinni sætt ámæli fyrir meðferð sína á ráðherravaldi. Þótt engin afstaða sé tekin til ágreinings endurskoð- enda um mat á eignum Þormóðs ramma er skýrsla ríkisendurskoð- unar enn ein staðfestingin á því, að Ólafur Ragnar Grímsson sinnir ráðherrastörfum með ámælisverð- um hætti. Stuðningsmenn ríkis- stjórnarinnar á Alþingi mega ekki gleyma því, að Ólafur Ragnar Grímsson starfar í sérstöku umboði þeirra sem fjármálaráðherra. Otvíræða viðurkernimgu á sjálfstæði Litháens eftir Þorstein Pálsson Það var verulegur áfangasigur þegar ríkisstjórnin féllst loksins á það í vikunni að efna til viðræðna við ríkisstjórn Litháens um að áréttá viðurkenningu íslands á sjálfstæði landsins með nótuskipt- um og stofna á þann veg til stjórn- málasambands. Mánuðum saman hefur verið þrýst á ríkisstjórnina í þessu efni en nú fyrst lét hún undan. Það veldur þó vonbrigðum að ríkisstjómin stígur þetta skref aðeins til hálfs. Engin ákvörðun hefur verið tekin um skipti á sendi- fulltrúum. Nauðsynlegt er þó að það skref verði stigið til þess að ákvörðun þessi hafí fullt gildi. Afstaða Litháa skýr Stjórnvöld Litháens hafa talið það vera mikilvægustu aðgerðina til stuðnings sjálfstæðisbaráttu þeirra að Islendingar riðu á vaðið og kæmu á formlegu stjórnmála- sambandi. Fram til þessa hefur ríkisstjómin daufheyrst við þess- um óskum. Talsmenn hennar hafa reynt að gera lítið úr tillögum okkar sjálfstæðismanna í þessu efni. Þeir hafa nú loks látið undan að hluta, enda vilji þjóðarinnar augljós. Aðgerðir sem þessar af okkar hálfu og annarra þjóða hefðu þurft að koma miklu fyrr. Ef svo hefði verið hefði staða Sovétstjómarinn- ar til þess að beita hervaldi með þeim hætti sem hún hefur gert að undanförnu verið miklu þrengri. En hvað sem því líður ber að fagna því skrefi sem stigið hefur verið. Refsiaðgerðir lýðræðisríkja Eftir ofbeldisaðgerðir undir stjórn friðarverðlaunahafa Nóbels, sem leiddu meðal annars til þess að hópur fijálsra borgara lét lífið, hafa fjölmargar þjóðir þegar ákveðið að beita ráðstöfunum til þess að þrengja að Sovétríkjunum. Þannig hafa Evrópubandalagsrík- in og Sjöveldin svonefndu ákveðið að hætta efnahagsaðstoð. Það hafa fleiri ríki gert og sum hætt viðskiptaviðræðum. Eðlilegt hefði verið að ísland gripi til svipaðra ráðstafana. Við sjálfstæðismenn höfum meðal annars lagt áherslu á að rétt væri að fyrirskipa fækkun í sovéska sendiráðinu í Reykjavík og taka ákvörðun um að hætta viðræðum um nýjan almennan viðskipta- samning. Marklausar yfirlýsingar Einstakir ráðherrar í ríkis- stjóminni hafa í umræðum á Al- þingi keppst við að yfirbjóða hver annan í tillöguflutningi um að- gerðir af þessu tagi gegn Sov- étríkjurium. Þar hafa ráðherrar Alþýðubandalagsins gengið feti framar en aðrir. Athyglisvert er að gamlir kommar eins og Hjörleifur Gutt- ormsson og Svavar Gestsson flytja hveija ræðuna á fætur annarri til þess að sýnast harðari gagnvart Sovétríkjunum en aðrir, rétt eins og þeir þurfi að þvo hendur sínar af gömlum syndum. En þegar til kastanna kemur tekur ríkisstjórn- in enga slíka ákvörðun. Þegar hún kemur saman á bak við luktar dyr ríkisstjórnarherbergisins er hún sammála um að raska ekki hags- munum