Morgunblaðið - 02.02.1991, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1991
Athugasemd
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Frjáls verðlagning
á benzíni
í fréttatíma Stöðvar 2 í fyrrakvöld var viðtal við Þorstein
Má Baldvinsson, framkvæmdastjóra Samherja hf. á Akureyri,
og Þorstein Vilhelmsson, skipstjóra á Akureyrinni, um niður-
stöður könnunar á því, hvort um yfirvigt væri að ræða hjá
frystitogurum fyrirtækisins. í viðtali þessu sagði Þorsteinn Már
m.a.: „Skýringin er sú, að það kom þarna stór grein í Morgun-
blaðinu sem ég segi, að sé skrifuð af Agnesi Bragadóttur og
Gróu á Leiti saman... En þar var jafnframt fullyrt, að sölusam-
tökin, þau stæðu ekki að þessu og það væru þá sem sagt fyrst
og fremst sölutogarar, sem stæðu utan sölusamtaka og þess
væru jafnvel dæmi, að frystitogari hefði farið frá sölusamtökum
til að geta stundað þetta svindl.“
Mikil tímamót urðu í starfi
olíufélaganna þriggja í
gærmorgun, þegar sala hófst
á 95 oktana benzíni og félög-
in höfðu frjálsar hendur um
verðlagningu. Verður að líta
svo á, að með þessu hafi
verulegt skref verið stigið til
þess að taka upp fullt og
ótakmarkað frelsi í viðskipt-
um með olíu og benzín, ekki
síður en áðrar vörur.
Hin nýja skipan leiddi
strax í gærmorgun til verð-
samkeppni á milli olíufélag-
anna, neytendum til hags-
bóta. Þótt tvö félaganna,
Skeljungur og OLÍS, telji sig
hafa farið af stað með lægsta
verð er Ijóst, að hið þriðja,
Olíufélagið hf., lækkaði verð
sitt töluvert skömmu eftir
opnun benzínstöðvanna til
þess að ná lægsta verði. Slík
samkeppni á milli olíufélaga
hefur lengi tíðkazt t.d. í Evr-
ópu en hefur verið óþekkt
hér í a.m.k. fjóra áratugi,
þar til nú.
Viðskiptahættir með benz-
ín og olíur hafa verið úreltir
áratugum saman. Innflutn-
ingur á þessum vörum hefur
verið bundinn á klafa
sovézkra viðskipta án þess,
að ástæða hafi verið til. Þótt
einhver rök kunni að hafa
verið fyrir þessum viðskipta-
háttum í upphafi hafa. þau
ekki átt við í a.m.k. tvo ára-
tugi. Hins vegar hafa hvorki
viðskiptaráðuneytið né ýmis
hagsmunasamtök í sjávarút-
vegi mátt heyra á það
minnzt, að breytingar yrðu
gerðar á þessum viðskiptum
og olíufélögin sjálf hafa verið
furðulega treg til þess að
taka upp harða baráttu fyrir
fijálsum viðskiptum á þessu
sviði.
En nú er þessi gamaldags
viðskiptamáti að brotna nið-
ur og á fyrsta degi fijálsra
viðskipta með eina tegund
af benzíni kynnast neytendur
því, hvaða þýðingu frjáls
verðlagning á benzíni hefur
fyrir þá. En hvaða rök eru
fyrir því, að frjáls verðlagn-
ing skuli einungis vera á 95
oktana benzíni en ekki 92
oktana eða 98 oktana?! Auð-
vitað eru engin. skynsamleg
rök fyrir þessu. Auðvitað á
þegar í stað að gefa alla
verðlagningu á benzíni og
olíum frjálsa og sömuleiðis á
að gefa allan innflutning á
þessum vörutegundum
frjálsan.
