Morgunblaðið - 02.02.1991, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1991
Er ámælisvert að hafa aðra
skoðun en félagsmálaráðherra?
Opið bréf til félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur
í desembermánuði sl. rituðum
við þér og öðrum alþingismönnum
bréf þar sem lýst var afstöðu okk-
ar til tveggja lagafrumvarpa sem
lögð hafa verið fram á Alþingi.
Undir bréfið skrifuðu 87 foreldrar.
Með bréfí dags. 4. janúar 1991
sem eftir því sem næst verður
komist var sent öllum 87 foreldrun-
um svo og foreldraráðinu, virðist
þú leitast við að svara bréfi okkar.
I Morgunblaðinu, laugardaginn 12.
janúar sl., birtist síðari grein eftir-
þig undir fyrirsögninni. „Opið bréf
til foreldra barna á leikskólum."
Grein þessi var samhljóða bréfínu
til okkar að frátöldum jnngangi.
Eftirfarandi skrif er svar okkar við
greininni og nefndu bréfi.
Ekki misskilningur heldur
önnur skoðun
Öilum orðum þínum, í bréfi til
okkar foreldranna um að efni bréfs
þess sem við rituðum alþingis-
mönnum byggist á „mjög miklum
misskilningi og röngum upplýsing-
urh“, og að þeir foreldrar sem und-
ir bréfið rituðu „hafi ekki verið
upplýstir á réttan hátt“, vísum við
á bug sem röngum og lítilsvirðandi.
Að sjálfsögðu kynntum við okk-
ur frumvörpin og fylgiskjöl þeirra
þau sömu og lágu fyrir Alþingi.
Við urðum ekki vör við neinn utan-
aðkomandi áróður. Eftir þessa ítar-
legu athugun komumst við að
þeirri niðurstöðu sem lýst er í bréfí
okkar, að frumvarp til laga um
leikskóla eins og það kom frá for-
skólanefnd sé mun heillavænlegri
kostur hvað varðar skipan dagvist-
ar- og leikskólamála, en frumvarp
til laga um félagsþjónustu sveitar-
félaga. Efni bréfs okkar hefur þú
ekki hrakið né heldur bent þar á
rangfærslur.
„Smekklegt það — og
tilgangurinn augljós“
Bréf okkar segist þú hafa feng-
ið „frá leikskóla — í umslagi sem
útkrassað var í ýmsum litum.
Smekklegt það og tilgangurinn
augljós. Fleiri dæmi mætti rekja
um þær baráttuaðferðir sem notað-
ar hafa verið.“
Við þessa aðdróttun urðu marg-
ir sárir. Leikskólinn sem slíkur kom
þar hvergi nærri né áttu fóstrur
hlut að m áli. Við foreldrar óskuð-
um eftir því að börnin sem eru á
aldrinum 1-5 ára skreyttu umslög-
in, þvi við vildum hafa þau sér-
stök. Börnin tóku verkið að sér af
þeirri gleði sem einkennir störfín
á leikskólanum og voru stolt af
árangrinum. Þetta kunna því mið-
ur ekki allir að meta.
Hvers eiga fóstrur að gjalda
Þú skrifar í upphafí Morgun-
blaðsgreinar þinnar að þú hafír
hingað til ieitt hjá þér að svara
með viðeigandi hætti „þeim bar-
áttuaðferðum sem hluti fóstra hef-
ur kosið að tileinka sér og fólgin
er í að rangtúlka og gera tortryggi-
legt jafnmikilvægt velferðarmál og
felst í frumvarpi um félagsþjónustu
sveitarfélaga", og síðan að þó þú
hafír sannreynt „að sumar fóstrur
hafa kosið að nota sérstakan for-
eldrafund til að rangtúlka frum-
varp um félagsþjónustu sveitarfé-
laga og mín sjónarmið og lagt mér
orð og skoðanir í munn sem engan
raunveruleika standast". í niður-
lagi greinar þinnar segist þú eiga
þér þá von að hætt verði að nota
þig sem Grýlu á foreldra barna á
„í skrifum þínum er
vegið ómaklega að
fóstrustéttinni. Þau eru
til þess fallin að grafa
undan tiltrú foreldra á
fóstrum og fóstrustétt-
• • Lt
mni.
leikskólum. Það sé með öllu óþol-
andi „að vanþekking, misskilning-
ur og rangtúlkanir hóps fóstra
skuli standa í vegi fyrir“... (letur-
breyting okkar).
