Morgunblaðið - 02.02.1991, Síða 10

Morgunblaðið - 02.02.1991, Síða 10
10 MQRG.UNB^ÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1991 Fuglogfiskur ________Myndlist EiríkurÞorláksson Þennan fyrsta mánuð á nýju ári býður Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 9, upp á sýningu á nokkrum ljósmyndum sem Svala Sigurleifsdóttir hefur unnið. Svala er vei menntuð myndlist- arkona, sem farið hefur víða og stundað listnám bæði hér á landi, í Bandaríkjunum, Danmörku og í Noregi. Hún hefur um árabil verið virk í myndlistinni, og á síð- ustu tveimur árum hefur hún haldið einkasýningar í Nýlista- safninu og í Gallerí einn einn á Skólavörðustíg. Að þessu sinni sýnir Svala fimm ljósmyndaverk, þar sem svart-hvítar ljósmyndir eru litað- ar með skærum olíulitum. í sýn- ingarskrá segir listakonan að hún hafí valið þessa tækni vegna þess að hún hafi gefið sér „hvað mesta inöguleika á að möndla með veru- leikann". Skilgreining af þessu tagi er væntanlega valin af kost- gæfni, og því rétt að minna á, að samkvæmt íslenskri orðabók Menningarsjóðs merkir sögnin að „möndla“ að fitla við hlutina, koma þeim í nothæft ástand eða sjá um að þeir verði í lagi. í myndum sínum má því ætla að Svala sé að lagfæra þann veru- leika, sem ber fyrir augu, og færa í það lag sem hæfir vitund tímans. Þetta er nærri sanni þegar hugsað er til þjóðfélagsins í heild, því það þrífst nú svo sannarlega á litum; það þarf ekki annað en líta í dagblöð, ásjónvarp og ört fjölgandi auglýsingaskilti á Reykjavíkursvæðinu við að sann- færast um það. Samhliða þessu er hin svart-hvíta framsetning heimsmyndarinnar á undanhaldi, og í þeysingi samtímans á hin kyrra ljósmynd jafnvel líka erfitt uppdráttar. Listakonan veltir stöðu ljós- myndarinnar einnig fyrir sér í sýningárskrá og spyr: „Er Ijós- myndin hvorki fugl né fiskur?" En hún kemst að niðurstöðu og segir: „Ljósmyndin er bæði fugl og fiskur! Hún er tækni sem hægt er að beita til að mynda Syala Sigurleifsdóttir: „I skugga Babels“. hnöttinn okkar séðan frá tunglinu og taka portret af vírusum ... og allt þar á milli. Með ljósmynd- um er hægt að fara á hugarflug - og kafa ofan í sálardjúpin." Þessi sannfæring Svölu kemur síðan vel fram í ljósmyndunum. Tvö verkanna minna í uppsetn- ingu á altaristöflu með vængjum (triptych) til að undirstrika trú listakonunnar á gildi ljósmynd- anna enn frekar. Fuglar eru mik- ilvægt viðfangsefni í verkunum, þar sem hringrás lífsins kemur saman í skeljalausri baráttunni um brauðið, hinum létta leik og loks angurværum örlögum brost- inna drauma. Hinir sterku litir sem Svala notar á . ljósmyndirnar skapa skörp skil í verkunum um leið og þeir einangra viðfangsefnin og gefa þeim meiri þrótt. Þannig verður hlutverk Vörðubrots Kristjáns Guðmundssonar meira en stærðin gefur til kynna í „í skugga Babels" (nr. 1), átökin um lífsviðurværið verða umfangs- meiri í „Baráttan eilífa“ (nr. 3) og örlög draumhugans átakan- legri en ella í „íkarusarhljómleik- ar“ (nr. 5). Hitt er einnig rétt, að sumar myndanna hefðu staðið fyllilega fyrir sínu sem svart-hvítar