Tregðulögmálið á þessu
sviði viðskiptalífsins hefur
'verið ótrúlega lífseigt og
jafnvel eftir að öll hugsanleg
rök fyrir hinu gamla fyrir-
komulagi eru horfin gengur
ótrúlega hægt að taka upp
nýja starfshætti. Olíuverðið
skiptir ekki bara máli fyrir
bíleigendur. Það skiptir höf-
uðmáli fyrir útgerðina og þar
með þjóðarbúið. Þess vegna
á þegar í stað að afnema
allar hömlur á þessum við-
skiptum, gefa verðlagningu
frjálsa og láta á það reyna,
hvort olíufélögin, sem fyrir
eru eða hugsanlega nýir aðil-
ar, sem vilja láta til sín taka,
geta lækkað verð á olíu til
fískiskipa m.a. og þar með
átt þátt í því að tryggja betri
afkomu útgerðarinnar og þar
með þjóðarinnar.
Reynsla okkar íslendinga
er sú, að í hvert skipti, sem
við höfum aukið frelsi í verzl-
un og viðskiptum hefur það
orðið þjóðinni til hagsbóta.
Sjónarmið úrtölumanna hafa
ekki átt við rök að styðjast.
Um miðjan desember var í
fyrsta skipti veitt heimild til
þess, að íslendingar fjárfesti
í verðbréfum erlendis. Þegar
þessi möguleiki var ræddur
fyrir nokkrum misserum
töldu margir hættu á fjár-
flótta úr landinu, ef slíkt
yrði leyft. Nokkurra vikna
reynsla sýnir hins vegar, að
landsmenn fara mjög varlega
í erlendar fjárfestingar og
ekki hefur verið um nokkurn
fjárflótta að ræða úr landi.
Með tilvísun til þessarar
reynslu um langt árabil er
full ástæða til að hvetja
stjórnvöld mjög eindregið til
að stíga skrefið til fulls og
afnema öll höft og takmark-
anir á innflutningi á olíum
og benzíni, láta ekki duga
að gefa einungis verð á 95
oktana benzíni frjálst heldur
á öllu benzíni og allri olíu.
Það verður þjóðinni allri til
hagsbóta.
Þorsteinn Vilhelmsson, skip-
stjóri, var spurður, hvort upplýs-
ingar um þetta efni í Morgun-
blaðinu væru komnar frá Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna og
hann svaraði: „Það kom fram í
Morgunblaðinu, eða ég gat ekki
lesið annað út úr þessu í sam-
bandi við þessa yfirvigt, að þaðan
væri þetta komið ...“
Af þessu tilefni vill Morgun:
blaðið taka fram eftirfarandi: í
grein Agnesar Bragadóttur, sem
er tilefni ofangreindra ummæla,
sagði m.a.: „Ýmsir velta því fyr-
ir sér, hver sé ástæða þess, að
meirihluti frystitogara standi
fyrir utan sölusamtökin og skýr-
ingin, sem gefin er, er ekki fög-
ur. Því er haldið fram, eins og
áður hefur komið fram hér í
Morgunblaðinu, að frystitogar-
arnir fái yfirvigt úti - sem sölu-
samtökin geti ekki keppt við hér
- slík svik séu ekki möguleg.
10% yfírvigt sé nánast regla og
þannig eigi sér stað stórkostlegt
kvótasvindl. Þetta staðfesta út-
gerðarmenn og fískverkendur í
samtölum við Morgunblaðið, en
vilja ekki tjá sig um málið. Segja
aðeins, að hér sé um „geysilega
viðkvæmt mál að ræða“.
Raunar munu nýjar reglur um
vigtun, sem tóku gildi um ára-
mótin eiga að setja undir þennan
leka, en staðhæft er, að þetta
hafí hingað til vegið þungt í
ákvörðun manna að standa utan
við sölusamtök."
í grein Agnesar Bragadóttur
var hvergi fullyrt, að frystitogar-
ar hefðu farið frá’sölusamtökum
af framangreindum ástæðum.
Sú ásökun Þorsteins Más á sér
því enga stoð í veruleikanum og
Gróa á Leiti er því annars staðar
á ferð en á ritstjórnarskrifstofum
Morgunblaðsins.