Þessum dylgjum eigum við erfítt
með að svara, eins og jafnan er
um dylgjur sem enginn staður er
færður fyrir. En svo mikið er víst
að þær eiga ekki við um leikskól-
ann okkar né heldur nokkum ann-
an þeirra leikskóla sem við þekkj-
um til.
Við höfum heldur ekki orðið
þess vör að fóstrur hafi notað þig
sem Grýlu né að vanþekkingar,
misskilnings eða rangtúlkana gæti
hjá fóstrum á þeim málefnum sem
hér um ræðir. Hins vegar hlýtur
þú að þurfa að horfast í augu við
að fóstrum ekki síður en öðrum
þegnum þessa lands er fijálst að
hafa skoðun á málefnum leikskóla
sem og öðrum málum. I lýðræðis-
þjóðfélagi er æskilegt að sem flest-
ir setji fram skoðnir sínar á mikil-
vægum málefnum.
Fóstrur hafa leitast við að leggja
málefnum leikskólans lið. Við höf-
um hvergi orðið vör annars en
prúðs og málefnalegs málflutnings
af þeirra hálfu. í skrifum þínum
er vegið ómaklega að fóstrustétt-
inni. Þau eru til þess fallin að grafa
undan tiltrú foreldra á fóstrum og
fóstrustéttinni.
Hverjir eiga hagsmuna að
gæta?
Fóstrur eiga ekki brýnasta
hagsmuni af því hvernig málefnum
leikskóla verður skipað með lögum.
Málefni leikskólans er meðal þess
sem lýtur að uppbyggingu þegna
og þjóðfélags. Börn og foreldrar
þeirra eiga þar ríka hagsmuni.
Launþegar og atvinnuveitendur
eiga það líka. Fulltrúar beggja áttu
sæti í forskólanefndinni sem samdi
upphaflega frumvarpið um leik-
skóla, sem síðar var breytt í með-
förum ríkisstjórnarinnar.
Til þess er tekið í bréfum ráð-
herra að núgildandi lög séu „ein-
ungis heimildarlög“. Fyrsta setn-
ingin í 37. gr. frumvarps til laga
um félagsþjónustu sveitarfélaga:
„Sveitarfélög skulu eftirföngum
bjóða upp á dagvist bama þar sem
hennar er þörf“ (leturbreyting okk-
ar), tekur af öll tvímæli um að her
er einnig aðeins um heimildarlög
að ræða.
Við teljum að leikskólar eigi
miklu fremur samleið með öðrum
menntastofnunum undir mennta-
málaráðuneyti en með félagshjálp
sveitarfélaga undir félagsmálaráð-
uneyti. Með öllu er ástæðulaust
að skipta málefnum leikskóla milli
ráðuneyta, slíkt hefur reynst illa.
Okkur er fullljóst að þessu fylgir
talsverður kostnaður en við erum
jafn sannfærð um að þannig horfi
málið til heilla fyrir þjóðina.
Við viljum því árétta hér stutt-
lega afstöðu okkar til málefnisins:
1. Við styðjum eindregið leikskóla-
frumvarpið eins og það kom frá
skólanefndinni svo og frumvarp
forskólanefndarinnar um ríkis-
framlag til sveitarfélaga vegna
leikskóla.
2. Við mótmælum skipan frum-
varps um félagsþjónustu sveit-
arfélaga á dagvistarmálum
bama, markmiðum og hug-
myndafræði þess frumvarps
hvað Iýtur að dagvistarmálum
barna og því að dagvistar- og
leikskólamálefni verði flutt til
félagsmálaráðuneytisins.
Þar sem við þekkjum til hafa
umræður um málefni leikskólans
verið um lagafrumvörp. Persóna
þín hefur ekki verið bendluð þar
við þar til nú fyrir þín eigin skrif.
Foreldraráð leikskólans
Hálsaborgar
Gríman er fallin
*
eftir Arna Ragnar
Árnason
Atburðir að undanfömu í Eystr-
asaltslöndunum hafa skekið heims-
mynd okkar svo hún hefur nötrað.
