Morgunblaðið - 02.02.1991, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1991
1
Hvert er erindi leiklistarinnar við samtímann?
Blóð og eldur
Rætt við Stefán Baldursson, leikstjóra, er tekur við
starfi leikhússtjóra Þjóðleikhússins 1. september nk.
Hér birtist fjórða og síðasta við-
talið í tilefni af leiklistarþingi sem
haldið er í dag, laugardaginn 2.
febrúar, á vegum Leiklistarsam-
bands Islands á Hótel Lind í
Reykajvík.
Sp.: Hvaða hlutverki gegnir leik-
húsið í þjóðfélaginu?
Stefán: Leikhúsið er þegar best
lætur samviska mannsins og þjóðfé-
lagsins. Hlutverk þess er að sjálf-
sögðu margþætt. Leikhús þarf að
vera bæði menntandi og skemmt-
andi. Gott leikhús er bæði skóli og
sjúkrahús og svo auðvitað Tívolí.
Sp.: Hvernig finnst þér þetta tak-
ast í íslensku leikhúsi?
Stefán: Það er auðvitað allur
gangur á því. Mér finnst þetta stund-
um takast, þó ekki nærri því alltaf
og það gerir það kannski hvergi þar
sem leikhús er rekið. Leikhúsmenn
eru ekki svo hittnir að þeir hitti í
mark hveiju sinni. En mér finnst
margir keppa að þessu, þar með er
ekki sagt að þeir sömu hafi alltaf
aðstöðuna til þess. Grundvallaratrið-
ið er heiðarleiki listamannsins, að
hann sé sjálfum sér trúr, — geri sitt
besta og gott betur.
Leikhúsið og samtíminn
finnst mér kjarni góðrar leiklistar
og leiks byggja á djúpkS&m í sálar-
líf persónanna og á heiðarlegri skoð-
un og greiningu mannlífsins. Þá
finnst manni formdekrið og nýjunga-
girnin í leikhúsinu stundum óþolandi
enda snertir slíkt ekki mannssálina
nema á yfirborðinu. Þessi nýjunga-
girni er kannski ekki skaðleg í sjálfu
sér en henni fylgir iðulega hroki og
yfirborðsmennska, sem tefur fyrir
eðlilegri þróun listarinnar. Það er
lífsnauðsynlegt fyrir þá listamenn
sem starfa í leikhúsi, að það brenni
eitthvað á þeim, að þeir geti ekki
hugsað sér að fást við neitt annað.
Sp.: Brennur mikið á okkur?
Stefán: Örugglega aldrei nóg. En
listamenn verða sífellt að minna
sjálfa sig og aðra á, að þetta er
grundvallarforsenda listsköpunar.
Það sló mig, þegar ég var að svið-
setja Sölku Völku í Osló í haust —
þar kemur Hjálpræðisherinn nefni-
lega mjög við sögu með einkunnar-
orð sín „blóð og eldur“ — að þessi
slagorð ætti leikhúsfólk að gera að
sínum. Þau lýsa leikhúsi í hnotskurn.
Ábyrgðartilfinning og
siðgæðisvitund
Sp.: Er íslenskt leikhús skyggnt á
samtímann og þann veruleika sem
við lifum í?
Stefán: Ekki nógu rækilega, ekki
nógu oft. En sem betur fer kemur
það fyrir. En leikhúsið má ekki vera
svo samfélagslega niðurneglt að við
séum bara að fjalla um okkar þjóðfé-
lag. Gott leikhús fjallar um líf manns-
ins á miklu víðtækari hátt. Það á að
geta hjálpað okkur að lifa lífinu á
sem mest skapandi og gefandi hátt.
í allri þeirri ágengni og streitu sem
við búum við í nútímaþjóðfélagi á
það að geta skapað okkur næði til
þess að ná sambandi við okkur sjálf
og velta fyrir okkur hlutum sem við
alltof sjaldan veltum fyrir okkur. Og
eins og öll góð list, þarf leiklistin
helst að komast út fyrir mörk hins
skýranlega, þar sem við hættum að
geta skýrt hvað það raunverulega
er sem við fáum út úr sýningunni.
