Morgunblaðið - 02.02.1991, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRUAR 1991
35
Valgerður Baldvins-
dóttir — Minning
Fædd 17. október 1920
Dáin 28. janúar 1991
í dag er lögð til hinstu hvílu Val-
gerður Baldvinsdóttir sem lést þann
28. janúar. Mig langar til að kveðja
kæra frænku frtlna með örfáum
línum, en finn að mér verður orða
vant. Þau orð sem hét' verða þó fest
á blað finnast mér vera hjóm þegar
ég hugsa um Öllu frænku. Á hinn
bóginn væri henni áreiðanlega ekki
að skapi að ég færi að skjalla hana
og mæra.
Eins og veðráttan er í okkai' harð-
býla landi þar sem skiptast á skin
og skúriiv byljir og blíðviðri, voru
misjöfn veður í lífi þessarar öndveg-
is konu sem nú er kvödd. Annars
vegar var ástríkur og traustur eigin-
maður, barnalán og samheldin fjöl-
skylda og hins vegar ástvinamissir
og veikindi sem hún átti lengi við
að stríða. Þessar byrðar bar hún af
því æðruleysi og andlegum styrk
sem einkenndu hana og hún hlaut í
arf frá forfeðrum sínum í Grindavík,
þar sem lífsbaráttan var lengst af
erfið og miskunnarlaus.
Alla fæddist að Hópi í Grindavík
þann 1-7. október 1920. Foreldrar
hennar, Baldvin Jónsson og Loftsína
Guðrún Pálsdóttir, hófu búskap að
Hópsnesi en fluttu síðan að Hópi þar
sem þau byggðu upp staðinn og
Baldvin hóf útgerð. Síðar fluttu þau
til Keflavíkur og bjuggu þar æ síðan.
Árið 1945 giftist hún eftirlifandi
manni sínum, Gunnari Jóhannssyni,
skipasmið frá Iðu í Biskupstungum
og reyndist hann henni góður og
traustur lífsföru'nautur, enda mann-
kostamaður. Þau eignuðust 7 börn
og komust 6 þeirra til fullorðinsára.
Börnum sínum reyndist hún góð
móðir og einstaklega hjálpsöm á
meðan heilsan leyfði. Hún uppskar
líka eins og hún sáði því börnin urðu
öll mannkostafólk og hafa reynst
foreldrum sínum sérlega vel, ekki
síst á undanförnum vikum þegar
fjölskyldan þurfti á öllum sínum
styrk að halda.
Eins og áður sagði skiptust á
skin og skúrir í lífi Ollu. Árið 1960
urðu þau hjón að sjá á eftir þriggja
ára syni sínum, Baldvini Rúnari, sem
dó af slysförum. Slíkt hlýtur að vera
mesti harmur sem hægt er að leggja
á nokkra manneskju og er vísast að
fólk jafni sig aldrei á slíku áfalli.
Alla var vel gefin og fróðleiksfús
kona og hafði yndi af að ferðast.
Hún var einnig traustur vinur sem
alltaf var hægt að leita til ef á
þurfti að halda. Mikil vinátta var
milli þeirra hjóna og foreldra minna.
Á hana reyndi þegar faðir minn dó
fyrir rúmum þremur árum. Þá brást
Álla ekki og birtist hún oft ótilkvödd
í dyrunum hjá móður minni á henn-
ar erfiðustu stundum.
Þegar leiðir skiljast og frænka
leggur upp í sína síðustu ferð langar
mig til að þakka henni samfylgdina,
einkum í minni æsku þegar eldri
börn hennar voru leikfélagar mínir
og hún tók mér sem einu sinna eig-
in barna.
Gunnari, börnunum og öðrum
aðstandendum votta ég mína dýpstu
samúð. Megi Guð gefa ykkur styrk
og blessa á sorgarstundu
Blessuð sé minning hennar.
Páll V. Bjarnason
— Alla Baldvins —
Alla var fædd að Hópi í Grindavík
17. október 1920. Foreldrar hennar
voru hjónin Loftsína G. Pálsdóttir
frá Akurhúsum og Baldvin Jónsson
útvegsbóndi að Hópi, þar sem Alla
átti sín bernskuspor, því að þar ólst
hún upp. Hún fluttist til Keflavíkur
með foreldrum sínum á nítjánda ald-
ursári og hafði þá lokið námi við
Flensborgarskólann í Hafnarfirði.
Hún vann við verslunarstörf í
Keflavík uns hún giftist skipasmíða-
nema frá Iðu í Biskupstungum,
Gunnari Jóhannssyni, 2. ágúst 1945.