mynd- ir, þar sem formskynjun listakon- unnar virðist góð, en er að nokkru liulin hér vegna litanna. Því væri vert að sjá við annað tækifæri myndir frá hendi Svölu, þar sem Ijósopið, en ekki pensillinn, sér um að „möndla með veruleikann". Sýningu Svölu í Gallerí Sævars Karls lauk 1. febrúar. H í SJÖTTA áfanga Reykjavík- urgöngu Útivistar, sem farin verð- ur sunnudaginn 3. febrúar, verður gengið frá Ferjunesi niður með Þjórsá og síðan út með strönd- inni. Þessi leið var mikið farin um Kyndilmessu þegar Skaftfellingar og Rangæingar voru að fara „suður syðra“ í verið. Það var kallað að fara „Suður syðra“ þegar farið var með ströndinni í verið suður með sjó en þegar farið var yfir Hellis- heiði va_r talað um að fara „suður innra“. í leiðinni verður fylgst með þeirri breytingu sem verður á ósum Þjórsár við útfall _á miklu útfíri., Brottför er frá BSI-bensínsölu kl. 10.30. Stansað við Arbæjarsafn og Fossnesti á Selfossi. Eftir há- degi verður lagt af stað í styttri ferð niður með Ölfusá. Gangan hefst við Hraun og verður gengið þaðan niður með fljótinu á ósum þess. Brottför kl. 13.00 frá BSÍ- bensínsölu. Stansað við Árbæjar- Safn. (Frcttatilkynning) --------------------- ■ ÁFRAM verður haldið með kynningar á dýrategundum í Hús- dýragarðinum. Næstkomandi sunnudag 3. febrúar kl. 15.00 fjall- ar Siguyjón Bláfeld loðdýraráðu- nautur um refa- og minkabúskap. Kynningin verður í kennslusal Hús- dýragarðsins í Laugardal og er hún opin gestum garðsins meðan hús- rúm leyfir. Ráðunautafundur: Rætt verður um inn- flutning búvara Ráðunautafundur Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Búnaðar- félags íslands verður haldinn á Hótel Sögu dagana 4.-8. febrúar næst- komandi. Á dagskrá eru meðal annars erindi um GATT-viðræðurna,r áhrif nýs GATT-samkomulags á íslenskan landbúnað, innflutning bú- vara og tillögur sjömannanefndar um lækkun búvöruverðs. Á ráðunautafundinum verður einnig flutt erindi um áburðartilraun- ir og beitarstjómun, hagkvæmni end- urræktunar, rúllubagga og heyskap, og fjallað verður um leiðbeiningar- þjónustu Búnaðarfélags íslands, tölvumál og bændabókhald. Þá verð- ur einnig fjallað um kynbætur í loð- dýrarækt, fiskeldi, svínarækt og hrossarækt. Fundinn sitja ráðunautar búnaðar- sambandanna, landsráðunautar, bændaskólakennarar og sérfræðing- ar Rannsóknastofnunar landbúnað- arins. 911 Kfl 91 97fl LÁRUS Þ' VALDIMARSS0M framkvæmdastjóri (m I I VVl’k I 0 I W KRISTINN SIGURJÓNSSON. HRL. lóggilturfasteignasali Til sýnis og sölu m.a. annarra eigna: Rúmgóð séríbuð - frábært verð í lyftuhúsi við Asparfell. 4 rúmg. svefnherb., tvöföld stofa, tvennar svalir. Bað og gestasnyrt. Sérinng af gangsvölum. Sér þvottaherb. Góður bílskúr. Mikið útsýni. 4ra herb. íbúðir við: Hrafnhóla. 5. hæð, lyftuhús. Stór og góð. Mikið útsýni. Hraunbæ. 