Morgunblaðið - 03.02.1991, Side 2
2 FRÉTTI R/iAI NLENT
1 MÓróui^Iáðið ^sÚNKtíbÁúúR 'ál'Má'MiÁiú ífíéi
mm
Hópur útlendinga til
íslands vegna stríðsins
STÓR hópur, um 300 manns,
starfsmenn þýsks fyrirtækis,
kemur hingað til lands í þessum
mánuði. Hópurinn hugðist fara
Gripu fullt fang
af geisladiskum
ÞRÍR piltar um tvítugt æddu inn
I hljómplötuverslun Skífunnar í
Kringlunni laust eftir hádegi í
gær, gripu þar fullt fang af
geisladiskum og hlupu á dyr.
Þeir náðust á hlaupum fyrir utan
húsið og voru færðir til yfir-
heyrslu á lögreglustöðinni.
Aðfaranótt laugardagsins var
róleg hjá lögreglunni í Reykjavík
enda veður vont. Fáir voru á ferli
en 5 sinnum var lögreglu tilkynnt
um að brotnar hefðu verið rúður í
borginni.
Þrátt fyrir hvassviðri barst engin
tilkynning um tjón af völdum veð-
ursins enda hafði því verið spáð og
fólk hvatt til að huga að sínu.
til Kairó í Egyptalandi en breytti
ferðaáætluninni vegna stríðsins
við Persaflóa.
Helgi Jóhannsson, forstjóri Sam-
vinnuferða-Landsýnar, segir tals-
vert um fyrirspumir frá erlendum
aðilum um ferðir hingað til lands.
Hann segir þetta aðallega hópa,
sem hafi ætlað að fara eitthvað
suður á bóginn, en vegna ástands-
ins við Persaflóa séu þeir að leita
að öðrum stöðum.
„Það er 300 manna hópur að
koma frá Þýskalandi nú í febrúar.
Þeir ætluðu að fara til Kairó en
skiptu hressilega um stefnu vegna
stríðsins," sagði Helgi.
Brögð hafa verið að því undan-
farið að snardregið hefur úr
pöntunum hjá stórum og
þekktum flugfélögum erlendis
vegna Persaflóastríðsins, þar sem
farþegar óttast hryðjuverk íraka
og stuðningsmanna þeirra.
Allar áætlanir hafa raskast af
þessum sökum og steðja miklir fjár-
hagsörðugleikar að flugfélögum
og stórum fyrirtækjum í ferðaút-
vegi.
Össur hf. framleiðir gervilimi:
Útflutningur á stoð-
tækjum hefur aukist
ÚTFLUTNINGUR Össurar hf. á
stoðtækjum hefur aukist mikið
að undanförnu en fyrirtækið
framleiðir meðal annars gervi-
fætur, spelkur, gervihendur,
gerviliði, hulsur og annan búnað,
sem notaður er til að tengja gerv-
ilimi við líkamann.
Vegna mikillar eftirspumar á
erlendum mörkuðum er Óssur hf.
að setja upp vélbúnað, sem gerir
fyrirtækinu kleift að fjórfalda af-
köstin við framleiðslu á svokallaðri
Iceross-hulsu en útflutningur á
henni var fjórfalt meiri árið 1990
en 1989. Um 70% framleiðslunnar
fer á Bandaríkjamarkað en 30% á
markaði í Evrópu. Sala á Iceross-
hulsunni nam 5% af.veltu Össurar
hf. árið 1989 en 25% í fyrra.
Velta fyrirtækisins var 93,5 millj-
ónir króna árið 1990 en 65,5 milij-
ónir árið 1989 og 48,2 milljónir
1988. Allt að 10% af veltunni hefur
farið til þróunarstarfs og hagnaður-
inn, sem var rúmar 3 milljónir árið
1989, hefur ávallt runnið til rann-
sókna <?g þróunarstarfs.
Hjá Össuri hf. er einnig verið að
þróa nýja tegund öklaliðar á gervi-
fót. Hann nefnist Masterstep og
verður settur á markað um mitt
þetta ár, segir í frétt frá Össuri hf.
Morgunblaðið/RAX
LANDFESTAR LEYSTAR
Margir sjómenn voru á vaktinni í höfnum landsins í fyrrinótt og gættu báta sinna.
Fundað um ástand þorsk-
stofnsins við Grænland
ÚTTEKT á ástandi þorskstofnsins við Grænland verður gerð á fundi
Alþjóðahafrannsóknaráðsins í Reykjavík 20. febrúar næstkomandi,
að sögn Sigfúsar A. Schopka fiskifræðings hjá Hafrannsóknastofn-
un. Á fundinum verður farið yfir gögn frá þýska rannsóknaskipinu
Walther Herwig, sem kannaði ástand þorskstofnsins við Grænland
í haust.
Þorskurinn, sem veiðst hefur við
Grænland undanfarið, er aðallega
þorskur, sem gekk.sem seiði frá
Islandi til Grænlands árið 1984, en
búist er við að hann gangi hingað
til hrygningar í vor og næsta vor.
Hafrannsóknastofnun telur
nauðsynlegt að endurskoða tillögur
um hámarksafla þorsks á þessu ári
þegar nýjar upplýsingar um ástand
þorskstofnsins við Vestur-Græn-
land ligga fyrir. Stofnunin lagði til
að hámarks-þorskáflinn yrði 300
þúsund tonn í ár og taldi æskilegt
að skipta aflamagninu milli kvóta-
tímabila, þannig að hámarksafiinn
yrði 240 þúsund tonn á kvótatíma-
bilinu janúar til ágúst í ár. Sjávarút-
vegsráðherra hefur hins vegar
ákveðið að þorskkvótinn verði 245
þúsund tonn á þessu kvótatímabili.
