Morgunblaðið - 02.02.1991, Síða 21
_____________________________MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1991_ 21
Formaður húsnæðismálastj órnar:
Rangt hjá fjármálaráðherra að hús-
næðismálasljóm skili ekki sínu verki
Vantar yfir milljarð í hverjum mánuði, segir forstjóri Húsnæðisstofnunar
YNGVI Örn Kristinsson formaður húsnæðismálastjórnar vísar alfarið
á bug því sem fjármálaráðherra sagði í Morgunblaðinu í gær, að hús-
næðismálastjórn hafi ekki skilað sínu verki við að gera „skynsamlega
samninga við lífeyrissjóðina um ákveðnar tímasetningar varðandi kaup
á skuldabréfum," til þess að leysa vanda Byggingarsjóðs ríkisins. „Þeir
samningar eru í fullum gangi,“ sagði Yngvi Órn, þegar Morgunblaðið
ræddi við hann í gær. Hann sagði fjármálaráðherra vera full kunnugt
um þetta. Ekki hefur tekist að greiða 1.200 milljóna króna skammtíma-
víxil Byggingarsjóðs ríkisins í Seðlabanka sem gjaldféll á fimmtudag,
en gert er ráð fyrir að takast muni að greiða út húsnæðislán sam-
kvæmt lánsloforðum eftir helgina. Sigurður E. Guðmundsson, forstjóri
Húsnæðisstofnunar sagði í gær að þrátt fyrir að tækist að semja við
lífeyrissjóðina um að flýta skuldabréfakaupum verði engu að síður að
brúa bil í rekstri Byggingarsjóðs ríkisins sem nemur um og yfir millj-
arði króna í mánuði hverjum.
Yngvi Örn sagði vanda Húsnæðis-
stofnunar ekki snúast um hvort
samningaviðræður við lífeyrissjóðina
séu í gangi eða ekki, heldur hitt að
það taki nokkurn tíma að ljúka þeim.
„Þetta eru 80 lífeyrissjóðir sem þarf
að ganga frá samningum við þannig
að það tekur tíma og sú fyrirgreiðsla
sem við höfum verið að sækjast eftir
frá ríkissjóði, hún er til þess í fyrsta
lagi að fylla það skarð sem er fyrir
á meðan unnið er að þeim samning-
um og svo hitt, að jafnvel þó að
þeir takist, þá munu þeir ekki skila
þeim árangri strax að sjóðurinn kom-
ist í jafnvægi. Hvort tveggja er Ól-
afi Ragnari full kunnugt um,“ sagði
hann.
Hann var spurður hvort vitað
væri að lífeyrissjóðirnir hefðu hand-
bært fé til að færa á þennan hátt á
milli tímabila á árinu. Hann sagði
svo vera og að viðbrögð lífeyrissjóð-
anna við áætlunum húsnæðismála-
stjórnar um flýtinguna væru þau,
að þeir teldu að þetta ætti að vera
mögulegt. „En, þetta þýðir að sjálf-
sögðu það, að stærri hluta er ráðstaf-
að til Húsnæðisstofnunar á fyrri
hluta ársins heldur en ráð var fyrir
gert,“ sagði hann.
Yngvi Örn sagðist telja að með
þessari flýtingu sé ekki gengið svo
nærri ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanná,
að hætta sé á að þeir geti ekki keypt
húsbréf í nægilegum mæli.
Vandræði vegna niðurskurðar
ríkisframlags
í skýringum ráðherra á stöðu
Byggingarsjóðs ríkisins, meðal ann-
ars í Morgunblaðinu í gær, er ekki
rætt um niðurskurð ijárframlaga
ríkissjóðs. Yngvi Örn var spurður
hvort hann hefði engin áhrif. „Jú,
auð.vitað hefur hann mikil áhrif og
þau útlán sem sjóðurinn hefur verið
að glíma við á árinu sem var að líða
og á þessu ári voru miðuð við að inn
í sjóðinn hefðu komið framlög að
fjárhæð einn og hálfur milljarður á
árunum 1989 og 1990, sem ekki
komu. Það má auðvitað segja að ef
þær fjárhæðir hefðu skilað sér, þá
væri sjóðurinn ekki í þeim vanda sem
hann er í dag.