Leikhúsið verður að sjálfsögðu að
vera í tengslum við það líf sem við
lifum og samfélag okkar, en ekki
endilega í svo þröngum skilningi að
það sé aðeins kreppa okkar á Islandi
hér og nú sem er viðfangsefnið held-
ur alþjóðasamfélag mannsins.
Sp.: Finnst þér leikhúsið vera gam-
aldags — er það eðli leikhússins að
vera alltaf að fást við spurningar
gærdagsins?
Stefán: Leikhús á að fást við
spurningar dagsins í dag en jafn-
framt bæði fortíðina og framtíðina.
Varðandi það hvort leikhúsið sé gam-
aldags — þá langar mig að vitna í
Gareia Lorca sem sagði að það væri
einungis hugmyndasnautt fólk sem
hefði áhyggjur af því hvort það væri
gamaldags. En kannski eigið þið við
með orðinu gamaldags hvort leikhú-
sið sé að beita gömlum aðferðum sem
ekki virka lengur á okkur — þá fell-
ur leikhúsið oft í þá gryQu. Skylda
leikhússins er í raun að vera alltaf
að koma fólki á óvart. Að leita nýrra
leiða, bæði í formi og innihaldi.
Sp.: Finnst þér íslenskt leikhús
koma áhorfendum sínum nógu mikið
og oft á óvart? Eða er það staðnað?
Stefán: Það er erfitt að alhæfa
út frá þessu hugtaki — að koma ein-
hveijum á óvart. Það sem kemur
einum á óvart, er fyrir öðrum sjálf-
sagt mál. Það sem kemur einhverjum
áhorfenda hér á íslandi á óvart, hafa
margir séð ótal sinnum erlendis, Og
það sem ungu kynslóðinni í leikhús-
inu finnst nýstárlegt, frumlegt og
spennandi, eru kannski aðferðir, sem
við sem eldri erum, unnum eftir árum
saman í gamla daga. Eftir að hafa
prófað ótal aðferðir í formi og stíl,
Sp.: Nú gerist það stundum, að
sýningin „misheppnast“ allt virðist
fara úrskeiðis, útkoman algjör við-
vaningsháttur, samt fær sýningin hól
og aðsókn — meðan sýning sem öðr-
um þykir sæta tíðindum fær hvor-
ugt. Er svörun áhorfenda brengluð
— kunna þeir ekki að meðtaka það
sem vel er gert? Siðferðisvitundin,
hver er ábyrgðartilfinning leikhús-
fólksins og gagnvart hverjum skynj-
ar maður hana?
Stefán: Þetta á rætur sínar í því,
að leikhús er svo margskonar fyrir-
brigði, það sem einum finnst stór-
kostlegt nær af ýmsum ástæðum
ekki til annars og þessu megum við
aldrei gleyma, eitt hæfir mér, annað
þér. Við megum ekki festast í sjálfs-
upphafinni einangrun og sjálfs-
ánægju og finnast allir þeir ómögu-
legir, sem ekki hafa sama smekk eða
viðhorf til leiklistar og við sjálf. En
hér sem áður, getur listamaðurinn
aldrei haft aðra viðmiðun en sjálfan
sig og sitt mat, hann verður að skapa
út frá því sem er honum mikilvæg-
ast hveiju sinni það er vonlaust að
ætla að laga hlutina að einhveijum
ímynduðum smekk eða viðhorfum
annarra. Frumsköpun í listum getur
aldrei komið frá öðrum en þeim sem
á sjálfur hugmyndina, þeim sem eld-
urinn brennur á.
Við í leikhúsinu, erum oft spurð
um stefriumörkun. Hvaða stefnu hef-
ur þetta eða hitt leikhúsið? Að míiíu
mati er aðeins ein listræn stefna
möguieg og það er gæðastefnan.
Vandinn er að vita hvað eru gæði.
Hvers konar gæði? Gæði er ekki
absolútt hugtak. Að velja verk, sem
uppfyllir ákveðnar gæðakröfur út frá
forsendum þeirra sem ákvarðanirnar
taka hveiju sinni. Forsenda verk-
efnavals er sannfæring um að verkið
eigi eitthvað erindi við fólk. Svo er
að besta fáanlega fólkið vinni verkið.