Þorskurinn talinn éta allt að
milljón tonn af loðnu á ári
Þorskstofninn minnkar um 40% ef loðnustofninn hrynur
TALIÐ ER að þorskurinn hafi étið svipað magn af loðnu á ári og hér
var veitt af henni á hveiri vertíð á árunum 1985-’88, eða allt að einni
milljón tonna, að sögn Ólafs Karvels Pálssonar fiskifræðings. Fiski-
fræðingar telja loðnuna vera langmikilvægasta æti þorsksins og áætla
að hlutdeild hennar í heildarfæðunni sé 35-40% að jafnaði yfir árið.
Á vissum árstímum er vægi loðnu þó mun meira, eða allt að 80% að
vetrarlagi, þegar loðnan gengur til hrygningar meðfram landgrunns-
brúninni.
Ólafur Karvel Pálsson segir að
ef ioðnustofninn hrynji minnki
þorskstofninn um 40% á nokkrum
árum vegna samdráttar í vexti
þorsksins og afraksturinn af þorsk-
7 tonna flutningabíll fauk
Bifreiðin sem fauk í Olafsvík í óveðrinu í fyrrakvöld var sjö tonna flutn-
ingabíll, en hann var kyrrstæður þegarvindhviða feykti honum á hlið-
ina. Myndina tók fréttaritari Morgunblaðsins í Olafsvík, Alfons Finns-
son, þegar verið var að rétta flutningabílinn við með gröfu.
stofninum minnki samsvarandi.
„Þegar loðnustofninn var í lágmarki
árin 1982-’83 var meðalþyngd 4-8
ára gamals þorsks, sem er mest í
veiðinni, 15-25% minni en næstu ár
á undan,“ segir Ólafur Karvel.
Allt að 800 þúsund tonna loðnu-
afli á ári virðist ekki hafa áhrif á
þorskafla, miðað við loðnustofninn
eins og hann var á árunum 1985-’88,
þegar veiðistofn loðnu var um 2
milljónir tonna.
Loðna og aðrar smávaxnar fisk-
tegundir eru yfírleitt helsta fæða
þorsks af miðlungsstærð. Stærsti
þorskurinn étur einkum mun stærri
fisktegundir, eins og kolmunna,
karfa og þorsk en sjálfrán þorsks
er meira á haustin en öðrum árstím-
um. Aðalfæða smáþorsks á öllum
árstímum eru smávaxnir, sviflægir
og botnlægir hryggleysingjar.
Þegar veiðistofn loðnu er stærri
en ein milljón tonna er át þorsks
tiltölulega mikið og stöðugt, þannig
að átið breytist lítið, enda þótt loðnu-
stofninn vaxi enn meir. Minnki
loðnustofninn hins vegar dregur ört
úr áti þorsks og það verður mjög
lítið þegar loðnustofninn er um hálf
milljón tonna, eins og hann var á
árunum 1981-’83. Á þessum árum
dró jafnframt verulega úr vaxtar-
hraða þorsks.
Fæðutengsl þorsks og loðnu ráð-
ast af skörun þessara fískistofna í
tíma og rúmi, auk þess sem torfu-
myndun loðnunnar hefur væntan-
lega einnig veruleg áhrif. Almennt
-virðist-vera-aHgott- satnræmi -milli
skörunar á útbreiðslu beggja teg-
unda annars vegar og afráni þorsks
á loðnu hins vegar.
Samkvæmt niðurstöðum fiski-
fræðinga fer heildarát þorsks
minnkandi með minnkandi loðnuáti.
Ef þorskurinn étur enga loðnu er
heildarát hans aðeins um helmingur
af átinu þegar mest er étið af loðnu.
Þetta þýðir að við minnkandi fram-
boð loðnu nær þorskurinn ekki að
afla sér uppbótarætis nema að hálfu
leyti. Þetta virðist að minnsta kosti
gilda við skammtímabreytingar á
framboði loðnu, eins og árin
1981-’83. Þróunin kann að verða
önnur ef slíkar breytingar reynast
varanlegri.
Minnkandi loðnustofn leiðir til
vaxandi samdráttar í vexti þorsks.
Samdrátturinn fer greinilega vax-
andi með aldri þorsks, það er með
auknu mikilvægi loðnu sem fæðu.
Mestur er samdráttur í meðalþyngd
7 og 8 ára gamals þorsks, eða um
30% við 1,6 milljóna tonna loðnuafla
borið saman við meðalþyngdina þeg-
ar loðnuveiði er engin.
Meginskýringin á þessu er sú að
þvi eldri sem fiskurinn er, því fleiri
„loðnuleysisár" hefur hann lifað og
því vaxið hægar. Hjá fjögurra og tíu
ára gömlum þorski minnkar meðal-
þyngdin um 10% við 1,6’ milljóna
tonna loðnuafla en um 16-22% hjá
5, 6 og 9 ára gömlum þorski. Lægri
meðalþyngd hvers þorsks hefur í för
með sér minnkandi afrakstur stofns-
ins miðað við óbreyttan fjölda
veiddra fiska.
ioo-
50-
209 234 28)444495 880 737 737 948 698 624 458 204
'A 'a a a'aaa'aA'AAXaÁaAaaa^A a a
‘aAaVaXAXAXAXAXAXAXaXaÍ:
A. A A A aA a A aA , A A A A A A A A A A A A A A A A A
Fjöldl
mpgq
DÝRASVIF
(lelf)
50 60 ro
Lengd þorsks
Hlutfallsleg þyngd þeirra tegunda, sem þorskurinn étur, miðað við
iengd þorsksms.----------- " *