Á nýliðnu ári sýndist kalda stríð-
ið vera að renna sitt skeið á enda
og von virtist til friðsamlegra sam-
skipta við Sovétríkin og að þar
stefndi nú til lýðræðis- og rétt-
arríkis.
A.m.k. gat svo litið út í augum
hins óbreytta manns, sem leitast
við að dæma aðra af orðum þeirra
og gjörðum út frá eigin lífsviðhorf-
um og gildismati. Við íslendingar
þekkjum langflestir af eigin raun
aðeins þau stjórnvöld sem virða
sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga
5og þjóða og beita friðsamlegum
ráðum. Líklegt er því að mörgum
okkar hafi orðið það á, að telja
Kremlveija, undir forystu friðar-
verðlaunahafa Nóbels, komna í hóp
þeirra. Eða við hveiju má búast
af handhöfum slíkra verðlauna?
Lýðræði í Sovétríkjunum
Staðreyndin er sú að Sovétríkj-
unum er enn stjórnað af einræði
Kommúnistaflokksins og innan
hans ráða enn harðlínumenn þegar
til kastanna kemur. Því má ekki
gleyma að hvorki Gorbatsjov né
nokkur annar af valdhöfum í
Kreml eru lýðræðislega kjörnir.
Þeir eru allir hreinræktuð af-
sprengi flokkseinræðisins. Hann
hefur sjálfur notað aðstöðuna til
að safna á sínar hendur meiri völd-
um en jafnvel Stalín hafði á sínum
tíma.
Á haustmánuðum mátti sjá að
han vildi draga úr þeirri lýðræðis-
þróun sem hann sjálfur hóf og
hefur síðan aðeins valið harðlínu-
menn til æðstu embætta, en nú
síðast ráðist gegn málfrelsi. Besta
aðvörun um hvers mátti vænta var
afsögn Shevardnadze og ummæla
hans um ástæður þess. Þau hafa
nú sannast, fyrst á Litháum og
nú einnig á Lettum. Harðstjórarn-
ir, Gorbatsjov og félagar, hafa
misst grímuna.
Þíðan
Svo virðist nú að vesturlanda-
menn hafa ofmetið hvað lá að baki
breyttri afstöðu Kremlveija. Og
það þrátt fyrir aðvaranir manna
sem gjörþekkja kaldlyndi stjórnar-
herranna og stjórnkerfisins í
Kreml, svo sem Solzhenitsyn. En
svipuð ábending kom í raun fram
í svörum íbúa í Sovétríkjunum þeg-
ar leitað var eftir viðbrögðum
þeirra við veitingu friðarverðlaun-
anna til Gorbatsjovs. Nú vitum við
að ekkert hafði breyst í Kreml.
Enn reynist rétt, að þeir kommún-
istar hafi ekkert lært og engu
gleymt.
Áð baki lá eflaust brýn nauðsyn
til að draga úr herkostnaði við að
bæla niður nýlenduþjóðirnar í Evr-
ópu. Nýlendurnar voru hættar að
gefa nægjanlega af sér, svo mjög
sem auðlindir þeirra og framleiðsl-
ugeta höfðu verið mjólkuð. Ollum
sem fylgst hafa með fréttum af
endurreisnarstarfi hinna nýfrjálsu
Evrópuþjóða má vera ljóst að þær
hafa verið purkunarlaust arðrænd-
ar á öllum sviðum.
Ljóst er nú að ekki lá lýðræðis-
né friðarást að baki. Einræðið er
enn við völd og vopnin hafa ekki
verið kvödd. Uppvíst er að einhver
þeirra vopna sem Gorbatsjov samdi
um að eyða voru bara flutt til.
í skjóli af Hitler og Saddam
Hussein
Öðru máli gegnir um Eystra-
saltsríkin þijú og þjóðimar sem
þau byggja. Fijáls og sjálfstæð
ríki voru með hervaldi lögð undir
Sovétríkin þegar vinátta kommún-
istá og nasista var heitust:-----
Víst hefur örlítið þokast í átt til
lýðræðis í Sovétríkjunum á allra
síðustu árum. Ekki hafa þar þó
verið tekin meira en fyrstu skref
og hafa þau einkennst öðru fremur
af tilraunum Gorbatsjovs. Sumir
stjómmálamenn og fjölmiðlamenn
á Vesturlöndum og hér heima hafa
gert mikið úr þessum framförum.