stjórnarherranna í Kreml. Menntamálaráðherrann lagði til með bægslagangi á Alþingi að menningarsáttmálinn við Sov- étríkin yrði felldur úr gildi. Þegar á hólminn var komið reyndust þetta vera marklaus orð og sýnd- armennska ein. Það er eins og ráðherrarnir líti á Alþingi sem auglýsingastofu. Þar tala þeir eins og þeir halda að fólkið vilji heyra en þegar kemur að ríkisstjórnar- borðinu þar sem valdið liggur hreyfa þeir hvorki legg né lið. Þrátt fyrir allt tal um nauðsyn samstöðu þjóðarinnar um hvert skref sem stigið er til stuðnings Eystrasaltsþjóðunum þótti ríkis- stjórninni ekki ástæða til að hafa minnsta samráð við stjórnarand- stöðuflokkana á Alþingi. Hún virð- ist taká á þessum málum eins og hveijum öðrum flokkspólitískum innanlandsátökum. Það er miður. EES-samningum að ljúka Fréttir berast nú af því að samn- ingaviðræðum EFTA-þjóðanna og Evrópubandalagsins um stofnun Þorsteinn Pálsson „Þrátt fyrir allt tal um nauðsyn samstöðu þjóð- arinnar um hvert skref sem stigið er til stuðn- ings Eystrasaltsþjóðun- um þótti ríkissljórninni ekki ástæða til að hafa minnsta samráð við stj órnarandstöðuflokk- ana á Alþingi.“ evrópsks efnahagssvæðis eigi að ljúka í vor. Hér er um að ræða langsamlega viðamestu alþjóða- samninga um viðskipta- og efna- hagssamstarf sem Islendingar hafa nokkru sinni tekið þátt í. Þó að nú hylli undir lok þessar- ar samningsgerðai' hefur Alþingi enn ekki fengið tækifæri til þess að ræða einstök efnisatriði þessara miklu samninga. Engu er líkara en ríkisstjórnin vilji halda þeim innandyra hjá sér í þeim tilgangi að losna við opinberan ágreining um einstaka þætti málsins. Á hinn bóginn er það fagnaðar- efni að breið samstaða virðist vera um það að íslendingar verði aðilar að evrópska efnahagssvæðinu þó að það verði aðeins bráðabirgða- lausn á tengslum flestra EFTA- þjóðanna við Evrópubandalagið. Við sjálfstæðismenn erum hlynntir því að þessari samningsgerð verði lokið með það að markmiði að ís- lendingar verði þar aðilar. Stigsmunur eða eðlismunur? Til þess að losna við umræður um ýmsa efnisþætti þessara viða- miklu samninga virðist ríkisstjórn- in ætla að snúa umræðunni upp i deilur um það hvort stigsmunur eða eðilismunur sé á aðild að evr- ópska efnahagssvæðinu og Evr- ópubandalaginu sjálfu. Augljóst er að bæði framsóknarmenn og alþýðubandalagsmenn óttast ágreining innan flokka sinna. Þeir eru því að reyna að telja stuðnings- mönnum sínum trú um að evr- ópska efnahagssvæðið sé eitthvað annað en það er í raun og veru. Þeir sem gerst þekkja vita að það er stigsmunur en ekki eðlis- munur á aðild að evrópska efna- hagssvæðinu og Evrópubandalag- inu. Fyrir okkur íslendinga skiptir sá munur hins vegar miklu máli því að fiskveiðimálin og sameigin- leg fiskveiðistefna Evrópubanda- lagsins er ekki hluti af evrópska efnahagssvæðinu. Og miklu máli skiptir að um það virðist vera víðtæk samstaða að veija ótvíræð- an yfirráðarétt okkar yfir fisk- veiðilandhelginni, Þann rétt gefum við aldrei eftir í samningum hvorki við Evrópubandalagið né aðrar þjóðir. Aðildin að evrópska efnahags- svæðinu felur á hinn bóginn í sér að við gerumst aðilar að allri lög- gjöf Evrópubandalagsins