Það kom heldur ekki fram í
grein Agnesar Bragadóttur, að
upplýsingar um þetta efni væru
komnar frá starfsmönnum Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna
og getur Þorsteinn Vilhelmsson
því ekki byggt getgátur sínar
um það á greininni. Rétt er að
geta þess, að grein blaðamanns-
ins var skrifuð í framhaldi af
fréttum Morgunblaðsins um úr-
sögn frystihúsa í Vestmannaeyj-
um úr SH en forráðamenn SH
héldu uppi harðri gagnrýni á
blaðið vegna þeirra frétta.
í grein blaðamanns Morgun-
blaðsins var sagt frá þeim hug-
leiðingum, sem verið hafa meðal
íjölmargra aðila í sjávarútvegi
um yfírvigt en engar fullyrðingar
um það settar fram. Raunar var
þessi umfjöllun svo almenns eðl-
is, eins og sjá má af ofan-
greindri tilvitnun, að engin
ástæða er til þess, að eitt útgerð-
arfyrirtæki taki þessar athuga-
semdir til sín og raunar óskiljan-
legt að forráðamenn Samheija
hf. skuli hafa gert það.
Verndun fískistofnanna skipt-
ir sköpum fyrir íslenzku þjóðina.
Þess vegna verður ekki hjá því
komizt að fjalla opinberlega um
ýmsa þætti varðandi fiskveiðar,
jafnvel þótt viðkvæmir séu. End-
urteknar umræður innan sjávar-
útvegsins um hugsanlega yfir-
vigt hjá frystitogurum gáfu fullt
tilefni til þess, að um málið væri
fjallað. Niðurstaða, könnunar
vegna Samheija hf. er hins veg-
ar fagnaðarefni og hefur vænt-
anlega átt sinn þátt í að hreinsa
andrúmsloftið.
En á kvótakerfinu eru marg-
víslegir misbrestir og það hefur
ekki sízt alið á tortryggni ýmiss
konar, enda meingallað kerfi,
ranglátt og siðlaust, eins og oft
hefur verið sýnt fram á hér í
blaðinu og annars staðar. Það
hefur ekki leyst vandamáj við
fiskveiðistjómun nema að litlu
leyti, heldur aukið vandann á
ýmsan hátt og átt þátt í miklum
trúnaðarbresti, sem grefur um
sig og skapar illindi, þar sem við
þurfum helzt á friði að halda.
Ritstj.
íslenskun enskunnar
— enskun íslenskunnar
eftir Halldór Ármann
Sigurðsson
Þegar þetta er skrifað er liðin
rúm vika síðan báðar íslensku sjón-
varpsstöðvarnar hófu óþýddar út-
sendingar á ensku. Það var hrapal-
legt glappaskot.
Það er auðvitað ekki nýtt að
enska glymji í eyrum landsmanna.
Sennilega er þó ekki ákaflega mik-
il ástæða til að óttast þennan glymj-
anda í þeirri mynd sem við þekkjum
hann: Engilsaxnesk dægurlög og
engilsaxneskar kvikmyndir með
fslenskum neðanmyndartexta í
sjónvarpi og bíóhúsum — af hvor-
ugu stafar íslenskri tungu nein
veruleg ógn. A.m.k. ekki augljós-
lega og alveg í bráð. Því miður á
allt annað við um fréttasendingar
SKY og CNN um íslensku sjón-
varpsstöðvamar. Þær geta beinlínis
orðið stórháskalegar. Ég held að
það sé gríðarlega mikilvægt að við
reynum að gera okkur grein fyrir
því hvers vegna svo mikill eðlismun-
ur er á þessum sendingum og þeim
engilsaxneska glymjanda sem við
höfum átt að venjast hingað til. En
málið er flókið og snertir ekki að-
eins íslenska tungu heldur mörg
önnur mikilsverð atriði, einkum
fijálsa fjölmiðlun og frelsi einstakl-
inganna til að velja. Auk þess flæk-
ir það málið að hér á Iandi hefur
um langan aldur verið barist hat-
rammlega gegn erlendum máláhrif-
um sem eru þó nánast brosleg í
samanburði við gervihnattaógnina
sem nú steðjar að tungunni. Það
er óskemmtilegt að þurfa að viður-
kenna það en sú harðvítuga hreint-
ungustefna sem hér hefur verið
haldið að fólki veldur því að menn
ugga nú ekki að sér. Það hefur svo
oft verið hrópað úlfur, úlfur!