Það er svo oft sagt við okkur í
leikhúsinu, af hveiju sýnið þið ekki
eitthvað sem „fólk vill sjá“. Reynsla
mín er hins vegar sú, að það þarf
að hjálpa fólki að uppgötva hvað það
vill sjá. Ég get nefnt nýlegt dæmi
frá Borgarleikhúsinu í Alaborg. Þeir
hafa þann háttinn á, að bjóða leik-
húsgestum áskrift að sýningum, þar
sem fólk getur valið allt frá þremur
upp í átta eða tíu sýningar á ári. I
boði eru ýmsar samsetningar verk-
efnanna en sameiginlegt þeim öllum
er, að enginn „pakkanna" inniheldur
einvörðungu gamanleiki, söngleiki
eða verk af léttara taginu, heldur
eru í þeim öllum eitt eða lleiri verk
alvarlegs eðlis, sígild verk eða verk
nýrra, óþekktra höfunda, sem sé
verk, sem ekki er gefið að fólk flyk-
kist á. Þetta leikhús er vinsælasta
leikhúsið í Danmörku í dag og félags-
fræðideild Árósarháskóla gerði nýve-
rið könnun á sambandi þessa leik-
húss við áhorfendur sína.
I ljós kom, að þau verk, sem fólk
hefði að eigin frumkvæði ekki valið
en fylgdu með í „pakkanum" voru
ótrúlega oft þau verk, sem hlutu
bestu ummælin eftir á.
Aðsóknin
Sp.: Er markaðsfærsla nýtt töfra-
orð í leikhúsi?
Stefán: Auðvitað er það ekkert
töfraorð en mér finnst við -í íslensku
leikhúsi vera langt á eftir í þessum
málum. Orðið markaðssetning kann
að hafa neikvæða hleðslu í eyrum
listamanna en er Ieikhúsi sjálfsögð
nauðsyn. En hér gilda líka sömu lög-
mál og í viðskiptaheiminum, varan
sjálf verður að vera góð. Það er sama
hvað þú auglýsir mikið, ef listin upp-
fýllir ekki gæðakröfurnar, þegar þú
hefur lokkað áhorfandann í leikhú-
sið, er allt unnið fyrir gíg. Sá skiln-
ingur sem ég legg í markaðssetningu
er mjög víðtækur og felur í sér kynn-
ingu og eflingu á sambandi leikhúss-
ins við áhorfendur sína. Hugsið ykk-
ur þá frábæru kynningu, sem leik-
flokkur Þjpðleikhússins með Næturg-
alann hefur staðið fyrir í vetur í skól-
unum í tengslum við sýninguna. Að
tala við 30 þúsund börn um hvað
leikhús sé og hvernig leiksýning
verður til. Þvílík markaðssetning!
Sp.: Færri koma nú einn í hóp og
tveir í lest í leikhúsið, heldur fleiri
og stærri hópar — þá fer hver og
einn ekki á þeirri forsendu að hann
finni hjá sér innri þörf til að fara í
leikhúsið. Hvernig lítur þú á þessa
þróun?
Stefán: Hún er ekki óeðlileg miðað
við þær þjóðfélagsbreytingar, sem
átt hafa sér stað. Framboð á öðrum
vettvangi, sjónvarp, myndbönd, leik-
sýningar á skemmtistöðum, allt þetta
hefur hellst yfir okkur á skömmum
tíma. Auðvitað hefur leikhúsið ekki
jafn sterka og sjálfsagða sérstöðu
og áður. Þess vegna eru þessi beinu
tengsl við áhorfendur og allt kynn-
ingarstarf svo mikilvægt. Það er
ekkert að því nema síður sé, að fólk
komi saman í hóp í leikhúsið, vinnu-
félagar, saumaklúbbar. Leikhúsið á
að örva og nýta sér þetta. Gefa kost
á umræðum, skoðunarferðum, stofna
vinafélög leikhússins, halda fundi
með fastagestum, gefa þeim kost á
að hitta listamenn leikhússins o.s.frv.
Möguleikamir eru óteljandi.