Talið Gorbatsjov frelsishetju og
Sovétríkin lýðræðisríki. Þessi um-
ræða hefur haft mjög villandi áhrif
á almenningsálitið í garð þeirra
JCremlveija. ifl
Þegar Kremlveijar leystu fjötr-
ana af nýlenduþjóðum þeirra í
Mið- og Austur-Evrópu vom sköp-
uð skilyrði þess að samningar tók-
ust um gagnkvæman samdrátt
vamarviðbúnaðar í Evrópu og
bætta sambúð austurs og vesturs.
Fleiri sáttmálar og sameiginlegar
yfírlýsingar hafa fylgt í kjölfarið,
og svo er nú komið að Sovétríkin
hafa undirritað nær alla friðar- og
mannréttindasáttmála sem mikil-
vægastir eru taldir í samfélagi
„Öllum sem fylg-st hafa
með fréttum af endur-
reisnarstarfi hinna ný-
frjálsu Evrópuþjóða má
vera ljóst að þær hafa
verið purkunarlaust
arðrændar á öllum svið-
um.“
Kremlveijar standa frammi fyrir
því að missa nýlendur sem enn er
ekki búið að dauðmjólka, og hyggj-
ast halda sínu hvað sem það kost-
ar. Því miður hafa vesturlanda-
menn almennt skeytt litlu um þau
örlög sem Eystrasaltsþjóðunum
eru búin. Allt frá því að þær hófu
sjálfstæðisbaráttuna hafa Kreml-
bændur sýnt þeim ódulbúinn fjand-
skap, sem kom berlega í ljós með
efnahagslegum þvingunaraðgerð-
um Gorbatsjovs sjálfs. Umsvif Sov-
étheijanna voru stóraukin í löndum
þeirra og þeim í raun haldið í
herkví allt síðan. Þegar ofstopi ein-
ræðisherrans í íraks hafði náð
óskiptri athygli heimsbyggðarinn-
ar létu þeir til skarar skríða gegn
varnarlausu fólkinu með mann-
drápum og öðru ofbeldi. Fyrst og
harðast gegn Litháum og nú
skömmu síðar einnig Lettum. Eist-
ar bíða í ofvæni, og forseti Pól-
veija hefur ítrekað varað við hugs-
anlegri ofbeldisárás Sovétheija á
Pólland, þegar Kremlveijum þykir
henta.
Ljós í myrkri
Viðbrögð við fólskuverkunum
hafa verið misjöfn. Einhveijir hafa
látið sem svo, að Sovétríkin eigi
lagalegan rétt til þeirra, sem á
enga stoð í þjóðarrétti. Athygli
heimsins hefur beinst að hildar-
leiknum við Persaflóa, en þó hafa
ýmsir fordæmt þessar fáheyrðu
árásir á friðsamar og varnarlausar
menningarþjóðir. Mest þykja mér
um verð einörð og samhljóma við-
brögð Alþingis íslendinga, raunar
allt frá því Eystrasaltsþjóðirnar
hófu sjálfstæðisbaráttuna. Yeltsin
forseti Rússlands hefur og for-
dæmt framferði Gorbatsjovs og
félaga og lýst yfir fullum stuðningi
við málstað hinna kúguðu þjóða.
Sú drengilega afstaða lýsir sem
ljós í myrkri.
En yfírlýsingum og orðræðum
um afstöðu okkar þarf að fylgja
eftir með gjörðum. Við eigum að
taka upp bein stjórnmálasamskipti
við Eystrasaltsríkin þijú með skip-
an sendiherra í hveiju og einu
þeirra. Þá kemur og til álita að
draga úr viðskiptum og stjórmálas-
amskiptum við Kremlveija, jafnvel
að slíta þeim.
Höfundur er deildarstjóri hjá
varnarliöinu á Kenavíkurflugvelli
og formaður Fulltrúaráðs
sjálfstœðisfélagannn í Keflnvík.