Ráðherrann og frelsið
Eftir að stöð 2 hóf útsendingar
sínar á fréttum CNN brá Svavar
Gestsson menntamálaráðherra
skjótt við og rýmkaði reglur um
þýðingar á erlendu sjónvarpsefni
þannig að þessar útsendingar og
sambærilegar útsendingar Ríkisút-
varpsins bijóta nú ekki augljóslega
í bága við þær. Þessi viðbrögð ráð-
herrans hafa sætt gagnrýni, að
nokkru leyti með réttu. En reyndar
er bersýnilegt að ekki varð hjá því
komist að rýmka þýðingarreglurn-
ar. Spumingin var hvernig og hve-
nær en ekki hvort.
Gervihnattasjónvarp tíðkast hér
nú þegar í nokkrum mæli. Mönnum
er sem betur fer frjálst að kaupa
sér móttökudisk fyrir slíkt sjónvarp
og það er deginum ljósara að ekki
verður til lengdar staðið gegn dreif-
ingu óþýdds erlends sjónvarpsefnis
um kapalkerfi. Bann við slíkri starf-
semi samræmist ekki viðteknum
hugmyndum íslendinga um fijálsa
fjölmiðlun og einstaklingsfrelsi og
er óframkvæmanlegt nema með
lögregluaðgerðum sem fráleitt er
að þjóðin geti fellt sig við.
Aðalatriðið í þessu máli er sem
sagt ekki hvort óþýddu erlendu
sjónvarpsefni er dreift hérlendis —
gegn því er hvorki mögulegt né
réttlætanlegt að standa. Það skiptir
hins vegar höfuðmáli hvernig slíku
efni er dreift og hver gerir það.
Ég skal nú reyna að skýra hvernig
þessu víkur við.
Kjarni málsins
í Morgunblaðinu þann 25. janúar
sl. var einkar fróðleg grein eftir
Helga Bjarnason, „Sjónvarpshol-
skefla úr háloftunum". Þar var
m.a. haft eftir Markúsi Erni Ant-
onssyni útvarpsstjóra að hann teldi
að það væri ekki hlutverk íslensku
sjónvarpsstöðvanna að annast
dreifingu á sendingum erlendra
gervihnattastöðva heldur væri það
hlutverk kapalkerfa eða annarra
samtaka fólks í einstökum hverfum
eða bæjarfélögum. Þetta er kjarni
málsins (og mætti ég bæta því við
innan sviga að óskandi væri að út-
varpsstjóri breytti sem fyrst í sam-
ræmi við sannfæringu sína). í ann-
arri ágætri grein í Morgunblaðinu,
24. janúar, orðaði Kristján Árnason
svipaða hugsun svo að það væri
grundvallarmunur á fréttasending-
um SKY og CNN um dreifikerfi
íslensku sjónvarpsstöðvanna og
„framtaki einstaklinga til að bera
sig eftir því sem hrýtur af borðum
erlendrar menningar ...“
Það er engu líkara en mönnum
gleymist að Ríkisútvarpið og Stöð
2 eru íslenskar menningarstofnanir
og hafa því ákveðnum skyldum að
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1991
27
Morgunblaðið/Þorkell
Læknar fjölmenntu á fund í Domus Medica í gærkvöldi, þar sem nýgerður kjarasamningur Læknafélags
Islands og Læknafélags Reykjavíkur við rikissjóð, Reykjavikurborg og Landakotsspitala var kynntur.
Atkvæði umlæknasamn-
inginn talin í þreimu lagi
ATKVÆÐI um kjarasamning, sem Læknafélag Islands og Læknafélag
Reykjavíkur gerðu á miðvikudag við ríkissjóð, Reykjavíkurborg og
Landakotsspítala, fyrir hönd lausráðinna sjúkrahúslækna, verða talin í
þrennu lagi. Atkvæði um samniuginn verða greidd á fundum, sem haldn-
ir verða á miðvikudagsmorgun á hverjum vinnustað fyrir sig og eiga
allir fundirnir að hefjast klukkan 8. Atkvæðagreiðslan getur verið leyni-
leg ef þess er óskað. Þetta kom fram á fjölmennum fundi í Domus Medica
í gærkvöldi, þar sem samningurinn var kynntur.