um innri markað þess. Sú löggjöf sem á einum degi verður að íslenskum lögum er margfalt meiri að vöxt- um en öll núgildandi löggjöf hér á landi í blaðsíðum talið. Sérfræð- ingar hafa látið það álit í ljós að með þessari aðild séum vjð orðnir þátttakendur í um það bil 70-80% af starfsemi Evrópubandalagsins. Ríkisstjórnin hefur þegar fallist á að komið verði á fót sérstakri stofnun innan EFTA til þess að fjalla um framkvæmd á sam- keppnisreglum. Slík stofnun á að hafa samskonar hlutverk og um- boð og framkvæmdastjórn Evr- ópubandalagsins. Á því sviði hefur því verið á það fallist að um verði að ræða yfirþjóðlegt vald-á evr- ópska efnahagssvæðinu. Þetta hefur verið ákveðið til þess að mæta óskum Evrópubandalagsins um skilvirkni í allri framkvæmd mála innan efnahagssvæðisins. Þegar talsmenn Framsóknar- flokksins eru að mála skrattann á vegginn varðandi Evrópubanda- lagið eru þeir að stórum hluta að draga upp mynd af því sem þeir sjálfir hafa nú forystu fyrir að semja um. Áróðursbrögð af þessu tagi eru ómálefnaleg og ófijó. Þau stuðla að því að villa um fyrir fólki þannig að það viti ekki um hvað er verið að taka ákvarðanir í raun og veru. Miklu nær væri að hefja umræður á Alþingi um einstök efnisatriði og mikilvægustu pólitísku álitaefnin í svo umfangs- mikilli löggjöf sem við erum að gerast aðilar að. Eðlilegt er að þjóðin kalli á ábyrga og um-' fangsmikla umfjöllun og umræðu af því tagi. i Deildaskipting Alþingis eftir Þorvald Garðar Kristjánsson Hugmyndir um að leggja niður deildaskiptingu Alþingis hafa stundum skotið upp kollinum en ekki orðið neitt úr. Um þessar mundir bregður þessu fyrir. Færð- ar eru fram þær helstu ástæður að deildaskipting Alþingis séu leif- ar þess skipulags sem Danir komu á til að tryggja yfirráð sín yfir landinu og ein málstofa tryggi skilvirkari störf Alþingis en deiida- skiptingin geri. Vert er að líta á það sem hér er fram borið. Það er söguleg staðreynd að Danir höfðu á sinni tíð ráð íslend- inga í hendi sér með stöðvunar- valdi á Alþingi. Hinir konung- kjömu þingmenn gegndu því hlut- verki. En yfirráð Dana voru óháð því hvort Álþingi væri í einni mál- stofu eða í tveim deildum. Það er því rangt að tengja sérstaklega arfsögnina um hina konungkjörnu þingmenn við deildaskiptinguna, enda höfðu þeir komið strax til þegar Alþingi var endurreist. Dan- ir vildu halda sínum yfírráðum, hvort sem Alþingi starfaði í einni málstofu eða í tveim deildum. Deildaskipting Alþingis er ekkert sérstakt hugarfóstur Dana nema síður sé, eins og sagan ber vott um. Það voru Danir sem ákváðu að Alþingi skyldi starfa í einni mál- stofu þegar það var endurreist 1843. Enn sýndu Danir vilja sinn í þessum efnum með stjórnskipun- arfrumvarpi sínu sem lagt var fram á Alþingi 1867, þar sem gert var ráð fyrir einni málstofu. Það vom Danir sem réðu því að Alþingi starfaði í einni málstofu á þessum tíma og lögðu áherslu á að svó yrði framvegis. En íslendingar vom andvígir Dönum í þessum efnum sem fleir- um. Þeir vildu deildaskipt Alþingi. Þessi stefna ríkti á Alþingi og kom fram í stjórnskipunarfrumvörpum sem ítrekað voru samþykkt á þing- unum 1867, 1869, 1871 og 1873, en Danir virtu að