Morgunblaðið - 02.02.1991, Side 34

Morgunblaðið - 02.02.1991, Side 34
.MORGUNBLAÐIÐ LÁUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1991 Minninff: Þorsteinn Lofts- son, Haukholtum Fæddur 13. september 1905 Dáinn 25. janúar 1991 Elsku afi okkar Þorsteinn Lofts- son, bóndi, Haukholtum, er dáinn. Eins og ávallt á stundum sem þess- um koma upp í huga okkar ótal minningar. Afi var mikill athafnabóndi og rak sitt bú af kappi og eljusemi. ~ Hann gekk léttstígur um tún að vitja ánna á vorin og reið geyst um fjöll við smölun á haustin. Þannig minnast hans víst flestir enda voru fjallaferðirnar, sem hann fór ófáar, hans líf og yndi. Þannig minnumst við afa einnig, en við minnumst hans ekki síður sem huggarans er þerraði tárin og gerði gott úr hlut- unum þegar stelpukjánarnir höfðu farið of geyst við leik eða störf. Þó búskapurinn ætti allan hug afa og krafturinn við að koma áfram störfunum slíkur að fiestum þótti nóg um, var ávallt rúm fyrir okkur systur í huga hans. Hann var ólatur við að hafa okkur með í störf- ** um sínum og miðla af þekkingu sinni og reynslu. Er inn var komið tók hann okkur gjarnan á hnéð og vermdi kalda fingur. Hann afi kenndi okkur líka fleira, hann kerlndi okkur að lesa og reikna, margföldunartöfluna fórum við oft með saman eins og kvæði. Við erum þó sammála um að ánægjulegustu stundir sem við átt- um með afa voru þegar við kúrðum fyrir ofan hann og hlustuðum á hann segja okkur söguna af „Grá- , manni í Garðshorni". Þá sögu gat enginn sagt eins vel og afi. Afi átti myndarlegt bú og hlýlegt heimili, slíkt skapar enginn maður einn ekki heldur afi. Amma okkar, er lést fyrir átta árum, var honum meira en hægt er að lýsa í orðum og þau voru ákaflega samhent hjón í öllu sem þau gerðu. Afi var því aldrei samur maður eftir að hann missti ömmu. Kátínan og fjörið er einkenndi hann alla tíð minnkaði eftir að hann var orðinn einn. Það var þó óbrigðult ef hann og Siggi móðurbróðir okkar settust niður og rifjuðu upp liðnar fjallferðir, að gleðiglampi kviknaði í augum afa og hlýlega brosið hans flæddi yfir andlitið. Afi var ánægður með að vita af „stelpunum sínum“ í búskapnum og víst er að það veganesti er hann gaf okkur mun reynast drjúgt við þau störf. Um leið og við kveðjum afa vilj- um við þakka fyrir allt það sem hann gaf af sér og kenndi okkur. Þó söknuðurinn sé mikill, þá er það huggun harmi gegn að afi hefur nú verið leystur frá þrautum síðustu vikna og við trúum að það hafi orðið fagnaðarfundir á öðrum til- verustigum. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Blessuð sé minning afa. Ásta og Ella í dag verður jarðsunginn frá Hrunakirkju tengdafaðir minn Þor- steinn Loftsson. Mig langar að minnast hans með nokkrum örðum. Steini, eins og hann var ævinlega kallaður, fæddist á bænum Jötu í Hrunamannahreppi. Sonur hjón- anna er þar bjuggu, Kristínar Magnúsdóttur og Lofts Þorsteins- sonar. Þau Kristín og Loftur eign- uðust fimm börn. Þau voru: Magnús (eldri), bóndi Haukholtum, Þóra, húsfreyja Sandgerði, Steini, tengdafaðir minn, Guðrún, bjó lengst af í Sandgerði, en dvelur nú í sambýli aldraðra Lönguhlíð 3, ein þeirra systkina á lífi, og Magnús (yngri), bílstjóri búsettur í Kópa- vogi. Vorið 1906 hætta foreldrar þeirra búskap í Jötu og flytja að Haukholtum, þá var Steini aðeins nokkurra mánaða. í Haukholtum bjó Steini ætíð síðan, utan nokkrar vertíðir tii sjós á yngri árum. Þann 23; nóvember 1935 kvænt- ist Steini Ástbjörgu Oddleifsdóttur frá Langholtskoti. Þau hófu búskap í Haukholtum vorið 1936 ásamt Magnúsi (eldri) bróður Steina. Ásta og Steini eignuðust tvo syni, þá Oddleif og Loft, sem nú búa báðir á föðurleifð sinni. Við fráfall Steina 'hrannast upp ótal