Gildistími kjarasamningsins er 1.
janúar til 31. ágúst 1991 og launa-
hækkanir eru samkvæmt svokölluð-
um þjóðarsáttarsamningum en önnur
helstu atriði samningsins eru þessi:
Hafi læknir ekki fengið samfellda
hvíld í að minnsta kosti 8 klukku-
stundir vegna yfirvinnu, eða hvers
konar útkalla,- ber honum 8 klukku-
stunda hvíld frá því að útkalli lýkur
þar til hann mætir til reglubundinnar
vinnu á ný, án skerðingar á nokkrum
þeim reglubundnu launum, sem hann
hefði fengið greidd.
Hafi læknir unnið 16 klukkustund-
ir á einum sólarhring, að meðtöldum
matar- og kaffíhléum, ber honum
minnst 8 klukkustunda samfelld
hvíld án skerðingar á þeim reglu-
bundnu launum, sem hann hefði
fengið greidd. Fáist ekki tilskilin
hvíld greiðist yfirvinnukaup, auk
hinna reglubundnu launa, þ.e. dag-
vinnu, vaktaálags og yfírvinnu, sem
hann hefði fengið greidd. Hér er átt
við lækni, sem ekki er á staðarvakt
eða bundinni vakt.
Samkvæmt bókunum með samn-
ingnum er lækni ekki skylt að vinna
fleiri en 90 yfírvinnustundir á mán-
uði, enda semji hann um það við
ráðningu. Samningsaðilar beina því
til stjórna sjúkrahúsa að þær feli
yfirlæknum, ásamt formönnum
læknaráða, að endurskoða vinnufyr-
irkomulag aðstoðarlækna með það
að markmiði að vaktir þeirra séu
hvorki óhóflega langar, né tíðar.
Jafnframt skal kannað hvort unnt
sé að fækka vöktum aðstoðarlækna
með því að sameina vaktir eða taka
upp gæsluvaktir í stað bundinna
vakta. Niðurstöðum skal skilað til
stjórna sjúkrahúsanna fyrir 15. mars
nk. Framkvæmdastjórar sjúkrahú-
sanna skulu hafa samráð við formenn
læknaráða og forstöðumenn deilda
um breytingar á vinnufyrirkomulagi
aðstoðarlækna og skal við það miðað
að þær komi til framkvæmda 1. apríl
1991.
Nefnd, sem skipuð verður þremur
fulltrúum tilnefndum af samninga-
nefndum læknafélaganna og þremur
fulltrúum tilnefndum af samninga-
nefndum ríkisins og Reykjavíkur-
borgar skal ákveða flokkun og
greiðslur vakta með tilliti til mismun-
andi álags. Niðurstöður skulu liggja
fyrir eigi síðar en 30. apríl 1991 og
taka til vinnu, sem unnin er frá og
með 1. þess mánaðar. Almenn
ákvæði samninga starfsmanna ríkis-
ins um lágmarkshvíld skulu gilda frá
1. apríl 1991. Þau skulu þó ekki
hafa áhrif á greiðslur fyrir staðar-
eða bundnar vaktir.