vettugi. Og svo vill til að fmmvarpið frá 1873 gerði einmitt ráð fyrir þeirri skipan sem er í dag, deildaskiptingu Alþingis með öllum þingmönnum þjóðkjörn- um, öllum kosnum samtímis og með sama hætti og þingmenn skiptu sér sjálfir milli deilda. Þannig var það í samræmi við sjónarmið íslendinga að tekin var upp deildaskipting Alþingis þó að til þess þyrfti að koma til sam- þykki Dana með stjómarskránni 1874. Dönum var fastast í hendi að tryggja yfírráð sín og þeir vissu að það gátu þeir gert hvort sem Alþingi var ein málstofa eða ekki þó að þeir reyndust tregir til að taka upp deildaskiptinguna. Þegar á allt er litið er það þannig harla haldlítil ástæða fyrir afnámi deildaskiptingar að með því sé ver- ið að afmá danskar leifar í stjórn- skipun landsins. í raun er hlutun- um snúið við. Það sæmir ekki að beita slíkum sögufölsunum. Það er veikur málstaður sem þarf á slíku að halda. En þá er fullyrðingin að ein málstofa geri Alþingi skilvirkara en deildaskiptingin. Er þá einkum átt við að störfin verði fljótvirkari þegar sloppið verði frá óþarfa umstangi sem fylgi deildaskipting- unni með því að fækka umræðum og fækka þingnefndum. Það sem alla jafna ræður mestu um hraða á afgreiðslu mála á Al- þingi er sá tími sem fer í umræður um hvert mál. En málfrelsi þing- manna verður að hafa i heiðri. Þingsköp kveða samt á um tak- mörk fyrir tímalengd umræðna. Eftir því sem þing eru fjölmennari þurfa þessi takmörk að vera þrengri. í þessu sambandi er því fámenni Alþingis kostur, sem ber að nýta sem best með því að tak- marka umræður sem minnst. Um- ræður eru óhjákvæmilegar og þingmenn þurfa að tjá sig, hvort sem Alþingi er í einni málstofu eða deildaskipt. Skilvirkni í þessu efni er fólgin í því að sem flestir þing- menn geti tjáð sig á þeim tíma sem til umráða er. Ganga verður út frá að þingmenn finni jafna þörf fyrir að taka þátt í umræðum, hvor skipunin sem höfð er á. En sá er munurinn að deildaskipanin gerir mögulegt að samtímis geti tveir þingmenn verið í ræðustól, hvor í sinni deild, en í einni málstofu tal- ar ekki nema einn í einu. Má þá fara nærri um þegar á heildina er litið, hvor skipanin svarar með fljótvirkari hætti þörf þingmanna fyrir að tjá sig í umræðum. Svo einfalt er það mál. Af þessu leiðir að einni málstofu fylgja óhjá- kvæmilega meiri takmarkanir á málfrelsi þingmanna en nauðsyn krefur á deildaskiptu þingi. Þá er færð fram sú ástæða fyr- ir afnámi deildaskiptingar Alþingis að það geri störf þingnefnda skil- virkari með því að nefndum verði fækkað og nefndarmönnum fjölg- að. Þessu er ætlað að flýta fyrir nefndarstörfum. En ekki er það sjálfgefið að stórar nefndir séu fljótvirkari en litlar nefndir nema siður sé. Annars fækkar nefndum að sjálfsögðu ef Alþingi yrði breytt í eina málstofu og það myndi leiða í sjálfu sér til þess að hver þing- maður starfi í færri nefndum og því kann að geta fylgt aukin skil- virkni í nefndarstörfum. En á hitt ber að líta að engar nauður ber til að taka upp eina málstofu til að koma slíkum endurbótum á, því að nefndarskipun Alþingis má breyta á ýmsan hátt Itil aukinnar skilvirkni án þess að koma þurfí til að deildarskipting verði afnum- in. Það