minningar frá liðlega þijátíu ára samveru hér í Haukholtum. Segja má að Steini hafi verið athafnabóndi af lífi og sál. Hann var af aldamótakynslóðinni, kyn- slóðinni er upplifði hvað mestar framfarir í búskaparháttum og hann var fljótur að tileinka sér nýj- ungar þeirrar aldar. Á fyrstu búskaparárum mínum og raunar allt fram á síðustu ár, fórum við Steini oft saman að huga að lambfénu á vorin. Hann var fját'- glöggur með afbrigðum og iðulega gat hann þekkt lamb er var móður- laust. Þetta voru ánægjulegat' stundir sem aldrei líða úr minni og eru mér kærari en flestar þær stundir er við áttum saman. Eg minnist Steina einna best á hestbaki að smala og fór hann þá stundum geyst. Það var nánast sama hvaða hross hann sat, öll virt- ust þau fjörviljug hjá honum. Steini naut sín best á góðum hesti við smalamennsku og ijallaferðir enda fór hann þær margar og þótti lið- tækur. Steini var selskapsmaður og þótti gaman að gera sér glaðan dag í góðra vina hópi og alltaf fann ég hvað hann hlakkaði til réttanna á haustin. Steini var góðui' húsbóndi en stundum dálítið kröfuharðui'. Hann var hamhleypa til allra verka og ætlaðist til þess sama af öðrum. Þrátt fyrir það var hann ljúfur og blíðlyndur við alla, ekki síst börn. Þess nutu bömin okkar öll er ólust upp við hlið hans. Þess nutu ekki síður börn sem komu til sumardval- ar í Haukholtum. Þau vildu ævin- lega koma aftur og aftur. Það seg- ir sína sögu enda voru Ásta og Steini samtaka í að laða að sér börn sem aðra. Það þurfti því ekki að koma á óvart að þegar Steini hélt upp á áttræðisafmæli sitt sótti hann heim fjöldi manns jafnt vinir og ættingjar. Steini missti mikið er hann missti Ástu konu sína árið 1983. Áfram gat hann þó starfað og fylgst með öllu, allt þar til á síðastliðnu hausti að heilsu hans tók mjög að hraka. Hann dvaldi á Sjúkrahúsi Suður- lands af og til síðan. Þakklát er ég fyrir að hann gat verið heima með fólkinu sínu yfir síðustu jólahátíð, þá var heiisa hans mjög orðin tæp en ekki datt mér samt í hug að svo skammt væri eftir. Eg vil svo þakka Steina mínum samfylgdina og allt það sem hann gaf mér. 0, láttu Drottinn þitt ljós mér skína og sendu frið inn í sálu mín. 0, vertu mér Drottinn í dauða hlíf ég bið ekki framar um bata og líf. (Stefán frá Hvítadal) Guð blessi minningu hans. Elín Kristmundsdóttir Á sjálfan bóndadaginn kvaddi þetta jarðlíf góður vinur, Þorsteinn Loftsson, bóndi í Haukholtum, Hrunamannahreppi. Æviárin voru orðin svo mörg, líkaminn lúinn og slitinn en hugurinn var sá sami og fyrr. Kynni okkar urðu ekki fyrr en á fullorðinsárum beggja. Ég hafði að vísu heyrt af Þorsteini á uppvaxtarárunum í Biskupstungum og allt var það gott eitt. Aima M. Bergsdótt- ir, Bakka - Miiming Fædd 7. júní 1897 5 Dáin 26. janúar 1991 Þann 26. janúar sl. andaðist amma okkar á öldi'unardeild sjúkra- hússins á Sauðárkróki. Anna Margfét Bergsdóttir ólst • upp að Hofsá í Svarfaðardal og fluttist síðar í Skagafjörð þar sem hún giftist Haraldi Jóhannessyni. Þau hjón bjuggu fyrst á Sólheimum en fluttu árið 1928 að Frostastöðum og bjuggu þar í 14 ár. Síðan fluttu þau til Unastaða í Kolbeinsdal og að lokum að Bakka í Viðvíkursveit. b Þeim hjónum varð 5 barna auðið, þau eru: Bergur, Kjartan) Rögn- valdur, Margrét og Birgir. Bergur og Rögnvaldur búa fyrir sunnan, Margrét á Sleitustöðum, Birgir á Bakka en Kjartan er nú látinn. Bamabörnin eru nú 19. Við kynntumst afa okkar og ömmu vel þar sem við strákarnir 1r vorum sendir í sveit eins og algengt var á þessum tíma. Amrpa var mik- il búkona og var lagin við að halda fólki til vinnu. Faðir okkar hefur oft sagt þá sögu að þegar hann var ungur þá hafi amma einhverju sinni verið að fara í kaupstað og