Ákvörðun um þessi lánsloforð sem
hafa verið afgreidd í fyrra og á að
afgreiða á þessu ári var tekin 1989.
Þá var í fjárlögum framlag til sjóðs-
ins milljarður. Það var skorið niður
á haustdögum 1989. Þá vöru brems-
uð öll ný útlánaloforð, en þá var
búið að veita þessi lánsloforð sem
núna er verið að afgreiða og í áætlun-
um sínum 1989 hafði sjóðurinn eins
og undanfarin ár gengið út frá því
að framlag til hans yrði milljarður,
þannig að auðvitað er það hluti af
þessum vanda. Það er eigi að síður
líka rétt að útlán í fyrra urðu tæpum
milljarði meiri en ráð var fyrir gert.“
Helsta skýring þess sagði Yngvi
Örn að væri betri nýting lánsloforða,
bæði vegna þess að fleiri nýttu sér
lánsrétt en áður og einnig að þeir
tækju hærri upphæðir að láni en
verið hefði. „Þessi þróun 1990 sýnir
þann vanda sem stofnunin hefur allt-
af átt við að gilma í þessu kerfi frá
1986, að þegar hún veitir lánsloforð,
þá veit hún ekki hvort það rennur
til nýbygginga eða notaðra íbúða og
hún veit ekki hversu mikið verður
að meðaltali áhvílandi af eldri lánum
frá stofnuninni á þeim íbúðum sem
koma inn í þessi viðskipti.
Á árinu 1990 hafði verið miðað
við að útlánanýtingin yrði sú sama
og 1989, það er að segja að afföll
frá hámarkslánsfjárhæð yrðu
25-30%, en þau urðu á bilinu 15-20%
að meðaltali.*1
Yngvi Örn sagði stöðuna varðandi
uppgjör við Seðlabankann og út-
greiðslu næstu lána vera alv'eg í járn-
um. „Og þá tek ég ekki inn í dæmið
endurgreiðslu þessa víxils í Seðla-
bankanum.“ Hann kvaðst ekki vita
nákvæmlega í hvaða stöðu það mál
væri í gær.
Ekki nóg að semja víð
lífeyrissjóðina
Sigurður E. Guðmundsson sagðist
vilja taka fram að gefnu tilefni, að
það væri mikill misskilningur ef ein-
hver héldi hann vera nafnlausan
heimildarmann Morgunblaðsins.
„Það er skemmst frá því að segja
að það hef ég aldrei verið. Þegar ég
hef verið heimildarmaður Morgun-
blaðsins hef ég verið það undir
nafni.“
Hann sagði vanda Húsnæðisstofn-
unar ekki leysast við það eitt að
flytja svo og svo marga milljarða af
skuldabréfakaupum lífeyrissjóðanna
af síðari hluta ársins yfir á fyrri hlut-
ann og því þyrfti meira að koma til.
„Við seldum lífeyrissjóðunum skulda-
bréf á síðasta ári fyrir 10,25 millj-
arða en ijármálaráðherra aftur á
móti seldi þeim skuldabréf fyrir einn
milljarð og þeir höfðu sex mánuði
til að borga þennan eina milljarð frá
miðju sumri til ársloka, það er ólíku
saman að jafna. í janúar seldurn við
lífeyrissjóðunum skuldabréf fyrir
860,8 milljónir, þar af námu kaupin
bara í gærdag 390 milljónum," sagði
Sigurður.
Hann sagði þessi janúarkaup ekki
leysa vandann, skuldabréfakaupin
gengju í raun og veru eðlilega fyrir
sig. „Það sem við höfum verið að
biðja um er að sjóðirnir flyttu það
sem með aðlilegum hætti ætti að
gerast á síðari hluta ársins yfir á
fyrri partinn. Svo er það spurningin
hvort þeir treysti sér til þess, við
erum ekki í neinni aðstöðu til þess
að þvinga þá og heldur ekki til þess
að gera þeim nein gylliboð eins og
Ólafur gerði í fyrra.