Þá eru aðilar sammála um að skipa
nefnd til að ræða stöðu þeirra sjúkra-
hússlækna, sem starfa eingöngu á
sjúkrahúsum, og skal nefndin skila
áliti fyrir 1. ágúst nk.
gegna við íslenska menningu og það
örfáa fólk í heiminum sem skilur
og talar íslensku. Auk þess er það
auðvitað aldeilis ótrúlegt metnaðar-
leysi að sjónvarpa í stórum stíl efni
sem stöðvamar hafa sjálfar alls
engin áhrif á eða umráð yfir. En
það sem þó skiptir mestu máli í
þessu sambandi er að báðar stöðv-
arnar ná nú til langflestra lands-
manna, eru óaðskiljanlegur hluti af
íslenskum veruleika og reyndar einn
allra áhrifamesti og mikilvægasti
þáttur hans. Með því að sjónvarpa
alls óþýddu efni á ensku eru þær
að umbreyta þessum íslenska vem-
leika, gera engilsaxneskan veru-
leika íslenskan í hugum lands-
manna. Það er fyrst og fremst þessi
samsömun sem er háskaleg. Með
henni er verið að íslenska enskuna,
fá henni sérstakan rétt í íslensku
málsamfélagi, eins og Kristján
Árnason benti réttilega á í áður-
nefndri grein sinni. Hættan er sú
að enskun íslenskunnar verði næsta
skref.
Það er einmitt samsömun af
þessu tagi sem átt hefur sér stað
á meðal þeirra þjóða sem glatað
hafa tungu sinni að einhverju eða
umtalsverðu leyti. Reynslan sýnir
að náin tengsl lítilla málsamfélaga
við önnur öflugri þurfa ekki að
koma að sök jafnvel þótt þau standi
um aldir. Það er fyrst þegar er-
lendri tungu er fenginn einhver
réttur í málsamfélaginu sjálfu að
móðurtungunni er veruleg hætta
búin: Menn verða annars flokks
borgarar í eigin landi nema þeir
tali og skilji hið erlenda mál og við-
búið að það öðlist æ meiri rétt á æ
fleiri sviðum þjóðlífsins. Þegar svo
er komið er stutt í að móðurtungan
dragi dám af þeirri erlendu, verði
smám saman einhvers konar hrafl,
glati virðingu og hverfi loks. í gróf-
um dráttum var það þessi þróun
sem átti sér stað á t.d. írlandi,
Halldór Ármann Sigurðsson
Skotlandi og Orkneyjum, að um-
talsverðu leyti í Fríslandi og Noregi
og að nokkru leyti hér á landi en
var stöðvuð og snúið við bæði hér
og í Noregi á síðustu öld. Nóg eru
dæmin.
Þyki mönnum sjálfsagt að enska
hafi sérstakan rétt í fjölmiðlum má
spyija hvort ekki sé einboðið að hún
öðlist líka aukinn rétt í fjarskiptum
og samgöngum hér innanlands,
verslun og viðskiptum, opinberri
stjórnsýslu, skólum landsins
o.s.frv., o.s.frv. Eflaust má leiða
að því sterk rök að þetta væri ákaf-
lega arðbært á þessum síðustu og
mestu arðsemistímum. Það þarf
ekki nema meðalskussa til að sjá
að það hefur bæði kostnað og ýmis-
legt óhagræði í för með sér að vera
að burðast með eigið tungumál á
öllum sviðum mannlífsins.
Hér er sem sagt um annað og
meira að ræða en það hvort menn
beri sér í munn eitt og eitt tökuorð
eða verði á stöku bögumæli. Þegar
menn deila á slíkt er spjótunum
beint að ákveðnum íslenskum mál-
sniðum. Nú er hins vegar ekki um
ólík íslensk málsnið að tefla heldur
ólík mál, íslensku eða ensku.
Hvað á að gera?
I fyrsta lagi á að leyfa dreifingu
á óþýddu erlendu sjónvarpsefni um
lokuð kapalkerfí. Fólk verður þá
að bera sig eftir slíku efni sjálft og
borga fyrir aðgang að því. Þeir sem
reka kapalkerfí verði látnir greiða
leyfísgjald sem renni óskipt til
íslenskrar sjónvarpsdagskrárgerð-
ar. Og sú dagskrárgerð á að vera
sem fjölbreyttust en ekki einskorð-
uð við efni sem aðeins höfðar til
lítillar menningarelítu. Það er lítið
gagn í íslensku sjónvarpsefni ef það
er svo leiðinlegt að allur almenning-
ur kýs frekar að horfa á kapalsjón-
varp sem hann skilur ekki.