þarf enga kollsteypu á skip- an Alþingis til að bæta vinnubrögð þess. Gæta verður þess að í skilvirkni felst ekki einungis flýtir, heldur eigi síður gæði þess sem unnið er. Af sjálfu sér leiðir að deildaskipt- ing Álþingis stuðlar betur að vand- aðri lagasetningu en ein málstofa, því að betur sjá augu en auga. Hins vegar segja nú þeir sem leggja til afnám deildaskiptingar að vandvirknin sé á kostnað hrað- virkninnar og því of dýru verði keypt. En allur er þessi málatilbún- aður léttvægur fundinn þegar haft er í huga að deildaskipun fylgir ekki einungis meiri vandvirkni, heldur og meiri hraðvirkni en fylg- ir einni málstofu þegar á heildar- störf þingsins er litið. Þegar fokið er í flest skjól fyrir formælendum einnar málstofu er gripið gjarnan til þess ráðs að benda á að þessa skipun hafi ein- mitt Danir og Svíar tekið upp fyr- ir 20-30 árum. Þetta er rétt, þó að misjafnar sögur fari af ágæti þessara tiltekta. Hins vegar er þess að gæta að hér.er um einstæð- ar undantekningar að ræða. Með öllum öðrum þjóðum sem sambæri- legar eru okkur íslendingum að stjórnskipun, þjóðháttum og menn- Þorvaldur Garðar Kristjánsson „Það væri mikið bráð- ræði að hverfa nú frá deildaskiptingu Alþing- is og reyndar stjórn- skipulegt slys. Þar með er ekki sagt að engu megi breyta um skipan og starfshætti Alþing- is.“ ingu, er að finna tvískiptar löggjaf- arsamkomur í formi deildaskipt- ingar með einum eða öðrum hætti. Þessi skipun hvílir á 'mismunandi sögulegum hefðum í hveiju landi fyrir sig, en er alls staðar haldi við af ástæðum sem i grundvallar- atriðum eru þær sömu og liggja að baki deildaskiptingu Alþingis. Það er miðað við að þjóðþingin megi sem best ná tilgangi sínum sem löggjafi og vettvangur þjóð- málaumræðu. Frá þessu er ekki hvikað með því að hverfa frá tvískiptingunni. Meira að segja Bretar halda, við sína lávarðadeild, svo fáránleg sem skipan hennar má teljast. En ástæðan er engin forild, heldur sú að ekki megi hverfa frá tvískipt- ingu þingsins hvað sem tautar. Meðan ekki er fundið nýtt form fyrir efri deild þingsins, halda þeir þess vegna við sína fornu lávarða- deild. Rökin fyrir þessu eru þau að tvískipt þig stuðli að vandaðri lagagerð og skapi skilyrði að víðtækari þjóðmálaumræðu en ein málstofa. Það væri mikið bráðræði að hverfa nú frá deildaskiptingu Al- þingis og reyndar stjórnskipulegt slys. Þar með er ekki sagt að engu megi breyta um skipan og starfs- hætti Álþingis. í því efni kemur meðal annars til álita sjálft skipu- lag og uppbygging deildaskipting- arinnar og meðferð ágreinings milli deildanna. Varast verður samt umfram allt að láta nýjungagirni glepja sér sýn. Varðar þá mestu aðgætni og íhaldssemi við það sem hefir sannað gildi sitt, ekki einung- is hjá okkur íslendingum, heldur og meðal annarra þjóða sem hafa mestu reynsluna af þingræðinu. Flas er ekki til fagnaðar og allra sist í því sem varðar grundvallarat- riði í stjórnskipun landsins. Það sætir raunar furðu þetta upphlaup nú á móti deildaskiptingunni, þar sem veður uppi brengluð söguskoð- un á ’áhrifum Dana á skipan Al- þingis og misskilin skilvirkni i störfum þess. Þetta sver sig frem- ur í ætt við fálm en forsjá. ’Stíkur