...frá degi til dags
Staðan er þessi, að' við leggjum
auðvitað megináherslu á það að
halda öllu gangandi frá degi til dags.
Við leggjum mikla áherslu á að
Byggingarsjóður verkamanna kom-
ist ekki í neina yfirdráttarskuld við'
Seðlabankann og hann hafi alltaf
peninga til þess að standa við allar
sínar samningsbundnu skuldbinding-
ar og að hann fái sinn rétta og
umsamda hlut af skuldabréfakaup-
um lífeyrissjóðanna í hveijum mán-
uði. Þetta hefur okkur tekist að gera
alveg til þessa dags.
Að því er Byggingarsjóð ríkisins
aftur á móti varðar, þá er einfaldlega
sérhver dagur stór spurning. Á hveij-
um morgni er fyrsta verkið að at-
huga hve mikið er inni á reikningi í
Seðlabankanum. Við höfum auðvitað
ekki getað hreyft neitt við þessum
1.200 milljóna króna víxli sem þar
er og það er óumsamið hvert fram-
hald hans verður og við reynum að
halda aftur af útborgunum úr Veð-
deildinni eftir því sem við getum án
þess að það skaði þá lántakendur,
einstaklinga, sem hlut eiga að máli,
þannig að okkur hefur til þessa tek-
ist alveg að standa í skilum við það
fólk allt góðu heilli.
Hins vegar sýnist mér nokkurn
veginn ljóst, að við verðum ekki að-
eins vanskilamenn við Seðlabankann,
heldur er í raun og veru kominn
gjalddagi enn einu sinni á greiðslu
afborgana af skuldabréfalánum
lífeyrissjóða og jafnvel fleiri aðila.
Okkur hefur ekki rekið verulega upp
á sker með þær afborganir til þessa,
en það er spurning um það hvernig
okkur tekst að afgreiða það mál á
næstu dögum og vikum ef ekki ger-
ist neitt sérstakt."
Sigurður sagði að ríkisstjórninni
hafa verið skýrt frá umfangi þessa
vanda í bréfinu sem húsnæðismála-
stjórn sendi félagsmála-, forsætis-
og fjármálaráðherrum. Bréfinu
fylgdu áætlanir fyrir árið í heild,
mánuð fyrir mánuð, bæði miðað við
flýtingu skuldabréfakaupanna eins
og óskað hefur verið eftir, einnig
miðað við áætlun sem sýnir hvernig
getur farið ef það markmið næst
ekki. „Við þurfum á fyrirgreiðslu að
halda með einhveijum hætti sem
leikur á milljarði eða milljörðum inn-
an hvers mánaðar fyrir sig.“
Sigurður segir þennan halla vera
í hveijum mánuði fyrir sig, hann
yrði gerður upp í mánaðarlok og
síðan fengin ný fyrirgreiðsla í byijun
þess næsta, þannig að ekki er um
að ræða að í hveijum mánuði mynd-
ist nýr milljarðs halli og leggist við
halla mánaðarins á undan.
EINSTAKT TILBOÐ!
ALLTAÐ
AFSLÁTTUfí
Seljum næstu
daga skápa og
húsgögná
stórlækkuðu
uprfti
Landsbyggðarþjónusta:
Tökum við símapöntunum og
sendum um land allt
Lítið
útlitsgallaðir
fataskápar
með miklum
afslætti.
Dæmi um einstök tilboð:
Áður NÚ
Hjónarúm 46:0007* 23.000,-
Einstaklingsrúm 42r4Mr 9.900,-
Vegghilla ■ tf. UUu, 4.950,-
Hringborð 130 x 130 cm rtr- r- r+n TU.UUU. ~ 7.660,-
Fataskápur 80 x 210 cm /1 r- -rrx-r _ TJ. 7V7jr 16.546,-
Baðskápur 40 x 210 cm 11.500.-
Opið: 9-18 virka daga
10-16 laugardaga
GÓÐ GREIÐSLUKJÖR
AXIS
AXIS HÚSGÖGN HF.
SMIÐJUVEGI 9, KÓPAVOGI
SIMI: 43500