Þau settu saman bú á Baldurs-
götu 6, í húsi foreldra hennar, en
fluttu sig sVo til eftir því sem ijöl-
skyldan stækkaði og námu staðar á
Blikabraut 10, þar sem Gunnar býr
nú.
Já, fjölskyldan stækkaði nokkuð
ört og börnin urðu sjö. Það fjórða í
röðinni, sem var drengut', lést af
slysförum þriggja ára gamalt. Hin
börnin hafa öll komist vel til manns
og afkomendahópur þessara mætu
hjóna er orðinn stór og gæfulegur
ættbogi.
Ég vildi geta komið því til skila
að nú er til grafar borin mikilhæf
kona, sem vel gæti verið fyrirmynd
margra nútíma kvenna sem húsmóð-
ir og uppalandi.
Svo vildi til, að vegna mægða við
þessa konu, bar mig að heimili henn-
ar fyrir nær 50 árum því þar fékk
ég skjól og fyrirgreiðslu hjá foreld-
rum hennar. Þá stóð Alla í sínum
æskublóma. Þá stirndi af henni tígul-
leiki í hljóðlátu fasi. Ungir menn
gátu ekki látið það vera að líta um
öxl þar sem hún fór framhjá. En
hún hló ekki við hveijum sem var
og þá heldur ekki mér. — Ekki þann-
ig. — Hún var staðföst samviskusöm
ung stúlka, sem bar með sér list-
fengna drauma. Hún var músíkelsk.
Spilaði á gítar og söng. Hún og stöll-
ur hennar lögðu sitt af mörkum til
að færa fegurð inn í magurt menn-
ingariíf Keflavíkur á þeirri tíð, með
því að syngja og spila, sem hýrgaði
og yljaði sjávarlúnu fólki, þar sem
allt snerist um útræði. — Síðar, sem
eiginkona með 6 börn á palli, skap-
aði hún með einhveijum hætti tóm-
stundir fyrir útrás listfengi sínu með
smekkvísi snillingsins í hannyrðum
sem öðru fremur prýðir heimili henn-
ar ásamt hagleik Gunnars, sem er
mikill fagurkeri.
„Ég hef misst mikið,“ sagði Gunn-
ar við mig klökkum rómi. en styrkri
röddu sagði hann ennfremur, af sinni
meðfæddu hæversku og yfirvegun:
„Þannig hlýtur það líka að vera.
Þeir sem mikið hafa átt, þeir hljóta
að missa mikið og ekkert er eilíft í
mannlegu samfélagi." — Skynsam-
lega mælt. — Gömul sannindi og ný.
Dagsverk Öllu var býsna mikið
og ijölþætt. Hún var hin sanna hag-
sýna húsmóðir. Áhugi hennar snerist
ekki um það að standa í sviðsljós-
inu. Þess í stað beindist umhyggja
hennar að heimilinu og börnunum
þeirra. Þar uppskáru þau líka sín
laun, því að öll eru þau prúð og
mannvænleg og hið dyggðugasta
fólk, eins og áður er sagt, og heimil-
ið sjálft til fyrirmyndar um smekk-
vísi og hagleik.
Gunnar og Alla voru mjög sam-
hent og farsæl í sínuin hjúskap. Þau
byggðu sér hús, sem ekki er í frásög-
ur færandi, nema af þvi að það var
ekki bara einu sinni heldur tvisvar
og keyptu sér síðan hús á Blika-
braut 10, þar sem Gunnar býr nú.
Alla lauk ævi sinni með þeim
hætti, sem hétjur einar geta gert. í
15 ár stóð hún í skugga dauða síns.
Vissi það vel. Æðraðist aldrei né
barði sér á bijóst. Af víkings eðli
háði hún orrustu, sem var töpuð
fyrirfram. En með æðruleysi sínu
vann hún samt sinn stærsta sigur.
Hún var hin sterka sál, sem ekki
haggaðist í storminum sem á móti
blés, uns rótin slitnaði og hin hug-
rakka kona féll að moldu.
Öll biðjum við henni velfarnaðar
á nýjum leiðum. Við biðjum almætt-
ið að líta til ineð eiginmanni hennar
og afkomendum, að það haldi áfram
að blessa heimili hennar, sem hún
lagði alla sína ástúð í og allt það
besta sem hún kunni.
Guð veri með henni.