Sp.: Nú hefur Þjóðleikhúsið haft
þann háttinn á að hafa fasta frum-
sýningargesti allt frá upphafi. Frum-
sýningargestir þykja oft þungir og
sýningin þolraun fyrir leikara, þann-
ig að frumsýningin er jafnvel ekki
marktæk. Hvað viltu segja um þetta?
Stefán: Það væri vel athugandi
að létta einhveiju af þunga og vægi
frumsýningarinnar með því t.d. að
taka inn áhorfendur á síðustu æfing-
ar, þannig að leikararnir séu búnir
að venjast mismunandi viðbrögðum
nokkur kvöld. Þetta tíðkast alls stað-
ar þar sem ég hef unnið erlendis,
að selt er inn á 2-3 síðustu æfingarn-
ar og þá ódýrt. Og þá fáum við í
rauninni miklu marktækari viðtökur
heldur en þegar öll spenna og þungi
safnast á þetta eina kvöld, frumsýn-
ingarkvöldið. Það sem hefur hindrað
slíkt hérlendis er að oft eru sýningar
ekki tilbúnar fyrr en á síðustu
stundu. Við þurfum að taka okkur
tak í skipulagsmálum. Hinn sér-
íslenski síður að gera allt á síðustu
stundu og helst aðeins seinna er leik-
húsinu bæði dýr og hættulegur.
gagnrýnið e_ða sjálfhælið?
Stefán: Ég held það sé hvort
tveggja. Það er nauðsynlegt fyrir
okkur í leikhúsinu að skapa okkur
sterka sjálfsvitund, vera meðvituð
um hvar við stöndum listrænt séð
og gagnvart samfélaginu til þess að
geta náð lengra og bætt við okkur.
Sjálfshól stafar hins vegar yfirleitt
af minnimáttarkennd og það er
ástæðulaust fyrir íslenskt leikhúsfólk
að láta hana ná tökum á sér. Hins
vegar þurfum við að beita okkur sjálf
stöðugri gagnrýni. Það er erfitt
vegna þess að starf Ieikarans er svo
persónulegt og viðkvæmt að gagn-
rýni á starf hans getur virkað sem
gagnrýni á persónuna, sé ekki vel
að gáð. Fólk þarf að hafa náð góðu
sambandi hvert við annað til þess
að vera fært um að taka við gagn-
rýni. Og margir leikarar eru
skemmdir af óvinveittri og þekking-
arsnauðri gagnrýni á uppbyggilegan
hátt. Leikarinn 'br sá sem allt hvílir
á, hann brennur stöðugt á bálinu,
meðan við hin fleygjum í hann elds-
neyti og skörum í eldinum. En grund-
vallarforsenda þess að samstarf ta-
kist í leikhúsi er gagnkvæmt traust
allra þeirra sem vinna að listsköpun-
inni. Án slíkrar samstöðu næst aldr-
ei verulegur árangur.
Sp.: Veit fólk ekki alltof lítið um
það hvað gert er í leikhúsunum,
hvernig vinnan fer fram?
Stefán: Leiksýning er óskaplega
sérstakt samvinnuform. Almenning-
ur veit yfirleitt sáralítið um hvað
raunverulega gerist í leikhúsi. List-
greinin er hulin rómantík frægðarljó-
mans og fjölmiðlar virðast aðallega
hafa áhuga á því sem úrskeiðis fer.
Sænski leikarinn Erland Josephson
hefur sagt frá því, að þegar hann
var leikhússtjóri á Dramaten, hafi
komið nefnd rekstrarhagfræðinga
frá því opinbera til þess að fá að
kanna og fylgjast með vinnuferli
einnar leiksýningar. Hann leit þá
hálfgerðu hornauga, taldi að nú ætti
að setja ofan í við leikhúsfólkið og
kenna því hvernig það ætti að spara
og hagræða. í lok æfingartímans
komu fræðingamir til hans aftur
fullir lotningar og aðdáunar, sögðust
aldrei hafa kynnst því í neinni starfs-
grein eða fyrirtæki að hægt væri að
sameina jafnmarga einstaklinga á
jafn skömmum tíma í að skilja jafn-
flókinni hugmynd heillegri og fullbú-
inni á leiðarenda.
í hvaða aðstöðu lendir
listamaðurinn?
ingu. Auðmýking sú sem leikhúsfólk
verður stundum fyrir er með ólíkind-
um.