1. hæð, vel með farin. Herb. fylgir á jarðhæð. Meiabraut. Jarðhæð í þríbhúsi, 106 fm. Allt sér. Skuldlaus. Ný vistgata. Á góðu verði í gamia bænum Neðri hæð í steinhúsi við Amtmannsstíg. Hæðin 70 fm. Nokkuð endur- bætt. Sérhiti. Kjallaraherb. með wc. Tvíbýli. laus fljótlega. Tilboð ósk- ast. Góðar íbúðir f Kópavogi við: Vallargerði 2ja herb. jarðhæð 65 fm. Allt sér. Öll nýendurbætt. Engihjalla 2ja herb. stór og mjög góð íb. í lyftuhúsi. Frábært útsýni. Á fyrstu hæð við Hofsvallagötu 2ja herb. íb. 60,3 fm nettó, nokkuð endurbætt. Föndur- og geymslu- herb. i kj. Sérþvottaaðstaða. 4-býli. Skipti möguleg á stærri eign sem má þarfnast endurbóta. Glæsileg eign f Skógahverfi Tvíbýlishús, 10 ára steinfjús með 6 herb. úrvalsíbúð á hæð. Með rúmg. bílskúr. Samþykkt. séríb. 2ja herb. á neðri hæð, ennfremur rúmgott vinnupláss. Nánari uppl. aðeins á skrifstofunni. Breiðholt - Mosfellsbær - hagkvæm skipti Traustur kaupandi óskar eftir raðhúsi með 4-5 svefnherb. og bílskúr. Skipti möguleg á 5 herb. mjög góðri íb. í Hólahverfi með frábæru útsýni. Á Seltjarnarnesi óskast: Gott einbýlis- eða raðhús með 4-5 svefnherb. Nánari upplýsingar trún- aðarmál. Góð sérhæð eða raðhús óskast til kaups í nýja miðbænum eða nágrenni. Mikil og góð útborgun. • • • Opið á morgun kl. 10-16. Viðskiptum hjá okkur fylgja ráðgjöf og traustar upplýsingar. • • • AIMENNA FASTEIGHASAIAN LAUGAVEGI18 SÍMAR 21150-21370 ___________________________litemDaít oodID Umsjónarmaður Gísli Jónsson 575. þáttur Því er íslenskt mál við lýði, að mörgum er annt um það. Sumir hafa umhyggju sína í hljóði, aðrir taka til máls. Haraldur Guðnason í Vest- mannaeyjum er einn tryggasti uppihaldsmaður þessa þáttar. Hann tekur því ekki þegjandi, að misfarið sé með mál okkar. Mættu slíkir verða sem flestir. Haraldur hefur enn sent mér gott og efnismikið bréf, og reyni ég að gera því ofurlítil skil. Ég töluset helstu efnisatriði sem frá H.G. eru runnin. 1) Dönskuslettur, eins og „koma til með“, „slá í gegn“ og „í dag“ í merkingunni nú á dög- um, um þessar mundir, um sinn, þessa dagana. Ég hef þá sýnt dæmi þess sem mér sýnist betur fara en „í dag“ í fyrr- greindri merkingu. í staðinn fyrir „að koma til með“ er hægt að segja margt betra. Stundum er unnt að nota einfalda framtíð. Þetta mun gerast í staðinn fyrir: „þetta kemur til með að gerast". Við getum líka sagt: Eg býst við hann geri... í stað: „hann kem- ur til með að gera“ o.s.frv. Að „slá í gegn“ þýðir víst að sigra, vinna sigur, jafnvel hrífa, vekja hrifningu eða eitthvað á þeim slóðum. Okkur Haraldi þykir böngulegt, þegar sagt var frá því, að „ostar slógu í gegn“. Líklega hafa ostarnir ekkert gert, en þótt sérlegá góðir. 2) Haraldur Guðnason and- mælir málfátækt og stagli, sbr. síklifun á orðsamböndunum „að mínu mati“ og „vera í stakk búinn“. 3) Þá er það víst enn ein dönskuslettan, hversu menn of- nota sögnina að leiða=veita for- ystu. H.G. óttast að bráðum verði tekið að tala um „flokks- leiðara", „söngleiðara“ o.s.frv. 4) „Taka yfir“=taka við (stjórn á). Mér þykir gott að H.G. minntist á þetta. Ég bið menn enn og aftur að láta af þessari enskuslettu (take over). Hennar er engin þörf. Illskárri er þá samsetningin „yfirtaka“, en óþörf líka. N.N. tók við stjórn fyrirtækisins. Hvorki „tók hann stjórnina yfir“ né „yfírtók fyrir- tækið“. 