hringlandi með æðstu stjórn ríkis- ins er til þess fallinn að auka á óvissu og lausung í stað þess að efla festu og stöðugleika i stjómar- háttum. Rekur nú nauður til slíks? Höfundur er annnr af nlþingismönnum Sjálfstæðisflokksins fyrir Vestfjarðakjördæmi ogfyrrum forseti sameinaðs Alþingis. Morgunblaðið/Benedikt Jóhannsson Nemendur Grunnskóla Eskifjarðar í maraþonkennslu. Eskifjörður: Maraþonkennsla í grunnskólanum Eskifirði. ELSTI bekkur Grunnskóla Eskifjarðar setti met í maraþon- kennslu. Þau byrjuðu föstudaginn 18. jan. kl. 8.00 og því lauk 19. jan. kl. 17.00 og þá var búið að kenna samfleytt í 33 klst. en eldra metið var 32 klst. Kennararnir sögðu að versti tíminn hefði verið frá kl. 4.00 til 6.00 þá var erfitt að halda sér vakandi. Það er verið að safna áheitum fyrir skólaferðalag sem fara á í vor hringinn í kringum landið og til Vestmannaeyja. - Benedikt. Skáld frá Samalandi fær bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs NILS-ASLAK Valkeapaa, skáld frá Samalandi, fæddur 1943, fær bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs 1991 fyrir bók sína Faðir minn, sólin. Bókin, sem samanstendur af Ijóðum og myndum, sækir heiti sitt í goð- sögnina um Samana þar sem þeim er lýst sem börnum sólar- innar. í greinargerð dómnefnd- ar Norðurlandaráðs sem komst að niðurstöðu sinni á fundi í Tromsö í Noregi í gær segir m.a. að Valkeapáa fái verðlaun- in fyrir að „tengja saman fortíð og nútíð, heimildir og skáld- skap á nýskapandi og áður óþekktan hátt“. Enn fremur er bent á að bókin tjái samíska menningarsögu og lesandinn fái innsýn í auðlegð samískrar tungu. Dagný Kristjánsdóttir lektor sem sæti á í dómnefndinni fyrir íslands hönd ásamt Sigurði A. Magnússyni rithöfundi sagði í samtali við Morgúnblaðið að Nils- Aslak Valkeapáá væri ákaflega vel að verðlaununum kominn. „Segja má að þetta sé mjög norr- æn verðlaunaveiting því að Sam- arnir búa í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, Valkeapáá í Finnlandi. Samarnir tengja saman löndin norðurfrá,“ sagði Dagný. Hún var spurð að því hvort hér væri ekki einkum um myndabók að ræða. „Bókin fær fyrst og fremst verðlaunin fyrir bókmenntalegt gildi, bókmenntagildi hennar er ótvírætt,“ sagði Dagný og bætti við að það væri margt fallegt við bókina. „Myndirnar búa-til sam- hengi fyrir þessa ljóðrænu texta sem verður afar sterkt og ein- stakt. Uppsetning ljóðanna í bók- inni er mjög aðlaðandi og mikil hreyfing á blaðsíðunum, höfundur- Nils-Aslak Valkeapáá inn notar svo margt annað en orð- in.“ Jóhann Hjálmarsson hefur þýtt ljóð eftir Nils-Aslak Valkeapáá og er nokkur þeirra að finna í þýð- ingasafni hans, í skolti Levíatans, sem kom út 1988. Stutt ljóð úr verðlaunabókinni birtist í Lesbók Morgunblaðsins í fyrra í þýðingu Jóhanns: Og þegar allt er horfið heyrist ekkert lenpr ekkert og það heyrist. Verðlaunin sem eru 150.000 4' danskar krónur verða afhent á 38. þingi Norðurlandaráðs í Kaup- mannahöfn 26. febrúar nk. íslensku bækurnar sem til- nefndar voru að þessu sinni voru Hringsól eftir Álfrúnu Gunnlaugs- dóttur og Bréfbátarigningin eftir Gyrði Elíasson. *■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.