Skarphéðinn Össurarson
_________Brids___________
Arnór Ragnarsson
Bridsfélag Hafnarfjarðar
Mánudaginn 28. janúar var spilað
annað kvöldið í „Listabridskeppni"
félagsins en 18 pör taka þátt í mót-
inu. Kvöldskorið varð best hjá eftirfar-
andi spilurum:
Hrólfur Hjaltason — SverrirÁrmannsson 1024
Júlíana Gísladóttir - Jón Gíslason 929
Karl Bjarnason - Sigurberg Elentínusson 897
Björn Olafsson - Ólafur Torfason 871
Heildarstaðan:
Hrólfur Hjaltason - Sverrir Ármannsson 2079
DröfnGuðmundsdóttir-ÁsgeirÁsbjömsson 1876
Óláfur Ingimundarson - Sverrir Jónsson 1793
Hulda Hjálmarsd. - Sigurður Siguijónsson 1766
Karl Bjarnason - Sigurberg Elentínusson 1740
Björn Olafsson - Ólafur Torfason 1716
Miðlungur er 1588.
Frá Skagfirðingum í
Reykjavík
Metþátttaka var hjá Skagfirðingum
sl. þriðjudag. Yfir 60 spilarar mættú
til leiks í eins kvölds tvímennings-
keppni. Úrslit urðu (efstu pör):
Norður/Suður:
LeifurJóhannsson-JoanJensen 393
HannesR.Jónsson-JónlngiBjörnsson 352
Ármann J. Lárusson - Sveinn Sigurgeirsson 343
Austur/Vestur:
Helgi Hermannsson - Kjartan Jóhannsson 382
Hermann Sigurðsson - Jóhann Oddur Bjamas. 371
Ásthildur Sigurgíslad. - Lárus Arnórsson 353
Á þriðjudaginn kemur hefst aðal-
sveitakeppni deildarinnar. Skráning
stendur yfir hjá Ólafi Lárussyni. Er
útlit fyrir ágæta þátttöku. Allt spilaá-
hugafólk velkomið. Spilað er í Drangey
v/Síðumúla 35.
Bridsfélag Eskifjarðar og
Reyðarfjarðar
Hafin er aðalsveitakeppni félagsins,
tvær umferðir hafa verið spilaðar og
eru úrslit eftirfarandi:
1. umf.
Aðalsteinn Jónsson - Eskfirðingur 17:13
Jóhann Þórarinsson - Haukur Bjömsson 17:13
Trésíld — Bjöm Jónsson 25:0
2. umf.
Aðalsteinn Jónsson - Jóhann Þórarinsson 18:12
Eskfirðingur — Trésíld 15:15
Haukur Björnsson - Magnea Magnúsdóttir 25:5
BjömJónsson-EinarÞorvarðarson 17:13
Staða efstu sveita eftir 2 umf.
Trésíld 40
HaukurBjörnsson 38
Aðalsteinn Jónsson 35
Bridsfélag Hornafjárðar
Nú er lokið fjórum umferðum í
sveitakeppninni og er staða efstu
sveita þessi:
Birgir Björnsson 80
Björn Gíslason 69
GuðbrandurJóhannsson 68
Ragnar Björnsson 66
Hótel Höfn 65
Þorsteinn Sigjónsson 65 '
Freyr SF 20 63
Einhver brenglun varð í síðustu
frétt og BH beðið velvirðingar á mis-
tökunum.
HEILSUBUÐIN
OPNAR I DAG
ab Álfabakka 14b í Mjódd
Belis heilsuvörur hf. opnar í dag kl. 10 fyrir hádegi,
verslun ab Álfabakka 14b í Mjódd undir nafninu
Svensson heilsubúbin. Svensson sérhæfir sig í
náttúrurlegum snyrtivörum, megrunarvörum og
fæbubótarefnum ásamt íþróttavörum.
Svensson heilsubúbin verbur opin
virka daga kl. 12-18 og
laugardaga kl. 10-14.
Rekstur póstverslunar verbur óbreyttur.
g_.t Pöntunarsími (91) 66 75 80.
'föiSoESlCN
i
'HtOluUV
IWŒ ’
Belis
HEILSUVÖRUR
Svensson*
I HEWLETT
I PACKARD
PRENTARAR SEM AÐRIR LIKJ A E F T I R
I HEWLETT
I PACKARD
Hewlett Packard hágæðaprentarar
EINSTAKT TILBOD
Hewlett Packard DeskJet 500 - kr. 63.000, með VSK
Hágæða ritvinnsluprentari
Hljóðlaus
Gáeðaletur
Mikið rekstraröryggi Q55 greiðslukjör 58.590 stgr. m/VSK eða t.d.
Mjög nettur MUNALÁN
Tilbúinn fyrir Windows 3
’ ^fwfis 1 Í
Gerðu verðsamanburð.
25% útborgun og 4.427,- á mánufti í 12 mánuði.
= ORTOLVUTÆKNI =
TÖLVUKAUP HF ■ SKEIFUNNI 17 ■ SÍMI: 68 72 20
, mm
HÉR&NÚ AUGLÝSINGASTOFA