Morgunblaðið - 02.02.1991, Page 25
MQRfiUNBlAÐW LAUGMDAQUR 2. flqpfiíjAJR ipgl.
r
Irakar reyna á styrk bandamanna
B 52 sprcngjuflugvólai
l('|i|)iilc’(|i|j(i" sloBvm Imkd ii IíÍikIíiih.i'iiiiiuiii
Itll'lS S|ll (’IKljuill. . —
Di.iKjni: I V.ODO Iiiii
S|ii('ii(||iiliiiuuii. 77 Iiiiiii
IRAK
Irakskir
vj, il, skriðdrekar
w # hraktir á flótta
af stórskotaliði
Umm Hujui
r 16 km löng fylking
K8JVEIT fjöaurra írakskra
véfaherdeilda
Fótgöngulið í fremstu víglinu
A.m.k. 37 herdeildir eru í Kúveit
Kauldí___________________________________
SAUD)- Khafj
ARABIA
Apache-árásarbyrlur ásamt Harrier-þotum
bandariska landgönguliðsins og A-10
Thunderbolts-skriðdrekaárásaþotum
valda usla meðal vélaherdeilda Iraka.
Þjóðverjar senda Israelum
mótefni gegn efnavopnum
Jcrúsalem. Reuter.
ÞÝSK herflutningaflugvél kon
gegn efna- og sýklavopnum og
Þetta er fyrsta lyfjasending Þjóð-
veija til ísraels en þeir hafa lofað
ísraelum 670 milljóna dala (37
milljarða ÍSK) aðstoð vegna eld-
flaugaárása íraka. í næstu viku
hyggjast Þjóðveijar senda átta
skotpalla fyrir Patriot-flugskeyti og
bryndreka með búnað til að bera
kennsl á efnavopn.
Sendiherra Þýskalands í ísrael,
Otto von der Gablentz, sagði að
þýska stjórnin hefði ákveðið að
veita ísraelum þessa aðstoð þrátt
fyrir að hún hefði hingað til fylgt
þeirri stefnu að senda ekki vopn til
átakasvæða. „Þetta er mjög mikil-
vægt verkefni og sýnir að Þjóðveij-
ar styðja ísraela heilshugar," sagði
von der Gablentz í ísraelska útvarp-
inu.
Þýska stjórnin ákvað í síðustu
i í gær til Israels með mótefm
fleiri lyf.
viku að koma ísraelum til hjálpar
eftir að þýsk fýrirtæki höfðu verið
sökuð um að hafa veitt írökum
aðstoð við að framleiða efnavopn
og bæta Scud-eldflaugarnar, sem
skotið hefur verið á Tel Aviv og
Haifa.
Fólk, sem lifði af ofsóknir þýskra
nasista í heimsstyijöldinni síðari,
kom í gær saman við þýska sendi-
ráðið í Tel Aviv til að mótmæla
aðstoð þýskra fyrirtækja við íraka.
Verið er að flytja sendiráðið út fyr-
ir miðborg Tel Aviv þar sem hætta
þótti á aðjþað yrði fyrir eldflaugaá-
rásum Iraka. Mótmælendurnir
sögðu að Þjóðveijar ættu að flytja
sendiráðið aftur í miðborgina til að
starfsmenn þess gætu kynnst því
hvaða afleiðingar aðstoð þýsku fyr-
irtækjanna hefðu.
Reuter
Rúmlega fimmtugur ísraeli mót-
mælir aðstoð þýskra fyrirtækja
við Iraka fyrir framan þýska
sendiráðið í Tel Aviv. Hann var
í þijú ár í útrýmingarbúðum
nasista, Bergen Bergen, í síðari
heimsstyrjöldinni, þá barn að
aldri.
_____________
Gorbatsjov skipar
nefndir til að ræða
við Eystrasaltsríkin
Moskvu. Reuter.
MIKHAÍL Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, skipaði í gær sendi-
nefndir til að ræða við Eystrasaltsríkin þrjú.
Samkvæmt tilkynningu Tass-
fréttastofunnar eru átta manns í
hverri sendinefnd. í forystu þeirra
eru aðstoðarforsætisráðherrar og
háttsettir herforingjar. Viðræðurn-
ar eru sagðar eiga að snúast um
stjórnmálaleg, félagsleg og hagræn
efni. í tilskipun forsetans er vísað
til Eystrasaltsríkjanna, Eistlands,
Lettlands og Litháens sem „sov-
éskra sósíalískra lýðvelda“. Leið-
togar ríkjanna hafna þessari nafn-
gift eins og kunnugt er.
Ekki segir í tilskipuninni hvenær
viðræðurnar geti hafist.' Sumir
fréttaskýrendur sögðu að orðalag
hennar benti til að þess yrði krafist
að fulltrúar hópa innan lýðveldanna
sem ekki vilja sjálfstæði yrðu með
í viðræðunum. Talið er að skipun
nefndanna sé ætlað að sannfæra
umheiminn og aðila í Eystrasalts-
ríkjunum um að Gorbatsjov vilji í
raun leggja sig í framkróka um að
minnka spennuna í samskiptum
Sovétvaldsins við ríkin þijú.
Tékkóslóvakía:
Sprengiefnaverk
smiðjur til sölu
Prag. Daíly Telegraph.
SYNTHESIA-efnaverksmiðjurn-
ar, eini framleiðandi lyktarlausa
sprengiefnisins, sem hryðju-
verkamenn um allan heim hafa
notað mikið, eru til sölu. Karel
Ruzicka, háttsettur embættis-
maður í tékkneska iðnaðarráðu-
neytinu, segir að verðið á meiri-
hluta hlutabréfa í verksmiðjun-
um, sem eru mjög úr sér gengn-
ar, sé um 140 milljónir sterlings-
punda (tæplega 15 milljarðar
ISK). Starfsmenn eru um 8.500
talsins.
Verksmiðjanna er stranglega
gætt um þessar mundir vegna
stríðsins fyrir botni Persaflóa, en
að minnsta kosti tíu evrópsk, jap-
önsk og bandarísk fyrirtæki í efna-
iðnaði hafa sent fulltrúa sína til að
skoða það sem í boði er.
Velta Synthesia á síðasta ári nam
80 milljónum punda, en 12 milljóna
punda arður var af rekstrinum.
Semtex-sprengiefnið er aðeins lítill
hluti af heildarframleiðslunni, en
Vlaclav Havel forseti hefur sagt að
fyrrverandi kommúnistastjórn
landsins hafi selt svo mikið af
sprengiefninu að það dugi hryðju-
verkamönnum í 150 ár.
Japan:
Sósíalistar
verðajafn-
aðarmenn
Tókíó. Reuter.
NAFNI Sósíalistaflokks Jap-
ans, stærsta stjórnarand-
stöðuflokks landsins, hefur
verið breytt og heitir hann
nú Jafnaðarmannaflokkur
Japans.
Flokkurinn hefur að undanf-
örnu horfið frá vinstri sósíal-
isma og tekið upp stefnu jafn-
aðarmanna. „Þessi ákvörðun
var tekin í kjölfar þeirra at-
burða sem hafa átt sér stað út
um allan heim á undanförnum
árum,“ sagði talsmaður flokks-
ins.