sagt við börnin sem heima voru: „Mikið lifandis ósköp yrði ég hissa ef búið væri að stinga upp kartöflugarðinn þegar ég kem heim úr kaupstað." Um leið og amma var komin úr augsýn var farið í kartöflugarðinn og verðlaunin voru líka stórkostleg, allir fengu heitt kakó og bakaðar lummur fyrir dugnaðinn. Hún vat' góður verkstjóri og stjórnaði oft þannig að enginn tók í raun eftir en verkin voru framkvæmd eins og hún vildi hafa þau. Góðar endur- minningar eigum við frá því þegar hlustað var með ömmu á útvarp þvf þegar uppáhaldssöngvar hennar komu þá söng hún með og dillaði sér. Hún hafði mikla útgeislun þannig að allir hrifust með henni. Þá sjaldan er hún kom til Reykjavík- ur hafði hún unun af því að fara í leikhús eða hlusta á góðan söng. Anna Margrét Bergsdóttir barst ekki mikið á en hún skilaði sínu. Blessuð sé hennar minning. Frosti Bergsson, Valdimar Bergsson, Anna Rós Bergsdóttir. Ég minnist þess hve oft talað var um það á árum áður hve þau Hauk- holtasystkin hefðu verið dugleg að sækja þær samkomur sem í Tung- unum voru haldnar. Ekki var þó alauðvelt að komast á milli en oft- ast var farið gangandi um langan veg og það jafnt þó yfir óbrúuð vötn væri að fara. Þessu og mörgu öðru fræddi Þorsteinn mig á með sinni stórskemmtilegu frásagnar- gleði er við aðstæðna vegna urðum samferða nokkrar vikur á haust- dögum fyrir fáeinum árum. Þá kynntist ég mannkostum hans vel er við ræddum daglega saman og alltaf kom ég fróðari af hans fundi. Eiskusemi hans og hjartahiýja verða mér ávallt minnisstæð. Hann bjó allan sinn búskap í Haukholtum ásamt konu sinni, Ástu Oddleifsdóttur. Þar tók hann við föðurleifð sinni. Sterkar voru ræt- urnar til föðurtúnanna sem aldrei þurfti að slíta. Þeim Ástu og Þor- steini varð tveggja sona auðið, Odd- leifs og Lofts sem báðir nú búa í Haukholtum ásamt fjölskyldum sínum. Mikil var gæfa hans og gifta að vera alla tíð samvistum við af- komendur sína en barnabörnin voru honum einkar kær. Ekki lá Þor- steinn heldur á liði sínu gæti hann veitt sonum sínum hjálparhönd við búskapinn. Gestrisni í Haukholtum hefur alla tíð verið mikil, það er sama hvort komið er að nóttu eða degi og hvert sem erindið er, öllum er fagnað enda er fólkið vinmargt og vinfast. Þorsteinn var einkar kvikur og vörpulegur í öllum hreyfingum með- an heilsan var í lagi. Minnisstæður er mér dagur einn síðastliðið haust með honum og hans fólki. Fjórar kynslóðir voru þar samankomnar og að fylgjast með þeim kærleika sem Þorsteinn miðlaði til afkom- enda sinna var lærdómsríkt. Hann var bóndi af Guðs náð og trúði á mátt sinn og megin. Hend- ing úr ljóði Einars Benediktssonar er mér ofarlega í huga er ég minn- ist þessa vinar míns:. Hver þjóð sem í gæfu og gengi vill búa á Guð sinn og land sitt skal trúa. (Einar Benediktsson) Þorsteinn unni landi sínu mjög enda er útsýnið frá Haukholtum víða fagurt. Til suðurs sér í blómleg- ar sveitir, Langjökull og Jarlhettur í norðri og ijallahringur fagur í vestri. Ofáar ferðir mun hann hafa farið til ijalls á Hreppamannaaf- rétt. Þeim ferðum lýsti hann fyrir mér sem hinum bestu skemmtiferð- um þó ekki hafi þær alltaf verið auðveldar. „Það er sannfæring mín að við eigum eftir að hugsa um dauðann. Það er ekki annað en sljóleiki eða vesalmennska að hliðra sér hjá því að horfast í augu við leyndardóm sem í senn er svo mikilfenglegur og okkur svo nákominn. Mér hefur virst það eittaf hinum fijósömu íhugunarefnum, sem mannar manninn, að skoða lífið frá sjónar- miði dauðans og dauðann frá sjón- armiði lífsins." (Sigurður Nordal) En eitt er víst þó dauðinn sé óumflýjanlegur og stundum jafnvel kærkominn eins og nú er hann leys- ir gamlan mann frá þrautum og þjáningum þá fylgir