Morgunblaðið - 26.01.1991, Side 44

Morgunblaðið - 26.01.1991, Side 44
ttrgtmÞlafrifr VOLVO Besti vinur sjómannsins! LAUGARDAGUR 26. JANUAR 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Islendingar gerast hluthafar í lakkrís- verksmiðju í Kína NOKKRIR íslendingar hafa tekið saman höndum og fjárfest í sælgæt- isverksmiðju í Kína. Verksmiðjan á að framleiða lakkrís fyrir alþjóða- markað og er lakkrísinn gerður eftir íslenskri uppskrift. Guðmundur Viðar Friðriksson, forsvarsmaður fyrirtækisins, segir áætlað að fram- leiðsla hefjist í maí í vor og að farið verði að framleiða á fullum af- köstum i september. Hann segir að erlendur markaður sé þegar tryggð- ur fyrir alla framleiðsluna, 2.400 tonn á ári. Fyrirtækið heitir Scandinavian- Guangzhou Candy Co. Ltd. og er að jöfnu í eigu íslendinga og kínversks sælgætisframleiðanda. Guðmundur Viðar segir að Kínvetjar ^■Kiafi lagt til húsnæðið og að íslend- ingar leggi til hönnun endurbygg- ingar þess, uppskriftir og fleira. Heildarfjárfestingin er um 1,2 millj- ónir dollara, eða um 66 milljónir íslenskra króna. Guðmundur Viðar segir að um V • Margir þing- menn vilja *til Litháens ÁKVEÐIÐ verður á mánudag- inn hvaða alþingismenn fara á vegum Alþingis til Litháens næstkomandi fimmtudag. Sam- kvæmt ákvörðun forseta Al- þingis verða þrír í nefndinni, en mun fleiri munu sækjast eft- ir því að komast með. Forsetar Alþingis ákváðu á fimmtudag að verða við þeirri beiðni utanríkismálanefndar að senda nefnd til Litháens. Ákveðið var að í nefndinni yrðu þrír þing-‘ menn; einn fulltrúi stjórnarflokk- anna, einn fulltrúi stjórnarand- stöðunnar og einn af forsetum þingsins og er miðað við að nefnd- in fari næstkomandi fimmtudag. Verkefni hennar verður að ræða við þingmenn í landinu og koma á formlegum samskiptum milli þinganna, til dæmis með því að skiptast á heimsóknum. 350 manns muni vinna í verksmiðj- unni, þar af íslenskur framkvæmda- stjóri, Bjarni Halldórsson, og íslenskur tæknimaður. Varan verður seld undir ýmsum vörumerkjum, eft- ir því hver kaupandinn er og á hvaða markaði, en ávallt verður þess getið á umbúðum að um íslenska upp- skrift og framleiðsluaðferðir sé að ræða. Guðmundur Viðar segir undirbún- inginn hafa staðið síðan síðsumars í fyrra og að allan tímann hefðu þeir félagar notið mikillar aðstoðar kínverska viðskiptafulltrúans hér á landi, Chu Yiyou. Verksmiðjuhúsin verða endurinn- réttuð og er hönnun þeirra í höndum Verkfræðistofu Sigurðar Thorodd- sen hf. og Hrafnkels Thorlaciusar arkitekts. Fjárrnálaráðgjafi við verk- efnið er Stefán Jóhannsson. Nú er útsölutíminn,-líka hjá bókaútgefendum, sem halda bókamark- aði undir nöfnum eins og „bókaveizla, „stórbókamarkaður og „nýárs-' bónus fyrir fjölskylduna". Og þegar þeim sleppir hefst árlegur bóka- markaður Félags íslenskra bókaútgefenda. En eins og myndin, sem tekin var í gær á „risabókamarkaði“ Eymundsson á Eiðistorgi, sýn- ir, þá er bókin ennþá vinur barnsins. Vogar: Fiskveiða- sjóður kaupir eignir þrota- bús Vogalax á 100 milljónir Vogiim. FISKVEIÐASJÓÐI voru slegnar fasteignir hafbeitarstöðvarinnar Vogalax í Vogum á 95 milljónir króna á uppboði er fram fór á fimmtudaginn. í gær voru svo Fiskveiðasjóði síðan slegin laxa- seiði Vogalax á 4,5 milljónir króna. Laxaseiðin eru argangur 1989 og tilvonandi gönguseiði vorið 1991, og um það bil 500 lítrar augnhrogna og kviðpoka- seiða sem eru árgangur 1990. Fiskveiðasjóði hafa einnig verið slegnar landspildur úr landi Hábæj- ar og Nýjabæjar á uppboði, en þess- ar spildur voru eign Vogalax. Ólaf- ur Stefánsson, lögfræðingur Fisk- veiðasjóðs, sagði í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins að Fiskveiðasjóður myndi reka stöðina áfram. 'Eftir er í eigu þrotabús Vogalax lax í hafi. E.G. Álafoss í síiimiingTim beint við lýðveldið Rússland Akureyri. FLEST bendir til þess að samningar takist um sölu á framleiðslu- vörum Álafoss til lýðveldisins Rússlands, en lokið er gerð allra þátta samningsins, s.s. um vörutegundir, verð, afhendingartíina og fleira. Gengið hefur verið frá ríkisábyrgð eystra og þar eru menn tilbúnir að opna bankaábyrgðir vegna sölusamningsins, en fyrirkomulag samningsins er með þeim hætti að Álafoss veitir Rússum fjármögnunarlán til 18 mánaða. Frá þeim málum hefur ekki verið að fullu gengið, en það mun skýrast í lok næstu viku hvort fyrirtækinu tekst að fá umrætt lán vegna samningsins, en