5) Ég ítreka með H.G. að mér þykir samsetningin ungbarn ólíkt betri en „ungabarn“, sbr. unglamb, ungfugl, ekki „unga- lamb“ eða „ungafugl", og al- kunna er að unghæna er annað en ungahæna. Ég kveð svo Harald Guðnason í Eyjum með virktum og þessari tilbúnu frétt úr bréfi hans: „í gerkvöld um kvöldmatarleytið varð eldur laus yfir á bænum Vælugerðiskoti. Brátt tókst að ráða niðurlögum eldsins og þá var klukkan akkúrat átta og fólkið á bænum slapp með skrekkinn." ★ Auglýst er eftir sögnunum slökkva, hvessa og sökkva í staðinn fyrir „ráða niðurlögum“, „bæta í vind“ og „fara niður“. ★ Voga skefur vindakast, virðar trefíl brúka. Það er án efa þéttingshvasst, þegar refir Ijúka. (ísleifur Gíslason, 1873-1960; ferskeytla, hringhend.) ★ „Snorri var átján vetra. Hann var vænn maður og ljós á hár og rétthár og vel vaxinn og kurt- eis í ferð, hár meðalmaður að jöfnum aldri og fræknlegur, heitfastur og fagurorður og kall- aði mjög sinn þá, er hann talaði við óhlutdeilinn, en ef hann lagði nokkuð til, varð hann að ráða, við hvern sem hann átti, ella fylgdi ber óhæfa. Þórður var hár maður og herðibreiður, góður viðmælis og blíður f skapi, nefljótur og þó vel fallinn í andliti, eygður mjög og fasteygur, ljósjarpur á hár og liðaðist í lokka. Hann þótti líklegur til höfðingja. Svo sagði Sturla [Sighvatsson], að engi þyrfti sér ríki að ætla til mann- virðingar í Vestfjörðum, sá er í Dölum sæti, ef Þórður væri í ísafirði." (íslendingasaga Sturlu Þórðar- sonar; 1214-1248; lýst Vatns- firðingum (Þorvaldssonum) áður en þeir eru af lífi teknir eftir Stakkgarðsbardaga). ★ Hlymrekur handan stældi úr ensku: Ég held limrunnar brautir svo beinar, að þar bíði ekki hindranir neinar, en grátt er gaman og gróft kornið saman, svo guðhræddur almúginn kveinar. ★ Tíningur (aðsendur úrýmsum áttum): 1) Af hveiju fór kaupmaðurinn ofan að Tjörn með reikningana sína? Svar: Til þess að láta endur skoða þá. 2) Hann er fárveikur karlinn, stundum alveg hreint á milli heims og sleggju. 3) Ekki voru veitingarnar skomar við öxl, enda urðu margir nær lífí en limum áður en lauk. 4) Úr Njáluprófi: Skarphéðinn barðist um á hæl og hnakka með taparaexi og klauf suma óvini sína í hreðjar niður. 5) Mær, sem fæddist 25. des- ember á öldinni sem leið, hlaut nafnið Jólavía. ★ „í lokin vil ég leyfa mér að árétta það sem er mergurinn málsins og meginröksemdin fyrir þýðjngarskyldunni, en það errétt- ur Islendinga til þess að fá þjón- ustu sjónvarpsstöðvanna fram- reidda á móðurmáli sínu, þann- ig að vald á íslensku dugi til að njóta efnisins. Ef svo er kom- ið að „íslenskir" fjölmiðlar selja löndum sínum þjónustu á tungu- máli sem ekki er móðurmál þeirra, þá er fólki mismunað. Boðið er upp á þjónustu sem ekki allir geta notið.“ (Kristján Árnason, form. Isl. málnefndar hér í blað- inu 24. jan. 1991.) ★ Stundum er sagt að einhver sé glysgjarn, í kvk. glysgjörn, svo og í hvk. flt. Þóri Haraldssyni á Akureyri þykir liggja beint við að segja um börn sem hafa gaman af blysum og flugeldum, að þau séu blysgjörn. Mega menn yrkja um þetta ef vill.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.