honum alltaf söknuður. Fyrir kynni mín af Þor- steini frá Haukholtum og hans fólki er ég óendanlega þakklát. Hann átti ómældan kærleik að gefa sem ég rnert flestum dyggðum ofar. Ég mun alltaf minnast hans er góðs manns verður getið. Innilegar samúðarkveðjur í Haukholtabæi. Kristín Sigurðardóttir, Haukadal. Árla morguns þann 25. janúar sl., barst mér sú frétt að frændi minn og vinur, Þorsteinn Loftsson bóndi í Haukholtum, hefði látist þá fyrr um morguninn. Steini, eins og hann var oftast kallaður af vinum sínum, var fæddur í Jötu í Hruna- mannahreppi þann 23. septémber 1905 og var því orðinn 85 ára gam- all, þegar kallið kom. Kornungur fluttist Steini að Haukholtum með foreldrum sínum og þar óist hann upp ásamt tveimur bræðrum sínum og tveimur systrum. Hann fékk ungur áhuga á bústörfum og öllu því sem að sveitabúskap sneri. Hann bjó alla sína tíð í Haukholt- um, fyrst með föður sínum, síðan með eldri bróður sínum og síðast með sonum sínum tveim, sem þar búa enn. Þann 23. nóvember 1935 kvæntist Steini Ástbjörtu Oddleifs- dóttur frá Langholtskoti, en hún er látin fyrir nokkrum árum. Sem lítill strák'hnokki fór ég til sumardvalár hjá Ástu og Steina og urðu þau reyndar sjö sumrin og einn vetur, sem ég var hjá þeim. Þá voru búskaparhættir aðrir, en nú tíðkast til sveita, tæknin rétt að byija að ryðja sér til t'úms. Þær mega teljast hreint ótrúlegar allar þær breytingar sem kynslóðin hans frænda míns hefur upplifað. Ég minnist með hlýhug allra samverustundanna með Steina. Sérstaklega eru minnisstæðar þær stundir, þegar hann fræddi um kennileiti og sagði sögu hinna ýmsu staða sem um var farið, og seint líður úr minni ferð inn á afrétt Hrunamanna, en þar var eins og hvert fjall, hver hóll, hvert dalverpi ætti sína sögu. Þar höfðu fjallmenn lent í erfiðleikum rheð fé eða hross, eða leitað sér skjóls undan veðrum, til að snæða nestið sitt. Þar naut frásagnargleði hans sín, enda þekkti hann afréttinn vel eftir fjall- ferðir í áratugi í einar lengstu leitir á landinu. Sjálfsagt voru allar þess- ar ferðir erfiðar, og trúlega hafa oft verið loppnir fingur á mönnum, þegar lagst var til hvílu ofaní gæru- skinnspokann í köldu segldúkstjald- inu og ekki víst að alltaf hafi allur hrollur verið farinn úr mönnum þegar lagt var af stað að morgni, Eg á honum Steina mínum og Ástu svo margt að þakka. Þann tíma sem ég var hjá þeim hjónum í Haukholtum, kenndu þau mér svo margt, sem ég bý enn að. Jafnvel nú síðari árin, þegar hann var orð- in lasburða og þrotinn af kröftum, gaf hann heilræði sem dugðu ef erfiðleikar voru uppi. Það var ósköp notalegt að setjast hjá honum á loftinu í Haukholtum, rifja upp gamla tíð og leita svara við spurn- ingum sem upp komu. Hann fylgd- ist vel með öllu sínu frændfólki, mundi ótrúlega vel hagi hvers og eins og vildi að öllum liði sem best. Steini hafði gaman af að fara á hestbak og það var gaman að horfa á hann á hestbaki, því þrátt fyrir háan aldur, var hann alltaf jafn hnarrreistur. Hann smalaði alltaf heimahagana á haustin þar til sl. haust, en þá lét hann sér nægja að fara í Ijárhúsið tii að líta á féð. Steini var óvenjumikill hugmað- ur, tók hvern dag snemma og vildi láta hvert verk ganga sem greiðast án þess þó að gæði spilltust. Honum leiddist að þurfa að bíða eftir öðrum og mikið hefði hann tekið það nærri sér ef einhver hefði þurft að bíða eftir honum. Hann brá ekki vana sínum andlátsdaginn, tók daginn snemma, annað hefði verið afar ólíkt honum. Ég kveð góðan vin minn og frænda með söknuði, en þakklæti fyrir samfylgdina. Kæru vinir í Haukholtum. Við á Álfhólsveginum sendum ykkur inni- legar samúðarkveðjur. Raggi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.