Það dytti engum í hug að senda
blaðamann sem ekki kynni mann-
ganginn í viðtal við stórmeistara í
skák.
Sp.: Hvaða áhrif hefúr óttinn við
það að varan ekki seljist á listamann-
inn og það sem hann er að vinna að?
Stefán: Meðan unnið er að leikhús-
'sýningu, getum við ekki leyft okkur
að hugsa þannig. Heldur verðum við
að vinna samkvæmt bestu sannfær-
ingu, treysta á eigin dómgreind.
Heiðarleiki og einlægni eru eina hal-
dreipið. En auðvitað lúrir óttinn á
næsta leiti hjá einstaklingnum, leik-
aranum. Óttinn við að mistakast,
óttinn við höfnun hópsins, höfnun
leikhússins, höfnun áhorfenda. Og
hjá yfirmönnum leikhúsanna getur
umræddur ótti gert vart við sig bæði
á undan og eftir, strax í verkefnaval-
inu. Meðan opinberir styrkir til leik-
listar eru ekki hærri en raun ber
vitni, neyðast forráðamenn leikhú-
sanna til að hugleiða ofangreinda
spurningu. íslensk leikhús fá aðeins
milli 50 og 70% rekstrarkostnaðar
frá opinberum aðilum, meðan öll
borgar- og/eða ríkisleikhús í ná-
grannalöndunum njóta 85-95%
styrkja — og beijast samt í bökkuni!
íslensk leikritun og samtíminn
Gagnrýnið leikhús
Sp.: Svo við snúum okkur að inn-
viðum leikhússins. Er íslenskt leikhús
Sp.: í hvaða aðstöðu getur lista-
maðurinn lent í harðri samkeppni.
Er eðlilegt að leikstjóri þurfi að lýsa
ágæti eigin verks áður en það hefur
komið fyrir. almenningssjönir?
Stefán: Mér finnst fráleitt að setja
fólk í slíkar aðstæður. Ogþessu má
ekki rugla saman við eðlilega kynn-
ingu eða skoðanaskipti um viðkom-
andi verk. Hins vegar getur verið
að fólk hafi verið neytt út í þetta
vegna þess að ijolmiðlar hafa brugð-
ist. Þar skortir iðulega alla sérþekk-
Sp.: Hvar stendur ísiensk leikrit-
un?
Stefán: Hún stendur allvel. Við
eigum nokkra leikritahöfunda, sem
hafa sapiið fyrirtaksverk, sem ekki
bara hafa náð vinsældum hér heima,
heldur verið sýnd erlendis á undan-
förnum árum. Mér finnst vanta fleiri
unga höfunda, en það er samt
ánægjulegt hve margir höfundar fást
við leikritun. Hlutfallið er margfalt |
hærra en í nágrannalöndunum. Sér-
staða íslenskrar leikritunai' felst líka
í hinum gífurlega áhuga áhorfenda.
Isiensk verk hafa um árabil verið
meðal vinsælustu verka leikhúsanna.
En íslensk leikhús eiga óendanlegum
skyldum að gegna við höfundana
okkar. Þau verða að þora að taka
ákveðna áhætttu með íslenska höf-
unda, gefa þeim tækifæri til að sjá
verk sín á sviði, þótt þau séu ef til
vill ekki alfullkomin, annars komast
þeir aldrei neitt lengra.
Sp.: Hvað um nýsköpun? Verk sem
taka á þessu flókna samfélagi sem
við lifum í í dag?
Stefán: Mér finnst þetta ekki endi-
lega þurfa að fara saman, þ.e.a.s að
nýsköpun felist endilega í að fjalla :
um okkur hér og nú. Höfundur getur
sagt mér mikilvægan sannleika um
líf mitt hér og nú 1991 með verki
sem gerist fyrir 500 árum. Við erum
enn jafn varnarlaus gagnvart ófull- ;
komleika mannsins og þeim illu öfl-
um, sem hann ánetjast í dag og fyr-
ir 1000 árum. Erum við ekki enn að
drepa hvert annað?
Það sem máli skiptir er skírskot-
unin, að verkið höfði sterkt til mín-
Og formið er heldur enginn algildur