íslensku sjónvarpsstöðvarnar
virðast ekki þekkja sinn vitjun-
artíma. í stað þess að dreifa óþýddu
erlendu sjónvarpsefni eiga þær að
etja kappi við þá sem slíku efni
dreifa. Það verður því að leggja
blátt bann við því að íslenskar sjón-
varpsstöðvar sendi út slíkt efni
nema í fullkomnum undantekning-
„Aðalatriðið í þessu
máli er sem sagt ekki
hvortéþýddu erlendu
sjónvarpsefni er dreift
hérlendis — gegn því
er hvorki mögulegt né
réttlætanlegt að
standa. Það skiptir hins
vegar höfuðmáli hvern-
ig slíku efni er dreift
og hver gerir það.“
1,2 milljarðar í barnabætur í febrúar:
Bilun 1 umslagavél
tefur útborgun bóta
BARNABÆTUR og barnabótaauki áttu samkvæmt lögum að koma
til útborgunar í síðasta lagi í gær, 1. febrúar. Aðeins hluti af bótun-
um barst bótaþegum með pósti á réttum tíma vegna bilunar í um-
slagsvél. Gert er ráð fyrir að það sem ekki komst í póst í tæka tíð
verði borið út á mánudag. Alls verða greiddir út tæpir 1,2 miHjarð-
ar kr. í barnabætur og barnabótaauka um þessi mánaðarmót.
Það er fyrirtækið Umslag hf. sem
hefur séð um að koma tékkunum í
umslög en pökkunarvél fyrirtækis-
ins bilaði á mesta annatíma. Alls
voru tékkarnir um 60 þúsund sem
póstleggja átti 31. janúar en aðeins
hluti þeirra komst til viðtakenda á
réttum tíma.
Sigurður Þorkelsson hjá Ríkisfé-
hirði sagði að ekki væri hægt að
sjá fyrir slík óhöpp. „Á sama tíma
er verið að pakka inn yfír 20 þús-
und launaseðlum frá hinu opinbera
og einnig er fyrirtækið með þjón-
ustu við ýmsa aðra aðila. Það virð-
ast allir þurfa að senda út skömmu
fyrir mánaðarmót," sagði Sigurður.
í reglugerð um útborgun barna-
bóta og barnabótaauka segir að
þessar bætur skuli borgaðar út eigi
síðar en 1. febrúar, 1. maí, 1. ágúst
og 1. nóvember. Ljóst er að greiðsl-
urnar berast bótaþegum ekki 1.
febrúar og lög kveða á um. Búið
var að skrifa tékkana í byijun þess-
arar viku og átti aðeins eftir að
setja þá í umslag. Þá mátti póst-
leggja 31. janúar. Sigurður sagði
að reynslan nú sýndi að rýmri tíma
þyrfti til að setja tékkana í umslög
því alltaf mætti gera ráð fyrir
óhöppum.
„Það er alltof mikill kostnaður
samfara því að liggja með svona
pakkningarvélar sjálfir þannig að
við værum engum háðir. Það var
mat manna að þessi tími myndi
nægja. Það verður leitast við að
fínna lausn á þessu máli svo þetta
komi ekki fyrir aftur,“ sagði Sigurð-
ur.
Borgardómur Reykjavíkur:
Granda bætt tjón úr
Nígeríuviðskiptum
Krafist um 12 milljóna bóta - 5,2 millj-
ónir dæmdar og hluta kröfu hafnað
BORGARDÓMUR Reykjavíkur
hefur gert íslensku umboðssöl-
unni hf og Sameinuðum fram-
leiðendum að greiða Granda hf
rúmlega 5,2 milljónir króna auk
artilvikum og þá aðeins örskamma
stund í senn.
Yfirvöld verða að gera sér grein
fyrir því að Stöð 2 er íslensk sjón-
varpsstöð og gera kröfu til hennar
í samræmi yið það en láta hana
jafnframt njóta þess.
íslenskri tungu stafar ekki ógn
af öðrum tungumálum en ensku.