hann er til tveggja ára. Ólafur Ólafsson forstjóri Álafoss hf. sagði að menn væru bjartsýnir á að af samningnum yrði, en enn ætti eftir að ganga endanlega frá honum. Hann sagði að um væri að ræða tímamótasamning, þar sem nú er í fyrsta skipti samið beint við lýðveldi innan Sovétríkj- anna, en áður hefðu samningar verið gerðir við innkaupastofnun Seyðisfjörður: Samningur um kaup á togaran- um Hjörleifi fyrir 125 milljónir Bolfiskvinnsla hefst 1 næstu viku eftir 16 mánaða hlé DVERGASTEINN hf. á Seyðisfirði hefur skrifað undir samning um kaup á togaranum Hjörleifi RE af Granda hf. fyrir 125 milljónir króna. Samningurinn er með fyrirvara um veð og greiðslur, að sögn Sigurbjarnar Svavarssonar útgerðarstjóra Granda lif. Hann segir að togarinn verði afhentur Dvergsleini hf. í næsta mánuði takist fyrirtækinu að uppfylla þessa skilmála. Hjörleifi RE fylgir 450 tonna aflakvóti í þorskígildum. Þessi kvóti er 63ja milljóna króna virði, miðað við 140 krónur fyrir kílóið. Samkvæmt því greiðir Dverga- steinn hf. 62 milljónir fyrir skipið sjálft en það er 18 ára gamalt. „Það þarf að gera breytingu á kaupsamningnum en allar líkur eru á að skrifað verði Undir endanlegan kaupsamning næstkomandi mánu- dag, sem þýddi það að við yrðum komnir með skipið hingað heim um miðjan næsta mánuð,“ segir Svan- björn Stefánsson framkvæmda- stjóri Dvergasteins hf. „Við byrjum að vinna bolfisk í miðri næstu viku, þegar Gullver landar hjá okkur. Það er talað um að Gullver landi að minnsta kosti eitt þúsund tonnum af bolfiski hjá okkur á næsta ári en hér á Seyðis- firði hefur engin bolfiskvinnsla ver- ið síðastliðna 16 mánuði. Seyðis- fjarðartogararnir tveir, Gullver og Otto Wathne, hafa siglt með afla sinn, sett í gáma og selt á fiskmark- aði í Reykjavík," segir Svanbjörn. Bæjarsjóður Seyðisfjarðar á 15 milljónir króna í Dvergasteini hf., Gullberg hf. 15 milljónir, hafnar- sjóður 5 milljónir, verkalýðsfélög 5 milljónir og einstaklingar rúmar 2 milljónir. „Við erum búnir að fá loforð fyrir þessum 42 milljónum en erum að gera okkur vonir um að vera komnir með um 70 milljóna króna hlutafé 28. febrúar." Dvergasteinn hf. á smábátinn Völustein, sem er með 110 tonna kvóta, og Gullberg hf. á smábátinn Vingþór, sem er með svipaðan kvóta og Völusteinn. Þessi bátar hafa verið á línuveiðum en ætlunin er að selja þá og færa kvótann af þeim yfir á Hjörleif RE. „Við erum einnig búnir að kaupa um 200 tonna kvóta í þorskígildum af bátum hér á Seyðisfirði og erum mjög líklega með hendurnar á 100 tonna kvóta í viðbót. í Færeyjum og Noregi efu skip á útsölu, þannig að hægt ætti að vera að nota Hjör- leil’ RE sem greiðslu upp í slíkt skip. Einnig er trúlega hægt að fá 13-14 milljónir fyrir að úrelda Hjör- leif. Það gengur ekki fyrir okkur að vera einungis nteð báta og sagan sýnir að bátaútgerð gengur ekki á norðanverðum Austfjörðum. Hér hefur til dæmis verið mikil ótíð undanfarið og ekki gefið neitt til að róa,“ segir Svanbjörn. eða sovéska samvinnusambandið. „Þessi samningur er ákaflega mik- ilvægur fyrir okkur og hann er merkilegur að því leyti að nú hefj- um við sölu beint til einstaks lýð- veldis,“ sagði Ólafur, en hann tók fram að mikil óvissa ríkti með hinn hefðbundna samning við Sovétrík- in. Mikil umskipti hafa orðið hvað varðar verkefnastöðu Álafoss hf. á Akureyri, en þar er nú mikil vinna. Á sama tíma í fyrra var starfsfólk verksmiðjunnar atvinnu- laust vegna verkefnaskorts í um tvo mánuði. Verði af umræddum samningi, eins og allar líkur eru á, þarf verksmiðjan að ráða til sín starfsfólk til viðbótar því sem fyrir er, allt að 45 manns. Ólafur sagði að við samningagerðina hefði áhersla verið lögð á sölu fatnaðar sem'krefðist mikils vinnuafls, m.a. jakka, en minni áhersla lögð á til að mynda trefla. í lok næstu viku skýrist endanlega hvort af samn- ingi þessum verður og fljótlega upp úr því verður auglýst eftir starfs- fólki, komi ekkert upp á varðandi samninginn. Kristín Hjálmarsdóttir formaður Iðju, félags verksmiðjufólks, sagð- ist fagna auknum verkefnum hjá Álafossi og kvaðst vona að samn- ingurinn kæmist í höfn. Hún sagði að urn 40 manns í félaginu væru á atvinnuleysisskrá, en ástandið væri þó mun skárra en á sama tíma á síðasta ári þegar að jafnaði voru um 60 manns úr félaginu á skránni að viðbættu Álafossfólkinu sem tímabundið kom inn á skrána.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.