Sjálfsagt er að reisa skorður við
ensku síbyljunni í íslensku sjón-
varpsstöðvunum með einhveiju
móti, t.d. þannig að stöðvunum sé
skylt að talsetja a.m.k. helming
engilsaxnesks efnis en fijálst að
setja einungis neðanmyndarteksta
við allt annað erlent efni.
Sjálfstæði — til hvers?
Um þessar mundir verður mönn-
um tíðrætt um samskipti Islendinga
við aðrar Evrópuþjóðir og framtíð
íslensks sjálfstæðis og fullveldis. í
þessum umræðum vill stundum
gleymast að sjálfstæðið er haria
lítils virði ef þjóðin notar það gegn
sjálfri sér og menningu sinni. Hvaða
gagn hafa t.d. Irakar af því að vera
„sjálfstæð þjóð“? Við Islendingar
erum sem óðast að eyðileggja heil-
brigðisþjónustuna og skólakerfið í
landinu, látum sjálft Þjóðminja-
safnið grottna niður, sjáum sóma
okkar í að hafa Þjóðarbókhlöðuna
hálfkaraða og ónýtta áratugum
saman og drögum stórkostlega úr
litlum fjárframlögum til rannsókna.
Allt þetta er í okkar eigin valdi,
aðrir skipta sér ekki af því. Og það
er okkur líka í sjálfsvald sett að
taka upp ensku í stað íslensku á
þeim sviðum þjóðlífsins sem okkur
þykir best henta, t.d. í sjónvarpi.
En ef við ætlum að nota sjáfstæðið
á þennan hátt er ekki alveg aug-
ljóst að í því sé ákaflega mikill
akkur.
Höfundur er dósent. við Háskóla
íslands og forstöðumaður
M&lvísindastofnunar Háskólans.
vaxta frá 1986, vegna skreiðar-
viðskipta. Grandi höfðaði málið
og krafðist greiðslu á rúmlega
12 milljónum króna sem verið
hefði umsamið andvirði um 5100
pakka af hertum þorskhausum,
sem Grandi framleiddi og flutti
til Nígeríu fyrir milligöngu ísl.
umboðssölunnar og Sameinaðra
framleiðenda, og um 1500 pakka
af skreið, sem sömu fyrirtæki
höfðu um svipað leyti milli-
göngu um sölu á til Nígeríu fyr-
ir Granda. Granda voru aðeins
dæmdar bætur vegna þorskhau-
sanna en um 7 milljóna kröfu
vegna skreiðarinnar, sem var
hluti af farmi skipsins Horsham
og mikil málaferli spruttu af í
Nígeríu, var hafnað af borgar-
dómi.
Sannað þótti að Grandi hf hefði
í júní 1986 fengið þær upplýsingar
hjá starfsmanni Isl. umboðssölunn-
ar að svissneskur banki hefði veitt
óafturkallanlega ábyrgð til trygg-
ingar greiðslu hausanna innan 120
daga frá brottför skipsins. Síðar í.
sama mánuði, áður en flutninga-
skipið lét úr höfn, hafi komið í ljós
að ábyrgð og kaupandi hafí brugð-
ist en dómurinn taldi sannað að
Granda hefði aldrei verið tilkynnt
um það og gefinn kostur á að end-
urskoða viskiptin.
Fullyrðing Granda um að loforð
um samskonar tryggingar greiðslu
hefði einnig legið til grundvallar
sölu skreiðarfarmsins, sem fór með
Horsham í ágúst 1986, þótti ekki
sönnuð. I dóminum segir einnig
um viðskiptin með skreiðarfarminn
að Granda hljóti á þessum tíma
að hafa verið kunnugt um mikið
óvissuástand í Nígeríu. í ljósi þess
hafí ekki verið rétt að treysta því
ið tryggingar væru fyrir hendi.
Vegna ástandsins og birgðasöfn-
inar hér á landi hafi ekki verið
óeðlilegt að skreiðarframleiðendur
freistuðu þess að losa sig við skreið
til Nígeríu þótt greiðsla fyrir hana
væri óviss.
Steingrímur Gautur Kristjáns-
son borgardómari kvað upp dóm-
inn.